Þjóðviljinn - 17.04.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.04.1984, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN Sagt frá Friðarvikunni Bls 7. og baksíða. þriðjudagur 89. tbl. 49. árg. Framsókn í Reykjavík þverklofin Verulegur ágreiningur um menn og málefni • Forysta SÍS að taka allt yfir • Ekki viss um að Framsóknarmenn fái inni í Tímanum • Við erum bara til að skaffa pen- inga • Minnihlutamönnum sparkað úr miðstjórn • Stórar deilur um fjármál verða með Nútímanum, segir Jón Aðalsteinn „Það er alveg Ijóst að bæði innan félagsins í Reykjavík og Framsókn- arflokksins í heild er verulegur á- greiningur um menn og málefni“, segir Jón Aðalsteinn Jónasson for- ystumaður Framsóknarfélaganna í Reykjavík um margra áratuga skeið í viðtali við Þjóðviljann í dag. Jón Aðalsteinn segir að veru- legar breytingar þurfi að verða á stefnu Framsóknarflokksins „ef hann á að halda fylgi sínu hér í þéttbýlinu". „Ætli það sé ekki fyrst og fremst forysta SÍS sem er þessu andvíg, ég hef illan grun um það“, segir Jón Aðalsteinn. Hann segir að þeir sem hafi haldið uppi kosningum og fé- lagsstarfi Framsóknarflokksins í Reykjavík á umliðnum 30 árum séu sama sinnis í afstöðunni til flokksforystunnar." „Ég er alls ekki viss um að neinn Framsóknarmaður fái inni með sín mál í Tímanum núoa. Ég held að við séum aðallega til þess að skaffa þeim peninga", segir þessi forystu- maður um málgagnið sitt. Um SÍS og ísfilm: „Því er óneitanlega þannig farið, að SÍS ásamt ýmsum leiðtogum, og ísfilm, er orðið svo sterkt afl að ég held að menn megi aðeins stansa við og skoða þau mál. Mér sýnist sumir vilja fara í eina sæng“. Um næsta miðstjórnarfund: „Ég á ekki sæti í miðstjórn í fyrsta skipti í mörg ár. Mér var sparkað ásamt þeim Hannesi Pálssyni og for- manni stærsta Framsóknarfélags- ins“. Um fjármálin með Nútímanum: „Eflaust verða þar stórar deilur. Maður spyr til að mynda hvernig flokkurinn ætlar að yfirtaka allar skuldir Tímans. Forystan verður að svara þessu“. Um baráttu minnihlutamanna segir Jón Aðalsteinn Jónasson: - Við höfum engu að tapa með- an við höfum enga forystu, tíminn vinnur með okkur. - óg/S.dór Sjá viðtal við Jón Aðalstein á bls. 2 Biskup á þúsundkalli í sumar mun eitt þúsund króna seðill verða tekinn í notkun hér á landi. Á framhlið er mynd af Brynjólfi Sveinssyni biskup í Skál- holti en á bakhlið mynd af kirkju hans. Er ætlunin að taka þenn- an seðil í notkun í júlí ellegar ágúst. Samhliða verður og tekin í gagnið 10 króna mynt ogprýða hana fjórir landvættir og jafnmargar loðnur. Svört -skýrsla í Færeyjum Ofveiði og of stór floti grafa undan efnahagnum Rányrkja á fiskistofnum og offjárfesting í fiskiskipum ógna nú efnahag Færeyja þannig að grípa verður til róttækra að- gerða, segir í nýrri „svartri skýrslu" ráðgjafarnefndar danska forsætisráðuneytisins til lögþingsins í Færeyjum. Samkvæmt skýrslunni jókst sjávarafli Færeyinga um 30% á síðasta ári, sem var langt um- fram það magn sem fiskifræð- ingar höfðu ráðlagt. Jafnframt margfaldaðist fjárfesting í fiski- skipum, þannig að talið er að fiskiskipaflotinn muni stækka um 37% á tímabilinu 1982- 1984. í skýrslunni kemur einnig fram að samkvæmt núgildandi kerfi fá færeyskir útgerðar- menn talsverðan hluta útgerð- arkostnaðar niðurgreiddan, auk þess sem verð á fiski til sjó- manna og útgerðarmanna sé í mörgum tilfellum hærra en fæst fyrir fiskinn á erlendum mörk- uðum. ólg. sjá bls. 6 • • ATOMSTOÐIN valin til Cannes Stórkostlegur áfangi, segir Þorsteinn Jónsson - Þetta er stórkostlegur áfangi og jafnframt besti gæðastimpill sem við gctum fcngið frá kvik- myndahátíð, sagði Þorsteinn Jónsson leikstjóri þegar Þjóðvilj- inn óskaði honum til hamingju með að mynd hans Atómstöðin hefði verið valin úr hóp 40 kvik- mynda sem sýndar vcrða á hátíð- ardagskránni í Cannes í næsta mánuði. Atómstöðin er fyrsta ís- lenska kvikmyndin sem boðið er til þátttöku í hátíðardagskránni, og verður myndin sýnd í hópi þeirra mynda sem gerðar eru af lítt þekktum höfundum en dóm- nefndinni þykir skara fram úr. Auk myndanna 40 eru að jafnaði fleiri hundruð mynda sýndar utan hátíðardagskrárinnar í Cannes, en hátíðardagskráin vekur jafnan mesta eftirtekt fjöl- miðla og dreifnfgaraðila. - Þetta hefur auðvitað mikið að segja fyrir dreifingu myndar- innar, en okkur finnst þetta ekki síður vera viðurkenning fyrir þá Gunnar Eyjólfsson og Tlnna Gunnlaugsdóttlr í Atómstöðinni. vinnu sem við höfum lagt í mynd- ina, sagði Þorsteinn. Við lögðum okkur fram við að gera þetta eins vel og við gátum, og það er ánægjulegt til þess að vita að þetta skuli vera metið. Við erum nú í þeirri stöðú hér heima að velja á milli þess að gera ódýrar myndir fyrir íslenskan markað eða setja markið hátt og stefna á sölu erlendis. Við höfum verið þeirrar skoðunar' að inn- lendi markaðurinn geti ekki bor- ið aivöru kvikmyndagerð, og þessi árangur hefur styrkt okkur í þeirri trú. Eruð þið vissir um að geta selt myndina erlendis? - Já, við erum ekki í nokkrum vafa um að við getum selt hana, fyrst og fremst til sjónvarps- stöðva. Kvikmyndahúsamarkað- urinn er erfiðari, en Atómstöðin á eftir að fara 'á staði þar seni sýndar eru eingöngu svokallaðar listrænar myndir. Annars verður Þorsteinn: Ánægjulegt að vita tíl i að starf okkar sé metið. þetta allt ljósara eftir hátíðarsýn- inguna í Cannes og viðtökurnar þar. ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.