Þjóðviljinn - 03.05.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.05.1984, Blaðsíða 1
DJÚÐVIIIINN Tólf marka jafn- teflisleikur í vestur- þýsku knattspyrn- unni í gærkvöldi! Sjá 11 maí fimmtudagur 98. tbl. 49. árgangur Tugir þúsunda gengu undir kröfum dagsins „Gífurlegur fjöldi tók þátt í kröfugöngum verkalýðshreyfíng- arinnar um land allt 1. maí. I Reykjavík er talið að allt að 20.000 manns hafí komið saman í miðbæn- um til að hlýða á ræðumennþar og taka undir kröfur dagsins. A sam- komum í flestum þéttbýlisstöðum var óvenju góð þátttaka og baráttu- andi ríkjandi. Að venju efndi Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Iðnnemasamband íslands til stærstu aðgerðanna í höfuðborg- inni. Aðalræðumaður dagsins var Guðmundur J. Guðmundsson for- maður Verkamannasambands ís- lands og Dagsbrúnar. f>á fluttu einnig ræður þau Sjöfn Ingólfsdótt- ir frá BSRB og Kristinn Einarsson frá Iðnnemasambandinu. Fundar- stjóri var Thorvald Imsland. Þá efndu Samtök kvenna til fundar á Hallærisplani og var þar margt um manninn. f Neskaupstað flutti aðalræðu dagsins Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ. Var safnast saman í Egilsbúð að lokinni kröfugöngu en eins og víðast um land var blíð- skaparveður í Neskaupstað á bar- áttudegi verkalýðsins. Fundinum í Egilsbúð var stjórnað af Guð- mundi Sigurjónssyni verkamanni. Á Akureyri var þátttaka í aðgerð- úm dagsins mjög góð en þar var aðalræðumaður Tryggvi Þór Aðal- steinsson framkvæmdastjóri MFA. Sjá bls 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 ogI6~ v. Ný erlend lán tekin vegna flugstöðvar í Keflavík Kostar 616 miljónir Stjórnarflokkarnir með aðstoð Alþýðuflokksins samþykktu í gær sem lög frá alþingi að ríkissjóði verði heimilt að taka á næstu 5 árum 616 miljónir króna á núvirði til byggingar nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Þingmenn Alþýðubandalags, Kvennalista og Bandalags jafnað- armanna greiddu atkvæði gegn þessari lántöku en í nefndaráliti þessara flokka kemur fram að fyrirhuguð flugstöð er allt of dýr og í engu samræmi við lífskjör þjóðar- innar. Flugstöðin er óhagkvæm, enda hönnuð með hliðsjón af „gróðurhúsinu, tákni orkulinda landsins" eins og orðrétt segir í byggingarlýsingu Húsameistara ríkisins á flugstöðinni. Lögðu þessir flokkar til að hönnuð verði önnur og minni flug- stöð sem sé hagkvæmari og sam- ræmist betur raunveruleikanum í heldur „gróðurhúsið", en framlög þróun íslenskra flugmála. til þeirrar byggingar nema hærri Stjórnarliðið og kratar ákváðu fjárhæð á þessu ári en öll framlög ríkisins til vegamála, flugvalla, heilbrigðis-, heilsugæslu- og menntamála. Ofögur sjón blasir við í vertíðarlok, segir Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ „Maður ætti kannski að bíða með að segja nokkuð þar til tölur fyrir 4 fyrstu mánuði ársins liggja fyrir, en maður veit að ástandið er vægt sagt hörmulegt. Ég sagði það strax 1. febrúar, þegar fiskverð var ákveðið að þetta gæti ekki gengið og það hefur einfaldlega komið í fjós“, sagði Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ í samtali við Þjóð- viijann i gær. Hann sagði jafnframt að skuld- breyting stofnlána væri komin vel á veg og myndi bjarga einhverju fyrir ákveðinn hóp, en aftur á móti væri ekkert farið að gera varðandi skuldbreytingu lausaskulda í lengri lán. Það væri hinsvegar eins og margir útgerðarmenn leggðu allt sitt traust á hana og gerðu út í þeirri von að eitthvað yrði gert. Þá sagði Kristján að útgerðarmenn segðu sér að þeir safni nú skuldum við alla möguleika aðila, bæði opin- bera og aðra. „Ég veit að þegar dæmið verður gert upp nú í vertíðarlok og hin endanlega niðurstaða liggur fyrir mun blasa við hrikaleg sjón, senni- lega verri en nokkru sinni fyrr. Menn töluðu um að kvótinn væri of lítill, en það hefur sýnt sig að þeim tekst ekki einu sinni að veiða upp í þann kvóta sem þeir fengu. Það hristist margt upp nú í vetríðarlok- in, vertu viss“, sagði Kristján að lokum. - S.dór Ásmundur Stef- ánsson forseti Al- þýðusambands ís lands 1. maí í Neskaupstað. Ræða Ásmundar er birt í heild í blaðinu í dag. Sjá 8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.