Þjóðviljinn - 30.05.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.05.1984, Blaðsíða 1
DJÓÐVUHNN Prófanefnd hefur sagt af sér eftir að menntamálaráð- herra ákvað að breyta fyrirkomulagi samræmdu prófanna. Sjá bls. 28 maí miðvikudagur 121. tölublað 49. árgangur Samþykkti lóðarstækkun fyrir Húsasmiðjuna: Háubakkarnír eru í hættu Friðlýstar setlagaopnur frá ísöld sem eru einsdcemi í heiminum „Þessi staður er ónýtur ef farið verður með byggingar og þar til gerðar uppfyllingar hér fram á bakkana. Það er fráleitt að skipulagsnefnd skuli samþykkja annað eins, því þetta er annar af tveimur friðlýstum stöðum í Reykjavík og búið að kosta miklu fjármagni til að varðveita hann óskemmdan". Þetta sagði Þorleifur Einarsson jarðfræðingur í gær um þá ákvörðun skipulags- nefndar að stækka lóð Húsasmiðjunnar fram á Háubakka í Elliðavogi. í Háubökkum eru setlagaopnur frá tveimur síöustu hlýskeiðum ísaldar og veita dýra- og jurtaleifar í set- lögunum þar mikilsverðar upplýsingar um loftslags- breytingar á ísöld, svo og breytingar á sjávarstöðu. Að sögn Þorleifs á þessi staður sér engan líkan í heiminum og hafa Háubakkar í áraraðir verið notaðir sem e.k. kennslustofa í jarðfræði fyrir nemendur í Reykjavík og erlenda jarðfræðinga. Það var í mars í fyrra að skipulagsnefnd samþykkti lóðarstækkun til Húsasmiðjunnar við Súðarvog og gengur nýja lóðin 20 metra inn í fýrirhugaðan fólk- vang við Elliðaár og á tveimur stöðum alveg að frið- lýstu jarðlögunum í Háubökkum. Ekkert tillit var tekið til þessara náttúruvætta í skipulagsnefnd og ekk- ert samráð haft við náttúruverndarráð eða umhverf- ismálaráð. Nefndin samþykkti aðeins „að kynna af- greiðslu erindisins fyrir umhverfismálaráði“ en ráðið fer með eftirlit svæðisins samkvæmt auglýsingu menntamálaráðuneytisins. Þessi „kynning" er fyrir- huguð á næsta fundi umhverfismálaráðs. Lóðarstækkunin gerir einnig ráð fyrir að byggt verði yfir fyrirhugað holræsi efst á bökkunum og er þar gengið þvert á álit gatna- og holræsadeildar borg- arinnar. Þarna háttar svo til að ekki er hægt að byggja fram á bakkana nema setja þar miklar jarðvegsfyl- lingar, sem að sjálfsögðu myndu kaffæra jarðlögin nyrst í bökkunum. Sjá bls. 2 Beint neðan við Húsasmiðjulóðina kemur surtarbrandslagið í Ijós undir Reykjavíkurgrágrýtinu. Bárujárnsgirðingin af- markar núverandi lóð Húsasmiðjunnar sem skipulagsnefnd vill flytja 20 metra fram á bratta bakkana. Ljósm.-Atli. ROTTUR á barnaleikvelli í Reykjavík Sjá síðu 3 11 ára gamall skáksnillingur Reykjavíkurmeistari, íslandsmeistari og Norðurlandameistari Hann er aSeins 11 ára gamll, en samt er hann Reykjavíkurmeistari, íslands- meistari og Norðuriandameistari í skák pilta 12 ára og yngri. Um siðustu helgi bætti hann enn einni skrautfjöður í hattinn með því að vinna opið skákmót 14 ára og yngri. Fyrir það hlaut hann að iaunum „Þjóðvifjabikarinn". Og ekki bara þetta allt saman, heldur er hann kominn með 1705 Eloskákstig sem er meiri stigaijöldi en 11 ára drengur hefur áður náð hér á landi. Enginn núverandi skáksnillinga íslands hafði náð slíkum árangri á hans aldri. Þessi ungi skáksnillingur heitir Hannes H. Stefánsson. Það kom fram í viðtali sem Þjóðviljinn átti við hann í gær, að þessum hógværa pilti þótti þetta allt saman ekkert merkilegt. Sér hefði bara gengið vel að tefla undanfarið. Hannes sagðist hafa lært að tefla þeg- ar hann var 5 ára og hafa stundað skákæfingar há TR síðan hann var 7 ára. Hann viðurkenndi að næstum allur hans frítími færi í skákina. Hvort hann ætti uppáhaldsskák- mann, já, sannarlega: Kasparov. Ég held að hann sé sá besti í heiminum núna, sagði Hannes. Ekki sagðist hann hafa sérstakt dálæti á neinum íslenskum skákmannni. Við spurðum Hannes hver væri upp- áhaldsbyrjun hans á hvítt og sagði hann það vera Italska leikinn. Stórmeistarar nota hann ekki mikið núorðið, þó bregður Karpov heimsmeistari honum fyrir sig og sömuleiðis enski stór- meistarinn Nunn, sagði Hannes. Það verður fróðlegt að fylgjast með Hannesi í framtíðinni ef svo fer fram sem horfir. -S.dór Hannes H. Stefánsson 11 ára gamall Reykjavfkur - fslands og Norður- landamelstarl í skák 12 ára og yngrl. Nýtt fiskverð frá 1. júní: 2-3% hækkun tösjó- manna en meira til út- gerðarinnar ef olíuverð hœkk- ar Nýtt fiskverð á að vera komið fyrir 1. júní, en útséð er með að svo verður ekki. Samkvæmt ör- uggum heimildum Þjóðviljans hefur ríkisstjórnin, sem skipar oddamann í yfirnefnd verð- lagsráðs sjávarútvegsins, á- kveðið að fiskverðshækkun verði 2-3%, sem kemur til skipta. Sfðan er ákveðið að bæta útgerðinni upp olíuhækk- un ef af verður, þá framþjá skiptum. Sjómenn hafa sett fram kröfu um lágmarks 8% hækkun fisk- verðs en að því er heimildir Þjóðviljans herma mun það aldrei nást fram. Ríkisstjórnin veit að staða sjómanna til að fara í verkfall eða aðrar slíkar aðgerðir til að knýja á um launahækkun er veik vegna kvótakerfisins. Búist er við að ákvörðun fisk- verðs muni citthvað dragast vegna þess að menn eru að bfða eftir svari við óskum olíufélag- anna um olíuverðshækkun. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.