Þjóðviljinn - 31.05.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.05.1984, Blaðsíða 1
Diomium Listahátíð hefst á morgun, föstudag. Um efni hennar er fjallað á þremur síð- um í dag. Sjá 9, 10 Ogll maí fimmtudagur 122. tölublað 49. árgangur Framkoma skólameistara Menntaskólans á ísafirði Allt logar nú í illdeilum í Menntaskólanum á ísafiröi og er nú svo komið að 7 af 10 kennurum hafa sagt upp störfum auk þess sem nemendur flykkjast frá skólanum. Það erframkoma skólameistara, Björns Teitssonar, sem illindunum veldur, að sögn kennara. „Það er staðreynd að skólameistara er fyrirmunað að geta stjórnað, eins og honum ber, en það sem verra er, hann kann alls ekki að umgangast fólk, ekki undirstöðuatriði í mannlegum samskiptum. Þetta hefurverið svona í gegnum árin og þess vegna hefur skólanum haldist afar illa á kennurum, þó nú hafi keyrt um þverbak“, sagðir Börkur Gunnarsson kennari við MÍ, en hann er einn þeirra sem sagt hefur starfisínu lausu. Börkur sagði að kennarar skólans hefðu sent menntamálaráðherra bréf vegna þessa máls, en kennarar hafa haldið með sér fund um málið og ákváðu þá að senda bréfið. Börkur sagði að það lægi í augum uppi að það væri afar slæmt fyrir skólann að missa í það minnsta 7 kennara á einu bretti og að ljóst væri að menntamálaráðherra yrði að hafa afskipti afmálinu. -S.dór. Búðin rifin! Meirihluti bygginganefndar samþykkti á aukafundi í síðustu viku að veita heimild til þess að Breiðfirðingabúð við Skólavörðu- stíg verði rifin. Með niðurrifinu greiddu Sjálf- stæðismenn og fulltrúi Alþýðu- flokksins atkvæði, en fulltrúar Al- þýðubandalags og Kvennaframb- oðs voru á móti. Málið kemur til kasta borgarstjórnar 7. júní. „Það er greinilegt að Sjálfstæðis- flokkurinn er kominn inn á gömlu niðurrifsbrautina aftur“, sagði Álf- heiður Ingadóttir, sem sæti á í um- hverfismálaráði fyrir AB. Ráðið hafði óskað eftir því að ekki yrði tekin ákvörðun um niðurrif fyrr en deiliskipulag hefði verið afgreitt að þessu svæði, en Guðrún Jónsdóttir arkitekt var nýlega ráðin til að ann- ast endurskoðun á skipulagi gamla bæjarins nýlega. „f tíð vinstri meirihlutans var höfð í heiðri sú sjálfsagða vinnuregla að veita ekki heimild til niðurrifs án þess að vit- að væri hvað kæmi rstaðinn", sagði Álfheiður, „en þetta dæmi og önnur eins og t.d. Fjalakötturinn, sýna að Sjálfstæðisflokknum er nokk sama um það“. -jp Sjö af tíu kennurum hafa sagt upp störfum Skólaferðalag á Þingvöllum Frásögn og myndir af skóla- eru strákar úr 4. og 5. bekk að Raggi krýpur niður eins og ferðalagi Snælandsskóla á Þing- tuska hver annan til. Frosti er skátinn sem ávallt er viðbúinn. velli eru inni í blaðinu í dag. Hér búinn að fella andstæðinginn og Mynd- ATLI Sjá bls. 12 Hækka skólagjöld tónlistarskólanna? Mögulegt að ríkið hœtti að greiða sinn helming af launakostnaði • Málið enn á umrœðustigi Við umræður um breytta verka- skiptingu milli ríkis- og sveitarfé- laga hafa komið upp hugmyndir af hálfu menntamálaráðuneytisins um að ríkið hætti að greiða sinn hlut í launakostnaði við tónlistar- skóla, sem lögum samkvæmt er helmingur. Skólamenn töldu of snemmt að ræða málið opinberlega en létu þó í ijósi mikinn ugg um að þetta kynni að leiða til þess að tón- listarskólar í landinu yrðu að dragá saman seglin eða stórhækka skóla- gjöld. Þó málið sé enn á frumstigi hefur Þjóðviljinn eigi að síður heimildir fyrir því að Eggert Jónsson hag- fræðingur Reykjavíkurborgar hafi undanfarna daga farið á milli tón- listarskóla í Reykjavík og tilkynnt þeim að borgin telji sig ekki hafa heimild til að hækka framlag sitt til tónlistarskóla að svo stöddu. Eggert staðfesti að Reykjavíkur- borg teldi sér ekki leyfilegt að greiða meira en þær 15.2 miljónir sem henni ber samkvæmt lögum að greiða til launa, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Nokkur kvíði er í forráða- mönnum tónlistarskóla í Reykja- vík yfir þessu og þeir hafa haft með sér fundi síðustu daga til að ræða hvemig beri að bregðast við þessu. í viðtölum við þá kom víða fram sú skoðun að myndi ríkið fella nið- ur sínar greiðslur og borgin ekki auka hlut sinn, þá yrði hreinlega að stórminnka starfsemi tónlistar- skóla í Reykjavík eða hækka skóla- gjöld og að sögn eins skólastjórans myndi ekki duga minna en tvö- eða þreföld hækkun. í Reykjavík munu nú vera um 2000 nemendur í tónlistarskólan- um að sögn Jóns Áskels Hlöðvers- sonar hjá Skólarannsóknadeild. -ÖS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.