Þjóðviljinn - 21.06.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.06.1984, Blaðsíða 12
Meðal merkra hluta í „vopnasafni" Sverris er þessi 23 punda byssa nr. 4 og skotið í hana er engin smásmíði miðað við venjulegt 23A skothylki. Mynd-Atli. , Xítum á félag okkar sem menningarfélag6 6 300 félagar eru starfandi í Skotvís, en líklega hafa um 10 þúsund manns byssuleyfi í landinu. Margir þeirra kunna lítið með vopn að fara og bæta þarf þjálfun og upplýsingu til veiðimanna - Nei, það er síður en svo að þetta snúist bara um það að skjóta og skjóta, heldur erum við að reyna að auka skilning manna á lífinu og náttúrunni. Markmiðfélagsins er að vinna skotveiðum verð- ugan sess m.a. með góðri umgengni veiðimanna við land og lífríki. Það er því kann- ski ekki undarlegtaðstórfjöldi félagsmanna eru einmitt líf- fræðingar, dýrafræðingar, jarðfræðingar og aðrir náttúr- uvísindamenn, segir Sverrir Scheving Thorsteinsson jarð- fræðingur og formaður Skot- veiðifélags Islands. Skotveiðifélagið var stofnað fyrir aðeins tæpum 6 árum síðan og hefur haldið uppi myndarlegri starfsemi síðustu árin, ekki síst hvað viðkemur fræðslu til skot- veiðimanna um náttúrulíf og ör- yggismál. Sem dæmi um starf- semi félagsins nú á liðnum vetri má nefna fyrirlestra um rjúpur og námskeið fyrir rjúpnaveiðimenn, snjóflóð og vetrarferðir, skot- hleðsluæfíngar, kynningu á flæk- ingsfuglum á íslandi, matreiðsla á villibráð og námskeið um gæsa- veiðar. Þá var einnig mikið rætt um útgáfumál. Hátt í 10 þús. eiga skotvopn Um 300 félagar eru nú í Skot- veiðifélagi íslands en auk þess er starfandi Skotfélag Reykjavíkur sem er íþróttafélag þar sem skot- fimi er iðkuð öðru fremur. Bæði félögin hafa aðstöðu til æfinga á tveimur spildum skammt ofan við Grafarholt. Ég gæti trúað, að það væru á milli 8-10 þúsund manns sem eiga skotvopn hérlendis og vel get ég ímyndað mér að bróður- parturinn af þessum fjölda kunni lítið að handleika vopn. Það er einmitt einn aðaltilgangur félags- ins að kenna fólki að umgangast og hirða vopn sín. Hörmuleg slys verða oftvegna rangrar geymslu vopna og slæmr- ar umhirðu. Byssur eru skildar eftir á vafasömum stöðum og jafnvel í skothæfu standi. Slíkt er þverbrot á öllum öryggis- og siðareglum veiðimanna. Við teljum mjög mikilvægt að allir skotvopnaeigendur snúi bökum saman og stuðli að því að hin almenna skoðun á okkur veiðimönnum breytist. Æskilegt er að lög og reglugerðir varðandi innflutning skotvopna verði endurskoðuð. Einnig að sam- hæfð verði úthlutun leyfa, verði haldið sérstakt svokallað verk- legt námskeið um meðhöndlun vopna úti í náttúrunni. Ég sé enga skynsemi í því að mönnum séu seld vopn og síðan sleppt út með fullt leyfí án allrar þjálfunar og ráðgjafar reyndari manna. Hér þarf að bæta úr. Hvernig gengur árið fyrir sig hjá skotveiðimönnum? Hvað eru þeir t.d. að fást við á þessum árs- tíma? - Menn hafa verið að skjóta úti á sjó, svartfuglin'n, og horfa jafn- framt fram á veginn. Sumir eru þegar byrjaðir að æfa sig í leirdúf- uskotfími og hlaða sín eigin skot til þeirra nota. Mönnum veitir ekki af góðri æfingu áður en aðal- veiðitíminn byrjar á haustin. Deilt um hrein- dýraveiðar Hreindýraveiðar byrja fyrir miðjan ágúst. Þessar veiðar hafa verið afmarkaðar við landeigend- ur á Austurlandi, en við höfum óskað eftir veiðihlutdeild fyrir Skotveiðifélagið og lagt til við menntamálaráðuneytið að til- högun hreindýraveiða verði gjör- breytt. Við viljum að litið verði á þessi dýr sem eign þjóðarinnar en ekki einstakra landshluta. Grisjun verði leyfð gegn ákveðnu gjaldi sem renni til eftirlits og vís- indalegra rannsókna á högun stofnsins og atferli dýranna og til að bæta sannanlegt tjón sem hreindýr valda á ræktuðu landi eða girðingum. Allir landsmenn eiga að geta sótt um þessi veiði- leyfi. Petta er mjög heitt mái ef svo má að orði kveða en fram- undan eru fundir með hagsmuna- aðilum og talning dýranna fer væntanlega bráðlega fram. í fyrra var ekkert talið og við teljum það óforsvaranlegt með öllu að heimilaðar séu veiðar án þess að talning fari fram áður. Gæsaveiðar hefjast 20. ágúst og þá hefst veiðitíminn hjá mjög mörgum. Þeir rótgrónu bíða þó yfirleitt Iengra fram á haustið þar til gæsin er orðin stærri, feitari og betri matur. Svo er það rjúpan 15. október. Þá fer heil hersveit af stað. Marg- ir stunda engar aðrar skotveiðar en að fara á rjúpnaveiðar einu sinni á ári. Ýmist fara menn í nokkurra daga veiðiferð í einu og veiða 10 til 15 og uppí 100 rjúpur. Þeir eru ánægðir með að hafa fengið í jólamatinn og taka ekki aftur upp sína byssu fyrr en að ári. Stór hópur fer styttri veiði- ferðir, daglangar, þegar gott er veður. Þegar menn halda af stað í veiðiferðir skiptir þekking á landinu og atferli bráðarinnar mestu um hvort þeir veiða eitthvað eða ekki. Það skiptir ekki höfuðmáli að vera góð skytta. Rjúpnaskyttur hafa gjarnan týnst á fjöllum. - Ég fyrirgef engum sem lætur leita að sér vegna trassaskapar og ónógs undirbúnings. Það er eng- um ofgert að láta vita af sér og skipuleggja sína veiðiferð af ein- hverju viti. Þetta hefur lagast mikið á síðustu árum. Menn eiga að halda til veiða af fullri ábyrgð svo það þurfi ekki að kalla til hjálparsveitai. í kostnaðarmikla leit að viðkomandi. Það á hik- laust að sekta þá menn sem hegða sér ábyrgðarlaust á fjöllum. Ef við höldum áfram með veiðiárið þá halda margir áfram að veiða fram yfír áramótin og allt fram í miðjan mars. Anda- skytterí er mjög skemmtilegt en virðist höfða til fárra hérlendis, einnig skjóta menn skarf þegar líður á vorið og fleiri sjófugla. Það hafa verið fréttir í blöðum að undanförnu um stórfelit dráp á helsingjum norður í landi nú í vor. Hvert er álit þitt á þessum veiðum? - Ég vil lýsa yfir megnustu andstyggð og óbeit á mönnum sem skjóta fugla að vorlagi. Það er siðferðislega rangt, ómann- eskjulegt. Ég veit ekki um neinn þjóðflokk sem við köllum „villi- menn“ sem þrátt fýrir erfiðustu skilyrði gengur svo til verka að drepa dýr að vorlagi. Þetta virðist hvergi þekkjast í heiminum nema hér á íslandi og það er sorglegt til þess að vita. Vorið og sumarið er okkar friðar- og fræðslutími og þá stunda menn æfíngar fyrir haust- ið. Þú hefur stundað skotveiðar í nærri 40 ár. Finnst þér margt hafa breyst í viðhorfum veiði- manna til landsins og náttúrunn- ar á þessum tíma? - Já vissulega hefur svo verið. Ég vænti þess, að það sé angi af þeirri umhverfismála- og náttúr- uvemdarumræðu sem átt hefur sér stað og verið ofarlega á baugi á undanfömum áratug. Við sem störfum í SKOTVÍS viljum leggja mikla áherslu á það höfuðmarkmið félagsins, að allir áhugamenn um skotveiðar um- gangist land og lífríki með já- kvæðu hugarfari. Við lítum á fé- lag okkar sem menningarfélag, byggt á uppfræðslu og þekkingu á lífríki landsins, sagði Sverrir Scheving Thorsteinsson. -lg. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJiNN Fimmtudagur 21. júní 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.