Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						IÞROTTIR
NORRÆNA
SUNDKEPPNIN
1984
Sund er
heilsubót
Á fullu
skriði
Norræna sundkeppnin 1984 er
að komast á fullt skrið en hún
hófst þann 1. júní og lýkur 30.
nóvember. Það er einfalt að vera
með; þið fáið þátttökuspjald af-
hent í afgreiðslum sundstaðanna
og fyllið það út sjálf. Eftir hvern
mánuð skilið þið „afrifunni" á
einhvern sundstað. Þátttöku-
spjöldin eru númeruð og gilda
jafnframt sem happdrættismiði.
Setjið markið hátt - og syndið
sem oftast á tímabilinu fyrir ís-
lands hönd en syndið fyrst og
-fremst heilsunnar vegna.
Valssigur á Akureyri
Einn leikur var háður í 1.
deildarkeppninni í knattspyrnu í
gærkvöldi. Þór og Valur áttust
við á íþróttavellinum á Akureyri
og lauk þeirri viðureign með sigri
Vals, 3-2 eftir að Valsmenn höfðu
haft yfír í hálfleik 1-0.
Valsmenn skoruðu sitt fyrsta
mark strax á 3. mínútu. Valur
Valsson átti þá góða þversend-
ingu fyrir markið á Guðmund
Þorbjörnsson sem skoraði af
stuttu færi. Tveimur mínútum
seinna voru norðanmenn nálægt
því að jafna er Halldór Áskelsson
fór illa með upplagt marktækifæri
rétt utan markteigs. Næsta orð
áttu Valsmenn er skot Hilmars
Sighvatssonar fór rétt framhjá. Á
29. mínútu fengu Þórsarar gullið
marktækifæri en skot Bjarna
Sveinbjörnssonar frá markteig
fór framhjá.
Seinni hálfleikur var langt frá
því að vera jafn skemmtilegur og
sá fyrri, ef undanskildar eru
hörkuspennandi lokamínútur þar
sem allt gat gerst. Eftir að hafa
haft undirtökin mestan part fyrri
hálfleiks tókst Þór loks að jafna á
81. mínútu. Nói Björnsson átti þá
skot á markið, Júlíusi Tryggva-
syni tókst að breyta stefnu bolt-.
ans sem fór í markið framhjá
Stefáni            Arnarssyni
Valsmarkverði sem kominn var
úr jafnvægi, 1-1. Þremur mínút-
um síðar tókst Valsmönnum að
komast yfir aftur, Örn Guð-
mundsson átti þá fyrirgjöf frá
hægri kanti á Hilmar Sighvats-
son, skot hans frá vítapunkti fór
framhjá Þorsteini Ólafssyni mar-
kverði og inn. Mínútu fyrir leiks-
lok bættu þeir síðan öðru marki
við er Valur Valsson átti gullfal-
heims-
met í sundi
Victor Morales, 19 ára Banda-
rfkjamaður, setti í fyrrakvöld
nýtt heimsmet í 100 m flugsundi
karla á úrtökumóti fyrir Ólym-
píuleikana. Hann synti vegalengd-
ina á 53,38 sek- og bætti heims-
metíð um 67100 úr sekúndu.
Á sama móti setti Jóhn Moffatt
heimsmet í 100 m bringusundi
karla, synti á 1:02,13 mín. Gamla
metið átti landi hans, Steve Lund-
quist, 1:02,28 nu'n., en hann varð
annar í sundinu og komst einnig
framyfir sitt fallandi met.
-VS
legan skalla frá markteig efst í
markhornið. Á sömu mínútunni
tókst Þór síðan að minnka mun-
inn er Bjarni Sveinbjörnsson
skoraði frá vítateigshorni með
föstum stungubolta sem hafnaði
neðst í markhorninu. Sannarlega
líflegar lokamínútur, en mörkin
urðu ekki fleiri.
Valur Valsson og Þorgrímur
Þráinsson voru bestu menn Vals í
þessum leik. Eftir mjög slakt
gengi í byrjun mótsins þokast
Hlíðarendapiltarnir nú upp á við
og markaskorunin er ekki sami
höfuðverkur og verið hefur.
Hið ótútreiknanlega lið Þórs-
ara getur lagt hvaða lið sem er að
velli á góðum degi. Liðið leikur
opnari knattspyrnu en flest önnur
lið deildarinnar en það gefur ekki
alltaf nógu mikinn árangur. Ósk-
ar Gunnarsson og Óli Þór
Magnússon voru sprækastir
niorðanmanna.
K&H/Akureyri - F
/
Ý***\
N
^^^   l
Árni Svelnsson.
Nú yar
það Árni
Árni Sveinsson, Skagamaður-
inn kunni, hlaut Seiko-
verðlaunin fyrir að skora falleg-
asta mark 8. umferðar 1. deildar-
innar í knattspyrnu. Það gerði
hann gegn KR sl. laugardag,
hann skoraði reyndar bæði mörk
ÍA í 2-0 sigrinum, en það síðara
færði honum hnossið. Árni skaut
viðstöðulaust fyrir utan vítateig
og knötturinn flaug í bláhornið,
gersamlega óverjandi.
-VS
Ungmennasamband Borgarfjarðar gekkst fyrir ungmennabúöum fyrir
börn á aldrinum 8-13 ára að Varmalandi í Borgarf irði dagana 13. -16. júní.
Þátttaka var góð, alls sóttu um 40 böm búðirnar. Þar voru stundaðar
hlnar ýmsu greinar frjálsra íþrótta, sund, körfuknattleikur, handknatt-
leikur, knattspyrna, fimleikar o.fI. Leiðbeinendur voru Kolbrún Jónsdótt-
ir (Dolla), Gunnar Svanlaugsson og Agnes Guðmundsdóttir og sést
hópurinn ó myndinni hér að ofan.
Hateley til ítalíu
Nýi enski landsliðsmiðherjinn í
knattspyrnu, Mark Hateley,
leikur í ítölsku 1. deildinni næsta
vetur. AC Mflanó hefur keypt
hann frá enska 2. deildarliðinu
Portsmouth fyrir rúm 900 þúsund
pund. Hateley sló í gegn með 21-
árs landsliðinu sl. vetur er hann
skoraði fjögur mörk í leik gegn
Frökkum og hann skoraði mark í
sínum öðrum landsleik nú í vor,
og það gegn sjálfum Brasilíu-
mönnum í Río de Janeiro.
-VS
/. deild kvenna:
Dálítið ýktur Is-
firskur sigur!
Ekki voru þær alveg réttar,     Staðan er þá þessi í A-riðli:
upplýsingarnar sem við fengum í   'A...............................4 3 10 14-2 10
fyrrakvöld um leik Víkings og   ^b,lk..................* \ \ °  £{  °
ÍBÍ í 1. deild kvenna. Víst sig-   KR....ZZZ™""""" 4 202  4-7  6
ruðu  ísafjarðarstúlkurnar,  en  ÍBl'..............................4 10 3  3-83
það var 2-0 en ekki 4-0 eins og   Vfklngur.....................4 0 0 4  1-16 0
sagt var. Það voru þær Margrét   Markahæstar:
Geirsdóttir og Ingibjörg Jóns-   LaufeySiguroardónir.ÍA.....................6
dóttir sem skoruðu mörkin dýr-   Wg5*G£3í£&................!
,  .       ; ,«.      ¦/,    RagnhildurJonasaottlr, IA...................4
mætu 1 þessum þyðingarmikla   BryndfsValsdóttir.Val.........................3
fallbaráttuleik.                                       _ y§
TJALDSÝIMING
LAUGARDAG
OGSUNNUDAG
MANNATJALD
FLEYGAHIMINN  A  5  MANNA
TJALD
HIMINNA5MANNATJALD
4-5 MANNA TJALD 0G HIMINN.
HIMINN MEÐ KANTI
HIMINN A 3JA MANNA TJALD
0PK) ALLA HELGINA
laugardag og sunnudag.

3MANNATJALD
2JA MANNA TJALD
Eyjarslóð 7. Símar: 14093 og 13320.
Laugardagur 30. júni 1984  ÞJÖÐVIUINN - SIÐA 7
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16