Þjóðviljinn - 25.07.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.07.1984, Blaðsíða 1
MENNING HEIMURINN Álmálið Island að tapa? Stjórnvöld ámálga niðurfellingu gerðardómsnefndanna. Alusuisse að setja skilyrði fyrir raforkuverðshœkkun? Nýfallinn alþjóðlegur gerðardómur um 20 mills í Grikklandi. Ríkisstjórnin kiknar í hnjáliðunum andspœnis Alusuisse. Veruleg hætta er á því að gerð- ardómsnefndirnar sem settar voru niður við bráðabirgða- samkomulagið í september í fyrra, verði lagðar niður, og að þarmeð yrðu hugsanlegar fjár- kröfur íslendinga á hendur AIus- uisse sem taldar eru nema miljón- um dollara úr sögunni. Sam- kvæmt upplýsingum Jóhannesar Nordal formanns samninga- nefndar íslands við Alusuisse er verið að kanna nú hvort sættir kunni að takast í ágreiningsmál- unum sem nú eru fyrir gerðar- dómsnefndunum. Ágreiningsmál íslands við Al- usuisse voru tekin úr alþjóð- legum gerðardómi við bráða- birgðasamkomulagið í fyrra og sett í þrjár gerðardómsnefndir. Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra lýsti því yfir að á- greiningsmálin yrðu aldrei tekin úr dómi og opinberlega lýstu stjórnvöld því yfir að beðið yrði úrslita gerðardómsnefndanna. Nú er hins vegar svo komið að taka á málin úr gerðardóms- nefndunum. Heimildir Þjóð- viljans, sem þekkja vel til gangs þessa máls, telja að Alusuisse hafi farið mjög halloka fyrir gerð- ardómsnefndunum, þarsem ál- hringurinn stendur efnislega mjög illa að vígi. Alusuisse óttist því óhagstæðar niðurstöður nefndarinnar og reyni að notfæra sér óþol íslenskra með því að neita að semja um raunverulega hækkun raforkuverðs, nema öll svindlmálin um hækkun í hafi, yfirverð á rafskautum og fleira verði úr sögunni. Svipuð staða mun hafa verið uppi 1975 þegar deilumálum var stungið undir stól. Óttast margir tæknimenn að nú eigi að endurtaka þann leik. Nýfallinn er úrskurður í al- þjóðlegum gerðardómi um deilu franska álhringsins Pechiney og grískra stjórnvalda, á þann veg, að álhringnum er gert að greiða 19.5 mills á þessu ári og 20.5 mills á næsta ári. Ennfremur aftur- virka hækkun úr 15 í 18.6 mills fyrir árið 1983. Hér fær álhringur- inn raforku á 9.5 mills. Á síðasta ári ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen var Hjör- leifí Guttormssyni þáverandi iðn- aðarráðherra mjög legið á hálsi fyrir að hafa ekki náð samkomu- lagi um raforkuverðshækkun og önnur ágreiningsefni við Alus- uisse fyrir mörgum árum, en nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið með ráðuneytið í rúmt ár, án þess að nokkuð hafi náðst fram - og líkur á að verði hopað. -óg. Sjá bls. 2 og 16 Niðurrifsmenn á þaki Fjalakattarins í gær sem innan fárra daga heyrir sögunni til. Ljósm. eik. Fjalakötturinn rifinn Ífyrradag hófust framkvæmdir við niðurrif Fjalakattarins við Aðalstræti og var þeim haldið áfram í gær. Samtökin Níu líf sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þau lýsa því að þau hafi ítrekað reynt að komast að samkomulagi við eiganda hússins en f fyrradag hafl hann lýst yfir að tilmælum samtakanna verði ekki svarað. Samtökin harma að hér eigi sér stað menningarsögulegt slys. í tilkynningu frá Níu lífum segir að samtökin hafi ítrekað reynt að komast að samkomulagi við eiganda hússin og á fundi með honum 8. maí sl. hafi hann lýst því yfir að húsið og lóðin væru ekki til sölu en hins vegar myndi ekki ráðist í niðurrif að svo stöddu. Samtökin komu þá fram með tvær hugmyndir til bjargar þessu máli. í fyrsta lagi að sam- tökin tækju húseignina á leigu til skamms tíma, þannig að eigand- inn yrði ekki fyrir fjárútlátum vegna eignar sinnar. Hins vegar, ef stefnt yrði að niðurrifi eigi að síður, að því yrði hagað á þann veg að fjalirnar yrðu ekki skemmdar, þannig að ekki yrði útilokaður sá möguleiki að hægt yrði að koma húsinu upp aftur, þó að annars staðar yrði. Pessum hugmyndum var komið á fram- færi bréfleiðis, en formleg svör hafa aldrei borist. Af hálfu samtakanna liggur fyrir verkáætlun og fjárhagsáætl- un ef þannig yrði að verki staðið, en aldrei var gefið færi á við- ræðum og ekkert vilyrði af hálfu eiganda. Þess skal getið að ekkert liggur fyrir um hvað koma skal í stað hússins, -GFr. Sjá bls. 7 Bónus Mikið líkamlegt slit Vöðvabólgur, heyrnarskemmdir ogsjúkdómarí öndunarfœrum eru efstáblaði atvinnusjúkdómafiskvinnslufólks Hæstu gjaldendur í Reykjavík og Reykjanesi Sjá bls. 3 Um 71 prósent kvcnna og 55 prósent karla sem vinna bón- usvinnu í fiski þurfa árlega að leita sér lækninga, samkvæmt ný- legri, óbirtri könnun. Helstu sjúkómarnir eru vöðva- bólga sem hrjáir 32 prósent kvenna og 11 prósent karla. Sjúk- dómar sem rekja má til umhverf- isins eru líka tíðir, þannig þjást um 30 prósent karla af heyrnar- skemmdum og um 20 prósent kvenna. Sjúkdómar í öndunar- færum sem rekja má til kulda, dragsúgs og hitasveiflna í vinnu- umhverfinu voru líka algengir, svo sem hálsbólga og bronkítis. Yfir 93 prósent svörun var í könnuninni, en spurningalistar voru sendir um allt land. Könn- unin var gerð á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og félags- málaráðuneytisins og fram- kvæmd af Vinnuverndarhópn- um. Starfið var einnig styrkt fjár- hagslega á seinni stigum af verka- lýðshreyfingunni á lslandi. -ÖS Sjá bls. 2 Ríkisstjórnin Engin úrræði! - Engar beinar tillögur eða hugmyndir til lausnar sjávarút- vegsvandanum voru ákveðnar á þriggja stunda lögnum fundi ríkisstjórnarinnar i gær, sam- kvæmt upplýsingum Magnúsar Torfa Ólafssonar blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Árdegis í dag á sjávarútvegs- ráðherra fund með útgerðar- mönnum á Austfjörðum og þing- mönnum kjördæmisins um vanda sjávarútvegsins og verða síðustu Austfjarðatogararnir kallaðir í land um kvöldmatarleytið í kvöld hafi ráðherrann engar úrlausnir í farteski sínu. - óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.