Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						1

ágúst

1984

miðviku-

dagur

171. tölublað 49. ðrgangur

DJOÐVIUINN

MENNING

LANDB

Forsœtisráðherra

Þorsteinn í stað Steingríms

Sjálfstœðisflokkurinn gerir kröfu um að fá forsœtisráðherraembœttið

í kjölfar nýs stjórnarsáttmála

Mikil ókyrr'ð er iunun Sjálf-

stæðisflokksins gagnvart

framtíð ríkisstjórnarinnar. Þær

krðfur magnast nú að Þorsteinn

Pálsson verði að taka við forsæt-

isráðherraembættinu til að Sjálf-

stæðisflokkurinn geti treyst því

að stjórnin nái árangri. 'Þcss

vegna verði ný skipting á ráð-

herraembættum að eiga sér stað

þegar  viðræðunum  um  nýjan

Atlavík

Ringo

Starr

kemur

Ringo Starr verður sérstakur

heiðursgestur hátíðarinnar í Atl-

avík. Hann kemur á föstudags-

kvöld til Reykjavíkur og fer beint

austur. Ringo mun ekki taka nein

laun fyrir að koma fram á

skemmtuninni.

í samtali viö Gunnar Baldurs-

son hjá UÍA sagði hann að rétt í

þessu (í gær) hefði verið gengið

endanlega frá því að Ringo kæmi.

Hann mun verða sérstakur

heiðursgestur, erlendur, á hátíð-

inni í Atlavík, en Jón Hjartarson

leikari sá innlendi.

Ringo Starr mun ekki taka

nein laun fyrir að koma fram,

sagði Gunnar, aðeins ferða- og

uppihaldskostnað þarf að greiða.

Hann mun koma á föstudags-

kvöld til Reykjavíkur og fara

beint til Hallormsstaðar. Hann

mun afhenda „Hringstjörnu"-

verðlaunin á sunnudag, þ.e. í

hljómsveitarkeppninni sem hald-

in verður á hátíðinni. Að sjálf-

sögðu mun hann taka lagið sér og

öðrum til yndis og ánægju, sagði

Gunnar að lokum.         HS

Loksins, loksins, sögðu margir

þegar staðfest var að stjaman

kæmi.

stjórnarsáttmála   lýkur   með

haustinu.

Síðari hluta vetrar settu maTgir

Sjálfstæðismenn fram þá kröfu

að Þorsteinn Pálsson færi inn í

ríkisstjórnina. Friðrik Sophusson

flutti þennan boðskap í Seltjarn-

arnesræðunni. Nú er komið í ljós

að enginn ráðherra Sjálfstæðis-

flokksins vill standa upp fyrir

Þorsteini.  Margir  forystumenn

flokksins eru og þeirrar skoðunar

að jafnvel þótt Þorsteinn kæmi

inn fyrir Matthías Bjarnason,

Matthías A. Mathiesen eða Geir

Hallgrímsson væru þau ráðuneyti

svo veik hvað mótun stefnunnar í

efnahagsmálum snertir að slík

brevting myndi ekki duga.

A sama tíma og andstaða gegn

stjórninni fer vaxandi innan

Sjálfstæðisflokksins þurfi róttæk-

ari breytingu ef stjórnin eigi að

öðlast tiltrú. Einnig verði að gefa

Þorsteini valdastöðu. Hann sé nú

mjög áhrifalítill á gang mála.

Slíkt ástand þoli Sjálfstæðisflokk-

urinn ekki.

Sumir áhrifamenn innan Fram-

sóknarflokksins hafa talið koma

til greina að Þorsteinn yrði for-

sætisráðherra í staðinn fyrir

Steingrím því það negli Sjálfstæð-

isflokkinn inn í stjórninni. Ann-

ars gæti hún liðast í sundur næsta

vetur. Af hálfu Framsóknar-

flokksins gæti samningsgrund-

völlurinn falist í því að fá fjármál-

aráðherraembættið og utanríkis-

ráðherraembættið í staðinn fyrir

forsætisráðherraembættið. Slíkt

gæti hentað Þorsteini vel í valda-

baráttunni innan Sjálfstæðis-

flokksins.              og/ór

Steindór:

Þessi grátt leikni lax varð á vegi sendimanna Þjóðviljans í Veiðihúsinu við Elliðaámar í gærmorgun.

Hann var með mjög stórt sár á neðra skolti og líklegt að hann hafi upphaflega hlotið einhvers konar

sár þar - ekki endilega af völdum járngrindanna vlð teljarann - og síðan haf i hlaupið áta í sárið með

þessum illu afleiðlngum. Ljósm. Loftur.

Elliðaárnar

Særðir laxar

Neðan við teljara hefur borið á löxum með sár á skolti.

Stökkva laxarnir á járngrindurnar

af þvíþeir rata ekki á teljarann?

M

iklar torfur af laxi hafa verið

í Teljarastrengnum neðan-

undir teljarakistiinni í Elliðaán-

um, og talsvert hefur borið þar á

fískum sem eru særðir á skoltun-

um. Um helgina mátti þannig

telja hátt í tuttugu skoltsærða

laxa í strengnum og í gær, þegar

laxinn var farinn að ganga upp

ánna, eftir að búið var að kippa

upp teljargrindunum einsog

greint er frá annars staðar í blað-

inu í dag, þá gengu við Efri-Stíflu

flmmtán laxar á skömmum tíma

og að minnsta kosti fjórir voru

með greinileg sár.

Veiðimenn sem haft var sam-

band við töldu að sárin stöfuðu af

því að laxinn stykki á járngrind-

tunar við teljarann og særðust af

því. En straumurinn úr teljara-

kistunni virðist vera mjög lítill og.

þar sem laxinn gengur í straum-

inn þá er mögulegt að hann rati

hreinlega ekki á kistuna en

stökkvi á grindurnar. Einn við-

mælandi blaðsins kvaðst þannig

oft hafa séð fjölda laxa vera að

„nudda trýninu í grindurnar".

„Ég sá sjálfur um tíu til tólf laxa

Fær tveggja

mánaða f rest

Bílstjórar á bifreiðastöð

Steindórs hafa fengið Lvcggja

mánaða frest og fá að stunda

leiguakstur fram til 11. október.

Hæstiréttur kvað upp dóm 11.

júlí, en samkvæmt honum eru

atvinnuleyfl leigubflstjóranna, 45

að tölu, ógild.

Samgönguráðuneytið véitti

bflstjórunum í gær þennan frest.

Hvað verður eftir 11. október

veit enginn. Ljóst er að stöðin

verður ekki stafrækt, að minnsta

kosti ekki með óbreyttum hætti,

þar sem atvinnuleyfin skortir. Ný

atvinnuleyfi til leigubílstjóra

vérða veitt 1. október.

„Við erum í sjálfu sér ekkert

ánægðir með að þeir, sem hafa

ekið í leyfisleysi í Dh ár, skuli fá

að gera það 2 mánuði í viðbót",

sagði Guðmundur Valdimars-

son, formaður Frama, stéttarfé-

lags leigubflstjóra. „En auðvitað

er misjafnt hvenær dómar eru

fullnustaðir og við teljum ekki

ástæðu til að aðhafast í málinu".

J.H.

í Teljarastrengnum um helgina

sem voru með einhvers konar sár

á skoltinum", sagði Garðar Þór-

hallsson formaður Elliðaár-

nefndar. „Það kemiur fyrir í miklu

vatni að hann finnur ekki opið á

teljaranum, þá er hann að hamast

á grindunum og jafnvel stökkva á

þær".

Þess má geta að þegar nær

dregur kynþroska laxa minnkar

mótstöðuafl þeirra gegn sjúk-

dómum og öll sár, sem ella

myndu lítið mein gera, geta leitt

til dauða.                -ÖS

Megn

óánægja SH

Gagnrýnir vaxtahœkk-

unina og aðgerðir ráð-

herranna

Sölumiðstöð hraðfrystihús-

anna sendi Halldóri Ásgrímssyni í

fyrrakvöld ítarlegt bréf þar sem

stefna stjórnvalda gagnvart sjáv-

arútveginum er harðlega

gagnrýnd. Sérstaklega er bent á

það að vaxtahækkunin sé ekki f

neinu samræmi við verðbólgu-

þróunina og gengisstefnuna. Eng-

in útflutningsgrein geti boríð

slíka vexti.

í viðvörunarbréfi SH er einnig

rakið hvernig öll þjónustuútgjöld

sjávarútvegsfyrirtækja      hafi

hækkað mun meira en tekjur frá

sölu afurða. Fyrirtækin séu því

mun verr á vegi stödd en áður

vegna þess að verðaðhald

stjórnvalda í þjónustugreinunum

hafi brugðist.

Stjórn Sölumiðstöðvarinnar

varar ríkisstjórnina alvarlega við

afleiðingum stjórnarstefnunnar.

Atvinnulífið og uppbygging fyrir-

tækjanna verði fórnarlömb þess-

arar röngu stefnu. SH hafi búist

við því að ríkisstjórnin myndi

grípa til annarra og raunhæfari

aðgerða.

or

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16