Þjóðviljinn - 01.08.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.08.1984, Blaðsíða 8
Tímarit Mannamót Arkitektúr Bœkur Torfumóðir Veglegt tímarit um hleðslulist á íslandi T orfumóðir heitir fyrsta tölu- blað nýs tímarits sem komið er á markaðinn og fjallar það um hleðslulist á íslandi. Er þetta hið glæstasta rit en rit- stjórar þess eru þau Tryggvi G. Hansen og Sigríður Eyþórsdóttir. í formála fyrir ritinu segir Tryggvi m.a.: „Hefð er það, sem er viðurkennt sem gott og hefur verið þróað og prófað af kynslóð- um. Á síðustu 200 árum hafa hefðir farið mjög halloka fyrir hinu nýja, og vegna þess hve geyst er farið í sakirnar þá hefur margt nýtt verið gleypt ómelt og samsvarandi góðar hefðir hafa dottið út. Þegar svo er komið má fara að ganga í skrokk og ígrunda hverjar eru raunverulegar þarfir og hverjar ekki. Þróun er orð sem notað er um inngöngu hins nýja og úreldingu gamals. Frumþarfir eru næring og hlýja (föt og húsa- skjól og elska) og það er allt af sömu orkurótinni vaxið, náttú- runni og hún er hér allt umhverfis mig. Þessar þarfir eru hefð- bundnar og þegar litið er um öxl og skoðað hvernig frumþörfum var fullnægt fyrr á öldum án nokkurra tengsla við samfélag stórþjóða, viðskipta-sjónarmiða, kornfleks og kóks, þá ætla ég mér ekki þá dul að dæma allt úr leik sem áður var“. Og í Iokin segir: „Hleðslulist, hún tengist öllum greinum lista og hún er frumþörf þeim sem vill vita hvað það er að lifa af landinu og með landinu". Meðal efnis í blaðinu Torfu- móðir (orðið merkir fyrsta torfa rist í mýri) er eftirfarandi: Af feðrum sínum, viðtal við Þór Magnússon þjóðminjavörð, þá eru ýtarleg viðtöl við hleðslu- menn, einn úr hverjum lands- fjórðungi, þá Sigurþór Skærings- son undan Eyjafjöllum, Stefán Stefánsson frá Brennigerði í Skagafirði, Jóhannes Arason úr Gufudalssveit og Svein Einars- son á Egilsstöðum. Þá er í ritinu grein um Klappargerði í Árbæj- arsafni, merk ritgerð eftir Hörð Ágústsson er nefnist Moldir, grein um hleðslulist eftir Tryggva ritstjóra. Þórður Ben. Sveinsson skrifar um efni og sagt er frá hug- myndum listamannsins, viðtal er við Ásu Ólafsdóttur myndvefara. Þá eru í tímariti myndir af jarðar- list Grétars Reynissonar og man- húsumTryggva Hansen. Útgefandi ritsins er Heim á Elliða við Elliðavatn, Vatnsenda nr. 90, pósthólf 5108. - GFr Gerður upp veggur i Glaumbæ. Mynd úr tímarltinu Torfumóðir Einar Örn verður í opnuviðtall (fyrsta tölublaðinu. Poppblaðið Hjáguð Innan skamms kemurá markað nýtttímarit, Poppblaðið Hjáguð. Ritstjóri er Jens Kr. Guð og útgefandi er Ó.P. útgáfan. í fýrsta tbl. Poppblaðsins Hjáguðs verður nákvæm lýsing á æskuárum Bobs Marley og póst- áritanir allra helstu popparanna verða taldar upp. Opnuviðtal blaðsins verður við Einar Örn Benediktsson, Kuklsöngvara og fyrrverandi Purrk. Dagskrá Rás- ar 2 verður skoðuð og skilgreind og bandaríska söngkonan Joan Baez lýsir næturævintýri sem hún átti með John heitnum Lennon á upphafsárum Bítlanna. Sagt verður frá ömurlegum örlögum Lísu Prestley, einkadóttur rokk- konungsins sáluga, og vinsælustu poppstjörnurnar, s.s. Michael Jackson, Bubbi og Kiss, verða kynntar nokkuð nákvæmlega. Þá bendir Poppblaðið Hjáguð á bestu fáanlegu kassetturnar hér- lendis og segir frá ýmsum fréttum úr poppheiminum. Plötudómar verða birtir og vinsældalistar. Þá verða í blaðinu smásögur, krossgátur, skrýtlur, rokkljóð og margt fleira við allra hæfi. Poppblaðið Hjáguð mun koma út á 6 vikna fresti. Fyrsta tbl. er væntanlegt á markað í byrjun september. Frá Gauknum í fyrra Gaukurinn Um verslunarmannahelgina standa Héraössambandið Skarphéðinn og Ungmenna- samband Kjalarnesþings að útisamkomu í Þjórsárdal. Ber þessi útisamkoma nafnið Gaukurinn ’84. Þettaerannað árið í röð sem þessi tvö stærstu héraðssambönd innan UMFÍ halda útisam- komu á ofangreindum stað. Síðast liðið ár mættu um 3.000 manns til að taka þátt í gleðskapnum. Eins og síðast liðið ár verður um fjölbreytta skemmtidagskrá að ræða. HLH flokkurinn mun koma fram, einnig verður breik- danssýning, Kizaflokkurinn sýnir bardagalist, hljómleikar, keppni í forníþróttum, hátíðarræða verður flutt og margt annað verð- ur til skemmtunar. Hljómsveitirnar Baraflokkur- inn og Lotus leika fýrir dansi öll kvöldin á tveim pöllum frá kl. 21.00-03.00. Auk þess dunar diskótekið Studeo alla helgina. Verði er stillt í hóf, 900 kr., sætaferðir verða alla helgina til og frá mótssvæði, 200 kr. aðra leiðina. Náttúrufegurð er mikil í Þjórs- árdal, fallegir trjálundir og hrika- legt landslag skapa skemmtilega samsetningu fyrir augað. Jarðvegurinn er þess eðlis að fljótt er að þorna þegar styttir upp og oft er hið mesta blíðviðri í dalnum þótt rigni á höfuðborgar- svæðinu. Sauðárkrókur ölag til vemdar gamla Lœknishúsinu Nokkriráhugamenn um verndun gamla læknishúss- ins á Sauðárkróki boða til fundar í Árbæjarsafni hjá borgarminjaverði kl. 17 í dag til að stofna með sérfélag. í byrjun aldar var læknishúsið á Sauðárkróki talið glæsilegasta hús staðarins. Það er byggt af Steindóri Jónssyni árið 1901, en Steindór var merkur smiður og athafnamaður á Sauðárkróki. Þrír mætir héraðslæknar, þeir Sigurður Pálsson, Jónas Krist- jánsson og Torfi Bjarnason, bjuggu og störfuðu í húsinu. Hús- ið er því merkur þáttur í menn- ingarsögu bæjarins og sjónar- sviptir að því ef það hverfur. Gerð þess og ástand er þannig, að það getur áfram gegnt menning- arlegu hlutverki á Sauðárkróki. Nú hefur verið ákveðið að hús- ið víki af lóð sinni, en bæjaryfir- völd á Sauðárkróki eru að kanna möguleikana á því að bjóða áhugamönnum um varðveislu hússins aðra lóð í gamla bæjar- hlutanum fyrir húsið, svo hægt sé að flytja það. Þess vegna er boð- að til fundar þar sem félag um verndun hússins yrði stofnað. Áhuginn á þessu máli kviknaði á ættarmóti Heiðarættarinnar, sem haldið var á Sauðárkróki um síðustu mánaðamót. Allir sem vilja stuðla að vernd- un þessa merka húss eru vel- komnir á fundinn. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá eftirtöldum aðilum: Nönnu Hermannsson borgarminjaverði (s. 84412), Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt (s. 25920) og Sigurði Sig- urðssyni listmálara (s. 40634). í byrjun aldar var Læknishúsið á Sauðárkróki talið glæsilegasta hús staðarins Ljóð Tungumál Undir áhrifum frá Guðmundi (Takk fyrir sýninguna) Aö sitja í fari hippískra samheidnishugsjóna reykja pípu og toga í skeggið, með hnefa sem hefur blakt í mótmælagöngu. Hvað er með hin rökuðu andlit samtímans sem líta niður eftir sólbrenndum vöðvastæltum líkömum sínum? Og upp á ýturvaxna samkeppnisblómarósa- kroppa sem þrá, módelfyrirsætustörf í London, París og New York. Hvernig getur skeggjaður pípureykjandi hippabyltingablóm sem ekkert er nema fræið sáð sér í slíkan jarðveg sjálfsaðdáandi, einstaklingsfrelsiselskandi, mannveruseljandi glysvera? Hvað geta þessir hnefar annað en kreppst utan um: Handfang í bíl á hóflegu verði, handföng vaxtaræktanna, handfang sturtu í gömlu húsi í vesturbænum? Það vantar eitthvað, samt er allt á sínum stað eins og það var. Ásgeir Beinteinsson Gildi esperantó kiptum Andris Nalinj sjómaður á Kamtcakaskaga í Sovétríkjunum skrifar bréf til vinar síns Karls H. Sigurðssonar á íslandi Enn er alþjóðamálið esper- antó notað í bréfaskriftum milli vina þar sem önnur málakunn- átta þrýtur. íslendingurinn Karl H. Sigurðsson hefur und- anfarin ár átt bréfavin í Petr- opavlosk á Kamtcatkaskaga í norðurausturhluta Sovétríkj- anna. Þetta er Letti sem heitir Andris Nalinj, er um fimmtugt og sjómaður að atvinnu. Kona hans er af kyni Korjaka og eiga þau tvær dætur. Hér til gamans er birt eitt af bréfum Anris Nalinj sem Karli barst nýlega. Bréfaskriftirþeirra fara fram á esperantó. „Þann 31.5.1984 hélt félag esp- erantista í Petropavlovsk fund ásamt deild úr landsfélagi bóka- vina. Fundurinn var haldinn að beiðni þeirra. Ég kom til fundar- ins með tvær töskur fullar af bókum og tímaritum á esperantó. Og svo var ég með póstkort frá ýmsum löndum, þar á meðal þau sem þú hefur sent. Öllu þessu raðaði ég á borð svo fundarmenn gætu skoðað sem best. Aðalræðu fundarins hélt ég og talaði að sjálfsögðu einkum um útgáfustarfsemi á esperantó. Ég sýndi margar athyglisverðar bækur og tímarit, meðal annars bók Sten Bergmann: „Sleðaferð á hjara heims“. Ég sagði frá inni- haldi hennar og einkum því er við kom Petropavlosk. Einnig sagði ég frá því hvernig þú fékkst hana frá Svíþjóð í skiptum fyrir frí- merki. Ég sýndi líka myndina sem þú sendir af heggnum sem óx upp af fræi frá Kamtcatka og ég eitt sinn sendi þér. íslenskir túr- istabæklingar og ferðahandbókin með lesmáli á ensku og íslensku var einnig til sýnis. Að máli mínu loknu þurftu áheyrendur margs að spyrja. Næstur talaði hinn 32 ára gamli formaður félags esperantista nokkur orð og annar las kvæðið Rýtingurinn eftir frægt rússneskt skáld, Lermontov. Áhugi áheyr- enda var mikill og margir óskuðu eftir að læra málið á byrjenda- námskeiði sem haldið verður í haust hér í borg. Sem viðurkenn- ingu og til minningar um fundinn var mér afhent rússnesk heim- ildaskáldsaga frá sautjándu öld. Þá hófst síðari hluti fundarins og talaði þá ungur eldfjallafræð- ingur frá Kamtcatka sem tekið hafði þátt í ráðstefnu eldfjalla- fræðinga í Reykjavík. Hann sagði frá ferð sinni og sýndi litskyggnur frá íslandi og sagði frá landi og þjóð. Hann talaði um vinnusemi, reglusemi og nákvæmni lands- manna og hversu mjög þeir ynnu landi sínu. Hann sagði frá heita vatninu, einu auðlegð fslendinga í jörðu, hvemig það væri nýtt til fullnustu svo að jafnvel grasblett- irnir væru hitaðir til að auka gras- vöxtinn. Hann sagði að miðað við höfðatölu væru íslendingar mest- ar fiskætur Evrópuþjóða. Dýrtíð væri meiri á íslandi en nokkra öðru Evrópulandi. Og þar væra gefnar út fleiri bækur á mann en annars staðar þekktist. Um So- vétríkin vissu íslendingar lítið því blöðin birtu helst um þau lygar og ímyndanir. Árlega heimsæktu ísland um 80 þúsund túristar og af þeim væra umtalsverðar tekjur. Tekj- ur væra einnig af ullariðnaði en mestar þó af fiski. Túrista frá Sovétríkjunum kvað hann sjaldgæfa. Helst væri að þangað færu einhverjir sér- fræðingar, t.d. eldfjallafræðingar þeir sem þinguðu í Reykjavík. Á meðan dvölinnni stóð þurfti einn Rússanna að spyrja til vegar. ís- lendingur sá sem spurður var til vegarins varð undrandi þegar hann varð þess vís að sá sem spurði var Rússi. Mann frá því landi hafði hann ekki áður hitt. Á íslandi vantar fólk sem túlk- að getur rússnesku. íslensk kona var túlkur Rússanna meðan þing- haldið stóð. Hún talaði ensku. Margir eldfjallafræðinganna töluðu ekki vel ensku og því síður íslensku. Vísindalegar kjarni í máli þeirra skildist best af teikningum. Hinn kamtcatski eldfjallafræð- ingur lauk máli sínu með því að benda á málavandann á ráðstefn- unni í Reykjavík. Ljóst væri gildi góðs samskiptamáls eins og esp- erantó og að óskandi væri að vís- indamenn notuðu það mál á ráð- stefnum sínum". Úr bókinni ísland Danir um ísland Bókaforlagið Munksgaard í Kaupmannahöfn gefur út bóka- flokk sem nefnist Evrópubóka- safnið (Europabiblioteket) og nú fyrir skömmu kom út í þessum flokki bókin (sland eftir Flemming Lundahl. Fyrsti kaflinn ber nafnið Fiskur í tonnatali og gefur hann tóninn fyrir það sem á eftir kemur. Bókin fsland er 96 blaðsíður í litlu broti og ríkulega mynd- skreytt. Kaflaheitin eru eftirfar- andi: Fiskur í tonnatali, Hval- veiðar, Náttúran ákveður, Eld- fjallaeyja í Atlantshafi, Ódýr orka og iðnaður fara saman, Ban- anar frá íslandi, Landbúnaður, Nyrsta höfuðborg heimsins, Ak- ureyri, Fortíð og nútíð í landi sög- unnar, Lítið land í stórum heimi og Staðreyndir um ísland. -GFr Sjoppubókmenntir Vestrið tamið Út er komin ný bók, Vestrið tamið, eftir Louis L’amour í þýð- ingu Guðna Kolbeinssonar. Ný bókaútgáfa, Kaktus, gefur bók- ina út og segir í fréttatilkynningu frá forlaginu að áformað sé að gefa út þýddar bækur, í vasa- brotsformi, þarsem áhersla verði lögð á vandaða þýðingu og frá- gang. í fréttatilkynningunni segir að höfundurinn sé einn þekktasti höfundur sagna úr villta vestrinu. Bækur hans hafa selst í meira en 140 miljónum eintaka á mörgum tungumálum. Hann hefur skrifað 80 bækur og hefur 31 þeirra verið kvikmynduð. ísafjörður Bók um sögu kaupstaðarins Jón Þ. Þór, sagnfræðingur, vinnur nú að því að skrifa sögu (safjarðar. Verður hún í þremur bindum og er það tyrsta væntanlegt í haust. Óðru bindinu er ætlað að koma út ekki síðar en vorið 1986 og því þriðja einu til tveim árum síðar. Verkið hóf Jón í mars 1979. Fyrstu tvö árin vann hann aðeins að sögurituninni hálft árið en síð- an alfarið. Það olli Jóni áhyggjum og erf- iðleikum að engar heimildir var að hafa um sögu kaupstaðarins frá því um 1800-1840-50. En svo rak heldur betur á fjörar hans þegar hann var að grúska í Byggðasafni ísafjarðar. Þar rakst hann -á reikninga Neðsta- kaupstaðarverslunar frá 1800- 1804 og fylgdu þeim ýmsar fróð- legar upplýsingar. Aftan við reikningana var svo kopíubók yfir tímabilið frá 1824-1833. Var þar m.a. að finna bréf frá fakt- ornum til verslunareigandans í Höfn, 3-4 á ári hverju. Er þar m.a. greint frá ýmsum atburðum, högum og kjörum fólks o.fl. Jóhann Gunnar Ólafsson skrif- aði á sínum tíma bók í tilefni 100 ára afmælis ísafjarðarkaupstað- ar. Rekur hann þar baráttuna fyrir kaupstaðarréttindunum til ársins 1862 og hafi hún staðið í 4 ár. En svo gerist það, að safnvörður í Þjóðskjalasafninu finnur þar fyrstu bænaskrá ísfirð- inga um kaupstaðarstofnun. Er hún frá 1854. Róðurinn hefur því verið 8 árum lengri en áður var vitað. -mhg Sjósókn sunnlenskra kvenna dóttur, ísfold Runólfsdótturo.fl. Þannig er girt fyrir þann misskiln- ing, að konur í Ámessýslu hafi verið þær einu sem sóttu sjó hér við land. Síðari hluti ritsins byggir á lög- skráningu sjómanna, sem fram fer á Selfossi. Þar kemur fram, að álitlegur fjöldi nútímakvenna stundar sjósókn um lengri eða Iskemmri tíma. í lögskráningunni á Selfossi koma fram 102 sjókon- ur á þessari öld, fram til 1980. Með sumarkomunni kom út í Vestmannaeyjum bókin Sjósókn sunnlenskra kvenna, frá ver- stöðvum í Árnessýslu, 1697-1980. Ritið er skýrsla um rannsókn sem Þórunn Magnúsdóttir sagnfræð- ingur hefur gert á sjósókn kvenna í Ámessýlu, bæði fyrr og síðar. Þó að rannsóknarsviðið sé að- allega verstöðvamar á suður- ströndinni, þá er einnig getið um nafnkenndar sjókonur í öðram landshlutum s.s. Björgu Einars- 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 1. ágúst 1984 Miðvikudagur 1. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.