Þjóðviljinn - 13.02.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.02.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR PórJakobsson veðurfrœðingur: Mér datt þettafyrst í hugfyrirsjö árum Mér datt þetta fyrst í hug fyrir einum 7 árum síðan, en það er fyrst nú í vetur sem skriður kemst á málið, sagði Þór Jakobs- son veðurfræðingur en hann er að hrinda í framkvæmd merki- legri hugmynd. Hann kallar þetta ,JHeimshátíð“ og er hugmyndin sú að halda hátíð víða um heim, íþróttahátíð, listahátíð, vísinda- ráðstefnur, sýningar og umræður og einkunnarorðin eru að varð- veita lífið, jörðina og menning- una. Þessu tengt er svo hugmynd um boðgöngu umhverfis hnött- inn, sem hefjist á Þingvöllum árið 1989, og þaðan stefnt til Kanada, um N-Ameríku, síðan siglt til Bretlands og þaðan svo umhverf- is hnöttinn. Hátíðarhöld verða svo vítt og breytt um veröldina og fyrirhug- að að boðgangan komi alltaf við þar sem hátíðarhöld fara fram. Áætlað er að gangan standi yfir í mörg ár og að henni ljúki nokkr- um árum eftir aldamótin. Þór sagðist vera að undirbúa, í samráði við Æskulýðsráð ríkis- ins, einskonar æfingu, þ.e. boð- göngu frá Þingvöllum til Reykja- víkur 21. júní í sumar. í því sam- bandi hefur hann ritað bréf til 25 íþrótta- og æskulýðsfélaga um samvinnu í verkefninu. Auðvitað er þetta friðarstarf. Ég geri mér grein fyrir því að á- greiningur manna á meðal í heiminum verður aldrei upprætt- ur, en með þessu vil ég benda fólki á að laða fram allt það sem mannkynið á sameiginlegt um- fram deilumálin, sagði Þór Jak- obsson. -S.dór Heimshátíð Samvinnuferðir-Landsýn Nýjungar í boði Aðildarfélagsafsláttur um7milj. Þór Jakobsson: hyggst hrinda í framkvæmd hugmynd sinni um heimshátíð er spanni allan hnöttinn. Ferðaskrifstofurnar eru nú sem óðast að búa sig undir vertíð- ina næsta sumar og bjóðast ferða- mönnum margir kostir eins og venjulega. í sumarferðabæklingi Samvinnuferða-Landsýnar, sem kominn er út, kennir margra nýrra og gamalla grasa en á með- al nýjunga má nefna sjálfstæðar leiguflugsferðir til Rhodos, nýjan sælureit í Hollandi, leiguflug til Salzburg auk þess sem boðið er upp á ferðir til tuga hefðbund- inna áfangastaða víða um heim. Eins og áður bjóða Samvinnuferðir-Landsýnar upp á „sama verð fyrir alla lands- menn“, SL-kjör og SL-ferðaveltu með allt að 175% lánshlutfalli. Þá er bryddað upp á þeirri nýjung nú að auglýst er sérstakt verð fyrir aðildarfélaga Samvinnuferða- Landsýnar í stað afsláttar sem verið hefur sl. ár. Er aðildarfélag- sverðið tilgreint í verðlistanum með bláum aukalit og gildir það fyrir ofangreinda farþega sem staðfesta ferðapöntun sína fyrir 7. maí nk. Er alls gert ráð fyrir að aðildarfélagsafsláttur af ferðum fyrirtækisins í sumar nemi um 7 miljónum króna. Hinn nýi sumarferðabæklingur Samvinnuferða-Landsýnar er afar vel úr garði gerður, fullur upplýsinga um einstakar ferðir og einnig fullur fyrirheita um kom- andi sumarferð. Þar kemur m.a. fram að ferðir til sæluhúsa í Hol- landi og sumarhúsa í Danmörku kosta frá 14.800 kr. á mann, ferð- ir til Rhodos kosta frá 24.500 kr. í þrjár vikur og til Rimini má kom- ast í 11 daga ferð fyrir aðeins 19.700 krónur. Segir í frétt frá ferðaskrifstofunni að nú þegar hafi um eitt þúsund manns skráð sig í ferðir til sæluhúsa í Hollandi og því vissara að panta sér ferð sem allra fyrst. -v. Félag heyrnar- lausra 25 ára I fyrradag var Félag heyrnar- lausra 25 ára en það var stofnað hinn 11. febrúar 1960. Var afmæ- lisins minnst með kaffisamsæti í hinum vistlegu húsakynnum fél- agsins að Klapparstíg 28. Forgöngumenn félagsstofnun- arinnar voru þau Guðmundur Björnsson, Markús Loftsson, Jón Ólafsson og Hervör Guðj- ónsdóttir. Til liðs við sig fengu þessir fjórmenningar Brand Jónsson, skólastjóra Heyrnleysingjaskólans. Vann hann með þeim að gerð félaga og félagsstofnuninni. A stofnfundinum gengu 33 menn í félagið og fyrsti formaður var ko- sinn Guðmundur Björnsson. Nú eru félagar 200 talsins. -mhg Mývatn Ibúar vilja rannsóknir 202 íbúar Mývatnssveitar vilja ekki útiloka kísilgúrnám úr Syðriflóa fyrr en rannsóknir hafafariðfram t&u'iéía&id Deilur i Mývatnssveit: Þorgrímur Starri: „VERJUM SYÐRI FLÓA” Sigurður R. Ragnarsson: ,AUÐVITAÐ VERÐUR FARIÐ í SYÐRI-FLÓANN” Boðganga um hnöttinn Meirihluti atkvæðisbærra manna í Mývatnssveit hafa sent Náttúruverndarráði yfirlýs- ingu þar sem þess er krafist að vísindalegar rannsóknir á áhrif- um efnistöku úr vatninu fari fram áður en kísilgúrnám úr Syðriflóa verði tekið af dagskrá. Yfirlýsing íbúanna, 202 að tölu, er svohljóð- andi: „Við undirritaðir íbúar Mý- vatnssveitar viljum ekki útiloka kísilgúrnám úr Syðriflóa Mý- vatns. Við teljum að vísindalegar rannsóknir sem fram munu fara hljóti að gefa til kynna áhrif efnis- töku þar. Áður en nokkrar niður- stöður liggja fyrir teljum við ekki tímabært að kveða upp úr með hvort þaðan skuli numinn kísilg- úr eða ekki. Við teljum ástæðu til að hvetja Náttúruverndarráð og aðra sem hafa látið þetta mál til sín taka, að fella ekki dóm um efnistökuna fyrirfram". Undirskriftum til stuðnings þessari yfirlýsingu var safnað seinni hluta síðustu viku og skrif- uðu 202 íbúar sveitarinnar undir en tæplega 350 manns voru á kjörskrá við síðustu almennar kosningar. Hreinsanir Bað hana að segja upp Jón Baldvin: Kristín var virk í kosningabaráttunni gegn mér Knstin er ágætur skrifstofu- maður og reyndist ágætlega sem slfk. Hitt er annað að flokks- skrifstofan starfaði öll innávið en var ekki pólitísk baráttumiðstöð, sagði Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins er hann var inntur skýringa á brott- rekstri Kristínar Guðnrundsdótt- ur framkvæmdastjóra flokksins. „Ég vil taka það fram vegna yfirlýsingar Kristínar að fljótlega eftir flokksþingið þá óskaði ég eftir því að hún segði upp. Rökin fyrir því eru einfaldlega þau að hún var á sínum tíma ráðin sem trúnaðarmaður forvera míns og var virk í kosningabaráttunni gegn mér. Á milli starfsmanna og formanns á að vera fullur trúnað- ur“, sagði Jón Baldvin, aðspurð- ur um hvort hann stæði fyrir hreinsunum innan flokksins. Hann sagði brottrekstur Krist- ínar lið í uppstokkun á starfsemi flokksins til að gera hann að fjöldaflokki. -lg- Athugasemd „Þann 8. febrúar tekur Þjóð- viljinn upp viðtal við mig sem birtist í Víkurblaðinu 5. febrúar sl. Þar sem blaðið sá ekki ástæðu til að bera þessi ummæli undir mig vil ég koma eftirfarandi leiðréttingu á framfæri: Blaðamaður ÁI slær upp þejrri fullyrðingu „Förum í Syðrifióa", en hirðir ekki um að geta for- sendu hennar sem kemur skýrt fram í Víkurblaðsgreininni. Hún er, að rannsóknir sýni ekki að lífríki vatnsins sé stórhætta af því búin og leyfi fáist til vinnslunnar þar. Þetta flokka ég undir óvand- aða blaðamennsku. Annað atriði sem ég vii leiðrétta og er raunar rangt eftir haft í Víkurblaðinu er að dýpkun- in í Syðriflóa verður ekki 6 til 7 metrar eins og sagt er, heldur lokadýpi verður 6 til 7 metrar í stað 2,7 metrar sem er í dag“. Sigurður Rúnar Ragnarsson ,Auðvitað verður farið í Syðr- iflóann“ er fyrirsögn á aðalfrétt Víkurblaðsins 5. febrúar s.l. og haft eftir Sigurði R. Ragnarssyni, stjórnarformanni Kísiliðjunnar. Pað sem er nýtt íviðtalinu og kom t.d. ekki fram t viðtali Pjóðviljans við sama mann 1. febrúar s.l. er sú skoðun hans að annað hvort verði að loka Kísiliðjunni eðafara í Syðriflóa á því 15 ára tímabili sem nýja leyfisveitingin nærtil. Pó stjórnarformaðurinn telji það „óvandaða blaðamennsku“ að vekja athygli á þessum ummœl- um, er rétt að benda honum á að þau eru fréttnæm. Ástœðurnar eru tvœr: 1. Hann staðfestir það sem Náttúruverndarráð hefur haldið fram og varað hvað mest við í sambandi við leyfisveitingu iðnaðarráðherra. 2. Hann er þ.a.l. ósammála iðnaðarráð- herra, sem hefur aftekið þessa túlkun Náttúruverndarráðs. Tilgangur Þjóðviljans með fréttinni 8. febrúar var eingöngu að vekja athygli á þessum stað- reyndum. -AI Miðvikudagur 13. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.