Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						LErÐARI
Arás Jóns Baldvins á Anker
í Alþýöublaðinu í gær sýnir Jón Baldvin
Hannibalsson, formaöur Alþýðuflokksins, nýja
og óvænta hlið á þeirri jafnaðarmennsku sem
hann hefur keppst við að boða um landið með
skallann sveittan. Þar leggst hann nefnilega í
víking út fyrir landsteinana og bregður brandi
sínum á óvanalega harkalegan hátt að
„skoðanabróður" sínum, Anker Jörgensen, for-
manni danska jafnaðarmannaflokksins. Tilefn-
ið er, að Anker Jörgensen hefur gerst sekur um
þá ósvinnu að vilja aðstoða íslendinga yið að
stofna samtök um kjamorkuvopnalaust ísland! ^
Tildrög málsins eru að á sunnudaginn verða1
slík samtök stofnuð og félagi Anker mun halda
stutt erindi á stofnfundinum. En einsog aðrir
réttsýnir kratar er hann einkar hliðhollur því að
öll Norðurlöndin verði gerð að kjamorkulausu
svæði.
Þessi drengilega viðleitni Ankers Jörgensens
til að bægja vá kjarnorkunnar frá dyrum nor-
rænna þjóða hefur greinilega verkað á formann
Alþýðuflokksins einsog rauð dula á baldinn
bola. í Alþýðublaðinu kemur nefnilega fram að
Jón Baldvin hefur þegar haft samband við dan-
ska jafnaðarmenn og „gagnrýnt áætluð afskipti
Ankers Jörgensens af málinu".
Fyrr má nú vera umburðarlyndið! Hefur Ank-
er Jörgensen ekki leyfi til að hafa þær skoðanir
sem hann vill? Má hann ekki mæta á fundi á
Hótel Borg án   þess   að formaður   Alþýðu-
flokksinsfái fyrir hjartað og leggistíkvörtunar-
símtöl    til útlanda?
Málið er auðvitað það, að hér er um stórpólit-
ísktíðindi að ræða. Hvarvetna á Norðurlöndum
hafa jafnaðarmenn verið framarlega í barátt-
unni fyrir því að Norðurlöndin verði lýst
kjarnorkuvopnalaust svæði. Meira að segja
hafa samtök hægri manna á Norðurlöndum
samþykkt að koma til ráðstefnu sem verður
haldin að hausti um málið.
Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu-
flokksins uppi á íslandi, er hins vegar á allt öðru
máli. Þar með er hann greinilega líka á allt öðru
máli en mjög stór hluti íslendinga, sem vill kjarn-
orkuvopnalaus Norðurlönd.
Af klögunum formannsins til Danmerkur má
líka ráða að hann er álíka viðkvæmur í þessu
máli og Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra,
. sem sagði á fundi um ratsjárstöðvar á Þórshöfn,
að yrði tillaga Steingríms Sigfússonar gegn rat-
sjárstöðvunum samþykkt, þá myndi hann segja
af sér.
Þetta sýnir auðvitað sorglega vel, á hvaða
braut Jón Baldvin er að draga Alþýðuflokkinn.
Aðgerðarleysi Ragnhildar
í fyrradag samþykktu f ramhaldsskólakennar-
ar á mjög fjölmennum fundi að hætta störfum
sökum hraklegra launa. Samstaða meðal
þeirra er alger, 229 greiddu atkvæði með út-
göngunni, en þeir49 sem ekki veittu henni fylgi
vildu einungis fresta vinnustöðvuninni fram yfir
helgi, ekki hætta við hana.
Abyrgðarleysið sem menntamálaráðherra
hefur sýnt í málinu frá upphafi er ótrúlegt. Eina
frumkvæði ráðherrans í málinu er að hann mun;
hafa boðið samninganefnd kennara upp á fisk-
máltíð í Ráðherrabústaðnum og síðan reynt að
telja þá á að falla frá vinnustöðvuninni! Það var
allt og sumt. Ráðherra hefur ekkert annað frum-
kvæði haft að því að leysa deiluna farsællega.
Þetta kemur raunar vel fram í stuttu samtali
hennarvið Þjóðviljann ígær. „Ég erekki ísamn-
inganefndinni - þetta heyrir ekki undir mig".
Hvers konar afstaða er þetta eiginlega? Er ekki
réttmæt krafa að æðsti yfirmaður menntamála í
landinu beiti sér til að leysa þessa erfiðu deilu,
sem ekki snertir einungis kennara og ríkið, held-
ur líka þúsundir unglinga og fjölskyldur þeirra?
Aðgerðarleysi Ragnhildar er sama og
ábyrgðarleysi. Hún virðist einfaldlega ekki fær
um að axla þá ábyrgð sem fylgir æðstu stjórn
menntamála á íslandi.
-ÖS
ó-Áur
Velkominn til landsins
litli dúllí gúllí hringanóri!
Ertu kominn til þess
að heilsa upp á
fiskinn minn?
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Össur Skarphéðinsson.
Rltstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fréttastjórl: Valþór Hloðvorsson.
Blaðamenn: Aðalbjðrg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadórtir, Guðjón
Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvik Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Arnason, Ólafur Glslason, Sigurdór Sigurdórsson,
Víðir Sigurðsson (íþróttir).
LJósmyndlr: Einar Ólason, Einar Karlsson.
Útllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
Handrlta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Framkvœmdast|óri: Guðrún Guðmundsdðttir.
Skrifstofustjórl: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guövarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbrelðslustjóri: Sigríður Pétursdðftir.
Auglýslngastjórl: Ragnheiður Úladðttir.
Auglýsingar: Anna Guðjðnsdóttir, Asdls Kristinsdðttir,
Hreiðar Sigtryggsson.
Afgrel&slustjórl: Baldur Jðnasson.
Afgrelðsla: Bára Sigurðardðftir, Kristin Pétursdðftir.
Simavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigriður Kristjánsdðttir.
Húsmæiur: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólðf Húnfjörð.
Innheimtumenn: Brynjóifur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Bllst|óri: Ólol Sigurðardðttir.
Útkeyrsla, afgrolðsla, auglýslngar, rltstjárn:
Sf&umúla 6, Reyk|avlk, slml 81333.
Umbrot og setnlng: Prentsml&Ja ÞJú&vilJans hf.
Prentun: Bla&aprent hf.
Verð I lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsvorð: 35 kr.
Áskrittarvorð á mánu&l: 330 kr.
Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn slmi: 81663.
4 SÍÐA - WÓÐVIUINN Laugardagur 2. mars 1985
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16