Þjóðviljinn - 07.03.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.03.1985, Blaðsíða 8
ALÞÝÐUBANDAIAGIÐ Kvennastefna 9. og 10. mars Konur í Alþýðubandalaginu gangast fyrir kvennastefnu í Ölfus- borgum 9. og 10. mars. Dagskrá: 1. Atvinnu- og kjaramál 2. Staða heimavinnandi fólks 3. Baráttuleiðir kvenna 4. Störf kvenna í AB - Kvennafylkingin - Fundaröð í vor. (Sjá nánar um dagskrána í Þjóðviljanum 27. febrúar). Kvennastefnan er opin öllum konum í Alþýðubandalaginu og öðr- um stuðningskonum flokksins. Tilkynningar um þátttöku þurfa að berast skrifstofu flokksins Hverfisgötu 105( sími 17500) sem allra fyrst. Þær sem hafa í huga að taka börn með eru beðnar að taka það fram við þátttökutilkynningar. * Nánari upplýsingar um kostnað o.fl. á skrifstofunni. Alþýðubandalagið Atvinnumálaráöstefna á Hvammstanga Ráðstefna um atvinnumál á Hvammstanga og V-Húnavatnssýslu verður haldin í Félagsheimilinu á Hvammstanga nk. laugardag 9. mars og hefst kl. 14.00 , jón Bjarnason skólastjóri á Hólum ræðir um framtiðarmoguleika i landbúnaði og úrvinnslu landbúnaðarafurða. Þórður Skúlason sveitastjóri ræðir um atvinnumál í sýslunm. Ragnar Amalds alþingismaður ræöir um byggðaþróun og eflingu atvinnulífs. Fundurinn er öllum opinn. Alþýðubandalagið Leiksýning ársins? Jón Baldvin leikur inngöngu sína í fundarstað Norðurlandaráðs, Þjóðleikhúsið, í gær fyrir norska sjónvarpið. Ljósm. - eik. Alþýðuflokkurinn Þórður Ragnar Jón ÆSKUIÝDSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin Aðalfundur ÆF Reykjavík verður haldinn laugardaginn 9. mars nk. Fundurinn hefst kl. 10.00 fyrir hádegi og er ætlunin að Ijúka venju- legum aðalfundarstörfum þá fyrir hádegið, meðtaka og ræða skýrslu fráfarandi stjórnar og kjósa nýja. - skipulagsmál ÆFR - fjármál/fjáröflun - útgáfuma'l - fræðsluefni og námskeið - léttmeti (ferðalög, skemmtikvöld...) Bráðnauðsynlegt er, að sem flestir mæti á þennan fund. Skólafóik Æskulýðsfylkingarfólk i öllum skólum. Skólamálahópur Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík ætlar að hitt- ast nk. fimmtudag 7. mars kl. 20.00. Tengiliðar í öllum skólum látið endilega sjá ykkur. Umræðurefnið: Pólitík í skólum og skólamál almennt. Skólamálahópurinn Ungir sósíalistar Rabbfundur um alþjóðamál Ungir sósíalistar á Norðurlandaráðsþingi (frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð) koma og segja frá samtökum sínum og alþjóðastarfi þeirra. Staðurog stund: Hverfisgata 105 fimmtudaginn 7. mars kl. 20.00. Utanríkismálanefnd ÆF Æskulýðsfylkingin Skólafólk Æskulýðsfylkingarfólk úr öllum skólum! Skólamálahópur Æsku- lýðsfylkingarinnar í Reykjavík ætlar að hittast á fimmtudaginn (7.3.) klukkan átta. Tengiliðar í skólum, látið endilega sjá ykkur. Umræðuefni: Pólitik í skólum - almenn skólamál. Nefndin Finnar eins og Afganir Línnulausar árásir Jóns Baldvins á jafnaðarmanna- flokka á Norðurlöndum vekja mikla athygli. Erlendir fjölmiðlar: Yfirlýsingar formanns Alþýð- uflokksins undanfarna daga og endurteknar árásir hans á bræðr- aflokkana og forystumenn þeirra í Skandinavíu urðu til sérkenni- legrar uppákomu í fundarhúsi Norðurlandaráðs í gær. 50-60 norrænir blaðamenn króuðu Jón Baldvin Hannibalsson og Brynd- ísi Schram af þegar þau komu í heimsókn í Þjóðleikhúsið og endaði öll hersingin á óboðuðum blaðamannafundi í kjallara húss- ins. Tilefni þessa skyndilega áhuga skandinavísku pressunnar á Jóni Baldvin var grein, sem birtast á í DV í dag og Magnús Guðmunds- son, fréttaritari Ritzau fréttastof- unnar hafði sent glefsur úr í frétt- askeytum til Norðurlandanna í fyrradag. í greininni sendir Jón Baldvin forystumönnum jafnað- armanna á Norðurlöndum tóninn og lýsir stefnu sinni í öryggis- og varnarmálum Norðurlanda. I ljósi þess að Jón hefur nú einang- rað sig lengst til hægri meðal jafn- aðarmanna á Norðurlöndum er yfirskrift greinarinnar næsta spaugileg, en hún er: Vinstra megin við miðju! Finnar Á blaðamannafundinum harð- neitaði Jón að hafa viðhaft orðið „finlandisering" og þar með gefið í skyn að Finnar réðu ekki utan- ríkisstefnu sinni í sjónvarpinu 11. desember sl. (Það gátu erlendu blaðamennirnir að sjálfsögðu ekki sannreynt, en hinir íslensku vissu betur.) Hann kvaðst því ekki geta beðið Kalevi Sorsa, leiðtoga finnskra jafnaðarmanna og forsætisráðherra Finna, afsök- unar á slíkum ummælum, en Sorsa mótmælti þeim eftirminni- lega með því að hundsa kvöld- verðarboð Alþýðuflokksins sl. mánudag. Þjóðviljinn skýrði frá þessu í gær og vitnaði Jón í blaðið sem „kommunistisk avis“ af því tilefni. Þess skal getið að í gær- kvöldi sendi Jón finnska forsætis- ráðherranum afsökunarbeiðni á ummælum sínum um „fínlandis- eringu“ eftir að hafa hlustað á Hann stendur lanL upptöku á sjónvarpsþættinum frá í desember. í blaðagreininni bætir Jón hins vegar um betur og varð það drop- inn sem fyllti mælinn að mati finnskra blaðamanna. Þar líkir hann Finnum við Afgani: þeir séu aðeins hlutlaust smáríki á landa- mærum Gulagsins. „Öll vitum við hvernig fór fyrir Afgönum," segir þar. Og síðar: „Við treystum þeim (þe. Finnum) til að halda eins vel á spilunum og unnt er - í erfiðri stöðu. Án hj álp- ar frá Svíum (Sagan segir sína sögu).“! Svíar En sænskir fá stærri skammt. Grundvallaratriði í utanríkis- stefnu sænskra jafnaðarmanna er að viðhalda hlutleysi Svíþjóðar. Það segir Jón í greinninni að sé „dálítið sérstakt" hlutleysi og bendir á að Svíar verji 10. hverri krónu í vígbúnað og séu í hópi mestu vopnasala í heimi. „Auðvitað eru Svíar ekkert hlut- lausir í átökum Gulagsins og Iýð- ræðisríkjanna. En það borgar sig fyrir þá að hafa þetta svona,“ segir þar. I greininni fær utanríkisráð- herra Svía, kratinn Lennart Bo- ström sérstaka kveðju, þar sem Jón fjallar um sovéska kafbáta í Eystrasalti. „Þá ber stundum upp á sker, undir bólvirkjum hins konungiega sænska flota, þótt utanríkisráðherra Svía þykist ekki sjá þá né heyra“. Danir Sem kunnugt er brigslaði Jón Baldvin Anker Jörgensen, leið- toga danskra krata um afskipti af innanríkismálum íslendinga og hindraði hann í að taka til máls á fundi kjarnorkuvopnaandstæð- inga s.l. sunnudag. í greininni víkur hann að ágreiningi sínum við Anker Jörgensen um kjam- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum og ítrekaði að Alþýðu- flokkurinn hafi ekki skipt um skoðun varðandi uppsetningu Nató-kjarnavopna í Evrópu. ]t til hœgri. Hins vegar segir hann að svo sé að sjá „sem sumir vina okkar á Norðurlöndum hafi eitthvað ruglast í ríminu upp á síðkastið“. Norðmenn Og þá eru aðeins eftir skeytin ti! Norðmanna. Á blaðamanna- fundinum urðu fjörugar um- ræður um ríkisstyrki Norðmanna til sjávarútvegsins, en Jón Bald- vin hefur boðað til útifundar á Lækjartorgi til að mótmæla þeim í dag. Er han.n þar eini ræðumað- urinn. Norskir jafnaðarmenn, þeirra á meðal leiðtogi þeirra Gro Harlem Bruntland, telja styrkina afar mikilvægan hlekk í byggðastefnu Norðmanna sem hafí verið óbreytt í áratugi. Vilja þeir fremur auka styrkina en minnka þá. Rakti Jón umræður sem urðu á alþingi fyrir skömmu um þetta mál og minnti á yfirlýs- ingar ráðherra um að þetta yrði mál málanna á Norðurlandaráðs- þingi. Er rósamál ráðherranna á þinginu ein ástæðan fyrir fundar- boði Jóns í dag. Á blaðamannafundinum var Jón spurður hvort hann ætlaði ekki lflca að krefjast þess að Dan- ir hættu að styrkja sjávarútveg Færeyinga, en hann kvað nei við því. Færeyingar væru algerlega háðir fiskveiðum eins og Islend- ingar og því í annarri stöðu en Norðmenn. Þá var einnig spurt hvort ekki mætti líta á sífelldar gengisfellingar íslensku krónunn- ar sem beinan styrk til útgerðar- innar en engin svör fengust við því. Af viðtölum við norrænu blað- amennina eftir fundinn í gær var ljóst að þeir túlkuðu svör Jóns sem yfirklór. Yfirlýsingagleðinni og kokhreystinni hefði verið ætl- að að vekja athygli á honum sjálf- um innanlands en óvígur her nor- rænna blaðamanna og fókus þeirra á íslenska pólitík þessa dagana hefði gleymst. Hann hefði með þessum uppákomum komið sjálfum sér í erfiða klípu og einangrað sig og sinn flokk til hægri langt frá jafnaðarmönnum á Norðurlöndum. -ÁI 8 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.