Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 65. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						19
mars
1985
þriðju-
dagur
5ó5 tðlublað 50. árgangur
DJÓÐVILJINN
VjÐHORF
MANNLÍF
ÍÞRÓniR
HEIMURINN
Húsnœðiskaupendur
Gífurlegur aukaskattur
2,6 miljarða aukaskattur á húsnœðiskaupendur í tíð ríkisstjórnarinnar. Nemur 1390 miljónum í ár.
Greiðslubyrðin hœkkað minnst um þriðjung vegna raunvaxtahœkkunar ríkisstjórnarinnar.
Nemur miljarði! Afborgun aflánifrá 1980 hækkar um 82 prósent vegna stjórnarstefnunnar.
Ríkisstjórnin hcfur með efnahagsstefnu
sinni lagt aukaskatt á alla húsnæðis-
kaupendur sem svarar til um 2,6 miljarða
króna frá því hún tók við völdum. Einungis
á þessu ári er áætlað að þessi aukaskattur
nemi um 1390 miljónum króna. Þetta kem-
ur fram í útreikningum samtaka áhuga-
manna um úrbætur í húsnæðismálum.
Einungis breytingar á raunvöxtum sem
ríkisstjórnin hefur heimilað frá því hún tók
við völdum valda því að í tíð hennar hafa
húsnæðiskaupendur þurft að greiða auka-
lega nær miljarð, eða um 910 miljónir
saman er áætlað að raunvaxtabreytingar í
tíð ríkisstjórnarinnar muni kosta húsnæð-
iskaupendur að minnsta kosti um 580 milj-
ónir króna.Þetta kemur fram í fyrrnefnd-
um útreikningum.
Jafnframt hafa lán og afborganir hækk-
að gífurlega vegna hækkunar lánskjara-
vísitölu umfram kauphækkanir, en fyrsta
verk ríkisstjórnarinnar var einmitt að af-
nema verðtryggingu launa með lögum en
heimila áfram verðtryggingu lánanna.
Misræmið milli launa og lánskjara hefur
farið sívaxandi síðan og valdið æ þyngri
króna, miðað við forsendur sem giltu fyrir   greiðslubyrði.
upphaf stjórnarinnar. Á þessu ári einu    í útreikningum hópsins er tekið dæmi af
miljón króna láni sem tekið er til 20 ára
árið 1980. Einungis hækkun raunvaxta úr
2,5 prósent á tímabili núverandi ríkis-
stjórnar hefur aukið greiðslubyrði lántak-
enda um heilan þriðjung!!
Raunvaxtahækkun í tíð stjórnarinnar og
verðtrygging lánskjaravísitölunnar um-
fram hækkun launa á tímabilinu veldur því
að í ár er áætlað að afborgun af þessu láni
verði hvorki meira né minna en 82 prósent
hærri en miðað við þær forsendur sem
ríktu áður en eyðingarstefna stjórnarinnar
kom til.                        _ös
Sjá bls. 8
Kennarar
Kennarar, foreldrar, nemendur, stuðningsmenn, börn: troðfullt hús á fundi HlK á sunnudag. Mynd: -eik.
spjotá
ríkis-
stjóminni
Útifundur á Austur-
velli í dag.
Að minnsta kosti sjöhundruð á
fundi HÍK sunnudag á Hótel
Sögu; mjög góðar undirtektir við
undirskriftasöfnun sem lauk í
gær; flótti aftur inní skólana ekki
umtalsverður; sterk fjárhags-
staða; útifundur á Austurvelli í
dag klukkan þrjú; kennarar í
HIK halda ótrauðir áfram bar-
áttu simii.
Við bíðum ekki dómsdags,
. sagði Heimir Pálsson á fundinum
á Sögu. Kennarar krefjast samn-
inga eða vísrar tryggingar frá
ríkisstjórninni um hagstæðan
málflutning fyrir Kjaradómi, og
munu ekki taka upp fyrri störf
nema hljóðið í stjórnvöldum
breytist verulega. Urslit ríkis-
stjórnarfundar í dag eru talin geta
skipt verulegu máli þarsem ljóst
er af ummælum ráðherra síðustu
daga að ekki er eining um stefn-
una í kjaramálum kennara og
annarra BHM-manna.
Sjá bls. 3 og 20
Flís í rass
Dansflokkur, sem var að sýna
listir sínar í samkomusal Domus
Medica um síðustu helgi, varð
fyrir heldur óþægilegri reynslu.
í dansatriði þurftu dansarar að
renna sér eitthvað á rassinum
eftir dansgólfinu. Þá vildi ekki
betur til en svo að flestir fengu
flísar í bossann, þar sem
dansgólfið var eitthvað trosnað.
Þurftu nokkrir dansaranna að
leita læknisaðstoðar á slysavarð-
stofu til að ná nálunum úr.
-S.dór
Hafnarfjörður
Verkafólk krefet svara
Öllu starfsfólki BÚH sagt upp. Á þriðja hundrað manns atvinnulausir.
Fjögur verkalýðsfélög í Hafnar-
firði sendu í gær bæjaryfir-
völdum orðsendingu, þar sem
krafist er fundar ráðamanna með
fyrrverandi     starfsmönnum
Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og
að verkafólkið fái skýringar á því
hvort og þá hvenær það verði
ráðið aftur til starfa hjá hinu nýja
útgerðarfélagi Hafnfirðinga.
Um sl. mánaðamót var öllu
starfsfólki BÚH, um 180 manns,
sagt upp störfum. Jafnframt
sendi bæjarstjóri starfsmannafé-
laginu bréf þar sem sagði að
gengið yrði frá mannaráðningum
til hins nýja fyrirtækis fyrir lok
síðustu viku. Ekkert hefur ennþá
heyrst frá bæjaryfirvöldum, yfir
200 manns eru á atvinnuleysis-
skrá, enginn veit ennþá hvenær
Útgerðarfélagið tekur til starfa
og  togarar  fyrirtækisins  hafa
lengið bundnir við bryggju frá því
fyrir sjómannaverkfall.
Fyrrverandi starfsfólk BÚH
ætlar að fjölmenna á fund bæjar-
stjórnar síðdegis í dag og hlýða á
svör bæjaryfirvalda.
->g-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20