Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 71. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						26
mars
1985
þriðju-
dagur
7,1. tölublað 50. árgangur
DJÓÐVIUINN
VjÐHORF
MANNUF
ÍÞRÓTTIR
HEIMURINN
Aðskilnaðarstefna
Ragnhildur hundsar æskuna
Menntamálaráðherra neitar œskufólki um leyfi til að safnafé til stuðnings hörundsdökku
fólkigegn aðskilnaðarstefnunni í S-Afríku. Samnorrœnt verkefni lítilsvirt.
Fáheyrð framkoma við œskulýðssamtök, Hjálparstofnun kirkjunnar og kúgaða
meirihlutann íSuður-Afríku
Ragnhildur       Helgadóttir
menntamálaráðherra hunds-
ar æsku landsins með þessu hátt-
arlagi, sögðu þeir Gunnar R.
Gunnarsson og Ólafur Jónasson í
NOD samstarfsnefndinni í viðtali
við Þjóðviljann í gær. „Við feng-
mii endaniega synjun í gær, en við
höfum verið að reyna að fá við-
brögð frá ráðherranum frá því í
haust fyrir hönd Landssambands
mennta- og fjölbrautaskóia, Iðn-
Kennaradeilan
Tiygging
fyrir
frambuöar-
lausn
Gunnlaugur
Ástgeirsson:
Samstaðanog
skilningur á málstað
kennara eru mér efst í
huga.
Þótt full leiðrétting fáist kann-
ski ekki nú, þá er í yfirlýsingum
ráðherranna trygging fyrir því að
unnt verði að ná slíkri leiðrétt-
ingu fram í náinni framtíð og til
frambúðar.
Þetta sagði Gunnlaugur
Ástgeirsson varaformaður Hins
íslenska kennarafélags í samtali
við Þjóðviljann í gær.
Gunnlaugur sagði að sér væri
nú efst í huga hve samstaðan
meðal kennara hefði verið góð og
hversu mikils skilnings málstaður
kennara hefði notið meðal al-
mennings í landinu. Kennarar
hefðu nú sýnt að þeir væru afl
sem geti látið til sín taka og að
þeir láti ekki bjóða sér hvað sem,
er og séu reiðubúnir að rísa upp
aftur ef nauðsyn krefur.
Gunnlaugur sagði erfitt að
meta árangur deilunnar í krónum
eða prósentum, þar sem samn-
ingur liggi ekki fyrir eins og þegar
um venjulegar vinnustöðvanir er
að ræða. Það er þó mat okkar,
sagði Gunnlaugur að náðst hafi
verulegur árangur sem eigi eftir
að sýna sig innan skamms.
Sjá bls. 2
nemasambandsins og Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar sem standa
að þessu verkefni".
„Ætlunin var að fá frí fyrir þá
framhaldsskólanema í landinu
sem ætluðu sér að safna fyrir bar-
áttu æskufólks í Suður-Afríku
gegn aðskilnaðarstefnu stjórn-
valda þar í landi. Hér er um sam-
norrænt verkefni í tilefni alþjóða-
árs æskunnar að ræða og stíluðu
flest Norðurlöndin á söfnunar-
daginn 21. mars. Ráðherrann
neitaði sjálf að tala við okkur,
fyrir þann dag, svo við ákváðum
að fresta söfnunardeginum til 28.
mars, nk. fimmtudag. Það var
ekki fyrr en í gær, að aðstoðarr-
áðherra Ragnhildar gaf ákveðið
svar, neitandi okkur."
„Það er ekki mikið að marka
tal þessa fólks um norrænt sam-
starf eða alþjóðaár æskunnar.
Hér er  nefnilega um  norrænt
verkefni að ræða og við höfum
lagt í undirbúningskostnað fyrir
þessa söfnun með boði suður-
afrísku stúlkunnar Jacquline Wil-
liams hingað til lands, útgáfu
blaða og veggspjalda. Hjálpar-
stofnun kirkjunnar, LMF og Iðn-
nemasambandið hafi reitt sig á
velvilja ráðherrans og ríkisstjórn-
arinnar. Forsætisráðherra skrif-
aði undir bréf ásamt öllum fors-
ætisráðherrum Norðurlanda með
áskorun til almennings um að
styðja þetta framtak framhalds-
skólanema á Norðurlöndum. Nú
• sjáum við hver hugur fylgir máli.
Útlagður kostnaður okkar nemur
þegar um 700 þúsund króna sem
ér sama upphæð og allt framlag
ríkisstjórnarinnar til alþjóðaárs
æskunnar," sögðu þeír Gunnar
R. Gunnarsson og Olafur Jónas-
son að lokum.            -óg
Sjá bls. 17
Þorskveiðar
Hér er dr. Sigurður Jónsson í París með frumeintakið góða af myndasafni ieiöangurs Pauls Gaimards
sem hann keypti fyrir „mörg kýrverð" og þykir hinn mesti happafengur. Þetta mun vera fyrsta símamyndin
sem Þjóðviljinn verður sér úti um, en hana tók Einar Már Jónsson í París. Frásögn hans og viðbrögð fróðra
íslendinga við fundi þessum eru á bls. 8 og 13 í blaðinu í dag.
III
Mikil reiði hjá
smábátaeigendum
Smábátaeigendur á suður- og
vesturlandi eru ævareiðir út í
sjávarútvegsráðherra vegna á-
kvörðunar hans um að stöðva all-
ar veiðar báta undir 10 lestum frá
og með morgundeginum fram til
9. aprí). Aflabrögð hafa sjaldan
verið eins góð hjá handfærabá-
tum eins og undanfarna daga og
telja sjómenn mun ráðlegra að
stöðva veiðar í sumar þannig að
veiðibannið bitni síður á þeim
sem stunda útgerð smábáta sem
aðalatvinnu.
Þá hefur sjávarútvegsráðherra
einnig gefið út reglugerð um
bann við öllum þorskveiðum í net
yfir páskana eða frá 2. apríl til 9.
apríl og jafnframt hafa allar tog-
veiðar verið bannaðar á tveimur
svæðum úti fyrir Reykjanesi frá
9. apríl til 15. maí.         -íg.
Skák
Stormeistara-
afangi í höfn
Jón L. Árnason hefur
tekið forystuna á
Húsavík
Jón L. Árnason hefur tekið for-
ystuna á skákmótinu á Húsavík
og það sem meira er, stórmeist-
araáfangi, sá fyrsti, ætti að vera í
höfn hjá honum. í síðustu umferð
mólsins í dag, teflir Jón gegn Ás-
keli Kárasyni, en Áskell þarf að-
eins hálfan vinning til að ná i
fyrsta áfanga að FIDE-meistara-
titli.
Annars urðu úrslit þessi í gær-
kveldi í næst síðustu umferð: Jón
L. sigraði Karl Þorsteins, Helgi
og Helmers gerðu jafntefli,
sömuleiðis Lombardy og Lein,
Zuckermann sigraði Pálma Pét-
ursson, en skák Sævars og Tisdal
fór í bið.
Jón L. er efstur með 7,5 vinn-
inga, Lein í öðru sæti með 7 og
Helgi ólafsson í þriðja sæti með 6
vinninga.             -S.dór.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20