Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						4
maí
1985
laugar-
dagur
99. tölublað 50. organgur
DJÚÐV1UINN
Laugardagur 4. maí 1985 99. tölublað 50. árgangur
SUNNUDAGS-
BLAÐ
MENNING
Rainbow
„Dregin á
asna-
eymnum"
Axel Gíslason:
Undirboð á íslenska
markaðnum ískjóli
einokunarflutninga
fyrir herinn. Málið í
skoðun í heilt ár en
ekkert hefur gerst.
Bandaríska skipafélagið
Rainbow Navigation sem í
skjóli gamalla laga Bandaríkj-
aþings hefur haft um eins árs
skeið einokunarrétt á skipa-
fiutningi til bandaríska hers-
ins hér á landi, hefur nú fært
út kvíarnar og er farið að
bjóða flutninga til og frá
landinu fyrir innlenda aðila á
nokkru lægra verði en ís-
Iensku skipafélögin bjóða.
„Þetta eru undirboð í skjóli
hagnaðar af einkaflutningum
fyrir herinn sem munu tak-
marka alla möguleika á starf-
semi íslensku skipafélaganna.
Við verðum að fá strax úr því
skorið hvort þessir einkaflutn-
ingar verða óbreyttir um ó-
komna tíð eða hvort banda-
rísk yfirvöld ætla að nema
þessi lög úr gildi," sagði Axel
Gíslason forstjóri Skipa-
deildar Sambandsins í samtali
við Þjóðviljann.
„Það er búið að draga okk-
ur á asnaeyrunum í heilt ár.
Það er búið að segja málið
vera í skoðun frá því í maí í
fyrra en það hefur ekkert
komið út úr því, ekkert gerst.
Þetta er óviðunandi ástand
fyrir íslenskt viðskiptalíf og
ekki síður fyrir íslenska far-
menn," sagði Axel Gíslason.
Benidorm
Baskar
sprengja
Það ríkir engin hrœðsla meðal
íslendinga ásvœðinu segir
Gérard Chinottifararstjóri
„Þetta gerðist hér á ströndinni,
rétt hjá staðnum þar sem ég bý,
en ég varð ekki var við neitt,"
sagði  Gérard  Chinotti,  farar-
stjóri  Ferðámiðstöðvarinnar  á
Benidorm á Spáni, en sem kunn-
ugt er sprengdu baskneskir að-
skilnaðarsinnar sprengju þar á
ströndinni í fyrradag til að leggja
áherslu á kröfur sínar.
Chinotti sagði að sprengingin
hefði orðið kl. 21.00 að kvöldi,
þegar allir voru farnir af strönd-
inni. Hann sagðist ekki merkja
að lögreglugæsla hefði aukist,
enda hefði hér verið um minni-
háttar sprengingu aö ræða. Chin-
otti sagði að nú væru um 45 ís-
lendingar á Benidorm, og trúlega
hefðu þeir ekki frétt af atburðin-
um. Það ríkir engin hræðsla hér á
staðnum sagði Chinotti að lok-
um.                 -ólg.
Salí-dagar. Listnemar í borginni fóru f skrúðgöngu í gær til að minna á listahátíð sem þeir efna til næstu daga undir heitinu Salí-dagar.
Þeir hefjast fyrir alvöru í dag með tónleikum, leiksýningum, myndlist, balli og öðrum uppákomum. Sjá nánar á bls. 13.
Útvarpsráð
Pólitískar ofsóknir
FulltrúarAB og Kvennalista í útvarpsráði mótmœla
framkomu ráðsmeirihluta við Ævar Kjartansson
varadagskrárstjóra
Meirihluti útvarpsráðs hafn-
aði í gær fréttatengdum
laugardagsþætti í útvarpsdag-
skrá sumarsins. Dagskrárdeild
hafoi gert tillögu um þennan þátt
og skyldi hann vera í umsjá
Ævars Kjartanssonar varadag-
skrárstjóra og ólafs H. Torfa-
I sonar útvarpsmanns á Akureyri.
í sérstakri bókun útvarpsráðs-
mannanna Gerðar Óskarsdóttur
(Alþýðubandalagi) og Ingibjarg-
ar Hafstað (Kvennalísta) er
meirihlutinn sagður hafa haft í
frammi „alvarlegar ásakanir" í
garð Ævars, og álykta þær að
„hér sé um pólitískar ofsóknir að
ræða."
Gunnar Stefánsson dagskrár-
stjóri lagði fyrir viku fram tillögu
í útvarpsráði um þennan sumar-
þátt á laugardögum og skyldi
hann fjalla um fréttir og frétta-
flutning vikunnar, - rætt við fjöl-
miðlafólk og athugað fréttamat
og tilbúnaður. Að sögn Ingi-
bjargar og Gerðar lögðust Eiður
Guðnason og Magnús Erlends-
son sérstaklega gegn þessu og
töldu ekki hverjum sem er
„treystandi" til að fjalla um svo
„eldfimt" efni.
Á fundi ráðsins í gær hafði
Gunnar ekki breytt tillögu sinni,
en formaður ráðsins, Inga Jóna
Þórðardóttir, kom með tillögu að
rabbþætti í stað hins og skyldi
umsjón hans í höndum Páls
Heiðars Jónssonar. Nafn Ólafs
var nefnt í tengslum við þátt Páls
Heiðars.
Ingibjörg og Gerður lögðu þá
fram bókun í ráðinu. Þar er auk
framantalins sagt að ráðið gangi
„ærið langt inn á verksvið dag-
skrárdeildar" og sýni starfsmönn-
um hennar „dæmalausa lítilsvirð-
ingu og vantraust"; ekki sé í
verkahring ráðsins að dæma störf
deildarinnar eða starfsmanna
hennar fyrirfram.
Aðrir útvarpsráðsmenn bók-
uðu á móti og töldu umfjöllunina
fullkomlega á verksviði sínu, -
tillögunni hafi verið hafnað með-
al annars vegna þess að fjölmiðl-
ar hefðu verið á vetrardagskrá.
Inga Jóna Þórðardóttir sagði
Þjóðviljanum í gær að bókun
Gerðar og Ingibjargar um pólit-
ískar ofsóknir væri „rakalaus
þvættingur". Um skoðun sína á
Ævari sem útvarpsmanni sagðist
hún ekki vita betur en hann rækti
sín störf af bestu samviskusemi.
Um hvort Ævari Kjartanssyni sé
eða væri treystandi til að taka að
sér þátt einsog þann sem lagður
var til: „Um það er ekki verið að
tala, það er ekkert spurt hvort
einhverjum eða einhverjum er
treystandi til þess, það er ekki til
umræðu."
Inga Jóna sagði að auki að sér
þætti óeðlilegt að ynrmenn á
stofnuninni sæju um fasta þætti í
dagskrá.
Laugardagsmorgunþátturinn
var  eina  tilefni  meiriháttar
breytinga í útvarpsráði á tillögum
dagskrárdeildar.
-m
Vegaframkvœmdir
Reykjanesbrautin
að faeðast
Framkvæmdum við nýju
Reykjanesbrautina á niilli Víf-
ilsstaða og Mjóddarinnar miðar
vel. Verið er að undirbyggja veg-
inn og á þeim framkvæmdum að
ljúka í haust. Vegalínan frá Kapl-
akrika í Hafnarfirði að Mjódd-
inni er því smám saman að full-
klárast en í fyrra var lokið við
fyrri hluta brautarinnar frá
Kaplakrika að Vífilsstöðum.
Að sögn Jóns Rögnvaldssonar
yfirverkfræðings hjá Vegagerð-
inni er áætlað að ljúka verkinu
haustið 1986 en vegarspottinn
sem nú er unnið að er um 3 km.
Þegar Reykjanesbrautin verð-
ur komin í notkun munu um 7-
8000 bifreiðar aka þar um á sólar-
'hring og mun sú umferð létta
mjög á Hafnarfjarðarveginum
sem er mesta umferðargata á
landinu.               -Ig.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16