Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						4
júlí
1985
fimmtu-
dagur
149. tölublað 50. árgangur
DJÓÐVIUINN
VEIÐI
BÚSÝSLA
HEIMURINN
LANDrÐ
Samningar
Bónusinn úreltur
JónKjartansson: Úreltkerfi. Hœrratímakaup eina lausnin. Viðrœður í Eyjum
Auðvitað væri allra best að
leggja bónusinn niður, en það
verður þá að koma eitthvað al-
mennilegt í staðinn og þar hef ég
enga aðra eða betri lausn en
hærra tímakaup og þá verulega
hærra" sagði Jón Kjartansson
formaður verkalýðsfélagsins í
Vestmannaeyjum í gær aðspurð-
ur um bónusmál, en verkalýðsfé-
lagið þar hefur ásamt öðrum fé-
lögum víðsvegar um landið sagt
upp bónussamningum. Fyrsti
samningafundur aðila um bónus-
inn var í gær og fyrir hann spurð-
um við Jóii um kröfur þeirra og
um bónusmálin.
„Bónus er nú eitthvert flókn-
asta fyrirbæri sem fyrirfinnst; að
minnsta kosti í launakerfi á ís-
landi, og sennilega með vilja gert
svo flókið að fólkið sem vinnur
eftir því skilur hvorki upp né nið-
ur í því. Útkoman er náttúrulega
eftir því. Þetta er orðið tuttugu
ára gamalt kerfi og löngu orðið
úrelt".
„Það er mikill áhugi víða um
land að leggja hann alveg niður
og hækka tímakaupið í staðinn og
hljómgrunnur fyrir þessu hefur
aukist. Við vorum að reyna að fá
Verðlag
Svart-
olían
lækkuð
Olíufélögin láta undan
útvegsmönnum
í gær ákváðu olíufélögin í sam-
ráði við Verðlagsráð að lækka
verð á svartolíu og kostar hún nú
svipað og í grannlöndum. Tonnið
kostar nú 10.000 krónur en síður
11.800 krónur.
Mikil óánægja hefur ríkt yfir
háu svartolíuverði meðal útvegs-
manna, en hún var orðin álíka
dýr og gasolían. Þess má geta að
hinir fjölmörgu togarar sem
höfðu tekið upp svartolíu-
brennslu voru hættir því, og
svartolía orðin nær óseljanleg hjá
olíufélögunum. Lækkunin tók
gildi í dag.              - m
þetta í gegn í samninganefnd fisk-
vinnslufólks á dögunum, en þær
kröfur voru svo notaðar í skipti-
mynt. Á þessu stigi er ekkert
hægt að segja um viðbrögð at-
vinnurekenda því þeir skilja varla
sjálfir þessi flóknu mál og eru
með sérfræðing úr Reykjavík
með sér á fundinum á eftir".
„Bónuskerfið ýtir undir
ójöfnuð í launum. Það er ekki
sama hvaða verk þú vinnur þegar
þú ert í bónus í frystihúsi. Þú hef-
ur ekki sömu tekjumöguleika alls
staðar. Þetta viðurkenna at-
vinnurekendur en gera ekkert í
því. Það halda margir að það séu
allir á toppbónus í frystihúsi, en
það er mikill misskilningur. Það
er álíka gáfulegt að halda að allir
sjómenn séu á aflahæsta loðnu-
bátnum. Margt fólk í fiskvinnu er
á lægsta taxta sem fyrirfinnst í
launaköku ASÍ".
1ÍT
Elsa Magnúsdóttir ásamt ömmustelpunum sínum framan við nýja kvennahúsið. Mynd: E.ÓI
Kvennahús
Þitt efldu þor og stolt
Yflr sex hundruð konur hafa
keypt hlutabréf í Kvennahús-
inu fyrir samtals 1,6 iniijoníi. En
húsið á að kosta 9,5 iniljónir,
sagði Helga Thorberg í spjalli við
Þjóðviljann í gær. En á morgun
klukkan fjögur verður húsið af-
hent formlega og öllum sem vett-
lingi valda boðið í portið að Vest-
urgötu 3.
Að sögn Helgu hefur talsvert
verið um það að konur hafa keypt
hlutabréf  handa  börnum  og
barnabörnum sínum og Þjóðvilj-
inn hafði í gær uppi á einni slíkri,
Elsu Magnúsdóttur, þar sem hún
var ásamt tveimur barnabörnum
sínum að skúra í Lögreglustöð-
inni í Tollhúsinu.
„Hvernig í ósköpunum komust
þið að þessu?" spurði Elsa öld-
ungis gáttuð. „Þetta átti að vera
algert leyndarmál og ég er ekki
ennþá búin að afhenda barna-
börnunum bréfin. En mér finnst
fjárskortur hafa staðið allri
kvennabaráttu fyrir þrifum gegn-
Setuverkfallið
Sigur vannst!
Konurnar sem verið hafa í setuverkfalli í eina viku á Þingeyri unnu
sigur í gærkveldi, þegar samkomulag tókst um nýtt kerfi í staðinn fyrir
refsibónusinn sem þar hefur verið í gildi.
í samkomulaginu milli starfsmanna og frystihúss Kaupfélags Dýr-
firðinga er gert ráð fyrir að Alþýðusamband Vestfjarða og verkalýðs-
félagið Brynj a á Þingeyri verði með í gerð nýj a bónuskerfisins sem á að
taka gildi 1. ágúst. Ef samkomulag hefur eícki náðst fyrir þann tíma,
verður sama endurvinnslukerfi látið gilda á Þingeyri og annars staðar
vestra.
-óg
um tíðina og þess vegna dreif ég í
að kaupa hlutabréf í Kvennahús-
inu handa stelpunum, og raunar
líka móður minni.
Ég er mjög hlynnt þessu mál-
efni og finnst hugmyndin um
Kvennahús ljómandi góð, það
hefði mátt vera búið að kaupa
það miklu fyrr. Allt þetta
kvennastúss hefur leitt margt gott
af sér. Eins og við vitum verður
oft að skjóta langt yfir markið til
að ná einhverju takmarki. Þetta
Hœstiréttur
framtak ætti að vera hvatning til
kvenna í baráttu sinni. Mig lang-
ar að segja þér vísu sem ég samdi
um daginn og kalla sjálfshvatn-
ingu, og gæti verið hvatning til
kvenna almennt:
„Dugðu, ei deigan lát síga
daglangt skal hamarinn klífa
þitt efldu þor og stolt
hagnýt þitt höfuð betur
hugsaðu eins og þú getur
þittfley annars gœti hvolft."
- sp/ÖS
m         u    nœsureuur          ,    ~
Skafti vann malio
Meirihluti Hœstaréttarfinnur lögregluþjón sekan um líkamsmeiðingar
Igær féll dómur Hæstaréttar í
svonefndu Skaftamáli og náðist
ekki eining meðal dómara um
niðurstöðuna. Meirihlutinn, 3 af
5 dómurum komst að þeirri
niðurstððu að sýkna bæri tvo af
þremur lögregluþjónum sem
ákærðir voru en sá þriðji, Guð-
mundur Baldursson, var dæmd-
ur til að greiða 15 þúsund króna
sekt til ríkissjóðs og 25 þiisund
krónur í skaða- og miskabætur til
Skafta Jónssonar blaðamanns.
Auk þess var Guðmundur
dæmdur til að greiða málskostn-
að þannig að í heild ber honum að
greiða 134 þúsund krónur.
Meirihlutinn fann Guðmund sek-
an um líkamsmeiðingar við hand-
töku Skafta. Minnihlutinn vildi
staðfesta dóm undirréttar en
samkvæmt honum voru lögreglu-
þjónarnir þrír allir sýknaðir.
„Mér finnst þetta eðlileg niður-
staða sem meirihluti Hæstaréttar
komst að og ég er feginn að þessu
máli sé lokið", sagði Skafti Jóns-
son þegar Þjóðviljinn innti hann
álits á dóminum. Meira vildi
hann ekki segja.         - ÞH
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
10-11
10-11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20