Þjóðviljinn - 16.10.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.10.1985, Blaðsíða 1
ÍÓF móÐVIUINN ÞJÓÐMAL MENNING HEIMURINN Aframhaldandi KAUPRÁN Leynilegur „stórveldasamningur“ Þorsteins og Steingríms ómerkir þjóðhagsáœtlun. Furðuleg vinnubrögð. Kaupmáttur mun rýrna enn frekar. Hagfrœðingar: ávísun á atvinnuleysi. Svokölluðum „stórveldasamn- ingi“ milli Þorsteins Pálssonar og Steingríms Hermannssonar var að kröfu Þorsteins hnýtt aftan við þjóðhagsáætlun sem forsætis- ráðherra lagði fram í gær, og ómerkir í rauninni allar forsend- ur áætlunarinnar. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir því að kjaraskerðing síðustu ára yrði í engu bætt, og kaupmáttur yrði í besta falli óbreyttur næstu þrjú ár. „Stórveldasamningurinn“ boðar hins vegar miklu harðari niðurskurð ríkisútgjalda en sjálf Albert Skýrsla um aukafjár- veitingar Þingmenn Alþýðubandalags- ins hafa lagt fram á alþingi kröfu um skýrslu frá fjármálaráðherra um aukaveitingar frá 15. júlí, en þær munu nema alls um 800 milj- ónum. Óskað er eftir sundurlið- un á aukafjárveitingum. Tíu þingmenn þurfa að undirrita slíka bón og Guðrún Helgadóttir er þar efst á blaði. -ÁI áætlunin, og jafngildir því í raun- inni yfirlýsingu um enn frekari rýrnun lífskjara á næstu árum. „Stórveldasamningurinn" var gerður að kröfu frjálshyggju- manna í Sjálfstæðisflokknum eftir Stykkishólmsfund mið- stjórnar flokksins á dögunum. Þar er talað um að „draga örar úr viðskiptahalla" en í áætluninni sjálfri. Samkvæmt heimildum úr Sjálfstæðisflokknum eru ungir frjálshyggjumenn virkir í að þrýsta á ráðherra flokksins um að reyna að jafna viðskiptin við út- lönd þannig að þau verði halla- laus þegar á næsta ári. Til að draga svo hratt úr viðskiptahalla mun ætlunin vera að skerða kaupmátt, minnka samneysluna og drga úr fjárfestingum. Hag- fræðingum sem Þjóðviljinn talaði við í gær bar saman um að í raun væri þessi stefna ekkert annað en ávísun upp á verulegt atvinnu- leysi á næstu árum. Meginforsendur Þjóðhagsá- ætlunar (sem „stórveldasamning- urinn ómerkir þó) eru annars þær, að þorskafli aukist um 12'til 15 prósent á næstu þremur árum, þrátt fyrir að engar opinberar fiskifræðilegar forsendur réttlæti það. Gert er ráð fyrir að vextir á alþjóðalánamörkuðum fari lækk- andi en samt er í áætluninni lögð höfuðáhersla á að greiða hratt niður erlendar skuldir. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði 5 - fimm! - prósent árið 1988, sem sýnir ef til vill best „raunsæið“ bak við áætlunina. Jafnframt er gert ráð fyrir óbreyttu gengi doll- ara, þrátt fyrir að í skýrslunni segi á einum stað að miðað við spár „ýmissra alþjóðastofnana að undanförnu virðist fremur mega reikna með áframhaldandi lækk- un á gengi dollarans gagnvart öðrum gjaldmiðlum." Slíkt hefði að sjálfsögðu feikileg áhrif á út- flutningstekjur okkar. Nánar verður greint frá þjóð- hagsáætlun síðar. -ÖS/m Sjá leiðara. Bandalagsklofningur Sprengir „Störf okkar á Alþingi og innan þingflokks Bandalags jafnaðar- manna munu ganga sinn gang eins og hingað til. Þessi úrsögn okkar úr landsnefndinni breytir þar engu um,“ sagði Kolbrún Jónsdóttir þingmaður BJ í sam- tali við Þjóðviljann í gær. „Aftur á móti hvað Kristófer Már gerir með sínar yfirlýsingar þegar hann kemur inn á þingið, að ætla að kljúfa þingflokkinn eða eitthvað slíkt, liggur mér í léttu rúmi. Ég á ekki von á að þessi ágreiningur í landsnefnd- inni endurspeglist í flokknum nema þá kannski þann stutta tíma, sem Kristófer kemur til með að sitja á þingi," sagði Kol- brún. Kristófer tekur sæti á Alþingi innan tíðar sem varaþingmaður Guðmundar Einarssonar sem verður fulltrúi á þingi Sameinuðu þjóðanna í þrjár vikur. Þjóðviljanum tókst ekki að ná tali af Kristófer Má í gær. -Ig. Sjá síðu 3. Grundarfjörður Hættuleg endurskinsmeiki! Ókeypis endurskinsmerkjum ekki dreiftí grunnskólanum. Ástæðan: gefin afBirtingu, blaði AB á staðnum. Urrandi áróður! Skólastjóri grunnskólans í Grundarfirði, Gunnar Krist- jánsson, neitaði fyrir skömmu að láta skólann dreifa ókeypis endurskinsmerkjum til skóla- barna, sem Birting, blað Alþýðu- bandalagsins í Grundarfirði lét gera. Skólastjórinn taldi að í því fælist pólitísk auglýsing. Ingi Hans Jónsson, sem hefur verið ritstjóri blaðsins frá upphafi sagði í spjalli við Þjóðviljann, að hagnaður hefði verið af rekstri blaðsins, og þess vegna hefði ver- ið ákveðið að verja honum í að gera endurskinsmerki og gefa börnum í Grundarfirði. Bruna- bótafélagið tók þátt í gerö merkj- anna. „Það var Rósant Egilsson, gjaldkeri blaðins, sem var pottur- inn og pannan í þessu,“ sagði Ingi Hans, „og við létum merkin fyrst á leikskólann, þar sem fóstrurnar dreifðu merkjunum. Svo fórum við með slatta upp í grunnskóla, en eftir nokkra daga var ekki búið að dreifa þeim og við fórum að ýta á eftir þessu. Þá kom í ljós að skólastjórinn vildi ekki láta dreifa merkjunum, því honum fannst þau vera pólitískur áróður,“ sagði Ingi Hans. Merkj- unum var svo dreift með blaðinu þegar það var síðar borið út. Þess má geta að skólastjórinn, Gunnar Kristjánsson, er starf- andi Framsóknarmaður og meðal annars ritstjóri Nafna, bláðs Framsóknarmanna á staðnum. -ÖS { dag hefst nýr þáttur í ríkis- stjórnarfarsanum með því að Þorsteinn Pálsson kemur inn í stjórnina og tekur sæti Alberts. Um sinn verður Matthías Á. Mathiesen fríhjólandi ráðherra án ráðuneytis, eða fríherra eins- og slíkt embætti heitir. Geir fær að vera áfram til áramóta þegar Stólaskipti í honum verður ýtt út fyrir fríherr- ann, sem að undanförnu hefur verið hafður í fragt milli Japan og Kóreu ti! að trufla ekki fyrir „alvöru“-ráðherrunum heima. Ólafur R. Pétursson teiknarinn okkar á Þjóðviljanum sá skiptin fyrir sér einsog flestir aðrir: húmbúkk. En það er táknrænt að sama dag og Þorsteinn Pálsson, liðs- oddi frjálshyggjumanna kemur inn í stjórnina, þá þerast fréttir um stórfelldan niðurskurð sam- neyslu og kaupmáttar í kjölfar „stórveldasamnings“ hans og Steingríms. -ÖS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.