Þjóðviljinn - 05.01.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 05.01.1986, Blaðsíða 15
Búinn til áhlaups. Frjósemi - Er íslenski refastofninn frjó- samur? - Yrðlingafjöldinn héreroftast nær þetta 5-6 við fæðingu og reikna má með að upp komist 4- 5. Pað er ekki mikil viðkoma móts við það sem gerist hjá tófun- um á túndrunum, sem við minntumst á áðan. Ef nóg er af læmingjum, sem er aðalfæða ref- astofnsins þar, komast upp 10-11 yrðlingar. Sé hinsvegar lítið um læmingja kemst enginn yrðlingur upp á stórum svæðum og stofninn hrynur niður. Þessar sveiflur eru miklu minni hér því fæðuöflun er stöðugri og yrðlingafjöldinn því svipaður frá ári til árs. Veiðarnar hafa hinsvegar áhrif á stærð ref- astofnsins frá einu ári til annars. - Hvenær verður íslenska tófan kynþroska? - Ef nóg er um fæðu að vetrin- um þá eiga læðurnar hvolpa ársgamlar. Það er breytilegra með refinn, þetta frá einu og upp í þrjú ár. - Hvað er álitið að íslenski ref- urinn verði gamall? - Ég hef aldursgreint nokkur hundruð pör og eftir þeim athug- unum að dæma virðist refurinn hefa lifað sitt fegursta 7 ára gam- all. Úr því fer hann líklega að lúta í lægra haldi fyrir yngri refum og fara þessir eldri einstaklingar þá gjarnan á flakk. Elsta dýr, sem ég hef aldursgreint, var 11 ára. Það var hlaupadýr. En það elsta á greni var hinsvegar 7 ára. Veiðar fyrr og nú - Hvernig er það með refa- veiðarnar? Hafa þær kannski ver- ið stundaðar hér í einhverjum mæli frá ómunatíð? - Já, refir hafa verið veiddir hér frá upphafi byggðar í landinu, enda voru melrakkabelgir versl- unarvara. í löggjöf frá 1295 er fjaliað um útrýmingu refa á skipulegan hátt. Samkvæmt þeim átti hver bóndi, sem setti á 6 sauði eða fleiri, að veiða á ári hverju einn fullorðinn ref eða tvo yrð- linga, en greiða „dýratoll“ ella, og var honum varið til þess að borga „refaföngurum", sem svo voru kallaðir. Þessi regla mun hafa gilt óbreytt að mestu allt fram á síðustu öld. Með lögum frá 1957 var svo veiðistjóraembættið stofnað. Veiðistjóri var ráðinn Sveinn Einarsson frá Miðdal og tók hann til starfa 1. janúar 1958. Sveinn gegndi þessu starfi þar til hann andaðist sl. vetur og ég tók svo við því 1. apríl í vor. - í hverju er starf veiðistjóra einkum fólgið? - Veiðistjóri á að skipuleggja og samræma veiðar á ref og mink um allt land og safna upplýsing- um um þessa stofna. Hann á að annast rannsóknir á lifnaðarhátt- um þeirra, tjón af völdum þeirra og leiðir til að verjast því. Auk þess hefur svo veiðistjóri yfirumsjón með veiðum á svart- baki og hrafni. Þessum fugla- tegundum virðist hafa fjölgað mjög á síðustu áratugum. Þeir eru aðsópsmestu eggja- og ungaræningjarnir og trufla æðar- vörp einmitt þegar fuglinn þarf hvað mest á kyrrð og næði að halda. Sennilegasta orsökin fyrir fjölgun þessara fugla er lífrænn úrgangur frá fiskvinnslustöðvum, sláturhúsum og svo sorphaugarn- ir. Ég tel það því eitt af verkefn- um mínum að beita mér fyrir því að bót verði ráðin á þessum úrg- angsmálum. Því má heldur ekki gleyma að þessir fuglar geta og hafa skapað hættu fyrir flugvélar. Hvað hefur óunnist? - Og hver er svo árangurinn? Hefur refum fækkað, fjölgað eða vegur þetta salt? - Þessu er nú kannski erfitt að svara svo óyggjandi sé þegar litið er á landið í heild. Þó má fullyrða að refum fækkaði frá stofnun veiðistjóraembættisins og fram til 1980. Undanfarin fimm ár hefur þeim hinsvegar fjölgað á Vestur- landi og er ástæðan m.a. sú, að fæstar refaskyttur vilja sjá refinn hverfa alveg. En rjúpan er líka í uppgangi þannig að aðstæður fyrir fjölgun hafa verið góðar. Sveiflur í refastofninum á Norð- austurlandi virðast t.d. fylgja sveiflum í rjúpnastofninum að miklu leyti. Veiðarnar sýnast ekki ná að veita viðnám gegn fjölgun þegar rjúpnastofninn er á uppleið. Hvað minkinn snertir þá verð- ur honum aldrei útrýmt með hefðbundnum veiðum. Því er að- aláherslan lögð á að vernda á- kveðin svæði, sem hafa fjárhags- -mhg rabbar við Pól Her- steinsson, veiðistjóra, um íslenska refinn, ein- kenni hans, lifnaðarhœtti, veiðaro.fl. legt gildi, svo sem æðarvörp, Mý- vatn o.fl. Kjörlendi sumra ís- lenskra fugla er um leið kjörlendi minksins. Óvíst er hvort veiðar halda niðri fjölda minkalæða, sem gjóta að vori. Það er sem sé ekki Ijóst hvort afföll að vetrinum eru minni en sem sumarveiðun- um nemur eða hvort vetrarafföll eru að mestu óháð sumarveiðum. Hinsvegar má segja, að sé hægt að halda minknum frá við- kvæmum svæðum þegar þess er mest þörf, þá hafi veiðarnar bor- ið árangur. En svo má auðvitað um það deila hvað teljast skuli viðkvæm svæði. Það má t.d. benda á að teistuvarp hefur mjög breyst með tilkomu minksins þó að ekki hafi á hinn bóginn verið sýnt fram á að teistu hafi fækkað. Henni hefur þannig farið fjölg- andi í Flatey á Breiðafirði. Ann- ars verður það að segjast að rann- sóknum á tjóni af völdum minks er ábótavant. Lambavanhöld og radfótœkni Mig langar svo til að geta þess svona áður en við ljúkum alveg þessu spjalli, að ég vonast til þess að geta nú á næsta ári, byrjað að athuga orsakir vanhalda á lömb- um, en þau eru árlega mismun- andi mikil eftir landshlutum. Þetta verður gert þannig, að svo- kölluð „þögul“ radíósenditæki eru sett á lömbin er þeim er sleppt í sumarhaga, en sendi- tækið fer í gang um það bil 5 klst. eftir að lambið er dautt. Með því að fara daglega um svæðið með móttökutæki og stefnuvirkt loft- net er hægt að miða út dautt lamb og færa til krufningar innan sólar- hrings frá því að það hefur drep- ist. Oftast ætti þá að vera hægt að ákvarða dauðaorsök með mikilli nákvæmni. - mhg. Sunnudagur 5. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.