Þjóðviljinn - 18.01.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.01.1986, Blaðsíða 1
MENNING SUNNUDAGS- BLAÐ Kína Gengu 6.600 kílómetra á 136 dögum Skarphéðinn Eyþórsson talsmaður hópferðabílstjóra: Okkar tilboðifrá ífyrravor aldrei verið svarað. Þiggþetta alveg eins gefins eins og hinir. Oþolandi vinnubrögð Við sendum inn til samgöngu- ráðuneytisins í fyrravor til- boð í eigur Umferðarmiðstöðvar- innar þegar við fréttum utan af okkur að til stæði að selja þessar opinberu eignir. Við höfum ekk- ert svar fengið ennþá frá ráðu- neytinu en erum að frétta það núna að ráðuneytið sé þegjandi og hljóðalaust að ganga frá samn- ingum við sérleyfishafa um að af- henda þeim þessar eignir. Svona vinnubrögð eru óþolandi, sagði Skarphéðinn Eyþórsson forsvars- maður hópferðabQstjóra í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær eru nú í gangi viðræður á milli stjórnvalda og Félags sérleyfis- hafa og BSÍ um sölu Umferðar- miðstöðvarinnar. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans er hér frekar um gjöf en sölu á þessum opinberu eigum að ræða. „Við vorum flæmdir þarna út af sérleyfishöfum á sínum tíma en við lögðum okkar af mörkum í þessa byggingu eins og aðrir og eigum því skýlausan rétt til að gera tilboð í þessar eigur. Þetta er opinber eign, og ég get ekki sætt mig við að rfkið sé að afhenda þessa miljónaeign án þess að aðr- ir fái að koma þar nærri. Ég þigg þetta alveg eins gefins fyrir mína menn eins og hinum virðist vera boðið. Ég kann ekki við þessi vinnubrögð og við munum gera okkar athugasemdir", sagði Skarphéðinn Eyþórsson. - lg. Peking — Kínverskir bræður tóku sig til á dögunum og gengu þvert yfir Kínaveidi frá þorpinu Mohe sem er nyrst í landinu suður til Hainan eyjar sem er úti fyrir suðurströnd Kína. Ferðalagið er 6.600 km og tók það bræðurna 136 daga. Gengu þeir að jafnaði 42 km á dag. Við hlið þeirra fór systir þeirra á reiðhjóli en hún fylgdi þeim alla leið og sá þeim fyrir vistum. Það er því greinilegt að Reynir Pétur á sér göngubræður, nema afrek hans á síðasta sumri hafi kveikt hugmyndina hjá Yan- bræðrunum. —ÞH/reuter hotti Leikhús Drauga- gangur í Breiö- Skottur á kreiki í Breiðholtinu! Á morgun verður þar frumsýnt nýtt íslenskt barnaleikrit, Skottu- leikur. Höfundur og leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir, og verð- ur sýnt í Breiðholtsskóla þarsem Revíuleikhúsið hefur um stund nælt sér í leikpláss í samkomu- salnum, sem raunar er hið ágæt- asta leikhús. Leikurinn fjallar um Litlu-Skottu, Stóru-Skottu og Fínu-Skotti og fer bil beggja, al- þjóðlegrar trúðshefðar og ís- lenskra þjóðsagnaminna. Frum- sýnt á morgun klukkan þrjú, og síðan sýnt á laugardögum kl. 3 og 5, og á sunnudögum kl. 4. Sjá bls. 7. Leikararnir Guðrún Alfreðsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Saga Jónsdóttir skottast á sviðinu í Breiðholtsskóla. Mynd: E.ÓI. Alusuisse Fjárhagsáœtlun Dæmd til aö fara úrböndunum Fjárhagsáœtlun Reykjavíkur 1986: Marklaust kosningaplagg. A ukin skuldasöfnun. Unnin fljótt og flausturslega. Hrikaleg mistök í lóðamálum. Engar launahœkkanir Stóitap í fyrra Tveiryfirmenn reknir vegna rangra spádóma Samkvæmt blaðaskrifum í Sviss hefur orðið tveggja milj- arða króna tap á rekstri Alusuisse í fyrra. Tveir yfirmenn fyrirtækis- ins sem í apríl í fyrra höfðu spáð hagnaði af rekstrinum hafa verið látnir víkja úr starfi. Annar þeirra er Emanuel Meyer sem. kom mikið við sögu þegar verið var að pranga Álverinu upp á íslendinga fýrir 20 árum. —ÞH/reuter Sjá Erlendar fréttir bls. 13, laugardag Eftir átján klukkustunda langan borgarstjórnarfund var fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar afgreidd klukkan ellefu í gærmorgun. Umræður um áætl- unina einkenndust af harkalegri gagnrýni fulltrúa minnihluta- flokkanna á fjármálastjórn borg- arinnar í tíð núverandi meiri- hluta, óstjórn í fjármálum, aukna skuldasöfnun, og hefur fjárhags- áætlunin fengið þá einkunn að hún sé marklaust kosningaplagg sem dæmt er til að fara úr bönd- unum. Minnihlutaflokkarnir lögðu fram fjöldann allan af breytinga- tillögum við fjárhagsáætlunina, en þær voru allar felldar af íhald- inu. Heildarútgjöld borgarinnar verða ef marka má þessa áætlun 4.2 miljarðar króna. Fulltrúar minnihlutans fundu fjárhagsáætl- uninni ýmislegt til foráttu. Áður er nefnd fyrirsjáanleg aukning skulda upp úr öllu valdi. Fjár- magn til bygginga dagvistarstofn- ana er skorið við trog. Ekki er áætlað að hefja neinar fram- kvæmdir í þágu aldraðra á árinu, aðeins verður lokið við það eina minnismerki sem núverandi meirihluti hefur reist sér í þeim efnum. Ekki er gert ráð fyrir neinum launahækkunum á árinu. íþróttir og æskulýðsmál eru í fjár- svelti. Hrikaleg mistök varðandi offjárfestingu meirihlutans í lóð- um. Svona mætti endalaust halda áfram. Sigurjón Pétursson nefndi í ræðu sinni við afgreiðsluna fjöl- mörg dæmi um hvernig undanfar- in ár hefur verið unnið „fljótt og flausturslega" að fjármálastjóm borgarinnar, sem hann nefnir kjörorð Sjálfstæðisflokksins. -gg- Sjá bls. 2, 3 og baksíðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.