Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						IÞROTTIR
Knattspyrna
Littbarski
til Parísar
Racing Club Paris, nýkrýndir
meistarar 2. deildar frönsku knatt-
spyrnunnar, keyptu í fyrradag
vestur-þýska landsliðsmanninn Pi-
erre Littbarski frá Köln fyrir rúma
eina miljón dollara. Racing Club er
nýbúið að festa kaup á Luis Fern-
andez frá Paris St.C, einum lykil-
manna franska landsliðsins, og ætlar
sér greinilega stóra hluti næsta vetur.
—VS/Reuter
Vestmannaeyjar
Tommamót
þriðja sinn
Tommahamborgaramót Týs í 6.
flokki í knattspyrnu, það þriðja í röð-
inni, verður haldið í Vestmanna-
eyjum dagana 18.-23. júní. Mótið
verður með svipuðu sniði og undan-
farin ár en þó vcrður einhverju nýju
bætt við ef þurfa þykir.
Síðastliðið ár tóku 40 lið frá 20 fé-
lögum þátt í Tommamótinu, alls 500
þátttakendur, og komust miklu færri
að en vildu. í ár verður trúlega að
takmarka þátttöku við sama fjöida,
þ.e. 20 félög. Því er eins gott að hafa
hraðann á og tilkynna þátttöku sem
fyrst. Hana skal tilkynna til Lárusar
Jakobssonar í síma 98-1754 sem veitir
og nánari upplýsingar.
—JR/Eyjum
Knattspyrnuþjálfarar
Námskeið á
Akranesi
Almennt knattspyrnuþjálfaranám-
skeið verður haldið á Akranesi, á veg-
um Knattspyrnufélags ÍA, helgina
26.-27. apríl. Aðalleiðbeinandi verð-
ur Jim Barron, þjálfari ÍA, og þá
verða fyrirlestrar um íslenska knatt-
spyrnu fyrr og síðar og um tneiðsli og
meðferð þeirra. Námskeiðið hefst kl.
12 á laugardeginum og lýkur kl. 14 á
sunnudeginum. A laugardagskvöldið
verður innanhússknattspyrnumót
fyrir þjálfarana ef áhugi cr fyrir
hendi.Þátttaka tilkynnist til Harðar
Jóhannessonar og Jóns Gunnlaugs-
sonar í síma 93-2243 og Harðar
Helgasonar á kvöldin í síma 93-2326
fyrir 24. apríl.
Borðtennis
Kvennahandbolti
Spörtumót
á sunnudag
Spörtumótið í borðtennis verður
haldið í fyrsta skipti sunnudaginn 20.
apríl, í KR-heimilinu, og hefst það kl.
15.30. Mótið er útsláttarkeppni, það
er punktamót og hið síðasta fyrir ís-
landsmótið.     Sportvöruverslunin
Sparta gcfur öll verðlaun og eru þau
hin veglegustu. Fyrir fyrsta sætið
farand- og eignabikar, verðlaunapen-
ingar fyrir 1.-4. sætið, vöruúttektir
fyrir 1.-4. sæti. í mótinu taka þátt
allir sterkustu borðtennismenn lands-
Knattspyrna
Sjö ÍA-mörk
ÍA sigraði Hauka 7-0 í Litlu bikar-
keppninni á Akranesi um síðustu
helgi. I Kópavogi léku Breiðablik og
FH og lauk þeirri viðureign með jafn-
tefli, 1-1. Áður höfðu ÍBK og Breiða-
blik gert jafntefli í Keflavík, 2-2.
—VS
Tvöfaldur
Framsigur
Vann Stjörnuna 23-18 íúrslitum bikar-
keppninnar. Framstúlkurnar unnu alla
leikivetrarins, ídeildogbikar. Guð-
ríður skoraði 12, Erla með stórleik
Fram tryggði sér í gærkvöidi
bikarmeistaratitilinn í hand-
knattleik kvenna með því að sigra
Stjörnuna 23-18 í úrsiitaleik í
Seljaskóla. Fram vann því tvö-
falt, varð einnig íslandsmeistari,
og sigraði í öllum leikjum vetrar-
ins, í deild og bikar.
„Ég átti eiginlega ekki von á aö
við ynnum tvöfalt, það kom okk-
ur á óvart hve vel við náðum sam-
an. Okkur var ekki spáð vel-
gengni í vetur en þegar leið á
tímabilið sáum við að við gátum
þetta og sýndum það ogsönnuð-
uðumí kvöld.Ég vil þakka árang-
urinn frábærurn þjálfara, sam-
heldni í liðinu og góðri breidd,
margar ungar og efnilegar stúlkur
hafa komið inní hópinn," sagði
Guðríður Guðjónsdóttir fyrirliði
bikarmeistaranna í samtali við
Þjóðviljann eftir leikinn.
Mikil spenna ríkti hjá báðum
liðum í byrjun. Stjörnustúlkurn-
ar náðu að halda í við andstæð-
inga sína framanaf en síðan náði
Fram forskoti og hélt því til loka
fyrri hálfleiks, staðan þá 11-8.
Stjarnan byrjaði seinni hálfleik
ágætlega og náði að minnka mun-
inn. Erla Rafnsdóttir var hreint
óstöðvandi og áttu Framstúlk-
urnar í vandræðum með að halda
henni niðri. En Fram komst í 17-
12 og sigrinum varð ekki ógnað
eftir það.
Hjá Fram var Guðríður best en
átti í erfiðleikum í seinni hálfleik
þar sem hún fékk ekki nægilega
hjálp frá samherjum. Mikið var
ummistök hjá hinu unga og efni-
lega liði Stjörnunnar. Erla var
besti maður vallarins en einnig
stóðu Margrét Theodórsdóttir og
Fjóla Þórisdóttir markvörður sig
vel.
„Ég þakka stelpunum þennan
góða árangur sem við höfum náð
í vetur, öðru sæti í deild og bikar.
Þær hafa verið mjög áhugasamar
og lagt sig allar fram við æfing-
arnar. Það hefur óneitanlega
bitnað á liðinu og sjálfri mér að
ég hef bæði verið þjálfari og leik-
maður en þetta gekk vel og tíma-
bilið er búið að vera mjög gott,"
sagði Margrét Theodórsdóttir,
þjálfari og leikmaður Stjörnunn-
ar.
Mörk Fram: Guðríöur Guöjónsdóttir
12(4v), Arna Steinsen 4(1v), Ingunn Bern-
ótusdóttir 4, Jóhanna Halldórsdóttir 2 og
Guörún Gunnarsdóttir
Mörk Stjörnunnar: Margrét Theodórs-
dóttir 8(5v), Erla Rafnsdóttir 7, Hrund Grét-
arsdóttir 1, Guðný Gunnsteinsdóttir 1 og
Anna M. Guðjónsdóttir 1.
—MHM
Guöríöur Gudjónsdóttir, fyrirliði íslands- og bikarmeistara Fram, fagnar
sigri. Mynd: E.ÓI.
Evrópuleikirnir
Spánarkvöld!
Spænsku liðin komust öll í úrslit. Mark Lárusar dugði ekki
gegn Atletico. Vítakeppni í Barcelona
Gærkvöldið var svo sannarlega
Spánarkvöld, a.m.k. í Evrópumótun-
um í knattspyrnu. Fulltrúar Spánar,
Barcelona, Atletico Madrid og Real
Madrid, tryggðu sér sæti í úrslita-
leikjum mótanna og það á glæsilegan
hátt — öll stóðu frekar höllum fæti
eftir fyrri leikina. Barcelona hafði
tapað 3-0 í Gautaborg en vann með
sama mun í gærkvöldi og sigraði síðan
í vítaspyrnukeppni, Atletico Madrid
vann 3-2 sigur á Uerdingen í Vestur-
Þýskalandi og Real Madrid vann upp
tveggja marka forskot Inter Milano
og gott betur, sigraði 5-1 í framlengd-
um leik í Madrid.
Carrasco var maður leiksins hjá
Barcelona. Hann geröi öll þrjú mörk
liðsins í venjulegum lciktíma, 3-0. f
framlengingu  náðu  Spánverjarnir
ekki að bæta við markatöluna, Sví-
arnir vörðust vel, og náðu síðan und-
irtökum í vítaspyrnukeppninni. Purf-
tu aðeins að skora úr sinni fimmtu
spyrnu til að komast í úrslitaleikinn,
en það mistókst og Barcelona tryggði
sér síðan sigur.
Belgísku meistararnir Anderlecht
áttu aldrei möguleika í Búkarest gegn
Steua. Rúmenarnir tóku leikinn strax
í sínar hendur, Piturca skoraði á 4.
mín, Balint á 23. mín. og Piturca
innsiglaði 3-1 samanlagðan sigur á 72.
mínútu.
Úrslitaleikur í Evrópukeppni
meistaraliða: Barcelona-Steaua.
Bayer Uerdingen sótti stíft gegn
Atletico Madrid, staðráðið í að vinna
upp 1-0 forskot Spánverjanna. En
Atletico beitti skæðum skyndisókn-
um og komst í 0-2 með mörkum frá
Rubio og Cabrera. Mathias Herget
skoraði beint úr aukaspyrnu fyrir
Uerdingen, 1-2, á 55. mínútu cn Pri-
eto svaraði, 1-3, þremur mínútum
síðar. Lárus Guðmundsson minnkaði
muninn fyrir Uerdingen í 2-3 á 64.
mínútu en Uerdingen hefði þurft þrjú
mörk í viðbót til að komast áfram.
Dynamo Kiev var ekki í vand-
ræðum með að verja 3-0 forskot sitt í
Prag. Kirz kom Dukla reyndar yfir á
64. mínútu en Belanov jafnaði úr vít-
aspyrnu fyrir Kiev 7 mínútum síðar,
1-1. .
Úrslitaleikur í Evropukeppni bik-
arhafa: Atletico Madrid-Dynamo
Kiev.
Real Madrid lék nákvæmlega sama
leik og gegn Inter Milano í undanúr-
slitum UEFA-bikarsins í fyrra. Inter
leiddi þá 2-0 en tapaði 0-3, leiddi nú
3-1 en tapaði 1-5. Staðan var 3-1 eftir
venjulegan leiktíma í gærkvöldi,
framlenging því nauðsynleg, en þá
skoraði Carlos Santillana tvívegis og
kom Real í úrslit. Hugo Sanchez 2 og
Rafael Gordillo gerðu hin mörk Real
en Liam Brady skoraði fyrir Inter.
Köln fór með 4-0 forskot til Belgíu
og varði það létt, úrslit í Waregem 3-3
eftir að Köln komst í 2-0. Klaus Allofs
gerði öll 3 mörk Kölnar en Dadi Mul-
ombo 2 og Armin Goertz skoruðu
fyrir Waregem.
Úrslitaleikir í UEFA-bikarnum:
Real Madrid-Köln.
—VS/Reuter
Sviss
Luzem
Luzern, lið Sigurðar Grétars-
sonar og Ómars Torfasonar, er
sennilega úr leik í baráttunni um
svissneska meistaratitilinn í
knattspyrnu eftir 3-0 tap fyrir Yo-
ung Boys í Bern í fyrrakvöld.
Luzern hefur nú ekki náð að
vinna leik síðan keppnin hófst á
ný á þessu ári, í mars. Young
.*•
K •!•« I
Boys er hinsvegar komið í efsta
sætið í fyrsta sinn í vetur, hefur 30
stig ásamt Grasshoppers. Neuc-
hatel Xamax hefur 29 stig, Sion
og Zurich 26 og Luzern er í 6. sæti
með 25 stig. Þá tryggðu Sion og
Servette sér sæti í úrslitum bikar-
keppninnar með sigrum á Chaux-
de-Fonds og Basel í fyrrakvöld.
___________________  —VS/Reuter
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. apríl 1986
Úrslit í Evrópuleikjunum
Evrópumótin í knattspyrnu, undanúrslit, seinni leikir. Samanlögð úrslit í svig-
um, feitletraða liðið í úrslitaleik:
Evrópukeppni meistaraliða
Barcelona (Spáni)-Gautaborg (Svíþjóð)............................................3-0 (3-3)
(Barcelona sigraði í vítaspyrnukeppni)
Steaua (Rúmeníu)-Anderlecht (Belgíu)..............................................3-0(3-1)
Evrópukeppni bikarhafa
Bayer Uerdingen (V.Þýsk)-Atletico Madrid (Spáni)...........................2-3 (2-4)
Dukla Prag (Tékkosl)-Dynamo Kiev (Sovét)......................................1-1 (1-4)
UEFA-bikarinn
RealMadrid(Spáni)-lnterMilano(ítalíu)............................................5-1 (6-4)
Waregem (Belgíu)-Köln (V.Þýskalandi)..............................................3-3 (3-7)
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24