Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 20
Borgara- stríð í munka- lýðveldinu Aþos er á austustu tánni sem gengur suður úr Khalkidhikiskaga, fyrir sunnan Þessalóníku. Áhinuhelga fjalli Aþos í Grikklandi takastáyngri munkar, sem aðhyllast kristinn kommúnisma og þeireldri, sem eru ákœrðirfyrir listaverka- þjófnað og fleiramiðurgott Munkar á Aþos: hér hefur verið munklífi í meira en þúsund ár. Á hinu helga fjalli Aþos í Grikklandi er þúsund ára gamalt munkalýöveldi. Þar nefur nú komið til mikils á- greinings og jafnvel haodalög- mála milli yngri munka, sem vilja að allir lifi við sameignar- skipulag, og nokkurra eldri, sem vilja halda i einkacignar- réttinn og fleira þesslegt. í klaustrinu Vatopedi hafa um tuttugu munkar lokað sig inni og kallað á lögreglumenn til að standa vörð um klausturdyrnar, til að koma í veg fyrir innrás yngri munka, sem vilja koma á sinni röð og reglu í þessu klaustri. Hér er um að ræða ekki aðeins það fræga „kynslóðabil" heldur meiriháttar uppgjör milli „endur- nýjunarafla“ og „hefðarsinna" á Aþos. Var að deyja út Áratugum saman hefur litið svo út sem þetta frægasta munk- lífi í grískum rétttrúnaðarsið væri að deyja úr elli. Þegar haldið var upp á þúsund ára afmæli klausturs á Aþos árið 1963 töluðu menn um hátíðahöldin sem „út- fararmessu" þessa sérstæða samfélags, sem leyfir engu kvenkyns inn fyrir sín vébönd - ekki hænum, læðum, hryssum - hvað þá konum. Árið 1943 voru um 2900 munk- ar á Aþos en árið 1971 voru að- eins 1145 eftir. Tímans tönn hjó jafnt og þétt skarð í raðir munk- anna og nýir bættust ekki við árum saman. Það var sett upp í h'kindareikningi, hvenær munkar dæju með öllu út á fjallinu helga. En viti menn - árið 1972 hófst endurnýjunaralda sem kom flest- um að óvörum. Ungir menn, margir vel menntaðir, sneru baki við heiminum og leituðu til Aþos. Um það bil 700 nýliðar hafa síðan bæst í hópinn og þrátt fyrir háa dánartölu meðal hinna öldruðu Sœðisbanki nóbelsverðlaunahafa Bernard Shaw fékk eitt sinn bréf frá glæsikvendi þar sem hún bauðst til að ala honum afkvæmi: „ímyndaðu þér bara hvað slíkt barn yrði vel af guði gert, með líkamann minn og gáfurnar þín- ar.“ Shaw svaraði um hæl: „Stór- kostlegt, en hvað ef barniö erfði nú útlitið mitt og gáfurnar þín- ar?“ Því er þessi saga rifjuð upp hér að árið 1980 stofnaði bandarískur kaupsýslumaður, Robert Gra- ham að nafni, sæðisbanka Nóbelsverðlaunahafa. Sæðis- banki þessi varð þegar í stað mjög umdeildur og þóttust menn kenna í hugmyndinni bergmál frá tíma Hitlers og hins hreina aríska kynstofns. Það gekk því ekkert alltof vel að fá nóbelsverðlauna- hafana til að leggja ínn sæði á reikning. Aðeins þrír létu til- leiðast og vitað er hver einn þeirra er en hinir tveir hafa ekki viljað láta nafns síns getið. Nóbelsverðlaunahafinn sem stigið hefur fram í dagsljósið er William Shockley, sem fékk nó- belsverðlaun í eðlisfræði árið 1956 ásamt tveim öðrum. Á þeim sex árum sem liðin eru síðan bankinn var opnaður hafa tuttugu börn fæðst með úttekt móður þeirra í bankanum. Nokk- ur þessara barna hafa sýnt skarpar gáfur, en svo er þó ekki með öll börnin. Þau eru víst upp og ofan einsog börn eru flest. Þykir sumum bankinn hafa sann- að, að gáfnafar sé ekki endilega arfgengt, heldur hafi uppeldið ekki síður áhrif á einstaklinginn. Sálfræðingurinn Lewis Term- an hefur rannsakað arfgengni gáfna allt frá því árið 1921. í 65 ár hefur verið fylgst með 1500 ein- staklingum frá Kaliforníu og afkomendum þeirra og sýnir sú rannsókn að ekki er óalgengt að börn óvenju gáfaðra einstaklinga fæðist með lægri greindarvísitölu en foreldrarnir. Úttekt í sæðis- bankanum er því ekki örugg fjár- festing. Videnskab for alle munka, sem fyrir voru, eru nú um 1300 munkar á Aþos. Fyrir tíu árum var meðalaldur munka 60 ár en nú er hann kominn niður í 40 ár. Nýr siður En brátt kom til árekstra milli nýliða og hinna „gömlu“. Flestir yngri munkar vildu nefnilega koma á þeim sambýlisháttum sem banna einkaeignarrétt. Bræðurnir lifa, matast, vinna og biðjast fyrir í fullkomnu sameiningar- og jafnréttisþjóðfé- lagi. Hverju klaustri er stjórnað af ábóta sem kosinn er í lýðræðis- legum kosningum og verður að hafa verið öðrum til fyrirmyndar í líferni. Þessir siðir ráða nú í flestum hinna 20 klaustra sem starfa á Aþos. En fyrirvar annar lífsmáti, sem gerði ráð fyrir því að munkar væru sjálfstæðir, ættu sínar eignir, bæðust fyrir þegar þeim sýndist. Þetta frelsi þykir hafa haftnokkrardökkarhliðar. Með- al eignarréttarmunka hafa orðið fullmörg dæmi um listaverka- þjófnaði (verðmætum íkonum er stolið og þeim smyglað frá Aþos og þeir seldir fyrir morð fjár). Einnig segir sagan, að þótt öllu kvenkyns sé bannaður aðgangur að Aþos, sé þar með ekki sagt að kynlíf tíðkist þar ekki - þykja „hefðarmunkar“ ýmsir hafa stundað hómósexúalisma meira en við væri unað á helgum stað. Nýliðarnir voru fullir af siðbót- arákafa og hafa því viljað koma sínum siðum yfir á öll klaustrin. Þeim hefur tekist að snúa þrem „hefðarklaustrum" nýlega. En munkarnir tuttugu, flestir vel við aldur, sem sitja í einu elsta og ríkasta klaustrinu, Vatopedi, vilja engu breyta. Þeir hafa neit- að tilskipunum frá Aþos-stjórn um siðbót og vísað frá sér ákær- um um listaverkastuld og fleira misjafnt. Þeir hafa og snúið sér til patríarkans í Konstantínópel, sem er æðsti maður grísku kirkj- unnar, en hann hefur ekki viljað svara bréfum þeirra. Og á meðan loka gamalmunk- ar sig inni undir lögregluvernd... (Byggt á Spiegel) 20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN 3nætur \ fyrir aóeins 4.800 kr. Pað er ekki á hverjum degi sem hægt verður að gista á Hótel Örk í þrjár nætur fyrir aðeins 4.800. krónur. nú gefst þeim sem vilja kynnast af eigin raun þessu umtalaða hóteli tækifæri til að gista þar á sérstöku kynningarverði. Innifalið í verðinu er gisting fyrir einn ásamt morgunverði (continental). Aðgangur að sundlaug og gufubaði ásamt aðstöðu til að leika golf eða tennis. Þá er einnig sparkvöllur og hlaupabrautir fyrir þá sem vi(ja trimma. Frítt fyrír börn sem ekkl hafa náð 12 ára aldri. Allar frekari upplýsingar hjá tlótel Örk tlveragerði í síma 99-4700 eða á staðnum. HQTEL ORK ekkert venjulegt hótel...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.