Þjóðviljinn - 22.08.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 22.08.1986, Blaðsíða 14
VESTURLAND SUMAR á Vesturlandi Vöruhús Vesturlands Borgamesi sími 93-7200 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. ágúst 1986 Skólábörn og foreldrar... Bárður Snæfellsás Arnarstapa vendilega gætt Rifjuð upp saga Bárðar Snæfellsáss, heitguðs og landvættar Rif í höfuðið á frúnni Senn fara skólar að hefjast. Og til þess þarf meira en kennara og skóla. Það þarf nemendur og foreldrar þurfa að búa þá undir skólann. Við hjá Vöruhúsi Vesturlands erum tilbúnir að hjálpa foreldrum og nemendum. Allar skólavörur, til dæmis skólatöskur, pennaveski, stíla- bækur og ritföng, fást í GJAFAVÖRUDEILDINNI. VEFNAÐARVÖRUDEILDIN býður úrval af skólafatnaði; peysur, buxur, skyrtur, úlpur og stígvél svo eitthvað sé nefnt. í MATVÖRUDEILDINNI fæst hollt og gott nesti handa nem- endum sem sitja daglangt í skóla. í stuttu máli sagt: Það sem skólinn útvegar ekki það eigum við. Eitt af því sem vekur athygli gesta á Arnarstapa er hlaðin stytta, heljarstór, og trónir hún þar á hæð við byggðina. Þar er kominn enginn annar en Bárð- ur Snæfellsás, landvættur Snæfellinga og þekkt þjóð- sagnapersóna. Stytta þessi er minnisvarði um Jón Sigurðsson á Bjargi og konu hans, Guðrúnu. Þau voru merk- ishjón og ákaflega greiðagóð að sögn. Ragnar Kjartansson mynd- höggvari gerði styttuna í minn- ingu þeirra hjóna, en hann bjó um tíma á Arnarstapa. Bárður var sonur Dumbs kon- ungs og Mjallar, sem Dumbur nam brott af Kvenlandi. Mjöll var kvenna fríðust og nær aílra kvenna stærst þeirra sem mennskar voru. Bárður var nefndur í höfuðið á föður Dumbs, Bárði risa. Bárður var að því er segir í Bárðar sögu bæði mikill og vænn að sjá og menn þóttust engan fegri karlmann séð hafa. í ófriði við þursa Bárður ólst ekki upp hjá for- eldrum sínum, því faðir hans átti í ófriði við þursa og fór svo er yfir lauk að Dumbur féll. Áður hafði hann komið Bárði í fóstur hjá bergbúa er Dofri hét. Þá var Bárður tíu vetra. Dofri vandi hann á alls kyns íþróttir og ættvísi og vígfimi og var eigi traust að hann næmi eigi galdra og forn- eskju svo að bæði var hann for- spár og margvís. Voru þetta allt saman kallaðar listir í þann tíma af þeim mönnum sem miklir voru og burðugir því að menn vissu þá engin dæmi að segja af sönnum guði í álfunni, segir í Bárðar sögu. Bárður gekk að eiga Flaumgerði dóttur Dofra. Hún var mennsk í móðurættina. Þau eignuðust þrjár dætur, Helgu, Þórdísi og Guðrúnu. En eftir það andaðist Flaumgerður. Þá bað Bárður Herþrúðar dóttur Hrólfs hersis hins auðga og við henni átti hann sex dætur. íslandsdraumur Bárðar Þar kom að Haraldur konung- ...og þóttust menn engan fegri karlmann séð hafa. Mynd gg. ur lúfa efldist til ríkis í Noregi og hóf að þjaka landsmenn með skattpíningu, og þótti Bárði sér þá ekki lengur vært í landinu. Lagði hann því upp með nafna sínum Heyangurs-Bjarnarsonar og vildu þeir nema land á fslandi, enda sagði Bárður Dumbsson sig svo hafa dreymt að hann myndi á Islandi sinn aldur ala. Bárður Snæfellsás lagði skipi sínu þar sem þeir kölluðu Djúpalón. Þar gengu þeir á land og blótuðu sér til heilla. Þar heitir nú Trölla- kirkja. Gaf Bárður eftir þetta Dritvík, Kneifarnesi og Sönghelli nafn, og eru fleiri örnefni komin frá honum. Bárður gerði sér bæ stóran og nefndi hann Laugarnes og bjó þar um tíma. Þorkell hét hálfbróðir Bárðar, sonur Mjallar og Rauðfelds hins sterka sonar Svaða jötuns norðan frá Dofrum. Þorkell átti tvo sonu, hét annar Sölvi en hinn Rauðfeldur. Þeir uxu upp að Arnarstapa og voru hinir efnileg- ustu menn. Ef farið er skjótt yfir sögu er það til að nefna að synir Þorkels vöktu reiði Bárðar, þeg- ar Helga dóttir hans týndist af þeirra völdum. Fór Bárður þá að Arnarstapa, tók þá bræður og gekk með þá til fjalls. Þegar þangað var komið kastaði hann Rauðfeldi í gjá eina stóra og djúpa og er hún síðan kölluð Rauðfeldsgjá. Sölva fleygði Bárður fyrir hamar, og er þar síð- an kallað Sölvahamar. Hvarf í jöklana En svo brá Bárði við þessa at- burði alla að hann gerðist bæði þögull og illur viðskiptis. Gaf hann þá eignir sínar, en hvarf í burtu með allt búferli sitt og þykir mönnum sem hann hafi horfið í jöklana og byggt þar stóran helli því það var meira ætt hans að vera í stórum hellum en húsum, því að hann fæddist upp með Dofra í Dofrafjöllum, eins og áður sagði. Hann var einnig tröllum líkari að afli og vexti en mennskum mönnum og var því lengt nafn hans og kallaður Bárð- ur Snjófellsás, síðar Snæfellsás, því að þeir trúðu á hann þar á nesinu höfðu hann fyrir heitguð sinn. Var hann og mörgum hin mesta bjargvættur. Ekki gefst hér tækifæri til að rifjaupp frekar sögur af Bárði, en þær eru margar og ættu að vera öllum aðgengilegar. Nú stendur þessi landvættur við Arnarstapa og tekur á móti ferðalöngum. Hann er mikill vexti eins og segir í sögunni, en um fríðleikann verð- ur hver að dæma fyrir sig. -gg Feðgarnir Guðmundur og Lárus gera klárt fyrir róður. Hafa landað 100 tonnum þaðsemaf erárinu Það hefur fiskast mjög vel á firðinum í ár. Við feðgarnir fór- um í 13 róðra í júlí og höfðum 19 tonn upp úr krafsinu og það verður að teljast mjög gott, sagði Guðmundur Sigurðsson trillukarl á Rifi í stuttu spjalli við tíðindamann Þjóðviljans. það betra en að vera sjálfs síns herra á sjó þegar sá guli er til- kippilegur? -gg „Við róum mest á Flákann, en einnig suður á Bervík. Það eru talsvert margir á færum núna og við ætlum að vera við þetta eitthvað fram á haustið. Annars vorum við á netum í vetur og gekk ágætlega." Tíðindamaðurinn kom auga á Guðmund á bryggjunni hálfan oní kari, þar sem hann mokaði ís í gríð og erg. Við nánari eftir- grennslan kom í ljós að þeir feðg- ar Guðmundur og Lárus sonur hans voru nýkomnir frá því að sækja sandsíli í beitu, en ætluðu ekki á sjó fyrr en daginn eftir. Lárus var önnnum kafinn um borð í Önnu, en svo heitir bátur- inn og er nefndur í höfuðið á frú Guðmundar. Þeir hafa fiskað 100 tonn á árinu og hafa ágætt upp úr sér með því. Guðmundur sagði að sér líkaði vel að gera út smá- bát. Hann hefði verið á alls kyns bátum og veiðiskap í gegnum tíð- ina, en þetta félli honum best. Og hvað er sosum hægt að hugsa sér Guðmundur á góðri stundu: Kon- an lætur sér vel líka að báturinn skuli nefndur í höfuðið á henni. Mynd gg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.