Þjóðviljinn - 21.10.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.10.1986, Blaðsíða 6
FLOAMARKAÐURINN Ódýrt Til sölu nokkrar danskar ullarmottur og smíðajárnspottasett. Uppl. í síma 24362. Dekk tll sölu 4 nagladekk á felgum undir Lödu Sport til sölu á kr. 12.000.- Uppl. í síma 44082 eftir kl. 18. Tll sölu frystikista 160 lítra á kr. 10.000.-, ísskápur 80 lítra á kr. 3.000.- Ellipse handlóð 1 -60 kg á kr. 2.000.- Uppl. í síma 686609, eftir kl. 18. Er ekkl einhver sem vill gefa okkur eða selja ódýrt lítinn ísskáp (ca 1 m á hæð), fataskáp, sófaborð og lítinn hornsófa? Uppl. í síma 31119 eftir kl. 20. Þrítugur garðyrkjufræðingur með 5 ára reynslu í faginu óskar eftir vinnu strax. Uppl. í síma 14686 eftir kl. 18. Vandaður vefstóll 130 cm brelður til sölu Sími 22719 á kvöldin. Hesthúspláss Er ekki einhver sem getur leigt mór pláss fyrir hestinn minn eftir ára- mót. Uppl. í síma 83542. Til sölu Commodore 64 tölva ásamt kasettutæki, diskadrifi, litas- kjá, prentara, stýripinnum og mikl- um fjölda forrita og leikja. Uppl. í síma 24252. Vantar vlnnu um helgar eða eitt til tvö kvöld í viku. Vön af- greiðslu o.fl. Sími 74110. Til sölu vel með farið einstaklingsrúm með dýnu og lausu náttborði kr. 6000.- Einnig kringlótt eldhúsborð kr. 2000.- og tveir tréstólar kr. 300 stk. Uppl. í símum 74737 eða 74845. Óska eftlr að kaupa - geyma hnífapör, matarstell, litasjónvarp og ryksugu. Skilaboð í síma 99-4341, Jóhannes. Tll sölu ódýr kvenfatnaður. Stærð 38-40. Góður fatnaður. Uppl. í síma ,611624. Eldhúsborð m/stálfótum til sölu. Einnig kvenskautar nr. 37. Uppl. í síma 611624. Óska eftir að kaupa 4ra rása segulbandstæki fyrir 18 cm. spólur. Uppl. í síma 75619. Trésmiður (eldri maður) tekur að sér ýmiskonar smásmíði og aðstoð. Uppl. í síma 40379. Kvikmyndatökuvél 8 mm með hljóði til sölu. Minolta XL-sound 64, kviktökuvélin er með hljóðnema rafdrifna súm linsu míkró-upptöku 2ja hraða upptöku, innri linsu loka birtumælir aðvöru- narljós fyrir ónóga birtu og fyrir stuttan endi á filmu. Kvikmyndavél- in er í fallegri og rúmgóðri leður- tösku m/tveimur hólfum. Aðrar upp- lýsingar í síma 73351. Fyrlr ungbörn Stór Silver Cross vagn, vel með far- • ið beykirúm, baðborð og göngu- grind o.fl. til sölu. Uppl. í síma 12564 eftir kl. 18. Kassagitar 12 strengja Hagström kassagítar til sölu. Uppl. í síma 26306, Þór. Tll sölu barnavagn með burðarúmi, leikgrind, göngugrind, barnastóll (Baby Björn). Uppl. í síma 78982 eftir kl. 17. Til sölu svartur kvensmóking, leðurjakki Uppl. í síma 11538 eftir kl. 17. Svenbekkur til sölu og fiskabúr. Uppl. í síma 83542. Sjónvarp 24“ svart/hvítt í góðu lagi er til sölu. Selst á 2000 kr. Uppl. í síma 23192 eftir kl. 7 á kvöldin. Ódýrir bílar Skoda árg. 71, skoðaður ’86. Bíl- linn er lítið keyrður og lítið ryðgaður. Sumar- og vetrardekk fylgja. Einnig til sölu Mitsubitshi Colt árg. 74. Uppl. í símum 14612 og 42902. Svefnbekkur Mjög ódýr svefnbekkur til sölu og einnig eldavél fyrir 500 kr. Uppl. í síma 40667. Herbergi óskast Miðaldra maður óskar eftir herbergi í vesturbæ. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 15564 eftir kl. 20. Til sölu skákklukka, Yamaha gítar og eld- húsborð. Uppl. í síma 14381. Vantar húsnæði Ég er í námi í Þroskaþjálfaskóla ís- lands og bráðvantar einstaklings- íbúð. Eg get lofað skilvísum greiðslum og góðri umgengni gegn sanngjarni leiguupphæð. Ef ein- hver getur hjálpað mér þá vinsam- legast hringið í síma 24931 á kvöld- in. Tölva Lítið notuð Apple II ásamt prentara fæst ódýrt, forrit fylgja. Uppl. í síma 13063. Svalavagn fæst gefins Þarfnast viðgerðar. Uppl. í síma 35063. Til sölu Ætla að selja ný mótorhjólastígvél nr. 40 á 2500,- og þvottavél (Zan- ussi, góð) á 4000.- Einnig vantar vinnuskúr til leigu, áriðil (12v-220v) og mótorhjólahræ (hvaða tegund sem er). Sími 610289 eftir kl. 18. Gömul eldhúsinnrétting með vaski og blöndunartækjum fæst gefins gegn því að hún verði tekin niður. Uppl. í síma 15075. Til sölu Skoda árg. 78 selst ódýrt. Uppl. í síma 688735 eftir kl. 18. Til sölu Eldavél Siemens með útdregnum ofanvagni, grilli og hitaskúffu. Sími 15075. Löduelgendur Til sölu 4 öndvegis snjódekk á felg- um. Einnig 5 sumardekk þar af eitt á felgu. Uppl. í síma 621065 eftir kl. 19. errv i. I Ekinn 56 þús. km. I þokkalegu standi, en þarfnast viðgerðar á boddý. Tilboð. Uppl. í síma 52842. Tvíbreiður svefnsófi mjög fallegur til sölu. Einnig 60 ára gamall skápur með útvarpi, plötu- spilara og rennihurðum. Sími 79198. Blikkiðjan Iðnbúð 3, Garðabæ. Önnuftist hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. 46711 Hinir „þrír stóm“ á Potsdamráðstefnunni 1945 Stalín Truman og Attlee. lee hafði reyndar verið í bresku sendinefndinni frá upphafi. Eftir kosningaósigurinn hvarf Churc- hill frá Potsdam að fullu). Merkustu málin sem um náðist samkomulag í Potsdam og gerð var grein fyrir í yfirlýsingunni voru: Eftirlitið með Pýskalandi og framtíðarstjórn þess, skaða- bótagreiðslur Þýskalands til Bandamanna, breytingar á austurlandamærum Pýskalands, væntanlegir friðarsamningar við fyrri bandamenn Pjóðverja; ftali, Finna, Ungverja og Rúmena og skilyrðin fyiir þátttöku í banda- Iagi hina Sameinuðu þjóða. Yfirlýsingin endar á því, að þeir Stalín, Truman og Attlee segjast fara frá þessari ráðstefnu, sem hafi markað djúp spor í áttina til aukins og nánara samstarfs þjóða þeirra, í aukinni trú á það að stjórnun þeirra megi takast í sam- starfi við stjórnir annarra ríkja að tryggja réttlátan frið í heiminum. - Það er sannarlega fróðlegt að skoða yfirlýsingu Potsdamráð- stefnunnar í ljósi raunveruleika eftirstríðsáranna þótt ekki verði farið nánar út í þá sálma hér. Potsdamráðstefnan var haldin í höllinni Cecilienhof, sem byggð var á árunum 1913-1917 og ber svipmót af breskum herragarði í anda Williams Morris. Hún stendur í svonefndum Nýja garði við Heilagavatn í norðurhluta borgarlandsins. Það er sérkennileg stemmning þarna inni þar sem allt er látið standa fólki til sýnis, nákvæmlega eins og það var þegar ráðstefnan fór fram á sínum tíma, bæði í ráð- stefnusalnum og í vinnuherbergj- um sendinefndanna; Þarna er stóllinn hans Attlees, þarna sat Truman, á þessum stól sat Stalín o.s.frv.. Þegar lítið bar á tókst greinarhöfundi að strjúka var- færnislega um sessuna á stól Kremlbóndans, því fylgdi nota- leg tilfinning, enda var „laukur í garði hans“. Fúin tré Það var margt um manninn í hallargörðunum og söfnunum í Potsdam þann góðviðrisdag í júlí er við sóttum borgina heim í sum- ar leið, enda úr miklu að moða. Þarna er hin stórfenglega rokok- ohöll, Sanssouci, með tilheyrandi görðum, styttum og gosbrunn- um. Garðarnir umhverfis Sansso- uci eru hvorki meira né minna en 290 ha. að flatarmáli. Hallir þær og sögufræg mannvirki garðanna voru reist á 18. og 19. öld af rnörg- um fremstu húsameisturum, myndhöggvurum, málurum, listiðnaðar- og garðyrkjumeistur- um þeirra tíma. Nýi garður er hluti af þessu garðakerfi, og allt minnir þetta heilmikið á hina frönsku Versali. Friðrik II. Prússakonungur (stundum kallaður „hinn mikli“ af borgaralegum sagnfræðingum) lét reisa Sanssouci á árunum 1745-1747. Kóngur þessi ríkti yfir Prússum frá 1712-1786 og er sagður hin merkilegasti, er meðal annars eftir honum haft: „Því betur sem ég kynnist mönnunum því vænna þykir mér um hundinn minn.“ Dó nú samt einn og súr í áðurnefndri höllu. Þá má nefna safn til sögu hers og vopnabúnaðar í DDR í svo- nefndri Marmarahöll (byggð 1787-1790), málverkasafn í Or- angeriehöll (reist 1851-1860) í renesansstíl, m.a. heilan sal full- an með listilega máluðum kópí- um af Rafaelverkum, allt frá Dresden til Vatikans. Báðar eru þessar hallir í Nýja garði. Hallar-, safna- og garðarápi er hentugt að ljúka með hvfld og veitingum í Nýju höllinni (reist 1762-1769) eða í Charlottenhof (byggð 1862). Að því loknu er rétt að halda inn í miðborgina á vit rismikilla torga- og götuheita svo sem Þjóðartorg, Einingar- torg, Klement-Gottwaldstræti o.s.frv. og iðandi mannlífs. Hér verður ekki gerð tilraun til að Iýsa nánar undrum Potsdam- borgar, gömlum og nýjum, enda efni í heila bók, mér er líka meira í hug fólkið í landinu en bygging- ar fornar. Og ekki þarf lengi að blanda geði við fólk í Potsdam til að sjá og skilja að hér býr ánægt og framsækið fólk eins og annars staðar í þessu landi. „Eru þá allir ánægðir?“ spyr ég Ernst Luger, vörubflstjóra, líf- legan og fróðan mann sem ég spjallaði við um stund á veitinga- húsi í Potsdam. „Nei,“ sagði hann „í stórum skógi eru alltaf fáein fúin tré.“ Olafur Þ. Jónsson AFMÆLI Anna Halldórsdóttir 100 ára Hundrað ára er í dag 21. októ- ber Anna Halldórsdóttir fyrrum húsfreyja, Hofsvallagötu 18. Anna er fædd í Reykjadalskoti í Hrunamannahreppi (nú Túns- bær). Foreldrar hennar voru Val- gerður Jónsdóttir og Halldór Bjarnason er þar bjuggu. Þar ólst hún upp ásamt systkinum sínum við öll almenn sveitastörf. Er hún fór úr foreldrahúsum, var hún um tíma í Brautarholti, en fór síðan í mjólkurskólann á Hvítárvöllum, einnig var hún við nám í Hús- stjórnarskóla Reykjavíkur. Árið 1917 giftist hún Páli Guðmundssyni bónda í Böðvars- hólum í Vesturhópi. Eignuðust þau 8 böm, misstu eitt ungt að Ðyggingasamvinnufélagið Aðalból Erum að hefjaframkvæmdir í suðurhlíðum Kópa- vogs. Um er að ræða tveggja, þriggja og fjögurra herbergja íbúðir í fjölbýlishúsum, og lítil einbýlis- hús. Einnig höfum við til ráðstöfunar lóðir undir raðhús í Grafarvogi. Upplýsingar á skrifstofunni milli kl. 1-4. Byggingasamvinnufélagið Aðalból - B.S.A.B. Lágmúla 7, 108 Reykjavík árum, en 7 eru á lífi, búsett víða um land. Árið 1929 brugðu þau búi og fluttust til Reykjavíkur. Bjuggu þau þar síðan, lengst á Hofsvalla- götu 18. Árið 1976 fóru þau á elli- og hjúkrunarheimilið Skjólgarð á Höfn í Homafirði, en á Horna- firði er Elínborg og hefur hún hlynnt vel og mikið að foreldr um sínum. Mann sinn missti Anna árið 1979. Andlegum kröftum heldur Anna þrátt fyrir háan aldur, og hefur fótavist flesta daga. Af- komendur hennar eru 93 og vant- ar þá 7 til að ná árunum. I.P.H.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.