Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Ingvar  Carlsson,
Svíþjóðar.
forsætisráðherra
Anker Jörgensen, formaður danskra
sósíaldemókrata.
Gro Harlem Brundtland, forsætisráð-
herra Noregs.
Jón Baldvin Hannibalsson, formaður
Alþýðuflokksins.
Kosningamál 1987:
Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd
Ákvörðun verður tekin
á næsta kjörtímabili
Um margra ára skeið hefur
verið ígangi lífleg umræða um
kjarnorkuvopnalaus svæði.
Litið erá svæðin sem lið íalls-
herjarbanni við kjarnorku-
vopnum. Þegarhafa verið
ák veðin kjarnorkuvopnalaus
svæði- íMið- og Suður-
Ámeríku og á Kyrrahafiauk
þess sem Suðurskautslandið
hefur veriðlýst kjarnorku-
vopnalaust fyrir mórgum
árum.
Á N/£STA KJÖRTÍMABILI
Á Norðurlöndum hefur verið
fjallað um þetta mál um margra
ára skeið. Má segja að þessar um-
ræður séu nú komnar á það stig
að senn verði tekin ákvörðun um
yfirlýsingu Norðurlandanna um
kjarnorkuvopnalaust svæði.
Þegar umræðurnar hófust á
Norðurlöndunum urðum við
fljótlega vör við tilhneigingu til
þess á öðrum Norðurlöndum að
einangra íslendinga þannig að
þeir tækju ekki þátt í umræðunni.
Hver ráðstefna af annarri byggð-
ist á þeim grundvelli af hálfu
frænda okkar á Norðurlöndum.
Á ráðstefnu sem haldin var í
þinghúsinu í Kaupmannahöfn
tókst okkur að fá samstöðu á
Norðurlöndum um þetta grund-
vallaratriði:
íslendingar verða þátttakend-
ur í umræðunni á undirbúnings-
stigi að minnsta kosti. Það er síð-
an ákvörðun íslendinga sjálfra
hvort þeir verða með eða ekki.
Það er ekki hlutverk annarra
Norðurlanda að útiloka íslend-
inga þrátt fyrir bandarísku her-
stöðina hér á landi. En auðvitað
er það bandaríska herstöðin sem
er þyrnir í augum granna okkar,
enda þótt sumir þeirra - Norð-
menn aðallega - hafi lagt áherslu
á að fslendingar hafi hér banda-
ríska herstöð þó að Norðmenn
hafi neitað að taka við slíkri her-
stöð í landi sínu.
ALLSHERJARFUNDUR
ALLRA
NORR/ENNA ÞINGFLOKKA
Eftir fundinn í landsþingssaln-
um í danska þinghúsinu var sett á
laggirnar undirbúningsnefnd á
vegum þjóðþinganna á Norður-
löndum þar sem voru tveir full-
trúar frá hverju Norðurland-
anna. Ákveðið var að undirbúa
allsherjarfund fulltrúa allra þing-
flokka á Norðuriöndum um mál-
ið. Sá fundur var haldinn í danska
þinghúsinu snemma í desember
1985.
Þessa ráðstefnu sóttu fulltrúar
allra íslensku stjórnmálaflokk-
anna og fulltrúar flestra flokka á
Norðurlöndum annars staðar.
Þar var það samdóma álit allra
flokkanna á íslandi á þessari ráð-
stefnu að íslendingar ættu að
taka þátt í umræðum um málið til
þess auðvitað að koma í veg fyrir
að íslendingar yrðu einangraðir á
frumstigi málsins, enda þýði það
aukinn þrýsting á íslendinga til
þess að taka við kjarnorkuvopn-
um.
Verða
Islendingar
einangraðir?
MEIRIHLUTI Á ALÞINGI FYRIR
KJARNORKUVOPNALAUSUM
NORÐURLÖNDUM!
í lok fundarins í Kaupmanna-
höfn lýstu fulltrúar sósíaldemó-
krataflokkanna á Norðurlöndum
nema á íslandi því yfir að þeir
vildu halda undirbúningnum
áfram. Undir þessa yfirlýsingu
tóku fulltrúar annarra vinstri-
flokka og síðan miðflokkanna. í
þeim hópi voru fulltrúar Alþýðu-
bandalagsins, Kvennalistans,
Framsóknarflokksins og Banda-
lags jafnaðarmanna (Kristín S.
Kvaran). Þar með virtist vera
hreinn meirihluti á íslenska þing-
inu fyrir kjarnorkuvopnalausum
Norðurlöndum og fyrir því að
vinna að málinu áfram.
í beinu framhaldi fundarins í
Kaupmannahöfn varð nú til
undirbúningsnefnd         um
kjarnorkuvopnalaus Norður-
lönd. Þar var ákveðið að leggja til
við ríkisstjórnirnar að skipuð yrði
á vegum utanríkisráðherranna
norræn embættismannanefnd.
Þessi tillaga hefur verið að vel-
kjast fyrir embættisliði
utanríkisráðuneytanna allt frá
því í fyrrasumar, en hún á að
koma til afgreiðslu í lok næsta
mánaðar. Og hver er afstaðan til
hennar í þjóðþingum Norður-
landanna?
MINNIHLUTI Á ALÞINGI FYRIR
KJARNORKUVOPNALAUSUM
NORÐURLÖNDUM!
Allir flokkar í finnska þinginu
styðja tillöguna. Ekki er vitað um
neina andstöðu í sænska þinginu.
Meirihluti sósíaldemókrata, sósí-
alíska þjóðarflokksins og róttæka
vinstriflokksins í danska þinginu
styðja tillöguna. Meirihluti í
norska stórþinginu styður til-
löguna. Vitað er að þjóðþing
Grænlendinga og Færeyinga
styðja þessa afstöðu. En meirih-
lutinn á alþingi íslendinga er á
móti því að skipa norræna emb-
ættismannanefnd. Það er meiri-
hluti Alþýðuflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins.
Þar með hefur myndast nýr
meirihluti á íslenska þinginu -
annar en virtist vera til staðar í
byrjun desember 1985. Þetta
gerðist með því að þingmenn
Bandalags jafnaðarmanna gengu
til liðs við krata og íhald.
Þetta kom fram í umræðum um
tillögu á alþingi í vikunni.
Alþýðuflokkurinn mun að vísu
Ur
umræðum
á alþingi
28. janúar
28. janúar kom til umræðu á
alþingi tillaga Guðrúnar Agnars-
dóttur, Haralds Ólafssonar og
Svavars Gestssonar um skipan
norrænnar embættismannanefn-
dar til að fjalla um kjarnorku-
vopnalaus svæði á Norður-
löndum.
Tillagan - sem nú liggur fyrir
utanríkismálanefnd alþingis - er
á þessa leið:
„Um leið og alþingi áréttar þá
stefnu íslenskra stjórnvalda að
kjarnorkuvopn skuli aldrei leyfð í
íslenskri lögsögu felur það utan-
ríkisráðherra að beita sér fyrir því
á fundi utanríkísráðherra Norð-
urlanda að sett verði á laggirnar
embættismannanefnd á vegum
Norðurlanda sem kanni mögu-
leika á og geri tillögur um kjarn-
orkuvopnalaust svæði á Norður-
löndum."
UTANRIKISRAÐHERRA
Matthías Á. Mathiesen lagðist
ekki beinlínis gegn skipun nefnd-
arinnar, en reyndi að drepa um-
ræðunni á dreif með setningu eins
og þessari:
„Flestir hljóta að vera sam-
mála um það að verr væri af stað
farið en heima setið ef hafsvæð-
unum umhverfis Norðurlönd,
svo og kjarnorkuvopnabúrum í
nágrenni þeirra, svo sem Kola-
skaga, yrði sleppt úr allri umfjöll-
un um þetta efni á vettvangi nor-
ræns samstarfs."
Svar við röksemd ráðherrans:
Auðvitað hefur aldrei staðið til
að sleppa Kolaskaganum „úr allri
umfjöllun" um málið. Það mál
hefur sérstaklega verið rætt í
þingmannanefnd norrænna þing-
manna að um þessi mál verði
fjallað bæði með viðræðum við
stórveldin  og  hernaðarbanda-
lögin í austri og vestri.
.Ión Baldvin:
„... við höfum efasemdir um að
það séu góð vinnubrögð eða
skynsamleg að þessi fimm ríki
setji niður sameiginlega embætti-
smannanefnd. Astæðurnar eru
ýmsar og þessar helstar:
1. Þetta er auðvitað hápólitískt
mál... Þar af leiðir að það er ekki
á færi embættismannanefndar að
fjalla um málið fyrr en búið er að
taka veigamiklar pólitískar á-
kvarðanir.
2. Öryggishagsmunum þessara
fimm ríkja er ákaflega misjafn-
lega fyrir komið."
Svör: Nauðsynlegt er að full-
trúar ríkisstjórna Norðurlanda
starfi að málinu strax samhliða
starfi þingmannanefndarinnar
sem  er undir forystu  Ankers
Jörgensens.
Þó að öryggismálum ríkjanna
fimm sé misjafnlega fyrir komið
er ekki víst að svo hljóti að verða
um aldur og ævi. Ennfremur er
ljóst að sem Norðurlönd eiga rfk-
in sameiginlega hagsmuni ekki
aðeins inn á við heldur einnig útá-
við."
Svavar Gestsson:
„Það talaði áðan einn af leið-
togum jafnaðarmanna á Norður-
löndum. Hann er sá eini af nor-
rænu jafnaðarmannaleiðtogun-
um sem fylgir stefnu hinna hörðu
hauka í Washington í þessu máli.
Ég hef undir höndum bréf frá
Anker Jörgensen, formanni jafn-
aðarmannaflokksins í Dan-
mörku, frá Ingvar Carlsson, for-
sætisráðherra Svfþjóðar, for-
manni jafnaðarmannaflokksins
þar  í  landi  og  Gro  Harlem
22 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24