Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 162. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Landsvirkjun
Frestið framkvæmdum
Jón Baldvin Hannibalsson: Ekki œtlunin aðfyrirtœkin velti
lántökugjöldunum yfir á aðra. Blönduvirkjun getur beðið
Eg hlusta náttúrlega á það sem
þeir hafa fram að færa. Ég hef
ekki hlustað á þeirra rök, sagði
Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra, er hann var inntur
eftir því hvort Landsvirkjun
kynni að verða undanþegin lánt-
ökugjöldum ríkisstjórnarinnar á
erlend lán.
Forstjóri Landsvirkjunar áætl-
ar að raforkuverð þurfi að hækka
um 2,4%, til viðbótar við 9,5%
hækkun um næstu mánaðamót,
greiði stofnunin lántökugjöld af
erlendum lánum sem hvfla á
Landsvirkjun.
-Tilgangurinn með þessum
lántökugjöldum á erlend lán er
að draga úr erlendum lántökum
og það hvarfiaði ekki að neinum
að það kæmi ekki einhversstaðar
niður. Það er svo hverrar stofn-
unar og fyrirtækis að meta það
hvernig það vill haga sínum
rekstri án þess að velta auknum
kostnaði sjálfkrafa yfir á aðra,
sagði Jón Baldvin Hannibalsson
fjármálaráðherra.
Til að koma Blönduvirkjun í
gagnið þarf Landsvirkjun að fara
út í fjármögnun uppá 4000
milljónir króna. Leggist lántöku-
gjaldið ofan á erlend lán sem
stofnunin þarf að taka vegna
þessa verkefnis, þýðir það 120
milljón króna útgjöld aukalega.
-Hvar er markaðurinn fyrir
raforkuna? Það er enginn stór-
notandi til þess að koma rafork-
unni í gagnið. Ég sé ekki annað
en það sé hægt að fresta fram-
kvæmdum, - nógu oft er búið að
fresta þeim, sagði Jón Baldvin
Hannibalsson.            -rk
Eyjar
Lundinn
tregur
Lundaveiðin hefur verið heldur
dræm það sem af er vertíðinni,
en veiðin glæðist oft þegar líða
tekur á, sagði Haraldur G.
Hlöðversson lundaveiðimaður í
Eyjum í gær.
Lundaveiðimenn vígðu í fyrra-
dag nýtt veiðihús í Bjarnarey og
voru hátt í 300 manns í eynni. Þar
voru meðal annars haldnir úti-
tónleikar og er það í fyrsta sinn
sem hljómsveit tekur lagið í
Bjarnarey.               _^
Útvarp Arnarhóll
Tíu farmar
Isameiginlegri dagskrá tónlist-
arstöðvanna þriggja, Rásar 2,
Bylgjunnar og Stjörnunnar, sem
send var út í gær frá Arnarhóli til
styrktar Landgræðslu íslands,
safnaðisl fyrir tíu áburðarförm-
um f Pál Sveinsson, flugvél
Landgræðslunnar, samtals um
800 þúsund krónur. Samkvæmt
áætlun var farið í síðasta land-
græðsluflugið í síðustu viku.
Samhliða söfnuninni var í dag-
skránni vakin athygli á baráttu
Landgræðslunnar við uppblástur
og landeyðingu sem á sér stað í
landinu.
Þau fyrirtæki sem gáfu eitt
landgræðsluflug fengu lag sungið
af dagskrárgerðarfólkinu af
hverri stöð undir styrkri stjórn
forsöngvarans og stjórnandans
Valgeirs Guðjónssonar.
Ef vel viðrar heldur
landgræðsluvélin í fyrsta flugið af
tíu í dag, og er ætlunin að fljúga
yfir Reykjavík um hádegisbilið í
þakklætisskyni við útvarpsmenn,
gefendur og stuðningsmenn.
-grh.
Það fyrirtœkl sem gaf eitt landgræðsluflug með Páli Sveinssyni í söfnun
tónlistarstöðvanna þriggja, Rásar 2, Bylgjunnar og Stjörnunnar, fékk eitt lag
sungið af fjórum dagskrárgerðarmönnum hverrar stöðvar. Valgeir Guðjónsson
stjórnaði söngnum af Stuðmannasmekkvísi. Til vinstri við Valgeir er fólkið frá
Bylgjunni, Rás 2 og Stjörnunni. (Ijósm.: E.ÓI.).
Laugardalur
H
Skógurinn strandar á kúm
SkógrœktbœndaíLaugardalkominíhnút. Bœnduríhuga fjárkaupáný
nífurinn virðist standa í kúnni
hjá bændum í Laugardal í
Arnessýslu, en þeir fóru fyrir
nokkrum árum fram á að afsala
sér sauðfjárkvóta og hefja skóg-
rækt á jörðum sínum ef landbún-
aðarráðuneytið greiddi þeim
laun sem samsvaraði sauðfjár-
kvótanum þar til skógræktin færi
að gefa af sér.
Búið er að gera samninga milli
bænda og ráðuneytisins, en á ein-
um bæ í Laugardal fór bóndi fram
á aukinn fullvirðisrétt í mjólk
meðfram skógræktinni. Nefnd
sem starfar á vegum Búnaðar-
sambands Suðurlands og hefur á-
kvörðunarvald í þessu máli hefur
enn ekki svarað kröfu bóndans
þrátt fyrir að hún hafi fengið bréf
frá Skógrækt ríkisins þar sem far-
ið er fram á afgreiðslu málsins og
að þessi ósk bóndans verði ekki
látin stöðva málið.
Árni Guðmundsson á Böð-
móðsstöðum skar allt sitt fé sl.
haust í trausti þess að hafin yrði
skógrækt í sumar en segir bændur
nú vera orðna svartsýna á að
þetta mál komist í höfn og allt
Vestfirðir
Vatn fyrir fiskinn
Vestfjarðabœndurviljareynafiskeldi. 26 stiga heitt vatn á Barðaströnd
Bændur ciga varla lemnir kost á   að fást við flskeldi sem hliðarbú-     Kristín sagði að tvær holur
því að fást við hefðbundinn   grein.                         hefðu verið boraðar að Haga. I
Bændur á Vestfjörðum hafa í   fyrri holunni var vatnsmagnið of
auknum mæli látið leita að heitu   h'tið en í þeirri síðari er nóg vatn
ændur eiga varla lengur kost á
því að fást við hefðbundinn
búskap og þess vegna erum við nú
að fást við þetta, sagði Kristín
Haraldsdóttir húsfreyja að Haga í
Barðastrandarhreppi, en þar var
nýlega borað fyrir heitu vatni og
ætlar fjölskyldan að freista þess
vatni á jörðum sínum, með áætl-
anir um fiskeldi í huga, en í vor
var t.d. borað fyrir heitu vatni að
Seltjörn í Barðastrandarsýslu og
er þar nú fiskeldisstöð.
að sögn Kristínar, um 40 sek-
úndulítrar. Holan er 426 metra
djúp og vatnið 26 stiga heitt.
-K.Ól.
eins megi vænta þess að einhverj-
ir bændur fari að panta fé, en á
mörgum bæjum í Laugardal hef-
ur allt fé verið skorið vegna riðu-
veiki.
Baldur Þorsteinsson deildar-
stjóri hjá Skógrækt ríkisins sagði
að skógræktarmönnum þætti
ákaflega súrt í broti ef þetta hæf-
ist ekki því í Laugardalnum væri
ákaflega gott landsvæði fyrir
skógrækt og þar sem hér væri um
að ræða nýtt viðhorf í búskapar-
háttum væri mikill skaði ef ekki
yrði af framkvæmdum.
Guðmundur Stefánsson bóndi
í Hraungerði á sæti í þriggja
manna nefnd Búnaðarsambands
Suðurlands sem sér um út-
reikninga fullvirðisréttar. Taldi
hann málið stranda á því að um-
ræddur bóndi væri að fara fram á
aukinn fullvirðisrétt í mjólk til
frambúðar en erfitt væri að koma
því við þar sem fullvirðisréttur
væri aðeins reiknaður út fyrir eitt
verðlagsár í senn og ekki væri far-
ið að reikna hann út fyrir næsta
verðlagsár.              -ing
Húsnœðishóp urinn
Hvað líður
leioréttingu?
Sigtúnshópurinn spyr
Alþýðuflokkinn
Hvenær mega þeir sem lentu í
greiðsluvanda í mestu hús-
næðisþrengingunum fara að
skuldbreyta lánum sfnum hjá
Húsnæðisstofnun? Hvað líður
þeiin leiðréttingum aftur í tímann
sem Alþýðuflokksmenn tðldu
nauðsynlegar fyrir kosningar?
í opnu bréfi til fjármálaráð-
herra og félagsmálaráðherra
spyrja Áhugamenn um úrbætur í
húsnæðismálum þessara spurn-
inga, minna á fyrri yfirlýsingar
þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur
og Jóns Baldvins Hannibalssonar
um þessi mál, og benda á þings-
ályktunartillögu Alþýðuflok-
ksins þar sem gert var ráð fyrir að
endurgreiðslur misgengishópsins
næmu 50% af hækkun skulda
umfram almennt verðlag til árs-
loka '85.                _m
Sjá síðu 6
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20