Þjóðviljinn - 17.10.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.10.1987, Blaðsíða 1
Laugardagur 17. október 1987 231. tölublað 52. órgangur - Matarskatturinn Olga í stjómarherbúðum Mikil óánœgja íþingflokkum stjórnarflokkanna með matarskattinn, mestþó innan Framsóknar. Guðni Ágústsson: Leitum allra leiða til að fáþessu breytt. EgillJónsson: Hvorki mér né öðrum sérstaklega þóknanleg Andstaða er í þingflokkum stjórnarflokkanna gegn á- formum fjármálaráðherra um 10% söluskatt á alla matvöru frá og með 1. nóvember, gildir það jafnt um þingflokk Alþýðuflok- ksins sem og Framsóknar og Sj álfstæðisflokks. Þeir Guðmundur G. Þórarins- son og Guðni Ágústsson, þing- menn Framsóknar, skiluðu sér- stakri bókun á þingflokksfundi Framsóknar, þar sem matar- skattinum er mótmælt og sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum Þjóðviljans lýstu þeir Alexander Stefánsson og Stefán Guðmunds- son yfir andstöðu við skattinn á þingflokksfundinum þó þeir gerðu ekki sérstaka bókun. Þá munu aðrir þingmenn einsog til að mynda Páll Pétursson, lítt hrifnir af skattinum og landbún- aðarráðherra mun einnig eiga erfitt með að kyngja honum. „Við munum leita allra leiða til að fá þessu breytt," sagði Guðni Ágústsson við Þjóðviljann í gær. „Verði þessi skattur samþykktur hefur þjóðin gefist upp á því að jafna tekjur og finna réttlátar skatttekjur. Þessi skattur bitnar á þeim sem síst skyldi“. Guðni skrifaði mjög harðorða grein í blaðið Dagskrá, sem gefið er út á Selfossi, þar sem hann kallar þennan skatt vitlausan og fáránlegan, sem bitni á fæðuvali heimila. Segir hann þar að innan þingflokks Framsóknar sé „háð hörð barátta til að stöðva þessa vitleysu". Karvel Pálmason hefur lýst andstöðu við matarskattinn og Karl Steinar Guðnason mun eiga erfitt með að samþykkja þessa skattálögu stöðu sinnar innan verkalýðshreyfingarinnar vegna. Fastgengisstefnan t besta falli hæpin Efnahagslegar forsendur fyrir fastgengisstefnunni eru í besta falli hæpnar. Uppgangur í sjávar- útvegi hefur bjargað krónunni frá falli, en nú eru horfur á því að ekki verði vöxtur í þeirri grein á næstunni, segir í yfirlýsingu frá Verslunarráði um þjóðhagsáætl- un fyrir næsta ár. - Þegar til lengri tíma er litið breytist gengið eftir efnahags- legum forsendum en ekki eftir yf- irlýsingum stjórnvalda. Því að- eins er raunhæft að ríkisstjórn- inni takist að halda genginu stöðugu að verðbólgan lækki ört á næstu mánuðum og atvinnulífið styrkist enn frekar segir Verslun- arráð. í yfirlýsingu ráðsins er klykkt úr með því að gengið á yfirlýsing- um geti fallið ekki síður en gengi krónunnar nema að raunveru- legar efnahagslegar forsendur styðji hvort annað. - Ig. Karl Steinar er nú staddur í Tæ- landi. Þá er talið að fleiri þing- menn setji spumingamerki við þessa álögu og er þar vísað til að í leiðara Alþýðublaðsins sl þriðju- dag var skattinum mótmælt. Einnig innan þingflokks Sjálf- stæðisflokksins eru uppi óánægj- uraddir með skattheimtuna. Munu landsbyggðarþingmenn vera þar í meirihluta, Friðjón Þórðarson, Pálmi Jónsson og Egill Jónsson. „Ég samþykkti þennan skatt á grundvelli þess að 75 milljónum verður varið í niðurgreiðslur á hefðbundanar landbúnaðaraf- urðir og að þessar aðgerðir hækki ekki kindakjöt og mjólk,“ sagði Egill Jónsson við Þjóðviljann. „Þessi skattlagning er hvorki mér né nokkrum öðrum manni sér- staklega þóknanleg, en með þessu skilst mér að verið sé að þreifa sig inn í virðisaukaskatt- inn, en samkvæmt tillögum Þor- steins Pálssonar um virðis- aukaskattinn, á að mæta skatt- heimtu á þessar vörur með auknum niðurgreiðslum.“ Sjá leiðara bls. 4 _Saf Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og verndari söfnunarinnar, Merkisdaga. Hann gerði sér lítið fyrir og stakk sér í sjóinn fyrir utan Viðey í flotgalla við mikla hrifningu viðstaddra. Mynd: Sig. Slysavarnafélagið Meildsdagar í þágu björgunarsveita Landsátak til aukinna sjóslysavarna. Söfnun um allt land í nœstu viku Við skorum á alla landsmenn að taka sölufólki okkar vel í 1 næstu viku, dagana 23., 24. og 25. október næstkomandi, en þá för- um við af stað með landssöfnun til styrktar auknu álagi í sjóslysa- vörnum. Hvert einasta hús í landinu verður heimsótt og við- komandi boðið barmmerki sem er björgunarhringur úr málmi og kostar hann 200 krónur, segir Haraldur Henrysson, forseti Slys- avarnafélags íslands. Að sögn Haraldar verður fénu sem safnast varið bæði í þágu ein- stakra björgunarsveita um allt , land sem og verkefna heildar- samtakanna á þessu sviði. Söfnuninni hefur verið valið seljaþessimerkifélagsinsáöllum dögum í sögu íslenskra sjóslysa- heitið Merkisdagar og kemur það heimilum landsins og þannig gera varna. til af tvennu: Markmiðið er að þessa merkjasöludaga að merkis- grh Heimsmeistaraeinvígið jafntefli í þríðju skák I gær tefldu þeir Karpov áskorandi og Kasparov heimsmeistari þriðju skák einvígis síns um æðstu metorð skáklistarinnar. Karpov hafði hvítt en komst hvergi í gegnum varnir heimsmeistarans og eftir 29 leiki sættust þeir á skiptan hlut. Sjá skákskýringu Helga Ólafssonar á bls. 23 í Sunnudagsblaði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.