Þjóðviljinn - 28.10.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.10.1987, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 28. október 1987 240. tölublað 52. órgangur ASl Flausturslegur undirbúningur Ásmundur Stefánsson: Ekki gefist nein aðstaða til umræðu um húsnœðisfrumvarpið á vettvangi ASÍ. Meðferð málsins ófullkomin. Ótti við mismunandi vexti. Lánfylgi einstaklingi Það gafst engin aðstaða til um- ræðu um þetta frumvarp á vettvangi Alþýðusambandsins áður en það var lagt fram, sagði Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ, við Þjóðviljann í gær, en Al- exander Stefánsson gagnrýndi Jó- hönnu Sigurðardóttur fyrir það að hafa ekki haft samráð við aðila vinnumarkaðarins við gerð frumvarps um breytingu á hús- næðislánakerfinu. Ásmundur sagði að hann teldi meðferð málsins mjög ófull- komna, að það hefði þurft að gefa svigrúm til þess að ræða frumvarpið á vettvangi iífeyris- sjóðanna en skuldabréfakaup líf- eyrissjóðanna eru hornsteinn undir húsnæðislánakerfinu. „Ég tel að undirbúningur frumvarpsins hafi verið flausturs- legur. Þetta frumvarp sem Jó- hanna leggur fram núna er allt öðruvísi en þau bráðabirgðalög sem voru í undirbúningi fyrr í haust. Inní þeim lögum var ekk- ert um mismunandi vexti auk þess sem miðað var við efnahag umsækjenda en ekki við íbúða- eignina eina einsog nú er gert til að takmarka sjálfvirknina." Á fundi miðstjórnar Alþýðu- sambandsins sl. fimmtudag var húsnæðisfrumvarpið rætt þó eng- in samþykkt væri gerð á fundin- um. Þar munu menn hafa fundið frumvarpinu ýmislegt til foráttu. Að sögn Ásmundar fjallaði miðstjórnin um þessi mál á sl. vetri og var þá andsnúin því að tekið væri upp ákvæði um mis- munandi vexti lánþega af ótta við að slíkt væri fyrsta skrefið í áttina að almennri hækkun vaxta á húsnæðislánum. Ásmundur sagði að það væri rangt að Alþýðusambandið hefði verið mótfallið því að sjálfvirknin væri takmörkuð, hinsvegar sagð- ist hann sjá ýmsa vankanta á þeiri leið sem frumvarpið byggir á, því það tryggir alls ekki að einstak- lingar geti ekki eignast margar íbúðir með lánum frá Húsnæðis- stofnun. Skák Jóhann tapaöi Jóhann Hjartarson tefldi í gær við júgóslavneska stórmeistar- ann Pedrag Nicolic á alþjóðlega Invest-bankamótinu í Belgrað og laut í lægra haldi. Jóhann stýrði svörtu mönnunum. Hann hefur því enn sem fyrr fjóran og hálfan vinning. í dag teflir Jóhann við sjálfan Viktor Kortsnoj og hefur hvítt. Á föstudag mun hann síðan glíma við Timman en í lokaumferðinni á laugardag teflir hann við Ljubo- jevic. „Maðurinn sem er að eignast sína sjöttu íbúð getur gert það með því að kaupa íbúð sem er með áhvflandi húsnæðislánum. Mín skoðun er því sú að lánið eigi að fylgja einstaklingnum en ekki íbúð og að einstaklingurinn fái bara einusinni lán úr Húsnæðis- stofnun nema að til komi félags- legar aðstæður, sem geri það nauðsynlegt að einstaklingurinn sé aðstoðaður aftur." Þá taldi Ásmundur að eigna- viðmiðunin við úthlutun væri frá- leit, að miða lánveitingu við eignarhlutfall í íbúðinni. „Stór- eignamanninum er opin leið til þess að veðsetja íbúð sína og komast þannig inn í kerfið.“-Sáf Sjá bls 3 Það beindust mörg spjót að Þorsteini Pálssyni í gær en Steingrímur Hermanns son gat andað léttar, þar sem hann þart ekki lengur að reyna að halda utan um óstýriláta ríkisstjórn. Hann fékk meira að segja hrós fyrir sjálfstæða afstöðu til utanríkismála frá stjórnarandstöðunni. Mynd E.OI. Alþingi Stefnuræða forsætisráðherra Stefnurœðaforsœtisráðherrafluttígœr. Varað við sundrung. Stjórnarliðar einsog köttur í kringum heitan graut óður landnem- orð og efndir stangast stöðugt á leið er lagður á matarskattur, tal- unum gert að Hvar var eldmóður landnem- ans? spurði Svavar Gestsson í upphafi máls síns i umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi. Hann var ekki einn um að undrast hvar nýjungarnar og framfarahugurinn var hjá þessum unga forsætisráðherra nýmynd- aðrar ríkisstjórnar. Stjórnarand- staðan talaði um fagrar umbúðir utan um lítið innihald. Stjórnarsinnar fóru hinsvegar einsog kettir í kringum heitan graut stjórnarsamstarfsins þó einstaka þeirra gæti ekki á sér set- ið að senda samstarfsaðilum smá skot. „Ráðherrastólar eiga það til að minnka ef mennirnir sem verma þá eru ekki nógu stórir," sagði Ólafur Þ. Þórðarson. Gagnrýndi hann fjárlagafrumvarpið tölu- vert, einkum niðurskurð á rann- sóknum á sviði fiskeldis og loð- dýraræktar. Stjórnarandstaðan gagnrýndi einkum matarskattinn og hvernig orð og efndir stangast stöðugt á hjá ríkisstjórninni, þegar í öðru orði er taíað um jöfnuð en um leið er Iagður á matarskattur, tal- að er um jafnræði milli byggð- arlaga en um leið er sveitarfélög- unum gert að taka á sig stöðugt fleiri verkefni. -Sáf Sjá bls. 7 Trúnaðarmaður rekinn Fyrir neðan allar hellur Formaður Dagsbrúnar: Héltað svona tilfelli tilheyrðu liðinni tíð. Við lítum mjög alvarlegum augum á þetta mál og sér í lagi þar sem um er að ræða brott- rekstur trúnaðarmanns, án nokkurs sýnilegs tilefnis. Þessi framkoma forsvarsmanna Ör- yggismiðstöðvarinnar s/f. í garð Freys Guðlaugssonar er fyrir neðan allar hellur og með Ijótari brotum sem ég hef þurft að hafa afskipti af í gegnum tíðina og í sannleika sagt hélt ég að svona tilfelii tilheyrðu liðinni tíð, segir Guðmundur J. Guðmundsson for- maður verkalýðsfélagsins Dags- brúnar í samtali við Þjót'viljann. Síðastliðinn föstudag var trún- aðarmaður öryggisvarða hjá Ör- yggismiðstöðinni s/f í Kringlunni rekinn úr starfi fyrirvaralaust. Að sögn Kjartans Schevings eiganda fyrirtækisins er ástæðan fyrir brottrekstrinum sú að Freyr hafi brotið trúnað við fýrirtækið með því að taka ljósrit af dagbókar- færslu öryggisvarðanna og sýnt það hverjum sem er. Að sögn Freys Guðlaugssonar er þessi ástæða fyrir uppsögninni fyrirsláttur einn og aðeins til þess gerður að slá ryki í augu almenn- ings og koma sér undan kjarna málsins. „Uppsagnarbréfið tilgreinir enga ástæðu fyrir að ég er rekinn úr mínu starfi sem öryggisvörður. Það sem skiptir hins vegar máli er það að ég sem trúnaðarmaður verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar og kjörinn til þess af mínum vinn- ufélögum, hef reynt að sinna mínum skyldum eftir bestu getu. Það eru ótal hlutir sem fyrirtækið hefur vanrækt til að gera öryggis- vörsluna sem besta úr garði og alls ekki sinnt nauðsynlegum að- gerðum til þjálfunar og upplýs- ingar handa öryggisvörðunum sem gæta verðmæta uppá hundr- uð milljóna og það hefur farið fyrir brjóstið á þeim,“ sagði Freyr Guðlaugsson. grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.