Þjóðviljinn - 17.12.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.12.1987, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 17. desember 1987 283. tölublað 52. órgangur Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli Hverjir bera ábyraðina? kostnaður við byggingu flug- stöðvarinnar á Keflavíkurflug- velii nam 2.483 miiljónum króna. Framreiknuð kostnaðaráætiun er 1.174 milljónir og er þá „sleppt úr áætlun þeim breytingum, við- bótum og magnaukningum sem samþykktar voru“. Mismunur- inn er 1.309 milljónir eða 1.3 milljarðar króna. Þessar upplýs- ingar koma fram í skýrslu utan- ríkisráðherra við beiðni Guðrún- ar Agnarsdóttur alþingismanns og allra annarra kvenna sem eru i stjórnarandstöðu á þingi. Kostnaður er í skýrslu utan- ríkisráðherra talinn heldur lægri en heildargreiðslur samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um byggingu flugstöðvarinnar. Ríkisendurskoðun upplýsti að heildargreiðslur hefðu numið 2.963 miljónum króna. Utan- ríkisráðherra hefur dregið frá þeirri upphæð annars vegar vexti og lántökukostnað upp á 110 miljónir og hins vegar endur- greidd aðflutningsgjöld 370 milj- ónir króna. Á fundi sameinaðs þings í dag verður að beiðni Alþýðubanda- lagsins umræða um byggingar- kostnað flugstöðvarinnar. Al- þýðubandalagið hefur flutt til- lögu um að kosin verði rannsóknarnefnd til að meta ábyrgð fyrrverandi utanríkisráð- herra, fyrrverandi fjármálaráð- herra og annarra ráðamanna. Rannsóknarnefndinni, sem á að skila niðurstöðum fyrir marslok, ber að fjalla um hvort þeir sem ábyrgð bera á slíkum glundroða skuli áfram gegna opinberum stöðum. ÓP Utanríkisráðherra leggurfram sína skýrslu um byggingarkostnað. Idag verður umrœða á sameinuðuþingi um óhóflegan byggingarkostnað. Alþýðubandalagið leggur til að sérstök nefnd kanni málið Fyrir kosningar hreykti Sjálfstæðisflokkurinn sér af flugstöðinni og taldi sína menn bera veg og vanda af byggingu hennar. Frambjóðendur flokksins létu birta af sér myndir framan við flugstöðina til að fá á sig eitthvað af Ijóma hinnar glæsilegu nýbyggingar. Hér má sjá efstu menn á lista flokksins í Reykjanes- kjördæmi. Gífurlegt kapp var lagt á að vígslan færi fram fyrir kjördag og til þess varið talsverðum fjármunum. Þess var vandlega gætt að upplýsingar um byggingarkostnað bærust ekki út fyrr en að kosningum loknum. Hamar, blað Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði Launaskattur Skattasnjókoma á þingi Seðlabankinn: Útflutningurinn þarf11% gengisfellingu. Einuprósenti launaskatts á útflutningsatvinnuvegina mótmœlt afstjórnarandstöðu Þingmenn gripu til vetrarlegra veðurfarslýsinga þegar þeir ræddu um skattastefnu ríkis- stjórnarinnar í umræðu um frumvarp um 1% launaskatt á fyrirtæki. Albert Guðmundsson sagði að skattagleði fjármálaráð- herra læddist einsog nístandi köld Tónskólarnir Framsókn bregst Þingmenn framsóknar munu ekki gera athugasemdir við það að framlög ríkisins til að greiða helming launakostnaðar við tónlistarkennslu verði felld út úr fjárlögum, sagði einn þing- manna Framsóknarflokksins við Þjóðviljann í gær. „Ástæðan er sú að sveitar- stjórnarmenn hafa ekki þrýst á þetta atriði, þó við framsóknar- menn höfum áhyggjur af þessu, einkum varðandi minni sveitaffé- lögin,“ sagði þingmaðurinn. Framsókn mun hinsvegar standa fast á því að framlög til íþrótta- mála og ungmennafélagsh- reyfingarinnar verði hækkuð á við þriðju umræðu, vegna þrýst- ings frá sveitarstjórnarmönnum. -Sáf vetrarþoka yfir þjóðina og Kristín Halldórsdóttir sagði að skattafrumvörpum snjóaði nú yfir þingheim, en skattasnjó- koman væri eina snjókoman um þessar mundir. Jón Baldvin Hannibalsson mælti fyrir frumvarpinu í neðri deild. Gert er ráð fyrir 1% launa- skatti á fyrirtæki í útflutningsiðn- aði og sjávarútvegi, sem hingað til hafa verið undanþegin launa- skatti. Störf við landbúnað eru áfram undanþegin launaskatti. Reiknað er með að þessi skatt- heimta skili ríkissjóði 400 milljónum á næsta ári. Steingrímur J. Sigfússon benti á að aðstæður færu versnandi í sjávarúivegi og útflutningsiðnaði og taldi nauðsynlegt að fjárhags- og viðskiptanefnd léti kanna af- komu í þessum greinum þegar málið kemur fyrir nefndina. Albert Guðmundsson sagðist harma að undirstöðuatvinnu- greinar ættu að bera enn aukna skatta ofan á það að ríkisstjórnin hefur ákveðið að endurgreiða ekki uppsafnaðan söluskatt sem næmi nálægt milljarði króna. Hjörleifur Guttormsson vitn- aði í greinargerð frá Seðlabank- anum um reksstrargrundvöll sjávarútvegs og útflutningsiðnað- ar. Þar kemur fram að samkepp- nisstöðu þessara greina hefur hrakað. Seðlabankinn telur að meðalgengið þyrfti að lækka um 11% til að staðan væri svipuð og árið 1979. -Sáf Þennan bráðmyndarlega jólasvein, sem auðsjáanlega hlakkar mjög til jólanna, teiknaði Guðrún Björk Magnúsdóttir í Hveragerði. 7 dagar tiljola

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.