Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 23. febrúar 1988 43. tölublað 53. árgangur Aronskan Miljarðar frá hemum Rúmir 5,6 miljarðar til íslendinga vegna reksturs hersins. Aðalverktakarframkvœmafyrir rúmar307miljónir í ár. Keflavíkurverktakar fyrir 345 Heildargreiðsla hersins tii ís- lendinga vegna reksturs her- stöðvarinnar var 5 miljarðar 672 miljónir króna á síðasta ári. Þess- ar upplýsingar er að finna í skýrslu utanríkisráðherra, sem lögð var fram á Alþingi í gær og kemur til umræðu í sameinuðu Alþingi á fímmtudag. Launakostnaður hersins til ís- lenskra starfsmanna nam rúmum 1,4 miljörðum króna en mismun- urinn er greiddur til íslenskra fyr- irtækja og einstaklinga vegna Iauna, verktöku, vöruinnkaupa og þjónustu. T.d. er áætlað að hermennirnir hafi keypt íslenskar landbúnaðarvörur fyrir rúmar 40 miljónir í fyrra. Fyrir utan þessar upphæðir eru greiðslur hersins til íslenskra að- alverktaka vegna framkvæmda við ratsjárstöðvar, Helguvík og aðrar nýframkvæmdir hersins. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdir íslenskra aðalverk- taka fyrir herinn í ár er talinn nema 8,2 miljónum bandaríkja- dala, eða rúmum 307 miljónum íslenskra króna. Pá hefur verið gengið frá samkomulagi við Keflavfkurverktaka um viðhalds- verkefni upp á 9,2 miijónir bandaríkjadala í ár, eða 345 milj- ónir íslenskra króna. Þess má einnig geta að rekstr- artekjur skransölu hersins, Sölu varnarliðseigna, voru 64,6 milj- ónir króna í fyrra og hljóðar rek- strarhagnaður upp á 17 miljónir. Þar af var ríkissjóði skilað rúm- um 13 miljónum. Álagður sölu- skattur var 13,5 miljónir þannig að samanlagt hafði ríkissjóður tæpar 26,7 miljónir út úr skran- söiunni. -Sáf Ríkisútvarpið Allt í endur- skoðun Undanfarnar vikur hafa starfs- menn Ríkisendurskoðunar verið daglegir gestir í höfuðstöðvum Ríkisútvarpsins við endurskoðun á allri starfsemi og rekstri. - Þessi stjórnsýsluendurskoð- un er að okkar frumkvæði. Við erum ekki að fara yfir reikninga heldur skoða nýtingu á mann- skap og fjármunum. Ósköp eðli- leg endurskoðun af okkar hálfu, sagði Halldór V. Sigurðsson ríkisendurskoðandi í samtali við Þjóðviljann í gær. Að sögn Halldórs er reiknað með að endurskoðuninni verði lokið í vor og niðurstöður stofn- unarinnar væntanlega kynntar útvarpsstjóra og menntamála- ráðherra í maí. -Ig. Kópavogsvaka 1988 Tónleikar fyrir yngstu borgarana Annar dagur Kópavogsvök- unnar var helgaður tónlistinni, og var bæði boðið upp á tónlistar- skemmtanir fyrir yngstu kynslóð- ina og popptónleika fyrir þá eldri og reyndari. Skólakór Kársnesskóla, og skólahljómsveit Kópavogs og Kópahvols sáu unt þrjár skemmtanir fyrir börn á forskóla- aldri, undir röggsamri stjórn Þór- unnar Björnsdóttur. Börnunum var skemmt með söng og lúðr- ablæstri, dansatriði tveggja nem- enda Kársnesskóla og auk þess voru þeim kynnt hljóðfæri lúðra- sveitarinnar. Eins fékk einn áhorfenda að stjórna hljóm- sveitinni og til þess að allir hinir fengju að vera með líka stjórnaði Þórunn fjöldasöng. Kópavogsvakan heldur áfram af fullum krafti í dag með annarri sýningu Leikfélags Kópavogs á Svörtum sólskinum. Á morgun verður svo boðið upp á fjöl- breytta bókmennta- og tónlistar- dagskrá. LG Hápunktur tónleikanna fyrir Heiðu Maríu Sigurðardóttur var að fá að sfjórna skólahljómsveit Kópavogs. Mynd: E.ÓI. Ráðhúsið Kynningunni var áfátt Davíð verður að setja ráðhúsið í kynningu og taka þaðfyrirí borgarstjórn um miðjan apríl. Skipulagsnefnd skal fjalla um allar athugasemdir áður en málið verður tekiðfyrir í borgarstjórn Flugstöðin Landsdómur úrskurði „Þegar mál einsog þetta kemur upp hlýtur Alþingi að velta því fyrir sér hvenær hafi svo gróflega verið brotið af scr að vísa beri málinu til landsdóms,“ sagði Olafur Þ. Þórðarson í umræðu um flugstöðvarskýrslu utanríkis- ráðherra. Hann sagði ljóst að tveir ráðherrar, þeir Geir Hall- grímsson og Matthías Á. Mathie- sen bæru ábyrgð á því hvernig þessum málum væri komið. I fyrsta lagi hefðu þeir samþykkt stækkun á flugstöðinni án þess að leggja þá stækkun fyrir fjár- veitingavaldið og í annan stað hefðu þeir tekið ákvörðun um að fara um miljarð fram úr áætlun. -Sáf Jóhanna Sigurðardóttir fór í gær fram á það að borgar- stjóri beitti sér fyrir því að skipu- lag ráðhúsreitsins fengi viðbótar- kynningu með sérstakri sýningu og að almenningi yrði gefínn kost- ur á að bera fram athugasemdir við skipulagið. Að því loknu á að leggja skipulag ráðhúsreitsins ásamt athugasemdum og umsögn skipulagsnefndar um þær fyrir borgarstjórn til endanlegrar ák- vörðunar. Jóhanna staðfesti jafnframt deiliskipulag Kvosarinnar í gær með áðurnefndri athugasemd. Davíð Oddsson borgarstjóri féllst á þetta og verður ráðhús- reiturinn nú settur í kynningu og er stefnt að því að borgarstjórn afgreiði málið frá sér um miðjan apríl. í fréttatilkynningu frá félags- málaráðuneytinu segir að ekki hafi verið nægilega vel staðið að kynningu á deilisktpuiaginu og fylgigögnum með skipulagsupp- drætti af horni Vonarstrætis og Tjarnargötu, þar sem áformað er að ráðhúsið rísi. Segir í tilkynn- ingunni að þessi ágalli þyki þó eigi þess efnis að synja beri stað- festingunni. Jóhanna Sigurðardóttir segir að afskipti Þorsteins Pálssonar af málinu hafi ekki haft nein áhrif á niðurstöðu hennar. Sagði hún það mjög óvenjulegt að forsætis- ráðherra sæi ástæðu til að hafa afskipti af því hvort félagsmála- ráðherra staðfesti skipulag eða ekki. Þá mun Jón Baldvin Hanni- balsson einnig hafa reynt að hafa áhrif á niðurstöðu Jóhönnu. Talsmenn samtakanna Tjörnin lifir lýstu í gær yfir ánægju með úrskurð ráðherra.Davíð Odds- son sagði í gær að þetta myndi ekki tefja framkvæmdir við ráð- húsið. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.