Þjóðviljinn - 08.03.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.03.1988, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 8. mars 1988 55. tölublað 53. árgangur Snót Atvinnulífið úr skorðum Elsa Valgeirsdóttir, varaform. Snótar: Ótímabundinfrestunaðgerða hefði jafngiltþvíað afboða verkfall. Engarfrekari viðræðurí sjónmáli. Atvinnulíf Eyjamanna úrskorðum Að okkar mati kom ekki til greina að fallast á beiðni at- vinnurekenda um að fresta verk- falli ótímabundið. Slíkt hefði í raun jafngilt því að við hefðum afboðað verkfallið. Atvinnurek- endur verða að gera sér grein fyrir því að enginn beitir verk- fallsvopninu nema að vel yfir- lögðu ráði, sagði Elsa Val- geirsdóttir, varaformaður verka- kvennafélagsins Snótar í Vest- mannaeyjum. Um helgina afréð Snót að virða að vettugi ósk atvinnurekenda um ótímabundna frestun aðgerða og halda til streitu verkfalli hátt í fjögur hundruð Snótarkvenna. A föstudag slitnaði uppúr samningaviðræðum Snótar og at- vinnurekenda, eftir að deiluaðil- ar höfðu ást við undir handleiðslu ríkissáttasem j ar a. Elsa sagði að eins og stæði væri ekkert útlit fyrir viðræður að sinni. Þó sagði hún að reiknað væri fljótlega með ríkissáttasemj- ara til Eyja. Snótarkonur búast allt eins við að verkfallið geti staðið drjúgan tíma, áður en kann að draga til tíðinda í samn- ingaviðræðum. Atvinnurekend- ur hafa fram til þessa daufheyrst við kröfum Snótar og ekki talið sig geta boðið uppá meira en samið var um í Garðastrætis- samningunum hjá Verkamanna- sambandinu og Vestfjarðasamn- ingnum hjá Alþýðusambandi Vestfjarða. Arthúr Bogason fiskverkandi hefur boðist til að hækka laun Snótarkvenna, sem hjá honum starfa, um 15 þúsund krónur á mánuði. Elsa sagði að þetta til- boð Arthúrs væri fyrir margra hluta sakir góðra gjalda vert. Reiknað var með að Snót gerði Arthúri gagntilboð í gærkvöldi. Atvinnulíf í Vestmannaeyjum var meira og minna gengið úr skorðum í gær vegna verkfallsins. Vinnsla í frystihúsum liggur niðri. Einhver saltfiskverkun fer enn fram fyrir tilstuðlan karlpeningsins. Á fundi stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Verkalýðsfélags Vestmannaeyja í gærkvöldi, var ákveðið að boða yfirvinnubann með viku fyrirvara. 8. mars Bamttudagur kvenna í dag er alþjóðlegur baráttu- dagur kvenna og til að þjappa konum saman í baráttunni fyrir bættum kjörum og auknum rétt- indum, gangast nokkur samtök fyrir baráttufundi að Hallveigar- stöðum í kvöld kl. 20:30. Konur - nú er komið nóg! er yfirskrift fundarins, sem helgað- ur verður kjörum kvenna og þvr' hve lítið tillit er tekið til þarfa barna í okkar samfélagi. Einnig verður tekið fyrir hvernig samfé- lagið launar konum að loknum vinnudegi. Samkvæmt lögum eiga konur að njóta fulls jafnréttis á við karla á ísíandi, en ekki þarf að leita lengi til að sjá að svo er ekki í raun. í opnu í blaðinu er rætt við nokkrar konur og einn karl um viðhorf til jafnréttismála og hvaða leiðir séu til bóta. Sjá bls. 8 HÍK Atkvæði greidd um verkfall Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans var samþvkkt á fundi full- trúaráðs Hins íslenska kenna- rafélags, sl. föstudag, að efna til atkvæðagreiðslu meðal félags- manna HIK um tillögu að verk- fallsboðun frá og með 13. apríl n.k. Talsmenn HIK vörðust allra frétta af fulltrúaráðsfundinum, en búist er við að HÍK tilkynni formlega um atkvæðagreiðsluna á fréttamannafundi í dag. Undanfarið hefur HÍK átt við- ræður við samninganefnd ríkisins um gerð nýrra kjarasamninga og hefur ríkisvaldið til þessa dauf- heyrst við kröfum HIK. Kennarasamband íslands hef- ur einnig staðið í viðræðum við stjómvöld um nýja kjarasamn- inga og ekki frekar orðið ágengt en HÍK. -rk Keflavíkurflugvöllur Út í móa í bíti á sunnudagsmorgun vildi svo óhönduglega til að Boeing - 737 farþegavél frá E1 Salvador hafnaði utan flugbrautar, er henni var millilent á Keflavíkur- flugvelli. Engin slys urðu á áhöfn vélarinnar. Vélin var á leið til meginlands Evrópu í svokölluðu ferjuflugi. Samkvæmt frásögn starfs- manns á Keflavíkurflugvelli skemmdist vélin nokkuð við óhappið - nefhjól og hreyfill löskuðust. Vélin er nú til viðgerð- ar í flugskýli á Keflavíkurflug- velli. Af hálfu flugmálastjórnarinnar á Keflavíkurflugvelli hefur ekk- ert verið látið uppi um óhappið og tildrög þess. -rk Kjarasamningarnir Samflot á Austurlandi Alþýðusambandi Austurlands veittsamningsumboð. Eiríkur Stefánsson, Fáskrúðsfirði: Öðrumfélögum velkomið að slást í hópinn. 36félögfelldu Garðastrœtissamningana. Aðeins 7samþykktu. Atvinnurekendur staðfesta samningana Aformannafundi Alþýðusam- bands Austurlands í gær, var samþykkt að fela sambandinu samningsumboð fyrir verka- lýðsfélögin í fjórðungnum, sem felldu öll með tölu samninga Verkamannasambandsins og at- vinnurekenda. Þegar hefur að mestu verið gengið frá kröfugerð fyrir komandi samningaviðræð- ur við atvinnurekendur, en að sögn Eiríks Stefánssonar, for- manns verkalýðs- og sjómannafé- lags Fáskrúðsfjarðar, er reiknað með að samningaviðræður hefjist á mánudag. Eiríkur sagði að kröfugerðin yrði ekki gerð opinber að sinni. - Við munum kynna atvinnu- rekendum hana fyrst, sagði Eiríkur, en að hans sögn er kröfu- gerðin að ýmsu leyti frábrugðin kröfugerð Alþýðusambands Austurlands frá því í haust. - Þótt við höfum afráðið að hafa samflot á vettvangi svæða- sambandsins, er ekkert því til fyrir stöðu að önnur félög sem felldu samningana sláist í hópinn. Þeim er það velkomið, sagði Eiríkur. Flest félaganna á Austurlandi hafa nú þegar aflað sér verkfalls- heimildar. Að sögn Eiríks er þess að vænta að þau félög sem enn eiga eftir að verða sér úti um heimild til boðunar verkfalls, afli hennar fljótlega. Um helgina rann út sá frestur sem aðildarfélög VMSÍ höfðu til að taka afstöðu til samninganna. Af 43 félögum sem fjölluðu um samningana, voru þeir einungis staðfestir í sjö félögum. Tæplega- þrír af hverjum fjórum félags- mönnum sem greiddu atkvæði um samniningana, greiddu þeim á móti. Stjórn Vinnumálasambands samvinnufélaganna og stjórn Sambands fiskvinnslustöðva staðfestu samninga atvinnurek- enda við VMSÍ í gær. Stjórn þeirra síðarnefndu hefur beint þeim tilmælum til félagsmanna sinna að fela Vinnuveitenda- sambandinu forræði í samninga- viðræðum við þau verkalýðsfélög sem felldu samningana. rk Sjá um afgreiðslu samninga VMSÍ á bls. 6 Húsbruni á Njálsgötunni. Rétt fyrir kl. 20 í gærkvöldið var tilkynnt um bruna að Njálsgötu 5, sem er tvílyft íbúðarhús úr steini. Greiðlega tókst að slökkva eldinn, sem logað hafði glatt á báðum hæðum. Talið er að húsið hafi verið mannlaust er eldurinn kviknaði og er Þjóðviljann bar að, voru reykkafarar að Ijúka við að leita af sér allan grun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.