Þjóðviljinn - 11.05.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.05.1988, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Fundur kjördæmisráðs Stjóm Kjördæmisráðs Ab. boðar til fundar í Lárusarhúsi sunnudaginn 15. maí kl. 13-18. Á dagskrá fundarins verða m.a.: 1. a) Útgáfumál, b) Starfið framundan, c) önnur mál. 2. Byggðamál. Allir félagsmenn velkomnir. Formenn og stjórnir Alþýðubandalagsfélag- anna, sveitarstjórnarfulltrúar og annað áhugafólk um byggðamál, er sér- staklega hvatt til að mæta. Stjórn kjördæmisráðs. Sumardvöl á Laugarvatni Hinarsívinsælu sumarbúðir Alþýðubandalagsins á Laugar- vatni verður í sumar vikuna 18. - 24. júlí. Umsjón verða í höndum Margrétar Frímannsdóttur og Sigríðar Karlsdóttur. Allar nánari upplýsingar í síma 17500. Alþýðubandalagið Vestfirðir ísland á tímamótum Ölafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins verður með stjórnmálafund á Suðureyri, miðvi)<udaginn 11. maí í Samkomuhúsinu kl. 20.30. Alþýðubandalagið Þingflokkur og framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins Heimsókn á Vesturland Þingflokkur og Framkvæmdastjórn Alþýðubandalagins efna til heimsókna og funda á Vesturlandi föstudaglnn 13. maí og laugardaglnn 14. maí. Dagskrá: Föstudagur 13. maí Kl. 10-16.30 Vinnustaðaheimsóknir og fundir í Borgarnesi og á Akranesi Kl. 17-19 Viðræðufundur með sveitarstjórnarmönnum Alþýðubandalagsins á Vest- urlandi í Röðli, Borgarnesi. Kl. 20 Vorfagnaður Alþýðubandalagsins á Vesturlandi í Hótel Borgarnesi. Laugardagur 14. maí Kl. 10-15 Sameiginlegur fundur þingflokks og framkvæmdastjórnar Alþýðubanda- lagsins í Hótel Borgarnesi. Fundurinn er opinn flokksmönnum Alþýðubandalagsins á Vesturlandi. Alþýðubandalagið Austurland Björn Grétar Ólafur Ragnar ísland á tímamótum Ólafur Ragnar Grímsson og Björn Grétar Sveinsson á opnum stjórnmála- fundum á Austurlandi sem hér segir: Egllsstaðir: Sunnudaginn 15. maí kl. 14 í Samkvæmispáfanum. Eskifjörður: Sunnudaginn 15. maí kl. 20.30 í Valhöll. Neskaupstaður: Mánudaginn 16. maí kl. 20.00 í Egilsbúð. Fáskrúðsfjörður: Þriðjudaginn 17. mí kl. 20.30 í Verkalýðsfélagshúsinu. Alþýðubandalagið Reyðarfirði Opinn fundur Hjörleifur Guttormsson alþingismaður ræðir þjóðmálin við lok Alþingis í Verkalýðshúsinu, föstudaginn 13. maí kl. 20.30. Fyrirspurnir og umræður á eftir. Allir velkomnir. AB Reyðarflrðl Borgarmálaráð ABR Fundur í dag 11. maí kl. 17 að Hverfisgötu 105. Fundarefni: Umferðarmálin í borginni. Virðisaukaskattur Athugasemdir ráðhena Óvandaðar heimildir Þjóðviljans. Vangaveltur blaðsins út íbláinn. Framteljendumfjölgar en skýrslumfækkar í grein í Þjóðviljanum 5. maí 1988 merkt stöfunum óp, sem á að fjalla um virðisaukaskatt, eru veigamiklar missagnir sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Sérstaklega á það við um raka- lausa fullyrðingu um að virðis- aukaskattur hækki verð á íbúðar- húsnæði. Virðisaukaskattur mun ekki hækka verð á íbúðarhúsnæði. Þetta kemur reyndar glögglega fram í greinargerð með frum- varpinu og var síðan ítrekað sér- staklega af formanni fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar í umræðum á Alþingi um málið. Það ber að harma að ábyrgur fjölmiðill skuli ekki vanda heim- ildir sínar betur þegar fjallað er um svo veigamikið mál. Allar vangaveltur blaðsins um nýja skatta á húsbyggjendur og tekjuauka ríkisins vegna þess eru út í bláinn. Annað atriði í grein óp sem þarfnast skýringar er að þrátt fyrir að framteljendum fjölgi þá fækkar skýrslum vegna virðis- aukaskatts samanborið við nú- verandi söluskattskerfi vegna þess að uppgjörstímabil eru lengri. Þannig er gert ráð fyrir því að framteljendur í virðisaukaskatts- kerfi skili 132.100 skýrslum ár- lega samanborið við að sölu- skattsgreiðendur skila 135.600 skýrslum og að því leyti er um minni skriffínnsku að ræða. Jón Baldvin Hannibalsson Qármálaráðherra Virðisaukinn Hálfkveðin vísa Athugasemd við athugasemd í greinargerð með frumvarpi Jóns Baidvins fjármálaráðherra um virðisaukaskatt segir svo í 8. kafla: „því er gert ráð fyrir í frumvarpinu að full skattskylda verði jafnt á vinnu við hús-bygg- ingar og mannvirkjagerð sem efniskostnað. Full skattskylda hefur í för með sér talsverða hækkun á byggingarkostnaði einkaaðila, ríkis og sveitarfé- laga.“ í 3. kafla greinargerðar- innar kemur fram að þessi hækk- un er álitin verða 5-7% eins og sagt var frá í frétt Þjóðviljans 5. maí. Hitt er annað að í greinargerð- inni má finna hugleiðingar um að ríkið skuli greiða húsbyggjendum til baka þann tekjuauka sem af þessu hlýst. Velt er vöngum yfir því hvort frekar ætti að gera þetta með því að afnema vörugjald af tilteknum byggingarvörum eða með beinum endurgreiðslum til húsbyggjenda en engar ákveðnar tillögur eru þar bornar fram. Þarna er að finna viðurkenningu á því að setja þurfi reglur um þessa hluti en eins og svo mörgu öðru, sem snertir virðisauka- skattinn, er því máli vísað til nefndar. Hvað sem líður viljay- firlýsingum í greinargerð þá er ljóst að án frekari aðgerða verða lögin um virðisauka, sem alþingi er nú að samþykkja, til að hækka íbúðarverð. Frumvarpið um virðisaukann er því miður ekki nema hálfkveð- in vísa. Vonandi er að nefnd sú, sem á að skoða málin í sumar, finni leið til að botna þá vísu. En menn hljóta að velta því fyrir sér hvers vegna ekki var legið lengur yfir frumvarpinu og sniðnir strax af því verstu vankantarnir í stað þess að þræla því í gegnum þingið og þurfa að vísa fjölmörgum vafaatriðum til endurskoðunar- nefndar. Það er rétt athugað hjá fjár- málaráðherra að því sjaldnar sem skila þarf skýrslum þeim mun færri verða þær. Þannig mætti fækka söluskattsskýrslum um helming ef uppgjörstímabilið yrði lengt úr einum mánuði í tvo. En að sjálfsögðu er það algjör- lega óviðkomandi því hvort verið er að innheimta söluskatt eða virðisaukaskatt. ÓP Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördœmi Landsbyggðarfólk er búið að fá nóg Harðort opið bréftilþingmannaAusturlands. Samband sveitarfélaga á Aust- urlandi hefur sent þingmönnum harðort bréf um vanda lands- byggðarinnar, og segir að „við- eigandi ráðstafanir“ verði gerðar standi þingmenn sig ekki í stykk- inu. Opið bréf sambandsstjórnar- innar hljóðar svo: Eins og ykkur ætti að vera kunnugt stendur landsbyggðin höllum fæti um þessar mundir. Má nefna ýmsar staðreyndir því til staðfestingar, en hér skal látið duga að tiltaka þrennt: fbúum landsbyggðarinnar hefur fækkað um nærri því 1% á ári undanfarin ár, undirstöðuatvinnuvegir landsbyggðarinnar, og reyndar þjóðarinnar allrar, standa höilum fæti og efnahagsleg staða sveitar- félaganna úti á landi er svo bág- borin að þau geta ekki sinnt því hlutverki sem þeim er ætlað lögum samkvæmt. Ástæður þessa eru margvísleg- ar. Má þar nefna að sú efnahags- stefna sem fylgt hefur verið að undanförnu og nefnd hefur verið fastgengisstefna á þarna stóra sök. Ennfremur er full ástæða til að vekja athygli ykkar á því að setning laga og reglugerða sem snerta stöðu landsbyggðar hafa á heildina litið orðið til að skapa þá gjá, sem myndast hefur á milli landsbyggðar og höfuðborgar- svæðis. Nægir í því sambandi að benda á hve gífurlega sveitarfé- lögum er mismunað í tekjum, t. d. með reglum um álagningu að- stöðugjalda og breytilegt mat fasteigna eftir landsvæðum. Auk þess er framkvæmd á lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga með þvílíkum eindæmum að óviðun- andi er. Lögbundin framlög til sjóðsins hafa verið skert á hverju ári frá 1984 og þurfa sveitar- stjórnir að búa við áriegar geð- þóttaákvarðanir ríkisstjórna hvað þetta varðar. Auk þess eru úthlutunarreglur úr sjóðnum þess eðlis að best stæðu og fjöl- mennustu sveitarfélögin fá í sinn hlut allt of stóran hlut af ráðstöf- unarfjármagni hans. Hvers vegna gerist það að lög og reglur eru landsbyggðinni jafn óhagstæð og dæmin hér að fram- an sanna á sama tíma og þið landsbyggðarþingmenn eruð í meirihluta á Alþingi? Getur skýr- ingin verið sú að þið lítið fremur á ykkur sem fulltrúa stjórnmála- samtaka eða ríkisstjórna en full- trúa ykkar kjördæma? Ráða hagsmunir flokks eða stjórnar- sáttmáli fremur gerðum ykkar og afstöðu á þingi, í stað þess að þið takið höndum saman og gætið í sameiningu hagsmuna umbjóð- enda ykkar úti á landsbyggðinni? Landsbyggðarfólk og ekki síst sveitarstjórnarmenn úti á landi eru búnir að fá nóg. Mælirinn er fullur og sú krafa heyrist hvar- vetna að það misrétti sem nú við- gengst á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar verði upprætt. Fjölmargir kostir eru fylgjandi því að eiga heimili á landsbyggð- inni, en það breytir því ekki að íbúar hennar gera kröfu um rétt- læti og sanngirni. Til að snúa við hinni óhagstæðu þróun á lands- byggðinni verðið þið að endur- skoða öll ykkar vinnubrögð á Al- þingi. Þið verðið að snúa bökum saman og hefja sókn fyrir hags- munum landsbyggðar og láta í þeim efnum engin flokksbönd eða afstöðu til ríkisstjórnar hindra ykkur. Það verður grannt fylgst með störfum ykkar á vettvangi stjórnmálanna á næstu vikum og mánuðum og ef ekki verður þar á grundvallarbreyting mun stjórn Sambands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi hvetja til þess af fullri einurð að viðeigandi ráð- stafanir verði gerðar. Og stjórnin mun ekki binda hugsanlegar ráð- stafanir við Austurlandskjör- dæmi, heldur mun hún, ef þörf krefur, leita samstarfs við sveitar- stjórnarmenn og aðra sem víðast á landsbyggðinni. Egilsstöðum 27. apríl 1988 Stjórn Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi Björn Hafþór Guðmundsson Smári Geirsson Þráinn Jónsson Hrafnkell A. Jónsson Birgir Hall varðsson Magnús Ingólfsson Guðmundur Þorsteinsson Olafur Ragnarsson 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mi&vikudagur 11. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.