Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 122. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Ogþette
IIKSmmm
McEnroe
kom með nokkur gullkorn á frétta-
mannafundi um helgina. „Yngri tenn-
isspilarar eiga að sína þeim eldri
meiri virðingu, jafnt innan sem utan
vallar. Þeir sem hafa spilað lengi hafa
sýnt sig og sannað". Ekki verður sagt
um McEnroe karlinn að hann hafi ver-
ið neinn engill þegar hann var ungur
tennisspilari.
Skotar
ætla sér áreiðanlega í heimsbikar-
keppnina 1990. Því til staðfestingar
skipuleggja þeir keppnistímabilið
þannig að leikir í skosku úrvals-
deildinni stangist ekki á við leiki í
heimsbikarkeppninni.
Stapleton heill
Jack Charlton, þjálfari írska lands-
liðsins, hefur valið Frank Stapleton í
liðið sem leikur gegn Noregi á mið-
vikudaginn. Ekki var víst að Staþleton
myndi sleþpa í gegnum læknisskoð-
un en það gekk og sömuleiðis slaþp
John Anderson í gegnum læknis-
skoðun og í liðið.
Vöruskipti
Bayer verksmiðjurnar í Þýskalandi,
sem á fyrstudeildar liðið Bayer Le-
verkusen, hefur gert samning við
Pogan Stettin í Póllandi um kaup á
landsliðskappanum Marek Lesniak.
Verðið er talið vera ein miljón marka
auk þess að Pólverjarnir fái vörur frá
Bayer verksmiðjunum.
AC Milan
keypti á dögunum Hollendingin
Frank Rijkaard frá Sporting Lissa-
bon. Þegar eru fyrir tveir samlandar
hans hjá Milan, Ruud Gullit og Marco
von Basten, en líklega verður Argent-
ínumaðurinn Claudio Borghi, sem er í
láni hjá Como á (talíu, látinn fara frá
félaginu.
Sænskir
knattspyrnumenn ganga kaupum og
sölum þessa dagana. Sænska liðið
Gautaborg hefur þegar selt tvo sterka
og um daginn var Johnny Ekström
seldur frá ítalska liðinu Empoli til Bay-
ern Múnchen.
Alþjóöaboxráðiö
gaf Mexikananum Gilberto Roman
leyfi til að keppa við Yoshiyki Uchida
frá Japan. Roman sem er
heimsmeistari í fluguvigt var settur í
bann eftir að leifar af eiturlyfinu Mari-
juana fannst í honum fyrir bardaga
gegn Sugar Baby Rojas.
Leynilegt
rugby-mót verður haldið í Suður-
Afríku í sumar segir Danie Craven,
formaður suður-afríska rugbysam-
bandsins en þá er meiningin að halda
uþpá 100 ára afmæli sambandsins.
Englendingar, Walesbúar og Skotar
hafa bannað eða beðið sína kepp-
endur að keppa ekki í Suður-Afríku
en það eru sterkustu rugbylöndin. En
Craven segir að liðið verði nógu
sterkt til að vinna landa sína og liðið
verði ekki tilkynnt fyrr en allir kepp-
endur eru komnir til Suður-Afríku.
Ólæti
eru ekki bara hjá aðallandsliðum. í
Aþenu stendur yfir keppní landsliða
undir 21 árs og í leik Frakka og
Grikkja urðu mikil uppþot sem leiddu
til þess að slíta varð leiknum. UEFA
hefur fengið skýrslu um málið og mun
hún fara fyrir aganefnd. Hvað veldur
þessu ofbeldi?
Schuster í vanda
Þýski landsliðsmaðurinn, Bernd
Schuster, sem leikur með Barcelona
hefur verið kærður fyrir skattsvik og
forseti liðsins Luis Nunez einnig fyrir
að vera vitorðsmaður. Þeim var
sleppt eftir yfirheyrslur en gert að
skilja eftir um 15 miljónir fyrir hugsan-
legum sektum. Schuster er talinn
hafa stungið undan sem svarar tveim
og hálfri miljón á árunum 1983 til
1986. Þess má geta í leiðinni að hann
mun sþila með Real Madrid næsta
kepþnistímabil.
Knattspyrnuskóli
Breiðablik verður með knattspyrnu-
skóla sem hefst 6. júní. Kennarar
verða Sigurður Viðisson, Eiríkur Þor-
varðarson og Gregor Bilatowitz en
nánari upplýsingar fást hjá Sverri í
síma 641499.
IÞROTTIR
Fótbolti
Grindavík sló Breiðablik út úr
bikarkeppninni í gærkveldi þegar
fyrsta umferð hennar var háð. Þá
máttu Vestmannaeyingar þakka
fyrir sigur sinn gegn Aftureldingu
en vítaspyrnukeppni þurfti til að
knýja fram úrslit.
Úrslit í mjólkurbikarnum:
Selfoss-Haukar 7-1 (6-0)
Mörk Selfoss: Jón B. Kristjánsson,
Vilhelm Fredriksen, Björn Axelsson,
Sævar  Sverrisson,   Guðmundur
Magnússon, 2 sjálfsmörk.
Mark Hauka: Helgi Eiríksson.
Hveragerði-Grótta 4-3 (1-2)
Mörk Hveragerðis: Ólafur Jósefsson
2, Jóhannes Björnsson 2.
Mörk Gróttu: Erling Aðalsteinsson,
Valur Sveinbjörnsson, Kristján Björg-
vinsson.
úr leik
Grindavík-UBK 2-0
Mörk Grindavíkur: Freyr Sverrisson,
Páll Jóhannsson.
Afturelding-ÍBV 3-5
Öll mörkin skoruð í vítakeppni eftir
framlengingu.
Reynir S.-ÍK 4-2 (3-0)
Mörk Reynis: Pétur Sveinsson 2,
Grétar  Sigurbjörnsson,   Sigurjón
Sveinsson.
Mörk ík: Úlfar Óttarsson 2.
Víðir-Ármann 4-0 (3-0)
Mörk Víðis: Sævar Leifsson, Björn
Vilhelmsson, HeimirKarlsson, Svan-
ur Þorsteinsson.
Hvöt-Magni 1-3
Mark Hvatar: Gísli Gunnarsson.
Mörk Magna: Jón Ingólfsson 2, Þor-
steinn Jónsson
-þom
Guðjón er einn af hinum efnilegu unglingum íslands í fimleikum sem
gert hafa mjög góða hluti erlendis að undanförnu.
Fimleikar
Frjálsar
Guðjón í 1. sæti
Frábœr árangur hjá íslenskafim-
leikalandsliðinu ílandskeppni við Skota
Pétur náði ekki
Tvisvar ógilt kast yfir tuttugu metra
Björn Pétursson FH..................2.48,4mín
Vormót Kópavogs í frjálsum
íþróttum var haldið um helgina
og var þátttaka góð í flestum
greinum.
Við miklu var búist af Pétri
Guðmundssyni sem ætlaði að
kasta yfir 20 metra. Honum tókst
það í tveimur fyrstu köstunum en
bæði voru dæmd ógild vegna þess
að útfærsla hans var ekki nógu
góð. Þriðja kastið var þó gilt en
þar vantaði 40 sentimetra uppá
tuttugu metrana. Pétur mun því
enn reyna við blessaðan múrinn í
bili.
Súsanna Helgadóttir FH náði
bestum árangri í langstökki
kvenna og hlaut glæsilegan bikar
sem gefinn var til minningar um
Rögnu Ólafsdóttir.        -ste
Úrslit
100m hlaup karla
FriðrikArnarssonUBK.................11,4sek
Stefán Þ. Stefánsson |R...............11,4sek
BjarniJónssonUBK....................11,7sek
Hannes Garðarsson UNÞ............11,7 sek
1000m hlaup karla
SteinarJohannssonFH............2.37,8 mín
GuðmundurSigurðssonUBK...2.37,8mín
Langstökk karla
AgnarSteinarsson |R.................... 6,34m
Stefán p. Stefánsson |R.................6.29 m
ArnaldurGylfasonlR.....................5,69 m
Kúluvarp karla
PéturGuðmundssonHSK...........19,60 m
Andrés Guðmundsson HSK.........13,67m
ÁrniJensenlR.............................13,48m
Spjótkast karla
Unnar Garðarsson HSK...............68,44 m
Stefán Þ. Stefánsson IR...............47,10 m
AgnarSteinarssonlR..................44,18m
100m hlaup kvenna
GuðrúnArnardóttirUBK..............12,8 sek
HafdísSigurðardóttirÁ................13,2 sek
HalldóraNarfadóttirUBK.............13,3 sek
800m hlaup kvenna
FríðaÞórðardóttirUMFA...........2.27,0mín
MargrétGuðjónsdóttirUBK......2.48,2 mín
ÞorbjörgJensdóttirlR...............2.56,1 mín
Langstökk kvenna
Súsanna Helgadóttir FH................5,80m
GuðrúnValdimarsdóttirlR.............4,91 m
Guðrún Ásgeirsdóttir ÍR.................4,65 m
Kúluvarp kvenna
SigrúnJóhannsdóttirKR..............10,65m
Spjótkast kvenna
SigrúnJóhannsdóttirKR..............24,26 m
HalldóraHinriksdóttirUBK...........19,10 m
Framförin hjá íslenska fiml-
eikalandsliðinu heldur áfram.
Fyrir skömmu varð Fjóla Ólafs-
dóttir norðurlandameistari og
um helgina kepptu íslendingar í
landskeppni við Skota.
Noregur
Loksins
sigur
Stóllinnfarinn að
kólna undir Teiti
aftur
Brann, lið sem Teitur Þórðar-
son þjálfar og Bjarni Sigurðsson
leikur með, vann loks sigur í
norsku 1. deildinni.
Það var Lilleström sem Brann
vann 1-0 og er það fyrsti sigur
liðsins á heimavelli. Stóllinn fer
því að kólna aftur undir Teiti því
venjan er sú í Noregi að ef illa
gengur hjá liði er þjálfarinn rek-
inn.
Gunnar Gíslason og félagar
hjá Moss unnu einnig sigur. Það
var gegn Voleringen og fór
leikurinn 2-0 sem kemur Moss
uppí þriðja sætið.         -ste
Tennis
Ein uppgjöf í
_*.
K I
tveggja
Ekki allir sammála um hugmyndir sem leyfa aðeins eina
uppgjöfí tennis
Á opna franska tennismótinu
skiptast menn í tvo flokka yfir
hugmynd sem forráðmenn tenn-
isíþróttarinnar hafa lagt fram.
Þeir vilja breyta reglunum þannig
að í stað þess að keppendur fái
tvær tilraunir til uppgjafar komi
aðeins ein.
Forseti Alþjóðatennissam-
bandsins, Philippe Chartier,
segir að sambandið vilji gera
tennis að meiri list en ekki bara
Borðtennis
Arsþingið um helgina
Nýjar reglur við valáBorðtennis-
manni ársins
Síðastliðinn sunnudag fór fram
í Laugardal Ársþing Borðtennis-
sambands íslands. Gunnar Jó-
hannsson formaður flutti skýrslu
stjórnar og lofaði helst frammi-
stöðu landsliðsins þegar það sigr-
aði í 3. deild Evrópukeppninnar
og komst upp í 2. deild.
Samþykkt var að breyta flokk-
akeppninni þannig að liðin spila
nú heima og heiman í stað þess að
allt sé spilað á tveimur helgum á
árinu. Reglum um val á Borð-
tennismanni  ársins  var  breytt
þannig að í stað þess að stjórnin
velji, fá allir meistaraflokks-
menn, stjórnarmenn BTÍ, lands-
liðsnefnd og landsliðsþjálfari at-
kvæðaseðla.
Gunnar Jóhannsson var endur-
kosinn formaður en aðrir í stjórn
voru kosnir Árni Siemsen, Hall-
dór Haralz, Ingólfur Arnarson og
Valgarð Halldórsson. í vara-
stjórn voru kosnir Hjálmar Aðal-
steinsson, Albrecht Ekmann og
Eiríkur Arnarson. Engin kona
hlaut kosningu.           -ste
ónákvæmum þrumuskotum.
„Ein uppgjöf myndi breyta tenn-
isíþróttinni svo að menn myndu
nota hausinn meira," sagði
Chartier. John McEnroe og
nokkrir af Svíum er sammála
honum en ekki eru allir á sama
máli. Ivan Lendl, Pat Cash og
Boris Becker eru í þeim hópi.
„Þetta er alveg fáránlegt. Þetta
myndi einfalda tennis of mikið og
taka alla spennu úr leiknum. Það
væri eins og að banna forhandar-
skot," sagði Pat Cash.
Forsetanum finnst ekki mikið
til um kvartanir leikmanna: „Það
er allt í lagi að fá þeirra álit en
hvað með áhorfendur sem sjá
leikmönnum óbeint fyrir
launum. Og hvað með sjónvarps-
áhorfendur sem þurfa að horfa
uppá þrjátíu ónákvæm þrumu-
skot í hverjum leik? Hreint út
sagt er það hundleiðinlegt! Hug-
myndin er kannske 10 árum á
undan tímanum en hún er komin
fram og deyr ekki."
Enn hefur engin ákvörðun ver-
ið tekin en vitað er að forráða-
menn Wimbledon keppninnar
eru að hugsa málið.       -ste
Guðjón Guðmundsson vann
einstaklingsflokkinn, í 3. sæti
lenti Axel Bragason og Jóhannes
Sigurðsson náði í 5. sætið. Guð-
jón vann einnig hringi og tvíslá,
Axel á svifrá og Kristján Stefáns-
son í stökki.
Bryndís Guðmundsdóttir náði
í 3. sæti í einstaklingskeppninni
og í þriðja á jafnvægislá en Fjóla
varð þar í 1. sæti.
Drengirnir kepptu einnig í
landskeppni en Skotarnir báru
þar naumlega sigur yfir íslend-
ingum með 220,30 stigum gegn
218,60. í landskeppninni unnu Is-
lendingar í stökki, hringjum, tví-
slá og svifrá en töpuðu í gólh' og á
bogahesti þar sem tapið var nógu
stórt til að færa gestgjöfunum
sigur í landskeppninni.     _ste
Tennis
Úlfhildur
vann
Fullorðnir keppa
um næstu helgi
Um helgina fór fram í Kópa-
vogi NIKE-Dunlopmótið í flokki
unglinga í tennis. Keppt var utan-
húss í sæmilegu veðri en þetta var
fyrsta útimótið í sumar.
Úrslit
Drengir:
Jónas Björnsson Víking vann Stefán
Pálsson ÍK í einliðaleiks úrslitum 3-6,
6-3 og 6-4.
Stefán og Fjölnir Pálssynir lK unnu
tvíliðaleikinn.
Stúlkur:
Úlfhildur Indriðadóttir ÍK vann Elísa-
betu Sveinsdóttir í úrslitum einliða-
leiks.
Anna Pála Stefánsdóttir ÍKog Úlfhild-
ur Indriðadóttir unnu tvíliðaleikinn.
Um næstu helgi fer fram flokk-
un fullorðinna og hefst keppni í
Kópavogi kl.17.00 á föstudaginn.
Skráningarlistar liggja frammi
hjá flestum tennisvöllum en einn-
ig er hægt að skrá sig hjá Einari í
síma 52941.              -ste
Miðvikudagur 1. júni 1988 MÓÐVILJINN - SÍÐA 19
I kvöld
Fótbolti
Mjólkurbikarinn heldur áfram og
kl.20.00 hefstsíðari hluti 1. umferðar.
Árvakur-Skotfélagið
Leiknir R.-FH
Ægir-Fyrirtak
Njarðvík-Víkverji
Ernir-ÍR
Fylkir-Snæfell
Hvatberar-Þróttur R.
Augnablik-Víkingur Ól.
Tindastóll-Dalvík
Valur Reyðarf.-Höttur
Þróttur N.-KSH
Léttir-Hafnir
Lelk KA-ÍBK og ÍA-Vals er frest-
aft tll föstudagsins.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20