Þjóðviljinn - 19.07.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.07.1988, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 19. júlí 1988 162. tbl. 53. árgangur Ellilífeyrisþegar Dýrkeypt skattleysisár Ríkissjóður sparaði sér 8 milj- ónir króna við útborgun tekju- tryggingar til ellilífeyrisþega um síðustu mánaðamót, en þá voru greiðslur til nærri 200 einstak- linga skornar alfarið niður og stórlækkaðar til fjölda annarra. Nú er komið í Ijós að mistök áttu sér stað við uppgjör á endurmati Tekjutryggingin tekin aftœplega200 ellilífeyrísþegum. Greiðslur skornar niður tilfjölda einstaklinga. Gleymdist að reikna með skatt- leysisárínu. Tryggingastofnun ríkisins: Skatturínn skilaði sínu of seint. Mistök í útreikningum tekjutryggingar hjá Trygginga- stofnun ríkisins, þar sem ekki var tekið tillit til þess að fjöldi ellilíf- eyrisþega notaði skattleysisárið í fyrra og varð sér úti um aukatekj- ur sem nú koma að fullu til frá- dráttar við endurmatið. Mikil reiði og gremja er meðal þeirra sem urðu fyrir niðurskurði tekjutryggingar. Sem dæmi um niðurskurðinn má nefna að tekj- utrygging fullorðinna hjóna sem búa á vistheimili fyrir aldraða í Reykjavík var skorin niður um rúmar 20 þúsund krónur á mán- uði. Haukur Haraldsson deildar- stjóri greiðsludeildar Trygging- stofnunar segir að sértekjum elli- lífeyrisþeganna frá skattlausa ár- inu hafi átt að halda sér vegna skattleysisársins, en þar sem lokaskil frá skattinum hefðu bor- ist of seint hefði tekjuaukinn ver- ið reiknaður með af fullum þunga við endurmatið. Hefur stofnunin boðið ellilífeyrisþegum leiðrétt- ingu á tekjutryggingunni gegn því að þeir gefi sérstaka skriflega yfirlýsingu um tekjur sínar á þessu ári. Sjá síðu 2 Mandelatónleikar Frelsum Mandela Velheppnaðir afmœlis- og baráttu- tónleikar Góð aðsókn var að tónleikum Suður Afríku samtakanna á Klambratúni sl. sunnudag. Veðurhorfur voru ekki með besta móti í byrjun tónleikanna. En eftir að hljómsveitin Síðan skein sól hafi skilað sínu framlagi tóku veðurguðirnir hljómsveitina á orðinu. Tónleikarnir voru í tilefni þess að Mandela var sjötugur í gær og til styrktar ofsóttum börnum í Suður Afríku. Um 1.3 miljón króna safnaðist á tónleikunum og verður notað í lögfræðiaðstoð fyrir fangelsuð og ofsótt börn og annað það sem gæti veitt börnun- um stuðning. Sjá síðu 5 Mandela er lokaður inn í herbergi, við verðum að hjálpa honum að komast út úr herberginu. Eitthvað á þessa leið orðaði Björk Guðmundsdóttir tilefni Mandelatónleikanna. Mynd: Sig Mývatn Stórfelldur ungadauði Endurflýja hreiður. Vatnið nœringarlaust Stórfelldur andarungadauði á sér nú stað við Mývatn. Endur yfirgefa hreiður áður en egg klekjast og ungar sem hafa þegar skriðið úr eggjum drepast. Þor-, grímur Starri Þorgrímsson bóndi í Garði við Mývatn segir aukið magn áburðarefna í vatninu valda hörmungunum. Aukin byggð við vatnið, meiri túrismi, umrót og mengun frá Kísilgúr- verksmiðjunni stuðla sameigin- lega að hruni lífríkisins að mati Þorgríms. Þorgrímur segir lögin sem sett voru til verndunar Mývatns í raun óvirk þar sem fé til rannsókna á lífríkinu hafi verið skorið við nögl. Sveitarstjórnir á svæðinu hafa sent erindi til Verkefnis- stjórnar Mývatnsrannsókna þar Er þessi sjón liðin tíð við Mývatn? sem þess er krafist að ítarlegar rannsóknir hefjist þegar í stað á orsökum ungadauðans. Sjá síðu 3 „Stefni að heimsmeti í 200 m líka“ segir Haukur Gunnarsson sem setti heimsmet í 400 m hlaupi á opnu mótifatlaðra íÞýskalandi. Vann í öllum greinunum og áfyrir eitt heimsmet „Stefnan er sett á að slá heims- metið í 200 m hlaupi á Ólympíu- leikum fatlaðra sem verða í Suður-Kóreu í haust," sagði ný- bakaður heimsmeistari, Haukur Gunnarsson, fatlaður íþrótta- maður sem setti um helgina glæsi- legt heimsmet í 400 m hlaupi á sterku opnu frjálsíþróttamóti fyrir fatlaða sem fram fór í Þýska- landi. Hann keppti í þremur grein- um, 100, 200 og 400 metra hlaupi og vann í þeim öllum en Haukur æfir með Ármenningum undir stjórn Stefáns Jóhannssonar. --------------------------- Haukur Gunnarsson keppti í þremur greinum og vann þær allar, þaraf Sjá nánar á íþróttasíðu eina með heimsmeti. Fatlaðir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.