Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Skák
Jafntefli
vjð Norðmenn
I 1. umferð skákkeppni ung-
lingalandsliða, íslands, Noregs,
Svíþjóðar og Danmerkur, skildu
Islendingar og Norðmcnn jafnir
með 5 vinninga hvor þjóð.
Svíar náðu flestum vinningum í
Hammershöj í gær, er þeir unnu
Dani með 6 1/2 vinningi gegn 3
1/2.
Fjórir íslensku skákmannanna
unnu sínar skákir. Það voru þeir
Andri Áss Grétarsson, Tómas
Hermannsson, Hannes Hlífar
Stefánsson og Þröstur Árnason.
Þröstur Þórhallsson og Tómas
Björnsson gerðu jafntefli við sína
andstæðinga, en Davíð Ólafsson,
Snorri G. Bergsson, Sigurður
Daði Sigfússon og Rúnar Sigurp-
álsson töpuðu fyrir Norðmönn-
unum.
mj
FRETTIR
ÚtvegsbankinnlNesco
Ríkið tapaöi 50 miljónum
Útvegsbankinn nýi bauð ekki í veðjörð, Útvegsbankinn gamli tapaði
50 milljónum
Utvegsbankinn gamli - það er
ríkissjóður - tapaði í gær um
50 niilljóiiuin þegar jörð sem sett
hjafði verið að veði fyrir skuldum
var slegin Landsbankanum fyrir
8 miljónir. Útvegsbankinn nýi
bauð ekki í jörðina.
í gær fór fram uppboð á
eignarhlut Óla Biltvedt í jörðinni
Óttarsstöðum I við Straumsvfk.
Óli er aðaleigandi Nesco-
fyrirtækjanna og hafði veðsett
jörðina fyrir skuídum fyrirtækis-
ins. Voru Landsbankinn, Búnað-
arbankinn og Útvegsbanki ís-
lands - Útvegsbankinn hf aðal-
skuldeigendur.
Uppboðið fór fram að kröfu
Xandsbankans, sem keypti
eignarhlut Óla sem er um 240
hektarar á um 8 milljónir króna.
Talið er að Landsbanki og Bún-
aðarbanki hafi náð að tryggja
sína hagsmuni, a.m.k. að mestu
leyti. Það vakti hins vegar athygli
að Útvegsbankinn hf. bauð ekki í
jörðina og tapaði Útvegsbanki ís-
íands - alias ríkissjóður þar veð-
um fyrir milljónatugum, sem þeir
hefðu hugsanlega getað tryggt sér
hefðu þeir náð að festa sér jörð-
ina. Utvegsbanki íslands átti t.d.
tryggingabréf sem tekið var fyrir
tveimur árum og var þá að upp-
hæð um 100 milljónir japanskra
yena. Hundrað miltjónir yena
eru í dag um 35 milljónir króna,
en með vöxtum og dráttarvöxtum
er þessi krafa líklega á bilinu 45-
50 milljónir króna.
Lögfræðingur Útvegsbankans
hf. Kristján Þorbergsson sagði í
samtali við Þjóðviljann að maður
frá bankanum hefði verið við-
staddur uppboðið, en ekki boðið
í jörðina. Ástæðan væri sú að Ut-
vegsbanki íslands væri það neð-
arlega í veðröð að slíkt tilboð
hefði ekki borgað sig, þar sem
aðrir kröfuhafar fyrir framan
bankann í röðinni hafði átt kröfur
fyrir milljónatugi. Hefði Útvegs-
bankinn því keypt jörðina hefði
hann þurft að greiða þeim aðil-
um, sem fyrst og fremst eru
Landsbanki og Búnaðarbanki
þeirra kröfur og það hefði ekki
verið talið hagstætt.
Þar með er ljóst að tap ríkis-
sjóðs vegna Útvegsbanka Islands
eykst enn, og að Útvegsbankinn
hf getur látið þær fjárhagsáhyggj-
ur sér í léttu rúmi liggja.  -phh
Lánskjaravísitalan
Misgengi innbyggt
í vísitöluna
Stefán Ingólfsson: Kemur ekki á óvart. Hætt-
anfyrst ogfremst efvextir húsnœðislána verða
hœkkaðir samfara misgengi. Sturla Þengils-
son: Misgengi lána og launa alltafjafn alvar-
legtfyrirlántakendur. Stjórnvöld eiga óhœg-
ara um vik að skella skollaeyrum við misgengi
en áður
Nýr misgengishópur,er augljós
lega að verða til. I sjálfu !
sér
skiptir litlu hversu mikið mis-
gengið er. Það er alltaf jafn alvar-
legt mál þegar almenningur þarf
að standa straum af afborgunum
á lægrí launum, en hann hafði
þegar lánin voru tekin. Glæpur-
ihn er því alltaf samur við sig,
sagði Sturla Þengilsson, talsmað-
ur sk. Sigtúnshóps, sem lét mikið
til sín taka fyrír nokkrum árum er
misgengi lánskjaravísitölu og
launa var sem mest 1983 til 1984,
en f áliti verðtryggingarnefndar
er reiknað með því að lánskjara-
vístala hækki 10% umfram lami á
gildistíma bráðabirgðalaganna.
HP~
Framtíðin
enn óraðin
4 miljónir fundust til
viðbótar. Tapiðalls
14 miljónir
Ekki var framtíð Helgarpóstins
endanlega ráðin á fiindi útgáfu-
stjórnar Goðgár í gær. Samþykkt
var á fundinum að krefjast rann-
sóknar á öllu bókhaldi fyrirtækis-
ins síðustu árin. Blaðamannafé-
lagið hafði áður krafist opinberr-
ar rannsoknar á bókhaldi þess til
þess að komast til botns í misferli
fyrirtækisins gagnvart starfs-
niönnum þess.
Upplýsingar hafa komið fram
um viðbótartap upp á 4 milljónir
króna. Heildartapið nemur þá
orðið 14 milljónum króna um-
fram eignir.
Nú nýtur fyrirtækið 2 mánaða
greiðslustöðvunar á meðan opin-
ber rannsókn fer fram á meintu
misferli      útgáfufyrirtækisins
gagnvart blaðamönnum. Fyrir-
tækið tók skatta af starfsmönnum
en skilaði þeim ekki til ríkisins.
-gís.
Stefán Ingólfsson, verkfræð-
ingur, sagði að sér kæmi ekki á
óvart að verðtryggingarnefnd
hefði komist að þeirri niðurstöðu
að misgengi á gildistíma bráða-
birgðalaganna yrði um 10%.
Þegar þróun lánskjaravísitölu
og launa væri borin saman á 25
ára tímabili, kæmi berlega í ljós
að misræmis megi vænta á sjö til
átta ára fresti. Astæðaiina væri
fyrst og fremst að leita í grund-
velli lánskjaravísitölunnar og
gagnkvæm hækkunaráhrif fram-
færslu- og lánskjaravísitöiu.
- Þetta er alvarlegast fyrir þá
sem tóku verðtryggð lán í fyrra til
að fjármagna sín húsnæðiskaup,
því þeir miðuðu lántökurnar við
þá greiðslugetu sem þeir höfðu
þá, sagði Stefán.
Stefán sagði að þrátt fyrir
nokkurt misgengi nú, væri það
ekki sambærilegt við misgengi
áranna 1983-1984. Bæði væri að
misgengi lánskjaravístölu og
launa hefði þá verið langtum
meira en nú væri talað um og hitt
að lög um greiðslujöfnun kæmu
lántakendum til góða.
- Hins vegar felst hættan fyrst
og fremst í því ef útlansvextir af
lánum byggingasjóðanna verða
hækkaðir samhliða misgenginu,
sagði Stefán, en samkvæmt áliti
sk. sérfræðinganefndar í húsnæð-
ismálum sem skilaði álitsgerð til
félagsmálaráðherra sl. vor, er
lagt til að vextir útlána verði
hækkaðir til samræmis við þau
vaxtakjör sem byggingasjóðun-
um eru búin hjá lífeyrissjóðun-
um. Útlánavextir byggingasjóð-
anna eru í dag 3,5%.
Sturla Þengilsson, sagði að
munurinn á misgengi nú og á ár-
unum 1983-1984 væri sá að
stjórnmálamenn hefðu verið
gerðir meðvitaðir um það hvað
misgengi væri og hvað það hefði í
för með sér. - Það er því erfiðara
fyrir stjórnvöld að líta framhjá
greiðsluvanda húsnæðiskaup-
enda og byggjenda nú en var þá,
sagði Sturla.
-rk
Ríkisendurskoðun þykir eitthvað athugavert við það að yfirmaður þessarar rannsóknastofu Landakotsspít-
ala hafi 18 milljónir í árstekjur. Láir það henni enginn ef satt reynist. Mynd: Ari
Landakotsspítali
Sætir hörðum ásökunum
Ríkisendurskoðun:Fjárfestingar Landakots ámælisverðar. Forstöðu-
maður rannsóknadeildar með 18 milljónir í árslaun. 10 milljóna halli á
Ríkiscndurskoðun hcfur skilað
skýrslu um rekstur Landa-
kotsspítala og hafa fjármálaráð-
herra og heilbrigðismálaráð-
herra haft hana til skoðunar um
nokkurn tíma. í skýrslunni eru
fjárfestingar spítalans gagnrýnd-
ar þar sem þær eru langt framyfir
það sem ætlað er í fjárlögum. Tíu
milljóna halli er á rekstri Landak-
ots í hverjum mánuði
Skýrsla Ríkisendurskoðunar
hefur ekki verið gerð opinber. En
þær fjárfestingar sem munu vera
gagnrýndar í henni  eru kaup
mánuði
Landakots á fasteignum og tækj-
um svo og innréttingum. En
Landakot dregur á eftir sér eldri
halla upp á 170 milljónir. Þá þyk-
ir ámælisvert að læknir sem fer
með forstöðu rannsóknadeildar
virðist hafa fengið 18 milljónir í
laun á síðasta ári.
Logi Guðbrandsson forstjóri
Landakotsspítala sagðist ekki
vilja koma með neinar athuga-
semdir um þetta mál að svo
stöddu, þegar Þjóðviljinn ræddi
við hann í gær. Það væri verið að
vinna að gerð athugasemda við
skýrsluna og yrðu þær sendar
ráðuneytunum upp úr helgi. Þeg-
ar blaðamaður spurði hvort hon-
um þættu þessar ásakanir órétt-
látar sagði Logi: „Þú getur rétt
ímyndað þér, en þettar er eitt af
því sem við viljum ekki ræða við
fjölmiðla fyrr en við höfum sent
okkar athugasemdir til fjármála-
og heilbrigðismálaráðuneytis."
Ekki náðist í Guðmund
Bjarnason heilbrigðismálaráð-
herra.
-hmp
Faileinkunn í fjármálastjóm
Jón Baldvin Hannibalsson: Síbrotastofnanir til athugunar. Aga verð-
ur að koma á húskarlana. Sýslu- og bœjarfógetaembœtti undir smásjá
Forsvarsmenn Landakots fá
falleinkunn hvað varðar
fjármálastjórn, sagði Jón Baldvin
Hannibalsson, fjármálaráðherra
en samkvæmt úttekt Rikisendur-
skoðunar á fjárreiðum spítalans,
kemur fram að fjárþörf stofnun-
arinnar er 250-300 miljónir á ár-
inu.
- Hvort og hvenær skýrslan
verður gerð opinber er ákvörð-
unarefni heilbrigðismálaráð-
herra. Að mínum dómi er ekkert
sem mælir gegn því að umfjöll-
unarefni skýrslunnar verði gerð
heyrinkunn, sagði Jón.
Að sögn Jóns hefur hann í sam-
vinnu við heilbrigðismálaráð-
herra komið sér saman um að-
gerðir til að færa rekstur Landa-
kots til betri vegar. Hann vildi þó
ekki skýra frá í hverju úrbæturn-
ar ættu að felast, fyrr en forsvars-
menn spítalans hefðu gert at-
hugasemdir við skýrsluna. Að
mati Jóns kemur þó m.a. til
greina að forstjóra spítalans verði
vikið frá störfum. - Það er eitt af
því sem kemur til greina, sagði
Jón.
Jón sagði að í gangi væru sér-
stakar athuganir á síbrotastofn-
unum, eins og hann orðaði það.
Nefndi  hann  að fjármála- og
dómsmálaráðuneyti væru í sam-
vinnu að kanna fjárreiður nokk-
uiTa sýslu- og bæjarfógetaem-
bætta, sem farið hefðu gróflega
fram úr ramma fjárlaga, s.s. í
Hafnarfirði, Keflavík og á Sel-
fossi.
Jón sagði að sér þætti ekki ólík-
legt að fleiri stofnanir yrðu tekn-
ar til athugunar. - Það er ekki
líðandi að forsvarsmenn opin-
berra stofnana sjái sér leik á
borði að f ara út fyrir þann fjárlag-
aramma sem þeim er settur í fjár-
lögum. Fjármálaráðuneytið ætlar
sér að koma aga á húskarlana,
sagði Jón.               _rk
Föstudagur 22. júlí 1988ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16