Þjóðviljinn - 27.08.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.08.1988, Blaðsíða 1
Efnahagsaðgerðir ræost á launin Ríkisstjórnin lœtur höggið ríða. Mjög deildar meiningar innan ASÍ Ekkert verður af kaup- hækkun upp á 2,5% sem taka átti gildi 1. september sam- kvæmt kjarasamningum fjöl- margra verkalýðsfélaga. Rík- isstjórnin telur sig vera á frí- um sjó til að ógilda kjara- samningana með lögum. Launamaður, sem nú hefur 50 þúsund á mánuði, hefði feng- ið 1.250 króna hækkun ef samningar fengju að standa Innan ASÍ eru skiptar skoð- anir um aðgerðir ríkisstjórn- arinnar. Stjórnarflokkarnir þrýsta mjög á „sína menn“ í forystuliði ASÍ, og virðist Ás- mundur Stefánsson forseti ASÍ hafa orðið að láta undan á fundum miðstjórnarinnar. Ýmis samtök launafólks hafa mótmælt fyrirhuguðum kjaraskerðingum harðlega. Sjá síðu 2 og 4 Klukkan tifar, - eða glymur. Steingrímur Hermannsson, Halldór Ás-grímsson, Þórður Friðjónsson, Þorsteinn Pálsson og Olafur Isleifsson eftir fund með miðstjórn Alþýðusambandsins í gærmorgun. (Mynd: E.ÓI.) íslenskir aðalverktakar Islenskir aðalverktakar hafa sjaldan eða aldrei grœtt eins mikið í viðskiptum sínum við bandaríska herinn íslenskir aðalverktakar hafa sjaldan grætt eins mikið og þeir gerðu á síðasta ári eða 518 milljónir króna og þrjú árin þar á undan græddu þeir 420 milljónir króna á viðskiptum sínum við bandaríska herinn á Keflavíkur- flugvelli. Gróði var einnig meðal annarra verktaka sem unnu verk- efni á vegum hersins, hvort sem það var suður með sjó, vestur eða austur á fjörðum. Þegar mest var í fyrra unnu hjá fyrirtækinu hátt í 800 hundruð manns, en að jafnaði hafa að undanförnu unnið hjá þeim um og yfir 700 manns. Eins og gefur að skilja eru langflestir starfs- mannanna frá Suðurnesjum en einnig er töluverður fjöldi frá Stór-Reykjavíkursvæðinu en lítið frá öðrum landshlutum. Sjá síðu 3 Svanfríður Jónasdóttir bæjarfulltrúi á Dalvík og varaformaður AB á fundinum í fyrrakvöld. (Mynd:Ari) Alvöru fyrirtæki! - Við viljum vel rekin fyrirtæki sem geta gert vel við sitt fólk og geta staðið undir því velferðar- kerfi sem við eigum rétt á, sagði Svanfríður Jónasdóttir varafor- maður Alþýðubandalagsins á fjölmennum fundi um sjáv- arútvegsmál sem Alþýðubanda- lagið efndi til í Hafnarfirði í fyrra- kvöld. Líflegar og fróðlegar umræður voru á fundinum þar sem tóku þátt í pallborðsumræðum auk Svanfríðar, þau Logi Þormóðs- son fiskverkandi, Oskar Vigfús- son formaður Sjómannasambandsins, Árni Benediktsson frá Sjávarafurða- deild Sambandsins og Sólveig Aðalsteinsdóttir fiskverkakona. Sjá síðu 7 Kampakátir Foxtrott-menn við frumsýninguna í fyrrakvöld. (Mynd:Ari) Dágóður Foxtratt Garpskapur Tuttugu mínútur ísjónum Ótrúleg mannbjörg í Hornafjarðarósi Daníel Sigurðsson sjómaður á Höfn í Hornafirði bjargaði sér með því að synda í tuttugu mínút- ur í ósnum áður en hann náði landi er trilla hans sökk í Hornfarfjarðarósi í fyrrinótt. Hann þurfti síðan að bíða í þrjár klukkustundir éftir björgun hrakinn og kaldur á söndunum við ósinn, en á meðan sigldu þrír bátar út úr ósnum. Ég skellti mér í heitt bað þegar heim kom og jafnaði mig fljótt, sagði Daníel við Þjóðviljann í gær. Sjá síðu 3 Ný íslensk mynd var frumsýnd í fyrradag og ákaft fagnað af frumsýningargestum. Þetta er „Foxtrott“ þeirra Jóns Tryggva- sonar, Hlyns Öskarssonar, Karls Óskarssonar og Sveinbjörns Baldvinssonar, íslensk „spennu- mynd“ með byssuhasar og slagsmálum, og er sögusviðið að- allega á Suðurlandsundirlendi. „Mynd sem gengur upp“ segir Mörður Árnason í umfjöllun um Foxtrott í Þjóðviljanum í dag, en það vantar „karakter, heildar- sýn“ sem „skilur á milli vel unn- innar kvikmyndar og góðrar kvikmyndar". Sjá síðu 12

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.