Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Miðvikudagur 14. september 1988 203. tölublað 53. árgangur
Ríkisstjórnarsamstarf
Spjótin standa á Steingrími
Tillögur krata byggjast á að ekki komi tilgengisfellingar. Framsókn leggurfram tillögur sínar ídag. Stjórnarflokkarnir
keppast um að skerpa andstœðurnar. Ekkertgengur að brœða hugmyndirnarsaman. Alþýðubandalagið: Hœttuástand í
atvinnu-og efnahagsmálum eykst stöðugt meðan ráðherrar rífast opinberlega ífjölmiðlum
Á fundi ríkistjórnarinnar í gær-
morgun lögðu Alþýðuflokksráð-
herrar fram tillögur sínar að efna-
hagsaðgerðum. Svo er litið á að
þessar tillögur kratanna séu
breytingartillögur við þær hug-
myndir sem Þorsteinn Pálsson
forsætisráðherra hefur lagt fram í
stjórninni. í reynd eru þær alger-
lega óháðar tillögum forsætis-
ráðherrans og ekki til þess fallnar
að skapa samstöðu innan stjórn-
arinnar.     Framsóknarráðherrar
lögðu engar tillögur fram í gær-
morgun þótt þær séu tilbúnar að
sögn Steingríms Hermannssonar.
Þingflokkur Framsóknar kom
saman f gærkvöldi og má búast
við að í framhaldi af honum komi
enn fram tillögur frá Framsókn í
anda niðurfærslunnar svoköll-
uðu.
Jón Baldvin Hanníbalsson
segir að tillögur krata séu í meg-
inatriðum óbreyttar frá fyrri til-
lögum þeirra. Forsendur tillagn-
anna séu þær að ekki komi til
gengisfellingar. Samkvæmt yfir-
lýsingum Steingríms Hermanns-
sonar ætlaði hann að fá endurnýj-
að umboð hjá þingflokki Fram-
sóknar til að leggja til niður-
færslu. Ríkisstjórnarflokkarnir
virðast því ekkert komnir áleiðis
við að bræða saman hugmyndir
sínar. Að einhverju leyti virðast
þó kratar og Framsóknarmenn
hafa nálgast hverjir aðra.
Talið er að á þeim tillögum,
sem Framsókn leggur fram í dag,
megi ráða hvort stjórnin lifir eða
deyr. Gangi þær ekki í átt að hug-
myndum Þorsteins sé ríkisstjórn-
in bráðfeig.
En á meðan vanburða við-
ræður innan ríkisstjórnarinnar
standa yfir, eru undirstöðuat-
vinnuvegir þjóðarinnar að kom-
ast í þrot. Fiskvinnslan er vart tal-
in standa undir afurðalánum,
útflutnings- og samkeppnisiðn-
aður er að leggjast niður og land-
búnaður er illa kominn eins og sjá
má af því að ekki er vitað hvort
sláturhús fái nokkurn tíma greitt
fyrir haustslátrun.
Þingflokkur Alþýðubanda-
lagsins hefur vakið athygli á því
hættuástandi sem skapast við það
að hver vikan líður af annarri
meðan forystumenn stjórnar-
flokkanna saka hverjir aðra um
óheilindi og rífast opinberlega í
fjölmiðlum.
Sjá síðu 2
Sláturtíð
Sláturiiúsum fækkað um 6
Birgðir dilkakjöts tœp 3.000 tonn. Vaxta- og geymslugjald íágúst um 54
miljónir
Sláturhúsin eru eitt af öðru að
hefja sauðfjárslátrun, en í haust
verður væntanlega slátrað í 37
húsum og hefur þeim fækkað um
6 frá í fyrra. Aðeins 16 þeirra eru
löggilt, afgangurinn starfar á
undanþágu.
Níels Lund í landbúnaðarráðu-
neytinu sagði að óskað hefði ver-
ið eftir úreldingu á sláturhúsun-
um 6 sem dottin eru út, en þau
voru á Flateyri, Fellabæ, Nes-
kaupsstað, Djúpavogi, Vík í
Mýrdal og Suðumesjum. Næsta
haust fækkar a.m.k. um 2 í við-
bót, þar sem farið hefur verið
fram á úreldingu húsanna á Dal-
vík og Fagurhólsmýri.
Áætlað er að birgðir dilkakjöts
í landinu nemi rúmlega 2.700
tonnum,  í upphafi sláturtíðar.
Kostnaðurinn    við    geymslu
frosinna birgða nemur nú tugum
og hundruðum miljóna. í ág-
ústmánuði einum var vaxta- og
geymslugjald dilkakjöts um 54
miljónir og var bróðurparturinn
vaxtagjald til greiðslu á afurðar-
lánum.
ny
Afganistan
Innbyrðis deilur
Sovétmenn eru á heimleið frá
Afganistan, en jafnframt aukast
viðsjár með afgönskum upp-
reisnarmönnum innbyrðis. Þar er
meðal annars um að ræða and-
stæður milli tveggja fjölmenn-
ustu þjóðerna landsins, Pústúna
og Tadsjíka. Og svo er að sjá að
þeir forustumenn uppreisnar-
manna, sem sitja útlægir í Pakist-
an, séu að missa vald sitt yfir
skæruliðunum.
Sjá síðu 12
Grímsey
Kippir af og til
Stærsti jarðskjálfti sem mælst
hefur í seinni tíð fannst í Grímsey
í fyrrakvöld og var hann 5,2 stig á
Richter. Þar hafa fundist skjál-
ftar af og til frá því á sl. sunnudag
og hafa nokkrir mælst um 4 stig á
Richter.
Upptök sjálftanna eru við Kol-
beinsey og út af mynni Skaga-
fjarðar.      Jarðskjálftafræðingar
búast við kippum af og til næstu
daga áður en hrinan er öll. Þarna
nyðra er virkt skjálftasvæði og á
síðasta ári urðu nokkrir kippir í
Grímsey.
Varðskip er til taks við eyna
óski eyjarskeggjar eftir aðstoð.
Sjá síðú 5
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16