Þjóðviljinn - 05.01.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.01.1989, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Ólafur RaRnar Varanlega vinstrisamvinnu Það hefur margt verið að breytast sem skapar nýjar forsendur. Alþýðuflokkurinn var í 30 ár ýmist leynilega eða opin- beralega trúlofaður Sjálfstæðis- flokknum og sú trúlofun þvældist fyrir farsælli samvinnu Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks. Nú hefur Alþýðuflokkurinn slitið þessari trúlofun og virðist af ein- lægni vilja taka höndum saman með okkur til að umskapa ís- lenskt þjóðfélag á grunvelli bræðralags og jafnréttis, segir Ólafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins um þá ákvörðun forystumanna A- flokkanna að fara saman í funda- ferð um landið. - Fyrir tveimur árum óskaði miðstjórn Alþýðubandalagsins eftir viðræðum við Alþýðuflokk- inn um slíka framtíðarsamvinnu félagshyggjuaflanna. Þá virti Al- þýðuflokkurinn okkur ekki svars, en nú eru breyttir tímir. Flokkarnir saman í ríkisstjórn og fólkið í landinu þrýstir á um var- anlega vinstrisamvinnu. Kalda stríðið er dautt - Ný heimsmynd blasir einnig við. Kalda stríðið er dautt, af- vopnunarmál og nýjar friðartil- Formenn A-flokkanna eru ánægðir með lífið og tilveruna þessa dagana, og Jón Baldvin segir tíma til kominn að stokka upp í flokkakerfinu. Mynd: Þóm. Trúlofun lögur á grundvelli þeirra for- sendna sem við höfum lagt áherslu á, eru nú efstar á dagskrá þjóða í millum. Gamlar grýlur í utanríkismáium er því sem betur fer að daga uppi. Þúsundir manna í Alþýðuflokki og Al- þýðubandalagi hafa spurt lengi og spyrja enn: Hvernig eigum við að halda íhaldinu frá valdastólun- um? Hvernig eigum við að skapa róttæka hreyfingu launamanna? Hvernig eigum við að gera jafn- aðarstefnuna og sósíalismann að rata og íhalds hefur leiðarljósi í landsstjórninni? Við slíkar kringumstæður kemur upp sú hugmynd að tveir formenn haldi nokkra fundi. Noti þá sem tækifæri til að tala saman um það sem menn eru sammála um og það sem hefur verið á- greiningsefni. Geri það með opn- um huga og á heiðarlegan hátt og svari fyrirspurnum frá þeim fjölda manna sem við okkur vili tala. Það er tilefni þessara funda. Áhuginn á þeim virðist vera mik- ill og vonandi endurspeglar hann verið slitið það að fólkið í landinu vill raun-1 verulega vinstri breiðfylkingu. Skiptar skoðanir Nú er Ijóst að innan Alþýðu- bandalagsins eru skiptar skoðanir um þessi fundahöld ykkar Jóns. Finnst þér rétt að fara út í þessi fundahöld við þœr aðstœður? - Fundirnir eru ekki haldnir á vegum flokkanna eða stofnana þeirra. Þeir eru viðbrögð tveggja forystumanna sem eru saman í rikisstjórn. Kannski varð kveikjan til á fundi okkar með 100 verkamönnum á trúnaðarm- annaráðsfundi Dagsbrúnar þar sem við sátum sameiginlega fyrir svörum. Ef stofnanir flokkanna hefðu staðið fyrir þessum fundum, þá fæli það í sér mun stærra og alvar- legra skerf en þessir fundir okkar tveggja bera með sér. Áður en til slíks kemur þarf meira að hafa gerst og hafa verið rætt, sagði Ólafur Ragnar Grímsson. -Jg- Jón Baldvin Vil stuðla að nýsköpun Tími til kominn að stilla upp fylkingum á nýjan leik Formenn Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins hafa ákveðið að fara í fundaherferð um landið og ræða möguleikana á uppstokkun í íslenska flokkakerf- inu. Þeir ætla sér að halda opna fundi á átta stöðum á landinu og svara fyrirspurum. Þjóðviljinn ræddi þessi mál við Jón Baldvin Hannibalsson formann Alþýðu- flokksins í gær. Pað hefur verið rœtt um aukna samvinnu og jafnvel sameiningu Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags, sérð þú það sem raunhæfan möguleika? Þetta er 70 ára gamalt mál. Hugmyndin var nefnilega sú í byrjun að hér ætti að vera einn krataflokkur, á norðurevrópska vísu. Þetta var hugmynd Jónasar Jónssonar sem segja má að hafi stofnsett flokkakerfið, og þetta var reyndar við lýði á annan ára- tug, áður en menntamannahópur taldi nauðsyn á að stofnaður yrði sérstakur kommúnistasöfnuður til að vegsama Stalín og kljúfa verkalýðshreyfinguna vegna hug- mynda sem nú eru loksins dauðar. Þetta hefur valdið miklum usla í íslenskri vinstrihreyfingu sögu- lega séð. Ég hef frá því ég hóf þátttöku í pólitík verið þeirrar skoðunar að það ætti að bæta fyrir þessi mistök og stilla upp fylkingum á nýjan leik. Strikað yfir hugmyndagrundvöll - Um þetta fundaferðalag er það að segja, að frá minni hendi er það hugsað á eftirfarandi for- sendum: I fyrsta lagi, forustu- menn Alþýðubandalagsins koma nú fram hver á fætur öðrum'og segjast vera jafnaðarmenn. Það tek ég sem yfirlýsingu um það að þeir hafi slegið striki yfir þann hugmyndagrundvöll sem lá að baki stofnun Kommúnistaflokks, Sósíalistaflokks og að hluta til Al- þýðubandalagsins á sínum tíma. Þessu á auðvitað að fylgja eftir og það á að ræða við mennina og okkar fólk og leggja þessa spum- ingu fyrir fólkið í landinu. I ann- an stað, út af þessum klofningi vinstrihreyfingar hefur margt annað miður gott þróast í ís- lenskri pólitík, eins og td. að Sjálfstæðisflokkurinn náði frum- kvæði á stríðsárunum, atti saman kommum og krötum í verkalýðs- hreyfingunni, komst þar með fót- inn inn fyrir dyrnar, braut niður sjálfstæði verkalýðshreyfingar- innar og gerði hana að bitbeini margra flokka og náði fjöldafylgi hjá launþegum sem höfðu ekki trú á flokkum sem gerðu lítið annað en að berast á banaspjót innbyrðis, út frá hugmyndafræði sem hafði enga raunverulega skírskotun. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að breytast á undanförnum árum, er ekki lengur það sem hann var, getur ekki með neinum rökum haldið því fram að hann sé einhver kjölfesta í íslenskum stjórnmálum, þvert á móti er hann tómarúm. Það er nauðsyn á að fylla þetta tómarúm. Síðan er nauðsynlegt að taka það fram, að þó það þyki óvenjulegt að for- menn í tveimur flokkum, sem eiga sér þó sögulega séð sameig- inlegan uppruna, efni til funda, - þó það þyki ekki nýstárlegt - þá er það sjálfsagður hlutur við þess- ar kringumstæður. Þeir eru ekki að fara til að leggja niður flokka sína, ekki að fara til að stofna nýjan flokk, heldur eru þeir að fara til að hefja um það umræður á opinberum vettvangi hvort nú sé tímabært að leggja niður vopn- in í þessari 70 ára hugmyndafræð- ibaráttu. Hvort nú séu að breytast aðstæður í íslenskum stjórnmálum sem geti stuðlað að nánara samstafi þessara flokka, og hvernig á næstu misserum og árum þessir flokkar geti stuðlað að nýskipan flokkakerfisins. Og þá erum við ekki bara að tala um þessa flokka, heldur fullt af fólki sem hefur látið sig dreyma drauma um öflugan jafnaðar- mannaflokk, sem jákvætt svar við pólitískum vandræðum sem lengi hafa hrjáð íslenska lýðveld- ið. Með öðrum orðum þetta, er byrjun á umræðu á þeim forsend- um að fortíðin sé að baki og fram- tíðin heimtar af okkur ný svör við gömlum spurningum. Einkafyrirtæki okkar Ólafs Hefurþetta verið rætt innan Al- þýðuflokksins og innan þing- flokksins? Þetta hefur ekkert verið rætt að ráði og alls ekki með formlegum hætti innan stofnana Alþýðuflok- ksins. Og það verður að segjast eins og er að þetta er einkafyrir- tæki tveggja flokksformanna. - Þetta verða galopnir fundir. Formenn munu standa í sitthvor- um ræðustól og líta þannig á að þeirséu komnir til að svara spurn- ingum frá hverjum sem er. Þetta er ekki bara fyrir flokksmenn þessara flokka, heldur alla þá sem hafa áhuga á nýskipan í íslensk- um stjórnmálum og breytingum á flokkakerfinu til þess að gera þessa flokka betur færa til að gegna sínu hlutverki betur, sem er að vera vopn í lífsbaráttu almenn- ings. Hvað er það sem gerir það að verkum að þetta er hægt núna en ekkifyrr? - I fyrsta lagi það að þessir flokkar eru í stjórnarsamstarfi með talsvert öðrum hætti en 1978 og 1979. í huga mínum, og ég vona í huga forustumanna Al- þýðubandalagsins líka, er vilji til að læra af reynslunni frá 1978 og 1979, sem var slæm. Ég hef orðað það svo að minn flokkur er núna lífsreyndari og þroskaðri en þá, verkhæfari. Það sem af er þessu stjórnarsamstarfi er margt sem bendir til að það verði farsælla. Það er ekki verið að vekja upp neinar falskar vonir, það eru erf- ið ágreiningsefni á milli okkar. Og það reynir mikið á að við séum menn til að sjá til þess að þau valdi ekki samvinnuslitum, þetta eru dægurmál en ekki grundvallarmál í stjórnmálum. Róttækar breytingar á alþjóða- vetvangi auðvelda líka þessa þró- un. Þær eru satt að segja sögu- legar. Samskipti austurs og vest- urs eru með allt öðrum hætti en áður var. Pólitískur vilji forustu- manna bæði Sovétríkjanna og vesturveldanna til þess að ná raunverulegum árangri í afvopn- unarmálum er miklu meiri. Þetta skapar nýtt pólitískt andrúms- loft. Og þó við formenn, tveir á flandri um landið leysum ekki þau vandamál, þá hefur þessi þróun mikið gildi, því klofningur verkalýðshreyfingar og vinstri- hreyfingar á íslandi átti upphaf- lega rót sína að rekja til afstöð- unnar til rússnesku byltingarinn- ar, sem var upphafið af þeim klofningi. -hmp 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.