Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						FRETTIR
Utanríkisráðherra
Snriifcarí NATO-aöili
Jón Baldvin Hannibalsson ítímariú NA TO: Leitumst við að vera
virkara aðildarríki. Bœttar hervarnir vegna stöðugrar ógnunar úr
austri. Viðskiptahindranir draga úr samheldni
Hafi íslendingar einhvern tíma
þótt tregir til samstarfs í Atl-
antshafsbandalaginu, hafa þeir
að undanförnu leitast við að
verða virkara aðildarríki banda-
lagsins, segir Jón Baldvin Hanni-
balsson utanríkis- og viðskipta-
ráðherra í grein sem hann birti í
tímaritinu „NATO's Sixteen Nat-
ions" í síðasta mánuði. Þó að ís-
land standi utan við viðræður um
sameiginlegan markað Evrópur-
íkja sé það kappsmál að hafa
áfratn góð samskipti við Evrópu-
bandalagið og „forðast nokkuð
það sem gæti haft slæm áhrif á
samvinnu þeirra við samstarfsað-
ila sína í varnarmálum.
Jón Baldvin segir í grein sinni
að þó að herstöðin á Miðnesheiði
sé viðkvæmt pólitískt mál hafi ís-
lendingar á liðnum árum orðið
virkari innan bandalagsins en
þeir hafi áður verið þar fremur
óvirkir.
- Sem svar við stöðugri hern-
aðaruppbyggingu Sovétmanna
heimiluðu íslendingar t.d.
snemma á 9. áratugnum bætta
aðstöðu til loftvama og aukningu
á öðrum nauðsynlegum búnaði,
þ.m.t. nýjar flugvélar, styrkt
flugskýli, nýjar olíubirgðastöðv-
ar og nýjar og betri ratsjár. Jafn-
framt því hafa ríkisstjórnir á und-
anförnum árum leitast við að
auka hlutdeild íslendinga í þróun
áætlunar varðandi varnir lands-
ins, svo og að starfrækslu ratsjár-
og fjarskiptastöðva, segir utan-
rfkisráðherra í greininni, en
minnist ekki orði á sáttmála nú-
verandi ríkisstjórnar um stöðvun
frekari framkvæmda og skiptar
skoðanir um varaflugvöll fyrir
NATO hérlendis.
Jón Baldvin segir ennfremur
að ríkisstjórnir landsins hafi forð-
ast að tengja saman öryggismál
og efnahagsstefnu í utanríkismál-
um. Þróunin í Evrópu geri það
engu að síður nauðsynlegt að ís-
lendingar f ari af alvöru að huga
Reykjavík
Andúðá
vinstri
beygjum?
Stjórnkassinn í innferðarljósin
við gatnamót Suðurlandsbrautar
og Vegmúla er nýkominn til
landsins og ökumenn mega því
búast við blikkandi gulu l.jósi á
vitanum á næstunni til að venja
þá við," sagði Ingi Ú. Magnússon
gatnamálastjóri.
Vegfarendur sem átt hafa leið
um umrædd gatnamót hafa furð-
að sig á því afhverju umferð-
arljósin sem sett voru þar upp
þegar Suðurlandsbrautin var
breikkuð hafa ekki verið í sam-
bandi. Sérstaklega með tilliti til
þess hve erfitt er að taka þarna
vinstri beygju. Ástæðuna segir
gatnamálastjóri vera biðtímann
sem það tekur að fá viðkomandi
stjórnkassa frá Þýskalandi og
ekkert annað.
Þó hefur annarri skýringu
heyrst fleygt. Hún er sú að borg-
aryfirvöld séu ekkert að flýta sér
að setja upp umferðarljós til að
auðvelda vinstri beygju inn á að-
albraut vegna andúðar á öllu því
sem snýr til vinstri, hvort sem það
er í pólitík eða einhverju öðru.
-grh
að mótun samræmdrar heildar-
stefnu í öryggis- og viðskiptamál-
um. ísland sé mikilvægur hlekkur
í varnarkeðjunni og hafi því full-
an rétt á að vera ekki gert að
hornreku í málum sem hafa áhrif
á efnahagslega afkomu lands-
manna. Allar hindranir í þá veru
geti aðeins dregið úr samheldni
okkar og snúið okkur frá sam-
eiginlegu markmiði í öryggismál-
um.                    _ig.
Guðný Friðriksdóttir og Ingibjörg Aðalsteinsdóttir eru búnar að sitja við í nokkra daga í Ríkisprentsmiðjunni
Gutenberg og stinga óárituðum skattframtölum inn í árituð framtöl. Ekki gátu þær leynt því að þeim var
ekkert sérstaklega gefið um þessa vinnu. Mynd Jim Smart.
Skattar
Einfaldara framtal
Skattframtalseyðublöðin að verða tilbúin til útsendingar. Ævar H.
ísberg: Breytt og einfaldari skattaskýrsla aðþessu sinni
Þessa dagana er verið að ganga
frá nýjum framtalseyðu-
blöðum til útsendingar í rfkis-
prentsmiðjunni Gutenberg.
- Það tekur um það bil viku að
stinga aukaeintaki í hverja
skýrslu sem send er út á nafn
framteljandans. Það væri synd að
segja að þetta sé skemmtilegt
starf, sagði Guðlaug Friðriks-
dóttir, sem sat ásamt nokkrum
öðrum  starfsmönnum  Guten-
bergs við að undirbúa útsendingu
framtalseyðublaðanna.
- Það er gert ráð fyrir að senda
út 120 til 130 þúsund framtöl, en
framteljendur eru um 170 þús-
und. Hjón fá sameiginlegt skatt-
framtal eins og verið hefur, sagði
Ævar H. ísberg vararíkisskatt-
stjóri. Hann sagði að nokkrar
breytingar væru á framtalinu frá
því sem verið hefði, vegna til-
komu staðgreiðslukerfisins. Þá
hefði eins og kunnugt væri frá-
dráttarliðum verið fækkað og
hefði það í för með sér einföldun
á framtalinu.
Launamiðar eiga að berast til
launþegar í síðasta lagi 20. janúar
en skattframtalinu fyrir árið 1988
á að vera búið að skila eigi síðar
en 10. febrúar. Þó verður hægt að
sækja um frest eins og venjulega
og það gera vafalaust margir.
Sumir af illri nauðsyn, aðrir af
gömlum vana.
-sg
Stöð2
Hætta á
miðnætti
Félagþýðenda: Verið að
stórskemma allt
vinnuumhverfi
sjónvarpsþýðinga við
stöðina
Félag þýðenda við Stöð 2 hefur
samþykkt einróma að beina því til
allra félagsmanna sinna að vinna
ekki fyrir stöðina frá og með
miðnætti i kvöld, og hefja ekki
störf að nýju fyrr en Stöð 2 hættir
tilraunum sínum til að skerða
kjör þýðenda og sundra félagi
þeirra, eins og segir í samþykkt
félagsfundar sem haldinn var í
fyrrakvöld.
Eins og skýrt hefur verið frá í
Þjóðviljanum, eru þýðendur við
Stöð 2 ósáttir við þau vinnubrögð
forráðamanna stöðvarinnar að
segja upp 19 þýðendum og gera
um leið kröfur um lægri greiðslur
fyrir þýðingastörf. Upphaflegar
hugmyndir um útboð á öllum
þýðingum hafa verið dregnar til
baka vegna mótmæla þýðenda,
en þeir segjast ekki halda áfram
störfum nema allar tillögur um
launaskerðingu verði dregnar til
baka.
í samþykkt félagsfundarins
segir m.a. að með skipulags-
breytingum og aðgerðum tengd-
um þeim hafi dagskrárdeild
Stöðvar 2 tekist að stórskemma
allt umhverfi sjónvarpsþýðinga
við stöðina.
Þýðendur eru mjög ósáttir við
sín kjör sem þeir segja vera um
30% lélegri en hjá ríkissjónvarp-
inu. Þá mun samkvæmt heimild-
um Þjóðviljans vera í undirbún-
ingi meðal þýðenda að höfða mál
á hendur Stöð 2 vegna endursýn-
inga á þýddu sjónvarpsefni sem
engar greiðslur hafi komið fyrir.
_________________ýr_
Tónleikar
Söngfélagar
einn og átta
Söngfélagar 1 & 8 halda sína
fyrstu sjálfstæðu tónleika í nýju
safnaðarheimili Lágafellssóknar
að Þverholti 3 í Mosfellsbæ á
sunnudaginn kl. 16.
Söngfélagarnir hófu feril sinn
sumarið 1987 með því að fara í
söngferð til Sovétríkjanna og
taka þátt í íslandskynningu í Úkr-
aniu.
Brunavarnir
Uttektar krafist á byggingum
Bygginganefnd Reykjavíkur krefur hönnuði og byggingameistara hússins á Réttarhálsi um
upplýsingar um allar breytingar sem gerðar voru á húsinu. Tillaga komfram í bygginganefnd
um að ráðniryrðu tveir menn til að gerafullnaðarúttekt á öllum byggingum íReykjavík
sem byggðar hafa verið eftir gildistöku brunareglugerðar
Byggingameisturum og hönn-
uðum hússins sem brann til
kaldra kola á Réttarhálsi nýverið,
hefur borist bréf frá bygginga-
nefnd Reykjavfkur þar sem þeir
eru beðnir að gera grein fyrir
öllum breytingum á byggingunni
frá þeim uppdráttum sem sam-
þykktir voru af bygginganefnd.
Eldsvoðinn á Réttarhálsi varð
tilefni mikilla umræðna um
brunavarnir í borginni á síðasta
fundi bygginganefndarinnar, og
komu nokkrar tillögur fram sem
miða að því að gera eftirlit með
brunavörnum í byggingum í
Reykjavfk skilvirkara.
Samþykkt var einróma að fela
byggingafulltrúa og slökkviliðs-
stjóra að koma á virku eftirliti
með byggingum sem samþykktar
eru, með þeim fyrirvara að frá-
gangur sé háður samþykki
slökkviliðsstjóra. Einnig var
samþykkt á fundinum að beina
þeim tilmælum til Eldvarnaeftir-
litsins að það tilkynni tafarlaust
til embættis byggingafulltrúa, ef
það verður vart við að breytt hafi
verið út frá samþykktum uppd-
ráttum.
Ákveðið var að fresta til næsta
fundar tillögum um að þeim aðil-
um, sem eru ábyrgir gagnvart
bygginganefnd, verði gert ljóst
að fullnaðarúttekt, sem krafist er
samkvæmt reglugerðum, verði
skilyrðislaust að fara fram.
Minnihluti     bygginganefndar
lagði til að ölium aðilum, sem eru
ábyrgir gagnvart bygginganefnd
og staðið hafa í byggingum frá því
brunareglugerðin tók gildi í júní
1978, verði gert skylt að krefjast
fullnaðarúttektar, og að gefinn
yrði frestur til 1. mars til að sækja
um þannig úttekt. Minnihlutinn
lagði til að ráðnir yrðu tveir menn
til að annast úttekt á byggingum
sem ekki hafa fengið hana. Talið
er að um 500 hús hafi verið reist í
Reykjavík frá því brunareglu-
gerðin tók gildi. Aðeins örfá
þeirra hafa fengið fullnaðarút-
tekt.
- Fari svo að tillaga minnihluta
bygginganefndar, sem kemur aft-
ur til afgreiðslu á næsta fundi,
verði samþykkt má búast við að
hægt verði að ljúka á tveimur
árum við fullnaðarúttekt á bygg-
ingum í Reykjavík sem falla
undir ákvæði brunamálareglu-
gerðar. Fallist meirihlutinn ekki
á að ráðnir verði menn til að gera
þessar úttektir, er ljóst að starfs-
menn byggingafulltrúa og Eld-
varnaeftirlitsins, sem eiga að
sinna þessum málum, komast
aldrei yfir þetta verkefhi, sagði
Gunnar H. Gunnarsson, fulltrúi
Alþýðubandalagsins í bygginga-
nefnd.
Gunnar sagði að kostnaður
borgarinnar vegna ráðningar
tveggja eftirlitsmanna væri á bil-
inu 4-5 miljónir á ári. Það getur
ekki talist mikið miðað við það
tjón sem eldsvoðar valda.
-sg
Laugardagur 14. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12