Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						:'r:S::::Í^:>::ífí:;:;:;S!;'í::-::
15 mínútum nær ógninni
Réttlæting Bandaríkjamanna fyrir varaflugvelli:
Keflavíkurflugvöllur ekki talinn nægja fyrir herinn. Varaflugvöllurinn hluti af því
loftvarnarkerfi, IADS, sem verið er að koma fyrir hér á landi
Isamtali við Þorstein Ingólfsson
skrifstofustjóra Varnarmála-
skrifstofu utanríkisráðuneytisins
sem birt er hér á síðunni á móti
kemur fram að Bandaríkjaher
telur sig þurfa á varaflugvelli að
halda vegna F-15 orrustuflug-
sveitarinnar á Keflavíkurflug-
velli. Einn flugvöllur uppfyllir
ekki lengur „þá staðla sem al-
mennt eru settir um öryggismál."
Nýtt Helgarblað hefur lagt
nokkrar spurningar fyrir Atlants-
hafsherstjórn Nató, m.a. þá
hvaða hernaðarþarfir kalli á var-
aflugvöll. Svör hafa því miður
ekki borist ennþá en tilkynnt hef-
ur verið að þeirra sé að vænta von
bráðar.
Út frá svörum Þorsteins Ing-
ólfssonar er hins vegar hægt að
gera sér allskýra grein fyrir hvaða
„þarfir" liggja hér að baki. Hér á
landi hafa undanfarin ár átt sér
stað miklar hernaðarfram-
kvæmdir fyrir tugi miljarða ís-
lenskra króna. Því er gjarnan
haldið fram að hér sé aðeins um
að ræða „eðlilega endurnýjun"
sem gerð væri til að efla „fæling-
una". Hér er hins vegar um ann-
að og meira að ræða.
Arfleifð Reagans
Siðfræði fælingarkenningar-
innar svokölluðu er að mörgu
leyti ekki ósvipuð þeirri sem lá að
baki hefndarskyldu fornkapp-
anna, þ.e. hótun um að gjalda
líku líkt eða heita minni maður
ella. Munurinn er bara sá að þeg-
ar risaveldin eiga í hlut eru örlög
alls mannkyns í veði.
Vígbúnaðarkapphlaup 9. ára-
tugarins hefur gengið út á miklu
meira meira en lágmarksráðstaf-
anir til að fæla andstæðinginn frá
árás. Þegar Reagan varð forseti
Bandaríkjanna komust til áhrifa
menn sem töldu kjarnorkustyrj-
öld ekki aðeins hugsanlega held-
ur óhjákvæmilega. Þessir menn
töldu að ekki mætti lengur hugsa
um það eitt að fæla andstæðing-
inn; það yrði að byggja upp víg-
búnað sem dygði til sigurs í „lang-
varandi kjarnorkustyrjöld" (tal-
að var um strfð sem gæti varað í
allt að sex mánuði).
Þessi sjónarmið birtust hvað
skýrast í frægri grein eftir bresk-
bandaríska vígbúnaðarfræðing-
inn Colin Gray sem bar heitið
Victory is Possible eða Það er
hægt að sigra. Einnig kom þessi
stefna ljóslega fram í Ieyniskjali,
Defense Guidance 1984 - 1988
sem bandaríska stórblaðið New
York Times birti 30. maí 1982.
Þar er algerlega horfið frá fæling-
arstefnunni og þess í stað komin
stefna sem miðast við „aukna
getu til að heyja styrjöld"
(increased war-fighting capabi-
lity).
Samkvæmt þessari stefnu varð
það sérstakt forgangsverkefni að
stórefla það sem á máli hernað-
arsérfræðinganna kallast C3I
(Command, Control, Commun-
ication and Intelligence), þ.e.
stjórnunar-, yfirráða-, fjarskipta-
og njósnakerfi Bandaríkjahers
þannig að ekki yrði mögulegt að
gera þetta kerfi óvirkt strax í
fyrstu hrinu kjarnorkustyrjaldar.
Var ákveðið að verja í þessu
skyni 40 miljörðum dollara á ár-
unum 1983 til 1994. Annar liður
þessarar stefnu var stjörnustríðs-
áætlunin og sóknarstefnan svok-
allaða á höfunum er einnig í sam-
ræmi við hana. í fáum orðum sagt
miðaðist þessi stefoa við ofgnótt
á öllum sviðum vígbúnaðar.
Vígyæðingin á
íslandi
Skýrasti vottur þessarar stefnu
hér á landi hefur verið endurnýj-
un hins svokallaða íslenska loft-
varnarkerfis (IADS, Iceland Air
Defense System) sem er í raun
hluti af loftvörnum meginlands
Bandaríkjanna samkvæmt skil-
greiningu bandaríska herráðsins
eins og annars staðar kemur fram
hér í blaðinu. Þetta kerfi saman-
stendur ekki aðeins af fjórum
nýjum ratsjárstöðvum, sérstök-
um stjórnstöðvum í Keflavíkur-
herstöðinni og fullkomnari
tölvu- og fjarskiptabúnaði.
AWACS-vélarnar, F-15 orustu-
þoturnar, hin hertu flugskýli
þessara flugvéla og olíubirgða-
stöðin í Helguvík eru einnig
hlutar af þessu kerfi.
14 miljónir
ferkílómetra!
Hið íslenska loftvarnarkerfi er
fjarri því að vera óvirk eftirlits-
stöð „sem ekki sér yfir sjóndeild-
arhringinn" eins og Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra
hefur orðað það. Bráðabirgða-
kerfið sem nú er í notkun er fjór-
um sinnum skilvirkara en gamla
ratsjárkerfið sem í var í notkun til
skamms tíma.
Þegar endurnýjun þessa loft-
varnakerfis verður endanlega
lokið árið 1994 munu stjórn-
stöðvar þess í Keflavík geta fylgst
náið (gegnum samtengingu við
sambærileg loftvarnarkerfi í
Norður-Ameríku og Evrópu)
með landsvæði sem spannar í allt
14 miljón ferkílómetra! í stjórn-
stöðvunum, bæði á landi og í
AWACS-vélunum,      verður
beinlínis hægt, með fullkomnasta
tölvu- og fjarskiptabúnaði, að
stýra orustuþotunum og flug-
skeytum þeirra að væntanlegum
skotmörkum.
Fréttir af varaflugvelli og fyrir-
Framhald á bls. 6
Varaflugvöllur
FöstudagurlO. mars 1989  NYTT HELGARBLAÐ - SIÐA 5
Af hverju varaflugvöll, verður
hann  hernaðarmannvirki  eða
borgaralegt, fyrir hvern og hver
borgar,  hvað  kostar  hann?
„Varafíugvöllur er fyrst og fremst
nauðsynlegur fyrir almennt flug-
öryggi,  hann  er  borgaralegt
mannvirki - nema á styrjaldart-
ímuni, völlurinn er fyrir almennt
flug, nema að herflugvélar fengju
að æfa sig á vellinum. Hann yrði
atvinnulífi í því héraði þar sem
hann yrði reistur stoð og stytta,
Mannvirkjasjóður NATO borgar
og völlurinn kostar u.þ.b. 11 mUj-
arða króna," segir Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra.
Eins og sýnt er fram á í eftirfar-
andi greinum orkar margt af því
sem Jón Baldvin hefur haldið
fram um varaflugvöllinn vægast
sagt tvímælis auk þess að vera
mótsagnakennt og sumar upplýs-
ingar frá utanríkisráðuneytinu
virðast  hreinlega  vera  misvís-
andi.
Því hefur verið haldið fram
ómótmælt að 2700 metra flug-
braut á Egilsstaðaflugvelli
fullnægi öllum almennum örygg-
iskröfum sem settar eru varðandi
flugvélar. Allar vélar í neyð,
herflugvélar sem aðrar, hafa for-
gang að öllum flugvöllum. Þeir
varaflugvellir við Keflavíkurflug-
völl sem til eru og er verið að
breyta samkvæmt samþykktri
áætlun ríkisstjórnarinnar fram-
lagðri af samgönguráðherra
fullnægja því kröfum um almennt
flugöryggi í landinu.
Því má hins vegar halda fram
að öll umræða um varaflugvöll ís-
lendinga sé til að drepa málinu á
dreif. Umræða um slíkan
varaflugvöll hefur farið af stað
sem einhvers konar mótleikur við
hugmyndum um hernaðarlegan
varaflugvöll. En þó talað hafi
verið um að slíkir vellir gætu ver-
ið viðkomandi héraði lyftistöng í
atvinnulegu tilliti, hefur þá ein-
hver séð tillögur um slíka hliðar-
uppbyggingu, hótelbyggingar og
annað? Hefur yfirhöfuð verið
lagt mat á það hvort slík
uppbygging teljist þjóðhagslega
hagkvæm eða væru aðrir valkost-
ir árennilegri? Mundu Flugleiðir
nota slíkan völl, t.d. í Aðaldal
sem valkost við Keflavík nema í
algjörum neyðartilvikum?
Svo sem sýnt hefur verið fram á
fjármagnar hinn svokallaði
Mannvirkjasjóður NATÓ ekki
önnur mannvirki en þau sem
fullnægja ákveðnum lágmarks-
hernaðarkröfum. Mannvirkja-
sjóðurinn er ekki sjóður í þess
orðs merkingu, heldur ýmsar
stofnanir innan NATÓ. íslend-
ingar eru ekki aðilar að þessum
„sjóði", Bandaríkjamenn fara
með okkar umboð í samningum
við sjóðinn. Samningar Banda-
ríkjanna og íslands um einokun
íslenskra aðila á byggingarfram-
kvæmdum á vegum hersins
brjóta í bága við reglur
Mannvirkjasjóðs NATÓ, enda
má segja að verði samið um fram-
kvæmdir vegna varaflugvallar
verði það gert við Bandaríkja-
menn. Þeir fjármagna a.m.k.
forkönnunina og jafnvel alla
framkvæmdina áður en til fjár-
framlags Mannvirkjasjóðsins
kemur. Þeir eru bæði í hlutverki
viðtökulands, sem væri annars ís-
land værum við þátttakendur í
Mannvirkjasjóðnum, og notkun-
arríkis. Hernaðarmannvirki á ís-
landi eru fyrst og fremst hluti af
vörnum Bandaríkjanna sam-
kvæmt skilningi herráðs Banda-
ríkjanna, ekki hluti af vðrnum fs-
lands eða NATÓ.
Upphæð sú sem nefnd hefur
verið sem heildarkostnaður
vegna varaflugvallar, 11 miljarð-
ar króna og „ Aronistar" hafa litið
hýru auga til, er hrein ágiskunar-
tala samkvæmt upplýsingum
skrifstofustjóra Varnarmála-
skrifstofunnar, Þorsteins Ingólfs-
sonar.
vg/phh
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32