Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						FRETTIR
Fríkirkjan
Klofnar
söfnuðurinn?
Séra Gunnar
Björnsson: Astœða til
að hvetjafólk til að
segja sig ekki úr
söfnuðinum að sinni
Aðalsafnaðarfundur Fríkirkj-
unnar í Reykjavflt var haldinn á
laugardaginn í Háskólabíói.
Þangað komu um 850 manns og
kusu ný.ja safnaðarstjórn og for-
mann og kjörstjórn vegna vænt-
anlegra prestskosninga. Yfirlýst-
ir stuðningsmenn séra Gunnars
Björnssonar, kjörins Fríkirkju-
prests, náðu ekki kjöri, og mun-
aði um 50 atkvæðum í formanns-
kjörinu.
15. september í fyrra rann út
umsóknarfrestur um prestsemb-
ættið við Fríkirkjuna. Séra
Gunnar sótti ekki um það, taldi
sig ekki þurfa þess þar eð lög-
mætur safnaðarfundur hafði lýst
hann réttkjörinn prest safnaðar-
ins. Aðeins einn sótti um emb-
ættið, séra Cecil Haraldsson sem
nú gegnir starfinu til bráða-
birgða.
Séra Gunnar sagði í samtali við
Þjóðviljann að hann hefði verið
hvattur til þess að stofna nýjan
söfnuð en hann hefði ekki enn
ákveðið hvort af því yrði. „Fríkir-
kjusöfnuðurinn telur upp undir
6000 sálir sem er frekar stór
söfnuður í Reykjavík," sagði
hann. „Það er erfitt fyrir einn
prest að sinna svo mörgu fólki svo
vel sé. Út frá því sjónarmiði
mætti kljúfa hópinn, og tekjur
safnaðarins myndu alveg standa
undir því. Núna eru tekjurnar á
þrettándu miljón á ári. Eins
mætti hugsa sér að tveir prestar
gegndu störfum fyrir söfnuðinn,
eins og víða tíðkast í þjóðkirkj-
unni. Hvað sem úr þessu verður
er ástæða til að hvetja fólk til að
segja sig ekki úr söfnuðinum að
sinni."
SA
Lagmeti
Birgðir til Japans
Japanir vilja kaupa
niðursoðna rœkjufyrir
100 miljónir
-  Þetta eru mjög jákvæðar
fréttir að Japanir skuli vera
reiðubúnir að kaupa af okkur
niðursoðna rækju fyrir 100 milj-
ónir króna og það er jafnframt
l.jóst að hluti þess sem þangað
mun fara er af þeim birgðum sem
búið var að framleiða fyrir Þý-
skalandsmarkað," sagði Theódór
S. Halldórsson framkvæmda-
stjóri Sölustofnunar lagmetis.
Fyrir skömmu barst boð frá
Japönum til sjávarútvegsráðu-
neytisins um að þeir væru tilbúnir
að kaupa niðursoðna rækju af
Sölustofnun lagmetis fyrir 100
miljónir króna í ár.
Áð sögn Theódórs munu þessi
kaup Japana, ef af verður, hjálpa
mjög mikið þeim fyrirtækjum
sem fóru illa út úr hruni Þýska-
landsmarkaðar vegna hvalveiði-
stefnu íslenskra stjómvalda. Það
hefði Ieitt af sér 500 - 600 miljóna
króna veltutap fyrir viðkomandi
lagmetisverksmiðjur og atvinnu-
leysi 50-60 manns.
- Þótt segja megi að Japanir
séu með þessu að aðstoða okkur
vegna missis markaða út af hval-
veiðistefnunni munum við að
sjálfsögðu stefna að framhalds-
viðskiptum við þá," sagði Theó-
dór S. Halldórsson.
-grh
Skýrsla utanríkisráðherra
Heimang og heræfingar
Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra sér öll tor-
merki á því að bregða fæti fyrir
heræfingaáætlun Bandaríkja-
manna hérlendis á sumri kom-
anila. Bandaríkjamenn annist
varnir íslands, herliðið á Miðnes-
heiði sé fámennt og ekki í stakk
búið til átaka og því séu skjótir
liðsflutningar að vestan cinn af
hornsteinum áætlunar um varnir
íslands. Og það lið verði að kynn-
ast staðháttum öllum á þessu
hugsanlega „átakasvæði". Utan-
ríkisráðherra segir ennfremur í
yfirlitskafla skýrslunnar um
öryggis- og varnarmál að öld-
ungis óráðið sé hvort
Mannvirkjasjóður Nató verði
fenginn til þess að kanna hag-
kvæmni þess að leggja hér stór-
flugvöll fyrir millilandaflug. Flu-
gvöll sem ekki gegndi hernaðar-
hlutverki á friðartímum. En
menn skyldu hafa það hugfast að
það er og hefur ætíð verið yfirlýst
stefna íslenskra stjórnvalda að
hérlendis dvélji ekki erlendur her
á friðartímum. Hingað kom her-
inn 1951 og hefur verið allar göt-
ur síðan. Síðustu 38 ár hafa þvf
ekki verið friðartímar að mati
ráðamanna og því næsta víst að
sú skilgreining þeirra spanni ekki
síður stórflugvöll Nató en banda-
rískar hcrstöðvar Nató. Um mál
þetta segir JBH í skýrslunni:
„Áhugi er á því innan Atlants-
hafsbandalagsins að heimild
verði veitt til forkönnunar á hugs-
anlegum varaflugvelli á íslandi.
Engin ákvörðun hefur enn verið
tekin. í viðræðum mínum við að-
alframkvæmdastjóra Atlants-
hafsbandalagsins í Brussel í des-
ember sl. óskaði ég eftir frekari
upplýsingum um eðli slíks flug-
vallar. Formlegt svar við þeirri
beiðni hefur borist þar sem stað-
fest er að slíkur flugvöllur myndi
ekki gegna neinu hernaðarhlut-
verki á friðartímum."
Vaki vaki
vaskir menn...
Athyglisvert verður að fylgjast
í dag með umræðunum um fyrir-
hugaðar sumaræfingar banda-
ríkjahers (US Army Forces Ice-
land eða ARICE) á fögru landi
ísa. Utanríkisráðherra sér engin
rök mæla gegn því að heimila þær
en Steingrímur J. Sigfússon sam-
gönguráðherra hefur lagt fram
tillögu í ríkisstjórninni um að
aflýsa þeim.
I skýrslunni víkur JBH að
æfingum þessum í all miklu máli
og rökstyður hví hann hyggist
heimila þær. „Fastaviðbúnaður "
setuliðsins gegni fyrst og fremst
eftirlitshlutverki og skyggnist
eftir ferðum skipa, kafbáta og
flugvéla umhverfis fsland. Og
orðrétt:
„Ekki hefur þótt nauðsynlegt
að hafa hér á landi öflugan við-
búnað til varna á landi og hefur
Bandarfskir dátar: „hornsteinar íslensks öryggis" og dágóð tekjulind um leið.
varnarliðið því mjög takmarkað-
an fastaviðbúnað í þeim tilgangi,
reyndar aðeins lágmarksmann-
afla til að tryggja öryggi varnar-
stöðvarinnar."
Þessu næst rekur utanríkisráð-
herra orsakir þessa, ósk íslend-
inga um að takmarka fjölda er-
lendra dáta hérlendis og skýrir að
til hennar megi rekja tilurð hinn-
ar nauðsynlegu áætlunar um
varaliðsflutninga frá Bandaríkj-
unum til íslands ef til ófriðar
dragi. „Áætlanir um landvarnir
hér á landi, ef til spennu- eða
ófriðartíma kæmi, hafa byggst á
því að flytja hingað til lands með
örskömmum fyrirvara stórfylki
úr landher Bandaríkjanna."
Utanríkisráðherra kveður
fyrirhugað að flytja hingað 1200-
1300 hermenn með léttavopn og
einhvern viðbúnað annan í sumar
og leggur áherslu á hve lítil æfing-
in sé í „samanburði við aðrar
æfingar Atlantshafsbandalags-
ins". JBH segir meginhluta hers
þessa hverfa af landi brott eftir
fáeina daga en eftir verði 800
manna varasveit. „800 manns er
mjög fámennt lið en það er venju-
leg stærð sveitar (battalion). Erf-
itt er að gera breytingar á dag-
setningum æfingarinnar vegna
varaliðsins.  því liðsmenn hafa
þurft að gera ráðstafanir til að fá
frí frá borgaralegum störfum sín-
um." Það er að ýmsu að hyggja
við mótun íslenskrar utanríkis-
stefnu!
Gullkálfurinn
Hermangið blómstrar sem
aldrei fyrr og birtist í ýmsum
myndum. Það er alkunna að hin
nafntogaða varnarmálaskrifstofa
utanríkisráðuneytisins    hefur
I BRENNIDEPLI
„...eftirlit með verktökum og
þjónustuaðilum, er starfa á varn-
arsvæðum".
Við síðustu áramót störfuðu
1103 íslendingar á Vellinum, 352
létu af störfum á árinu sem leið en
353 voru ráðnir í þeirra stað. Þeir
hrepptu starfann um „ráðningar-
skrifstofu varnarmálaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins" sem sér
um þessi mál fyrir hernámsliðið.
í skýrslunni stendur: „Heildar-
upphæð greiðslna varnarliðsins
til Islendinga vegna rekstrar þess
á árinu 1988 nam 167,6 miljónum
dala eða 7,291 miljarði króna.
Iskýrslu sinni til alþingis segistJón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra eiga eftirað taka
ákvörðun umforkönnun Nató áflugvallarlagningu
en hyggst heimila 1200-1300 manna herœfingar í
sumar. ídag verða umræður um skýrsluþessa á
alþingi
Þar af nam launakostnaður til ís-
lenskra starfsmanna varnarliðs-
ins 44,2 miljónum bandaríkja-
dala eða 1,908 miljarði króna.
Varnarliðið greiddi á árinu
1988 um 127 miljónir bandaríkja-
dala eða 5,475 miljarða króna til
íslenskra fyrirtækja og einstak-
linga vegna launa, verktöku,
vöruinnkaupa og þjónustu. Áætl-
' að er að eigin innkaup varnarliðs-
mánna og fjölskyldna þeirra á ís-
lenskum landbúnaðarafurðum
hafi numið 1,4 miljónum dala eða
60,8 miljónum króna."
Herinn „reyndi að kaupa"
35.000 pund af nautakjöti í fyrra,
110.000 pund af eggjum', 75.000
pund af kjúklingum og 10.000
pund af svínarifjum samkvæmt
samningi. Hið fyrsta tókst og gott
betur, eggin runnu einnig oní
setuliðið, kjúklingabændur ís-
lenskir stóðu sig hinsvegar ekki í
stykkinu og svínabændur ekki
heldur.
Framkvæmdir við ratsjár-
stöðvar á Bolafjalli og Gunnólfs-
víkurfjalli eru komnar á góðan
rekspöl sem og framkvæmdir við
nýjar ratsjárstöðvar á Miðnes-
heiði og Stokksnesi. „Heildar-
verktaka íslenskra Aðalverktaka
á þessu ári, þ.e. byrjunarfram-
kvæmdir vegna nýrra verka og
áframhald yfirstandandi verka,
auk viðhalds á flugbrautum ofl.
er áætlað að nemi 49 miljónum
dala," segir í skýrslunni. 65 urðu
dalamiljónir ÍA í fyrra.
Svonefndir Keflavíkurverktakar
fengu 12 dalamiljónaverkefni í
fyrra. 7,7 miljónir í ár.
ks
ÞJÓDVILJINN - SÍÐA 3
.
¦  .-
¦.:¦¦¦           -  ¦
VANNSTU NUNA? TIL HAMINGJU!
©0®
Þetta eru tölurnar sem upp komu 15. apríl.
Heildarvinningsuppheeð var kr. 5.031.401.
1. vinningur var kr. 2.316.966.1 var með fimm tölur réttar.
Bónusvinningurinn (tjórar tölur + bónustala) var kr. 402.272 og skiptist á 4 vinningshafa
og fær hver þeirra kr. 100.568.
Fjórar tölur réttar, kr. 693.812, skiptast á 142 vinningshafa, kr. 4.886 á mann.
Þrjár tölur réttar, kr. 1.618.351 skiptast á 4.919 vinningshafa, kr. 329 á mann.
Sölustaðir eru opnir frá mánudegi til laugardags og er lokað 15 mínútum fyrir útdrátt.
Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16