Þjóðviljinn - 27.07.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.07.1989, Blaðsíða 2
Ríkisskuldabréf Vaxtahækkun útilokuð Már Guðmundsson: Útilokað að vextirá ríkisskuldabréfum hœkki. Hinsvegar koma þeir til með að lækka hægar en ráð var fyrir gert - Við sjáum ekki tilefni til ann- ars en að útiloka að vextir á spari- skírteinum hækki frá því sem nú er vegna þarfar ríkissjóðs fyrir iánsfé. Afur á móti munu þeir að öllum líkindum lækka hægar og minna en menn ráðgerðu, sagði Már Guðmundsson, efna- hagsráðunautur fjármálaráð- herra, en í undirfyrisögn fréttar blaðsins í gær um lánsfjáröflun ríkissjóðs slæddist með sú lok- leysa að ekki væri hægt að útiloka vaxtahækkun. Samkvæmt þeirri stefnu í vaxtamálum sem ríkisstjórnin mótaði í vetur, var ætlast til þess að vextir á öðrum hluta lánsfjár- markaðarins aðlöguðust að þess- ari vaxtalækkun ríkisskulda- bréfa. Már sagði að vextirnir hefðu lækkað á „gráa markaðn- um“ og væru enn að lækka, hins vegar vantaði dálítið upp á að sama hefði gerst í bankakerfinu. - Það verður að gera ráð fyrir því að vextir, bæði nafn- og raunvex- tir, lækki einnig í bankakerfinu. Það er ekki hægt að útiloka það að vextir lækki enn frekar. Ef spár svartsýnustu manna um mik- inn samdrátt á haustmánuðum ganga eftir, sem ég efast reyndar um að rætist, mun slá á lánsfjár- eftirspurn einkageirans sem leiðir til enn frekari vaxtalækkun- ar, sagði Már. -rk FRETTIR Eskifjörður Vantar fólk í vinnu Framkvœmdum við dvalarheimili aldraðra að Ijúka. Byrjað á nýjum vatnstönkum í haust og lokið verður við framkvœmdir við höfnina Það vantar iðnaðarmenn á öllum sviðum í vinnu í bænum um þessar mundir og ég hef heyrt að það sé líka skortur á fólki í fiskvinnslu, sagði Arngrímur Blöndal bæjartæknifræðingur á Eskiflrði aðspurður um atvinnu- ástandið í bænum. Arngrímur sagði að það væri tímabundin uppsveifla og miklar fram- kvæmdir sem væru ástæðan fyrir þessum skorti á starfsfólki núna. Iðnaðarmenn frá Reyðarflrði og víðar eru í vinnu núna í sumar á Eskifirðj. Af þeim framkvæmdum sem eru í gangi er stærst bygging Ölduhlíðar sem er nýtt dvalar- heimili fyrir aldraða. Þar mun vera rúm fyrir 17 manns og stefnt er að því að taka það í notkun á afmælisdegi bæjarins þann 18. ágúst. Af öðrum framkvæmdum á Ráðgert er að byggingu nýs viðlegukants við Sundahöfn á fsafirði Ijúki í haust. Við nýia viðlequkantinn qeta stærri skip en áður athafnað sig með góðu móti. ísafjörður Ný uppskipunarhöfn Haraldur L. Haraldsson: Nýr viðlegukanturfyrir stór skip tilbúinn í Sundahöfn í haust. Einnig unnið að byggingu nýs íþróttahúss Stærri skip en áður geta lagt upp að nýjum viðlegukanti við Sundahöfn á ísafirði í haust, en þá á að vera lokið uppsteypu á þekju nýrrar vöruhafnar á því svæði, ásamt lagningu ýmissa lagna í höfninni. Dýpkun lauk við höfnina í vor, þannig að ekkert á að hindra stór skip í að leggjast upp að, þótt fyrirhuguð vöruhöfn við Sundahöfn verði ekki full- kláruð á þessu ári. Haraldur L. Haraldsson, bæ- jarstjóri á ísafirði, sagði Þjóðvilj- anum að gamla hafnarsvæðið inn af eyrinni væri allt of lítið og þröngt fyrir stór skip. Vöruflutn- ingar myndu í framtíðinni flytjast í Sundahöfn þar sem viðlegupláss og athafnasvæði yrði meira. En í ár setja ísfirðingar um 20 miljónir í þessar framkvæmdir og fram- kvæmdir tengdar þeim. Önnur stórframkvæmd hjá ís- firðingum í ár er bygging nýs íþróttahúss. Að sögn Haraldar verða settar 32 miljónir í þær framkvæmdir í ár og á húsið að vera fokhelt í haust. Áætlað er að húsið verði fullklárað 1992 en verði að einhverju leyti komið í gagnið haustið 1991. Húsið ve- arður búið löglegum keppnisvelli sem verður sá eini sinnar tegund- ar á Vestfjörðum. Mikill fjörkippur hefur verið í sundíþróttum á ísafirði undan- farin ár og hafa ísfirðingar náð góðum árangri á sundmótum. Sundlaugin á ísafirði er hins veg- ar komin til ára sinna og er ekki nema rétt rúmir 16 metrar að lengd. Haraldur sagði að í skoðun væri að byggja nýja sund- laug við íþróttahúsið þegar það yrði fullgert. -hmp Kaldrananeshreppur Fer Bjamarfjörður í eyði? Hreppsnefndin vill leggja niður skólahald ífirðinum. Engar úrbœturá slœmu vegakerfi. Magnús Rafnsson bóndi: Unnið aðþvíleynt ogljóst að koma byggðinni í eyði Ibúar í Bjarnarfirði eru miög óánægðir með þá fyrirætíun hreppsnefndar Kaldrananes- hrepps að leggja niður skólahald í firðinum en þar hefur verið skólahald samfellt í yfir 40 ár og gott skólahús tekið í notkun 1972. Þeir eru heidur ekki ánægðir með hvernig staðið er að vegafram- kvæmdum í hreppnum en nú er hafin lagning vegar frá Drangs- nesi til Hólmavíkur um Selströnd en sá möguleiki var einnig fyrir hendi að ieggja veginn inn í sveitina, um Bjarnarfjörð. Með þvi móti hefði leið Drangnesinga til Hólma víkur lengst um rúmlega 10 kflómetra en samgöngur til Bjarnarfjarðar batnað til muna. Sá kostur hefði vafalaust verið mun ódýrarí en vegurinn um Sel- strönd en kostnaðaráætlun vegna hans hljóðaði upp á um 200 inilj- ónir fyrir tveimur árum. - Hreppsnefndin hefur unnið að því leynt og ljóst að koma byggðinni hér í eyði og ef svo fer sem horfir þá held ég að það muni takast. Þegar ofan á fyrirhugaða lokun skólans bætist það að engar úrbætur eru gerðar í vegamálum í firðinum er hljóðið í okkur orðið verulega þungt, sagði Magnús Rafnsson bóndi á Bakka í Bjarn- arfirði. Þórir H. Einarsson oddviti í Kaldrananeshreppi sagði að það væri hinn mesti misskilningur að verið væri að reyna að koma firð- inum í eyði og þær deilur sem nú væru uppi stöfuðu mestmegnis af misskilningi. - Staðreyndin er einfaldlega sú að 170 manna sveitarfélag getur ekki staðið undir rekstri tveggja skóla og mér finnst það ákaflega skrítin fullyrðing að halda því fram að byggðin í Bjarnarfirði leggist niður ef börnin þar verða sækja skóla á Drangsnesi. Skólinn verður þó ekki lagður niður strax því að menntamálráðuneytið setti skil- yrði fyrir leyfi til þess. Það þarf bæði að bæta aðstöðuna við að skólann á Drangsnesi og vega- samgöngur. Við erum byrjaðir á endurbótum við skólann en fram- kvæmdir ganga ákaflega hægt, sagði Þórir. - Það er alveg rétt að við vor- um hlynnt því að vegurinn yrði frekar lagður meðfram Sel- ströndinni heldur en í Bjamar- fjörð. Sú leið er mun styttri fyrir íbúa Drangsness til Hólmavíkur og þar sem meirihluti íbúa hreppsins býr á Drangsnesi og þarf mikið að sækja til Hólmavík- ur finnst okkur eðlilegt að þessi leið sé sem styst, sagði Þórir. Magnús segir að rót þeirra deilna sem nú eru uppi í Kaldr- ananeshreppi megi rekja til rígs sem hafi lengi ríkt á milli Bjamar- fjarðar og Drangsness. í hreppn- um búa um 170 manns og þar af 115 á Drangsnesi. í Bjarnarfirði búa hins vegar 9 fjölskyldur á 6 bæjum. Eftir síðustu kosningar markaði sveitastjómin þá stefnu að skólahald í Bjamarfirði skyldi lagt niður á kjörtímabilinu en þess má geta að allir sem sæti eiga í hreppsnefndinni búa á Drangs- nesi. 'Þ staðnum má nefna að hafist verð- ur handa við að reisa nýja vatns- tanka innan skamms og er áætlað að þeir verði teknir í notkun á næsta ári. Þeir gömlu eru bæði orðnir lélegir og of litlir en nýju tankarnir verða 800 til 900 rúm- metrar að stærð og kosta á bilinu 12 til 13 miljónir. Auk þess er verið að ljúka við byggingu stál- þils við höfnina fyrir loðnu- bræðsluna. Búið er að leggja bundið slitlag á hátt í 600 metra vegarkafla í bænum sem þykir talsvert langur kafli á mælikvarða lítilla bæjarfé- laga en einnig standa yfir miklar framkvæmdir á vegum Vega- gerðar ríkisins á veginum yfir til Norðfjarðar og er hlíðin fyrir ofan bæinn lítið augnayndi um þessar mundir vegna þeirra fram- kvæmda. Bygging félagslegra íbúða er í fullum gangi. Atta verkamanna- bústaðir eru í byggingu og verður helmingur þeirra tekinn í notkun í haust og afgangurinn næsta vor. Verið er að byggja 4 almennar kaupleigíbúðir og lán fyrir 2 til viðbótar fékkst við síðustu út- hlutun. •Þ Gæsaveiðar bannaðar Skotveiðifélag íslands vill koma eftirfarandi á framfæri: „Vegna þráláts orðróms um skipulagðar gæsaveiðar nú þegar fuglinn er í sárum, með litla unga og utan veiðitíma, vill stjóm Skotvís minna landsmenn á þá staðreynd að slíkt athæfi er stranglega bannað. Jafnframt er skorað á fólk að láta viðkomandi yfirvöld vita ef slíkt athæfi sann- ast. Slíkar veiðar eru algjörlega siðlausar og ættu aðeins að heyra fortíðinni til. Einnig viljum við skora á eigendur veitingahúsa að þeir kaupi aðeins gæsir eftir löglegan veiðitíma sem hefst 20. ágúst næstkomandi.“ Fagnaðarerindi Skattskráin á mánudag Nú getur fólk farið að hlakka til mánudagsins, vegna þess að þá verður skattskráin lögð fram. Skattskráin verður ekki ólík þeim skrám sem skattayfirvöld hafa gefið út hingað til. Staðgreiðslu- kerfi skatta hefur þó þá breytingu í för með sér að nýr dálkur verður í skránni. Nýi dálkurinn heitir „greiðslu- staða“ og sýnir greiðslustöðu ein- staklinga eftir að staðgreiðslan hefur verið dregin frá álagningu. Sriorri Ólsen, hjá tekjudeild fjár- málaráðuneytisins, sagðist ekki vilja fullyrða neitt um þá upphæð sem yrði endurgreidd þeim skatt- greiðendum sem hefði greitt of mikið, einhverra hluta vegna. Áætlanir hefðu þó gert ráð fyrir endurgreiðslum upp á 1,5-2 milj- arð króna. Námsmenn vonast eftir endur- greiðslum frá skattinum en Snorri sagði endurgreiðslur ekki verða tíðar til þeirra, nema þeir ættu allan persónuafslátt seinni hluta ársins ónýttan og hefðu haft verulegar tekjur. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 27. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.