Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						

Utanríkisráðuneytið
Afsökun Jóns
Baldvins
íhugaði að segja afsér embœtti. Áfengis-
kaupinfyrir afmæli ritstjóraAlþýðublaðsins
„mistök" og „dómgreindarskortur". Telursig
þó ekki hafa brotið neinar reglur
Við vandlega umhugsun þessa
ináls hef ég hins vegar komist
að þeirri niðurstö'ðu að mér hafi
orðið á niistök í þessu máli og að
þessi gjörningur minn geti skapað
margvísleg vafasðm fordæmi
gagnvart framtíðinni. Mér finnst
ég hafi í þessu tilviki gert mig ber-
an að dómgreindarskorti sem
mér þykir miður og biðst velvirð-
ingar á, segir í yfirlýsingu Jóns
Baldvins Hannibalssonar utan-
ríkisráðherra sem hann birti í
Rafiðnaðar-
sambandið
Mikið ber
í milli
Ég mun kanna viðhorf dei-
luaðila i dag hvort einhver
breyting hafi orðið á afstöðu
þeirra frá því sem hún var þegar
slitnaði upp úr samningavið-
ræðum þeirra í fyrrakvöld. £n
eins og mál stóðu þá sé ég ekki
neinn flöt til samninga eins og
staðan er í augnablikinu, sagði
Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátt-
asemjari.
Verkfall hófst hjá liðlega 270
rafiönaðarmönnum innan Raf-
iðnaðarsambands íslands sem
vinna hjá rfkinu í fyrrinótt og er
áhrifa þess þegar farið að gæta
víðs vegar í þjóðfélaginu. Kröfur
þeirra eru að fá sambærileg laun
hjá ríkinu eins og aðrir rafiðnað-
armenn hafa á almennum mark-
aði. En rafiðnaðarmenn hjá rík-
inu voru með lausa samninga
þegar rikisstjórn Þorsteins Páls-
sonar setti bráðabirgðalög sem
bönnuðu kjarasamninga og verk-
föll í maí í fyrra og telja sig því
hafa dregist aftur úr í launum
miðað við aðra rafiðnaðarmenn
sem náðu að semja fyrir þann
tíma.
Að sögn Helga Gunnarssonar í
saminganefnd rafiðnaðarmanna
eru grunnlaun þeirra sem vinna
hjá ríkinu um sex þúsund krónum
minni en rafiðnaðarmenn á al-
mennum markaði fá, auk þess
sem þeir vilja fá leiðréttingu til
jafns við hina ss. aukin veikind-
adagarétt og desember- og or-
lofsuppbót.
í gær hafði samninganefnd raf-
iðnaðarsambandsins veitt undan-
þágur út af öryggissjónarmiðum
hjá Ríkisspítuíunum, Flugmála-
stjórn, Pósti & Síma og heimilaði
jafnframt um miðjan dag í gær
viðgerð á símastreng í Skagafirði.
En þar höfðu 128 símanúmer
orðið óvirk. Hins vegar hafnaði
samninganefndin að veita Þjóð-
leikhúsinu umbeðna undanþágu
vegna sýninga á söngleiknum
„Oliver!"
Aðspurður hverjar horfurnar
væru á að samningar tækjust á
milli deiluaðila sagðist Helgi ekki
vera bjartsýnn á lausn og bjóst
ekki við að samninganefnd raf-
iðnarmanna mundi hafa frum-
kvæði að því að deiluaðilar sett-
ust á ný að samningaborðinu.
-grh
gær vegna kaupa sinna á 106
flöskum áfengis á innkaupsverði
til nota í fertugsafmæli Ingólfs
Margeirssonar ritstjóra Alþýðu-
blaðsins í maf í fyrra þegar Jón
var fjármálaráðherra.
Á blaðamannafundi í gær kom
fram að Jón Baldvin velti því fyrir
sér eftir að málið komst í hámæli
að segja af sér ráðherraembætti
en hætti við það sökum þess að
hann telur sig ekki hafa brotið
neinar reglur varðandi áfengis-
kaupin. Þá sendi utanríkisráð-
herra í gær forstjóra Áfengis- og
tóbaksverslunar ríkisins ávísun
að upphæð 74.300 krónur, sem
miðast við útsöluverð gildandi
verðskrár, til greiðslu á tveimur
reikningum ÁTVR sem dagsettir
eru 6. maí 1988 að upphæð 18.820
krónur.
í bréfi sem Jón Baldvin hefur
sent til yfirskoðunarmanna ríkis-
reiknings 1988 og ríkisendur-
skoðenda óskar hann eftir sam-
starfi við þá um hvernig móta
megi skýrar, skilmerkilegar og
framkvæmanlegar reglur um
framkvæmd þessara mála fram-
vegis. Jón fer einnig fram á að
ríkisendurskoðun láti rannsaka
hvort um sambærileg tilvik geti
verið að ræða og öðrum ráðu-
neytum. Jafnframt afhenti utan-
ríkisráðherra ríkisendurskoðun
og skoðunarmönnum allar þær
upplýsingar sem tiltækar eru af
hálfu ráðuneytisins um það
hvernig risnufé ráðuneytisins
hefur verið varið meðan hann
hefur gegnt embætti utanríkis-
ráðherra. Samkvæmt þeim
gögnum nemur risnufé vegna
ráðherra  á  umræddurh  tíma
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra lagði fram (gær heildaryfirlit um ráðstöfun risnufjár utanríkis-
ráðuneytisins ma. eins og hann sagði sjálfur: „Iþví skyni að lyfta þeirri umræðu sem nú fer fram um þessi
mál, af stigi gróusagna og getsaka..." Mynd: Kristinn
4.251.391 króna, vegna ráðu-
neytisins 3.483.508 króna og
kostnaður við móttökur á vegum
varnarmálaskrifstofunnar
1.174.223 króna eða samtals
8.909.122 króna.
Með þessum upplýsingum tel-
ur Jón Baldvin sig hafa gert
fullkomlega hreint fyrir sínum
dyrum og væntir þess að önnur
ráðuneyti geri slíkt hið sama.
Þetta var rætt á ríkisstjórnarfundi
í gærmorgun en hlaut misjafnar
undirtektir. Það var einna helst
að skilja á Jóni á blaðamanna-
fundi í gær að samráðherrar hans
óttuðust umfjöllun fjölmiðla, ef
þeir legðu öll gögn á borðið, um á
hvern hátt þeir hefðu varið risn-
ufé sínu og viðkomandi ráðu-
neytis.                 _grh
Virðisaukaskattur
Bætt samkeppnisaðstaða fyrirtækja
Með virðisaukaskatti verður komið í vegfyrir margsköttun. Tekjur
ríkissjóðs dragast saman um 600 milljónir við skattbreytinguna
Anámsstefnu sem fjármálaráðu
neytið og ríkisskáttstjóra-
embættið boðuðu til í gær, kom
fram að með upptöku virðisauka-
skatts um næstu áramót verður
komið í veg fyrir margsköttun og
uppsöfnun skatts, eins og nú er í
söluskattskerfinu. Þá kom einnig
fram að miðað við núgildandi lög
myndu tekjur ríkissjóðs dragast
saman um 4 milljarða við skatt-
kerfisbreytinguna, en ef hug-
myndir ríkisstjórnariniiar um
tveggja þrepa virðisaukaskatt
verða samþykktar muni tekjur
líkissjóðs minnka um 600
milljónir.
Á blaðamannafundi sem
Ólafur Ragnar Grímsson, fjár-
málaráðherra, hélt í gær með
ríkisskattstjóra, Garðari Valdi-
marssyni, var undirbúningur
skattkerfisbreytingarinnar
kynntur. Ákveðið hefur verið að
fjölga starfsmönnum skattkerfis-
ins um 35 en hingað til hafa um
240 manns unnið hjá skattkerf-
inu. Ólafur Ragnar sagði upp-
töku virðisaukaskatts styrkja
samkeppnisaðstöðu íslenskra
framleiðslufyrirtækja, þar sem
virðisaukaskatturinn kæmi í veg
fyrir margsköttun og uppsöfnun
skatts, eins og þekkist í sölu-
skattskerfinu. Ráðherrann sagði
þessa breytingu vera með þeim
stærstu sem framkvæmdar hefðu
verið í skattamálum á síðustu
árum á íslandi.
Garðar Valdimarsson sagði
vissa hluti haldast óbreytta þrátt
fyrir breytinguna. Virðisauka-
skatturinn aflaði ríkissjóði megin
hluta tekna hans eins og sölu-
skatturinn, eða um 50%. Eins og
söluskatturinn væri virðisaukinn
neysluskattur, en skattskyldan
yrði þó víðtækari en áður. Megin-
breytingin fælist í að gjaldendum
fjölgaði um 14.000 og munaði
mest um aukningu í landbúnaði,
þar sem bættust við 5.000 nýir
gjaldendur og í byggingariðnaði
þar sem 3.000 nýir gjaldendur
koma til sögunnar.
Sérfræðingar fjármálaráðu-
neytis og ríkisskattstjóra segja
svo kallaða frádráttarreglu koma
í veg fyrir margsköttun og upp-
söfnun, þar sem hver aðili drægi
frá þá upphæð sem hann hefði
greitt aðila á undan í ferlinu, frá
því sem hann greiddi sjálfur. Þá
yrði virðisaukaskattur rekstrar-
aðfanga endurgreiddur þannig að
hann færi ekki út í verðlag.
Ólafur  Ragnar  sagði  þessa
breytingu færa ísland í átt til nú-
tímans og samræmingar við
helstu viðskiptalönd landsins.
Ekki væri einungis verið að taka
upp nýjan skatt, heldur aðlaga ís-
lenskt efnahagslíf efnahagslegum
veruleika sem skapast hefði í
Evrópu á undanförnum árum og
árafugum.
-hmp
Föstudagur 29. september 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍOA 5
Ollu fastráðnu starfsfólki hjá
fisk vinnslufy rirtækj u nuni
Glettingi hf. og Meitlinum hf. í
Þorlákshöfn hátt í 200 manns hef-
ur verið sagt upp störfum með
þríggja mánaða uppsagnarfresti
sem tekur gildi um næstu áramót.
Ástæða uppsagnanna er sögð
vera af skipulagsástæðum vegna
sameiningar fyrirtækjanna sem
áætluð er um áramótin. En síð-
Þorlákshöfn
í f iskvinnslu
ustu misserin hafa staðið yfir við-
ræður milli forráðamanna fyrir-
tækjanna um sameingu þeirra.
Búist er þó við að obbinn af
starfsfólkinu fái endurráðningu
strax í byrjun næsta árs þegar hið
nýja fyrirtæki tekur formlega til
starfa.
Sameiginlega gera þessi tvö
stærstu fyrirtæki í Þorlákshöfn út
sex báta og tvo togara.
-grh
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32