Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						/ :
-.-
ÞJOÐMAL
Viðrœður EFTA og EB
pa i umsköpun
Almennt viðurkennt að Islendingar eigi samleið með ríkjum Vestur
Evrópu. Jón Baldvin Hannibalsson: Islendingar hafa og eiga að semja
Fá málcfni fá nú meiri athygli
en þær breytingar sem eru að
eiga sér stað í Evrópu um þessar
mundir, bæði í austri og vestri.
íslendingar taka nú þátt í við-
ræðum EFTA-ríkjanna við Evr-
ópubandalgið um möguleika þess
að stofa sameiginlegt efnahags-
svæði Evrópu. Mörgunt fínnst
hlutirnir gerast heldur hratt í
þessum viðræðum og sá hraði geti
leitt til þess að Islendingar blandi
sér í atburðarrás sem ekki sjái
fyrir endann á né hvaða þýðingu
kunni að hafa fyrir þjóðina í
heild. Umræður um þessar við-
ræður hófust á Alþingi á
fimmtudag, 'þar sem utanríkis-
ráðherra, Jón Baldvin Hanni-
balsson byrjaði á að rekja tilurð
Evrópubandalgsins í sögulegu
samhengi.
Ráðherrann sagði mörg rök
hníga að náinni samvinnu við ríki
Vestur Evrópu, bæði pólítskt og
menningarlega. Ef við stæðum
fyrir utan þá þróun sem væri að
eiga sér stað, stefndum við í ein-
angrun, ekki einungis frá ríkjum
innan EB heldur að öllum líkind-
um frá öðrum Norðurlöndum.
Nokkrar leiðir kæmu hins vegar
til greina í samskiptum við Evr-
ópubandalgið. í fyrsta lagi væri
hugsanlegt að ísland gerðist aðili
að bandalaginu. En EFTA hefði
verið stofnað á sínum tíma af ríkj-
um sem ekki hefðu séð sér hag í
að ganga í EB, vegna hernaðar-
legs hlutleysis og annarra á-
stæðna, í bandalag sem næði til
pólitísks samstarfs, hefði sam-
eiginlega landbúnaðarstefnu og
síðast en ekki síst, fæli í sér tak-
mörkun á sjálfsákvörðunarrétti
aðildarríkjanna. Þau ríki sem enn
væru í EFTA styddust við sömu
rök og áður gegn aðild að EB en
að auki sæi fsland sér ekki hag í
aðild að EB vegna fiskveiðistefnu
bandalagsins.
Tvíhliða og
sameiginlega
Þá nefndi ráðherran annan
möguleika sem væru tvíhliða
samningar einstakra EFTA-ríkja
við EB. Sú leið væri hins vegar
fljótafgreidd þar sem EB hefði
ekki lýst sig reiðubúið til að fara í
slíkar viðræður. Öðru máli gegn-
di hins vegar um sérhagsmuni
einstakra EFTA-ríkja. I þessu
sambandi vakti Jón Baldvin at-
hygli á eðli EB sem bandalags,
sem stefndi fyrst og fremst að
sameiginlegum markaði. Til þess
að hann mætti verða að veruleika
yrðu sömu reglur að gilda á öllu
markaðssvæðinu. Þá væri ljóst að
EB væri svo upptekið af eigin
málum um þessar mundir að tvíh-
liða viðræður yrðu að bíða fram
yfir 1992 þegar sameiginlegum
markmiðum EB verði náð.
Varðandi þær raddir sem nú
heyrðust um að íslendingar ættu
að snúa sér alfarið að tvíhliða við-
ræðum, sagði Jón Baldvin að
þessar skoðanir væru aðeins rétt-
ar að hluta. íslendingar ættu að
gera hvor tveggja, semja tvíhliða
og í gegnum EFTA. Ráðherrann
sagði að nú væri tækifæri til samn-
inga við EB sem ekki væri víst að
gæfist aftur.
Yfirþjóðlegt
vald
Það er nokkuð ljóst að almennt
er sú skoðun ríkjandi innan
stjórnmálaflokka í landinu að ís-
land geti ekki sett sig undir yfir-
þjóðlegt vald af því tagi sem gildir
innan EB. Hins vegar er íslend-
ingum nauðsynlegt að eiga góð
og jákvæð samskipti við rflci Evr-
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hóf ífyrradag umræður á
Alþingi um EFTA og EB - vonum seinna að mati sumra. Mynd: Jim
Smart.
ópubandalagsins af ýmsum
ástæðum pólitfskum, menningar-
legum og efnhagslegum. Hjör-
leifur Guttormsson, Alþýðu-
bandalagi minnti á ályktun lands-
fundar     Alþýðubandalagsins
varðandi viðræður EB og EFTA.
Þar sem segði að valdaafsal til
yfirþjóðlegra stofnana gæti varla
verið eftirsóknarvert fyrir íslend-
inga og bryti í bága við sjálfs-
ákvörðunarrétt og efnahagslega
hagsmuni þjóðarinnar. Sam-
skipti norrænna þjóða við EB
hlyti einnig að mótast af því
hvernig EB-ríkjunum gengi að
koma í framkvæmd fyrirheitum í
yfirlýsingum      forystumanna
bandalagsins um félagsleg mál-
efni.
Hjörleifur reifaði einnig þá
fyrirvara sem landsfundur Al-
þýðubandalagsins hefði sett
varðandi frjálsar fjármagnshrey-
fingar, eins og gert væri ráð fyrir á
hinu sameiginlega efnhagssvæði.
Koma yrði í veg fyrir að fjár-
magnið streymdi bara aðra
leiðina, þe. frá landinu en ekki til
þess. En vegna þess að ísland
myndi teljast til jaðarsvæðis
innan efnhagssvæðisins væri
nokkur hætta á þessu, sem gæti
valdið gífurlegri byggðaröskun í
landinu.
f umræðunum á Alþingi, sem
ekki er lokið enn, hafa þingmenn
og ráðherrar yfirleitt rætt málið
af yfirvegun og varkárni gætir í
máli flestra. Jón Baldvin taldi
upp á fimmtudag nokkur atriði
sem þyrfti að hugleiða ef íslend-
ingar verða ekki aðilar að frjáls-
um búsetu- og atvinnurétti innan
18 ríkja sameiginlegs efnahags-
svæðis Evrópu. Vandræði gætu
skapast vegna námsmanna sem
sæktu mikið til þessara landa,
vegna atvinnu- og dvalarleyfa
þeirra þúsunda íslendinga sem
búa innan svæðisins og óvíst væri
hversu víðtæk þátttaka íslands
gæti þá orðið. Ráðherrann benti
einnig á að reynslan sýndi að
tungumálið, þe. íslenskan, og
fjarlægðin frá öðrum Evrópu-
löndum, ásamt loftslaginu, væru
áhrifaríkar hömlur á verulegan
flutning fólks frá Evrópu til ís-
lands. Þetta gæti virkað mun bet-
ur en alls kyns reglur um hömlur.
Það er ekki nema eðlilegt að
sumum finnist ísland vera að
missa af einhverri lest, kasti það
sér ekki að fullu út í samninga við
EB, á meðan öðrum þykir þróun-
in of hröð til að höndla hana. Pó
EB-ríkin hafi fyrir sitt leyti sett
markið á árið 1992, er alveg ljóst
að 1. janúar það ár gerist ekki
einhver stökkbreyting. Almenn
tregðulögmál, ólíícar áherslur og
hagsmunir sem þrátt fyrir allt
fyrirfinnast innan EB munu sjá til
þess. Það er því varla ástæða til
að örvænta. Það mál sem Norð-
urlöndin verða hins vegar að hafa
ofarlega í huga í þessum efnum er
hvernig þegnum þeirra verði
áfram tryggt það þróaða velferð-
arkerfi sem þar hefur verið byggt
upp, en er víða mun lélegra innan
ríkja EB.
Verkalýðshreyfingin á Norð-
urlöndum hefur ekki alveg setið
aðgerðarlaus í þessum efnum og
fylgist grannt með þróun mála.
Hagfræðingur ASÍ, Ari Skúla-
son, hefur lýst því yfir að verka-
lýðshreyfingin ætli sér ekki að-
eins að fylgjast með málum úr
fjarlægð, heldur ætli hún sér að
hafa áhrif á gang mála. ASÍ og
BSRB hafa gefið út sérstakan
upplýsingabækling í samvinnu
við Norrænu verkalýðsssam-
tökin, sem nefnist „Samtök
launafólks og Evrópubanda-
lagið". Þessi bæklingur getur ver-
ið gott innlegg í umræðuna fyrir
launafólk í landinu, því um er að
ræða svo miklar breytingar að
nauðsynlegt er að allur þorri al-
mennings geri sér grein fyrir því
hvað er á ferðinni.
Breytt staða
smáríkja
Mikill skilningur á sérhags-
munum íslands varðandi fisk og
fiskútflutning hefur reynst vera
fyrir hendi hjá pólitískum leið-
togum innan Evrópubandalags-
ins. Bent hefur verið á að í tvíh-
liða viðræðum um sérhagsmuni,
beri íslendingum fyrst og fremst
að beina spjótum sínum að pólit-
ískum leiðtogum EB en ekki
embættismönnum, sem hafa það
verkefni fyrst og fremst að sjá til
þess að öllum gildandi reglum
innan EB sé fylgt út í ystu æsar.
Þær breytingar sem eru að eiga
sér stað eru aðallega í höndum
pólitískra leiðtoga og á þeim vett-
vangi er staða íslands sterk.
Þær breytingar sem eru að eiga
sér stað fela nánast í sér um-
sköpun Evrópu. ísland er smáríki
en staða smáríkja hefur gerbreyst
í heiminum eftir seinni
heimsstyrjöld, áhrif þeirra eru
orðinn miklu meiri en áður. ís-
lendingum býðst nú í fyrsta sinn
sögulegt tækifæri til að taka þátt í
umsköpun þeirrar heimsálfu sem
þeir tilheyra. Við getum og
eigum að ganga feimnislaust til
þess starfs og standa kinnroða-
laust fast á okkar sérhagsmunum,
á þá verður hlustað ef rétt er á
málum haldið.
-hmp
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið í Skagafirði
Félagsfundur
Alþýðubandalagið í Skagafirði heldur félagsfund mánudaginn
27. nóvember í Villa Nóva klukkan 20,30.
Dagskrá:1. Niðurstöður landsfundar kynntar og ræddar.
2. Starfið framundan.
3. Önnur mél.
Stjórnin.
Auglýsing um nám-
skeið og próf vegna
leyf is til verðbréfamiðl-
unar
í samræmi viö d-lið 1. mgr. 3. gr. laga nr. 20/
1989 um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði
hefur viðskiptaráðuneytið ákveðið að haldið
verði námskeið og próf fyrir þá, sem áforma að
sækja um löggilt leyfi til verðbréfamiðlunar, ef
næg þátttaka fæst. Prófnefnd verðbréfamiðlara
hefur verið falið að sjá um námskeiðið skiptist í
tvo hluta. Kennsla á fyrri hluta hefjist í janúar
1990 og Ijúki með prófum í júnísama ár. Kenns-
la í síðari hluta fari fram á tímabilinu september
til desember 1990 og próf verði í janúar 1991.
Ætlunin er að kennsla fari fram í Reykjavík í
samvinnu við Bankamannaskólann og verði
tvisvar í viku fyrir hádegi hvorn dag. Þeir sem
óska eftir að taka þátt í ofangreindu námskeiði
eru beðnir um að senda umsóknir þar um fyrir 8.
desember n.k. til Prófnefndar verðbréfamiðl-
ara, viðskiptaráðuneytinu, Arnarhvoli, 150
Reykjavík á umsóknareyðublöðum, sem þar
liggja frammi, ásamt upplýsingum um kennslu-
greinar, og reglugerð nr. 543/1989 um nám-
skeið og próf til að öðlast leyfi til verðbréfamiðl-
unar.
F.h. Prófnefndar
verðbréfamiðlara
Tryggvi Gunnarsson,
formaður
BYGGINGARFÉLAG VERKAMANNA
í REYKJAVÍK
Aðalfundur
félagsins verður haldinn á Hótel Lind, Rauðar-
árstíg 18, fimmtudaginn 30. nóvember 1989, kl.
20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.                _,.    „,  .
Felagsstjornin
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. garð-
yrkjudeildar Reykjavíkurborgar, óskar eftir til-
boðum í að leggja jarðvatnslagnir í 3. áfanga af
kirkjugarði í Gufunesi.
Tilboðið miðast við:
535 m af 160 mm pípum og
2090 m af 110 mm pípum.
Útboðsgögn  eru  afhent á skrifstofu  vorri,
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5000,- skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudag-
inn 6. desember 1989, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fnkirkjuvegi 3 - Simi 25800
Sumir
spara sér leigubíl
adrir taka enga áhættu!
Eftireinn
-eiaki neinn
UMFERÐAR
RÁÐ
Laugardagur 25. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16