Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						jWTTa'JÍ'*
FRETTIR
Fiskvinnsla
Rekin með hagnaði
Þjóðhagsstofnun: Afkoma atvinnugreina verður betri íár en ífyrra en
þá var almennt halli á atvinnurekstri
Afkoma botnfiskvinnslu hefur
batnað mikið frá því í fyrra en
þá var vinnslan rekin með tæp-
lega 5% halla. Miðað við rekstr-
arskilyrði í nóvember var reiknað
með að botnfiskvinnslan væri
rekin með 2%-3% hagnaði.
Að mati Þjóðhagsstofnunar er
rekstur frystingar talin skila 5%
hagnaði en saltfískverkun hins
vegar með tæplega 3% tapi. í
þessum afkomutölum er reiknað
með 3% verðbótum úr Verð-
jöfnunarsjóði til frystingar en 5%
til söltunar. Verðbætur á frystar
afurðir falla niður nú um ára-
mótin.
Afkomubati fiskvinnslunnar
stafar einkum af því að almenn
rekstrarskilyrði hafa batnað með
lækkandi raungengi krónunnar.
Alþingi
Alþingi kemur aftur
samanþann
22. janúar
Forsætisráðherra Steingrímur
Hermansson frestaði 112. þingi
Alþingis í gær og kemur þing aft-
ur saman að loknu jólaleyfi þann
22. janúar. Síðasta mál á dagskrá
þingsins var afgreiðsla fjárlaga
þar sem fram fóru atkvæða-
greiðslur um einstakar breyting-
artillögur.
Það var bæði grín og alvara sem
einkenndi þennan lokafund Al-
þingis fyrir Jól. Þegar kom að at-
kvæðagreiðslu um kaup ríkisins á
dagblöðum brugðust margir
sjálfstæðismenn ókvæða við
þeirri tillögu að ríkið keypti 500
eintök af hverju blaði til viðbótar
við þau 250 eintök sem keypt
hafa verið hingað til. Tillagan var
dálítið ruglingslega orðuð. Þann-
ig sagðist Matthías Bjarnason
Sjálfstæðisflokki skilja tillöguna
þannig að ríkið ætlaði einungis að
kaupa 500 eintök af blöðunum
yfir allt árið og hann sæti því hjá
við atkvæðagreiðsluna. Fannst
mörgum þingmönnum afstaða
Matthíasar nokkuð fyndin en enn
fyndnari þótti þeim túlkun Páls
Péturssonar sem sagði að tillagan
gerði ráð fyrir að ríkið keypti 500
árganga af blöðunum. Eftir þau
orð breytti Matthías atkvæði sínu
í nei. Afstaða hans breytti þó
engu þar sem tillagan var sam-
þykkt.
Þegar kom að atkvæðagreiðslu
um hækkun framlags til Kvenna-
athvarfs, greiddi Hjörleifur Gutt-
ormsson einn stjórnarliða at-
kvæði með henni.
-hmp
Rekstrarskilyrði botnfiskveiða
hafa hins vegar vernsað frá síð-
asta ári og miðað við skilyrði í
nóvember var reiknað með að
veiðarnar væru reknar með tæp-
lega 4% halla í stað l%-2% halla
á árinu 1988. Botnfiskveiðar og
vinnsla að meðtöldum frysti-
skipum var talin rekin með tæp-
lega 1% hagnaði en til saman-
burðar var hallinn tæplega 3% á
árinu 1988.
Þjóðhagsstofnun telur að raun-
gengislækkun krónunnar sem tal-
in er verða 7%-8% lægri á þessu
ári en í fyrra miðað við verðlag
hafi einnig komið öðrum
atvinnugreinum en sjávarútvegi
til góða og þá fyrst og fremst iðn-
greinum sem eiga í samkeppni
við innfluttar vörur. Hins vegar
benda veltutölur samkvæmt sölu-
skattsframtölum til þess að um
nokkra  framleiðsluminnkun  sé
að ræða. Þetta á jafnt við um
verslun, iðnað og þjónustu, þó
samdrátturinn sé nokkuð misjafn
innan greinanna. Til viðbótar
raungengislækkun hafa raun-
vextir lækkað í ár frá fyrra ári. í
heild má þannig gera ráð fyrir að
afkoma-atvinnugreina verði betri
á þessu ári en á árinu.1988 en það
ár var almennt halli á atvinnu-
rekstri.
-grh
Enn verslar fólk mest í gamla miðbænum í Reykjavík en hann á þó í harðri samkeppni við Kringluna, og
hefur verslun þar dregist saman um 24%. Mynd-Jim Smart
Verslun
Kringlan sækir á
Verslun ígamla miðbænum hefur dregistsaman um 24% á tíu árum.
Kringlan með um 20% af heildarveltunni
Velta verslana í gamla miðbæn-
um dróst saman um 24% á
árunum 1979 til 1989 og verslun
við Ármúlann og í Skeifunni dróst
saman um rúmlega 13% á sama
tíma. Mest af versluninni hefur
færst yfir í Kringluna, sem á síð-
asta ári velti um 20% af heildar-
veltu verslana í Reykjavík en
önnur verslunarhverfi hafa einn-
ig aukið sína veltu.
Þetta kemur fram í nýútkom-
inni skýrslu sem unnin var á veg-
um Borgarskipulags Reykjavíkur
um veltu smávöruverslana f
Reykjavík 1988 eftir hverfum.
1 skýrslunni kemur fram að
þrátt fyrir samdrátt í verslun í
gamla miðbænum fer enn stærsti
hluti verslunar fram þar, eða um
31% á móti 20% í Kringlunni. í
gamla miðbænum eru hins vegar
mun fleiri verslanir þannig að
velta hverrar verslunar er minni
en í Kringlunni. Að meðaltali var
velta verslana í gamla miðbænum
á síðasta ári 16 miljónir en 67
miljónir í Kringlunni og munar
þar líklega mestu um nokkrar
stórverslanir.
13 fyrirtæki eru með útsölu-
staði bæði í Kringlunni og gamla
miðbænum. í öllum tilfellum er
veltan meiri í Kringlunni, eða um
55% á móti 45% í gamla bænum.
í öðrum borgarhlutum hefur
verslun aukist nokkuð, sérstak-
lega í austurhluta borgarinnar en
samt sem áður fer um 90% af
smávöruverslun fram vestan Ell-
iðavogar þrátt fyrir að um 38% af
íbúum borgarinnar búi austan
Reykjanesbrautar.
-iþ
Utanríkisráðherra
Harmar hemaðaríhlutun
Bandaríkjamanna
Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra hefur sent
frá sér yfirlýsingu vegna síðustu
atburða í Panama þar sem ítrck-
uð er sú stefna íslenskra
stjórnvalda, að leysa beri alþjóð-
ieg deilumál með friðsamiegum
hætti í samræmi við sáttmála
sameinuðu þjóðanna. „Á grund-
velli þessarar meginreglu þjóð-
arréttar er ástæða til að harma að
bandarísk stjórnvðld hafí talið sig
knúin til að beita vopnavaldi i
samskiptum sínum við Panama,"
segir í yfírlýsingunni.
Enn fremur segir í yfirlýsing-
unni: „Það ástand, sem nú ríkir í
Panama verður hins vegar að
skrifast að stórum hluta til á
ábyrgð Noriegas. Þingmennirnir
Hjörleifur Guttormsson og Svav-
ar Gestsson sögðu á Alþingi í gær
að viðbrögð utanríkisráðherra
væru alltof linkindarleg og sagði
Hjörleifur þau raunar fela í sér
ákveðna réttlætingu á innrás
Bandaríkjamanna.        -61g.
Byggingariðnaður
Almennt
nógað
gera
Samdrátturinn áþessu
ári mun minni en búist
var við samkvœmt bygg-
ingakönnun. Gertráð
fyrir verkefnaskorti í
upphafi nœsta árs með
14% fœkkun starfs-
manna. Aðallega verka-
manna
Verkefnastaða fyrirtækja í
byggingariðnaði hefur almennt
verið góð á þessu ári og mun betri
en gert var ráð fyrir um síðustu
áramót, þótt engan veginn sé
hægt að segja að ástandið sé eins
og best verður á kosið. Samdrátt-
urinn á þessu ári er því mun
minni en búist var við.
Þetta er meðal þeirra niður-
staðna sem fram komu í könnun á
ástandi og horfum í byggingar-
iðnaði sem gerð var í október af
Landssambandi iðnaðarmanna í
samvinnu við Meistara- og verk-
takasamband byggingarmanna.
AIIs tóku þátt í könnuninni sjötíu
og sjö fyrirtæki sem hjá unnu í
haust um 1.777 manns. Það sam-
svarar um 20% af heildarstarfs-
mannafjölda þeirra fyrirtækja í
byggingariðnaði sem rekin eru af
einkaaðilum.
Á einu ári frá september 1988
til október 1989 fækkaði starfs-
mönnum í byggingariðnaði um
3,4% og þar af voru iðnaðar-
rhenn um 50%. Fram til janúar
1990 gera fyrirtækin hins vegar
ráð fyrir 14% fækkun starfs-
manna til viðbótar og er þar aðal-
lega um verkamenn að ræða.
Varðandi verkefnastöðu fyrir-
tækjanna á árinu 1989 kom í ljós
að um 11% þeirra hafa búið við
verkaefnaskort einhvern hluta
ársins og 29% þeirra gera ráð
fyrir að hafa ekki næg verkefni
fram í janúar á næsta ári. í at-
hugasemdum      aðstandenda
könnunarinnar er tekið fram að á
þessum árstíma sé alltaf erfitt að
meta horfur á verkefnum í bygg-
ingariðnaði og menn oft
svartsýnni en efni standa til. Þó sé
ljóst að nokkurs verkefnaskorts á
eftir að gæta á fyrstu vetrarmán-
uðum árins 1990 með tilsvarandi
uppsögnum.
Samkvæmt verkefnaskiptingu
fyrirtækjanna kemur í ljós að á
árinu 1988 voru 30% verkefna
þeirra við íbúðabyggingar og
35% á þessu ári. Þá hafa verkefni
við byggingu atvinnuhúsnæðis
dregist stórlega saman; voru 15%
af verkefnum ársins 1988 en að-
eins 10% í ár. Hins vegar nam
þessi verkþáttur í byggingariðn-
aðinum um 25% í góðærinu 1987.
Þá var í könnuninni spurt hvort
fyrirtæki væru farin að semja
beint við starfsmenn um undir-
verktöku og reyndist svo vera hjá
18 fyrirtækjum af 65 sem svör-
uðu. Hjá 9 þeirra hafði þessi þátt-
ur í starfseminni aukist frá síð-
-grh
ustu áramótum.
JÓl
Óbreytt
ástand
Samkværnt spá Veðurstofu ís-
lands verður nokkuð hvöss norð-
austanátt norð-vestanlands á að-
fangadag og jóladag. Frost verð-
ur vægt og snjókoma víðast hvar.
Suð-austanlands verður hæg
austanátt, lítilsháttar skúrir og
hiti á bilinu 1-5 stig. Hitinn getur
þó farið niður fyrir frostmark,
með tilheyrandi snjókomu. Ætli
það verði ekki bara á aðfanga-
dagskvöld!             -þöm
2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN  Laugardagur 23. desember 1989
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
10-11
10-11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20