Þjóðviljinn - 25.04.1990, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 25.04.1990, Qupperneq 1
Miðvikudagur 25. gpríl 1990 75. tölublað 55. árgangur Kvótqfrumvarpið Gildistímirm í óvissu Mikillágreiningur um kvótafrumvarpið. Alþýðubandalagið heldur fram byggðakvóta. Kratar vilja kvótaleigu ogflestir viljadraga úrvaldi sjávarútvegsráðherra. Forsœtisráðherra leggur til takmarkaðan gildistíma sem málamiðlun Mikil óvissa ríkir um afdrif frumvarps um stjórnun físk- veiða nú þegar aðeins sjö starfs- dagar eru eftir á Alþingi. For- ystumenn stjórnarflokkanna reyndu í gær árangurslaust að ná samkomulagi þó um tíma hafí litið út fyrir að samkomulag tæk- ist. Sjávarútvegsráðherra er í mun að frumvarpið fái afgreiðslu fyrir þinglok en fulltrúum stjórn- arflokkanna hefur reynst ómögu- legt að samræma ólík sjónarmið í sjávarútvegsnefnd efri dcildar þingsins, þar sem frumvarpið er nú til meðferðar. Fulltrúi Alþýðubandalagsins í nefndinni, Skúli Alexandersson hefur lagt fram tillögur sem byggja á hugmyndum Verka- mannasambands fslands og full- trúa Sambandsfrystihúsanna, um að 60% kvótans verði úthlutað á einstök skip en 40% á einstakar fiskvinnslustöðvar. En þessi hug- mynd er mjög skyld stefnu Al- þýðubandalagsins um byggða- kvóta en gengur ekki eins langt. Þingflokkur Alþýðuflokksins hefur lagt til að leigugjald verði lagt á þann kvóta sem úthlutað er á hvert skip. Það undirstrikar að mati flokksins að fiskstofnarnir séu sameiginleg eign allrar þjóð- arinnar. En töluverð andstaða er við þessa hugmynd innan annarra flokka þó af ólíkum ástæðum. Hugmyndin samræmist ma. illa hugmyndum Alþýðubandalags um byggðakvóta. Forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson hefur lagt til að gildistími laganna verði tvö ár í stað þess að hafa hann ótíma- bundinn og þannig megi jafna ágreining á milli stjórnarflokk- anna. Geir Gunnarsson þing- maður Alþýðubandalagsins hef- ur hins vegar lagt til að gildistöku laganna verði frestað um eitt ár og unnið verði áfram að lausn ágreiningsmála í sumar en málið aftur tekið upp á Alþingi í haust. Þetta töldu margir af viðmælend- um Þjóðviljans á Alþingi í gær, vera bestu lendinguna. Fiskeldi Sjávarútvegsráðherra er ekki þekktur fyrir að skipta um skoðun og því ljóst að hann á erf- itt með að samþykkja frestun málsins. Hann hefur hins vegar ekki lagt fram neinar málamiðl- anir enn sem samstarfsflokkarnir geta sætt sig við. Forsætisráð- herra hefur leggur mikla áherslu á að samkomulag náist sem fyrst en fundi hans með sjávarútvegs- ráðherra og forystumönnum Það er mikið makkað á Alþingi þessa síðustu daga fyrir þinglok. Hér ræða Jón Sigurðsson, Steingrímur Hermannsson, og Ólafur G. Einarsson málin. Mynd: Kristinn. stjórnarflokkanna var ítrekað frestað í gær. Borgaraflokkurinn hefur lagt til að Landhelgisgæslunni verði falið að fara með eftirlit með ó- lögmætum afla og hún vísi málum síðan til ríkissaksóknara telji hún ástæðu til þess. Með þessu yrði eftirlitshlutverkið tekið af sjávar- útvegsráðuneytinu og vald ráð- herra um leið minnkað. Undir þessa hugmynd virðast flestir geta tekið bæði innan stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkanna. -hmp Sniglavinátta Sniglar frelsaðir frá áti Breskir dýravinir frelsuðu 12 þúsund ætisnigla úr búrum sínum í búgarði á Austur-Englandi og slepptu þeim lausum út í náttúr- una. Sniglarnir voru hafðir í hlýjum og notalegum búrum þar sem þeir voru fitaðir fyrir slátrun. Mikil og vaxandi eftirspurn er fyrir ætisnigla í Bretlandi þar sem þeir eru bornir á borð í hvítlauks- sósu í frönskum veitingahúsum. Þótt dýravinum hafi tekist að bjargá sniglunum frá hvítlauks- dauða er hætt við að þeirra bíði enn sársaukafyllri hægfara dauði úr kulda og vosbúð. Peter Van Poortvliet sniglabóndi segir úti- lokað að þeir geti lifað í náttúr- unni. Reuter/rb Vaxandi áhugi á þorskeldi Þeirri skoðun vexfiskur um hrygg að nú sé lag til aðfara út í hafbeit. Norðmenn hafa þegar gert áœtlanir um aðframleiða allt að 100-150 þúsund tonn af eldisþorski um aldamótin Hornafjörður Krían komin Fyrstu kríurnar komu í gær og kusu þær Höfn í Hornafirði sem fyrsta iendingarstaðinn í ár. „Krían hefur alltaf komið snemma hingað og í fyrra kom hún 27. apríl,“ sagði Benedikt Þorsteinsson á Hornafirði í sam- tali við blaðið í gær, en hann hef- ur í mörg ár fylgst með komu far- fuglanna. „Þeir sáu tvær kríur, starfs- menn fiskimjölsverksmiðjunnar, í morgun og þá eru allir fuglarnir komnir nema spóinn. Ég sá til dæmis tvo stóra helsingjahópa fljúga hér yfir rétt eftir hádegið," sagði Benedikt. Lendingin á Hornafirði ætti að vera góð fyrir kríuna, langt er síð- an snjór hvarf af láglendi og veður hefur verið gott að undan- förnu. Meðal fískeldismanna, físki- fræðinga og einstakra fisk- vinnslumanna er vaxandi áhugi fyrir því að hcfja tilraunir með þorskeldi í hafbeit hér við land. Vitað er að Norðmenn hafa þegar gert áætlanir um að framleiða allt að'100-150 þúsund tonn af þorski um aldamótin og því vex þeirri skoðun fískur um hrygg að nú sé lag til að huga að þessum málum hérlendis, fáist til þess aðstaða og nægilegt tjármagn. Þeir bjartsýnustu eru jafnvel þeirrar skoðunar að ef ráðist verður í þorskeldi í hafbeit geti það orðið til að auka á hráefnis- framboð til fiskvinnslunnar í landi, á sama tíma og sífellt er verið að takmarka þorskveiðar skipa og báta. Þá eru þeir líka til sem telja að þorskeldi á þennan máta geti orðið til að efla smábát- aútgerð við veiðar á eldisþorski þegar hann leitar á ný til átthag- anna. Ólafur Halldórsson hjá Fisk- eldi Eyjafjarðar við Hjalteyri segir þorskeldi vera mjög áhuga- vert og spennandi verkefni og þá sérstaklega í ljósi þeirra áætlana sem Norðmenn hafa þegar gert. Hins vegar hafi þeir hjá Fiskeldi Eyjafjarðar ekki bolmagn til að hugsa um annað en lúðueldi að svo stöddu þó ekki vanti viljann til að ráðast í tilraunir með þorsk- eldi. Ólafur sagði enga spurningu vera um það að í Eyjafirði og jafnvel í fjörðum í ísafjarðar- djúpi sé að finna ákjósanlega staði fyrir þorskeldi. Einkum og sér í lagi vegna góðra fæðuskil- yrða og síðast en ekki síst þar sem þorskur hrygnir á þessum svæð- um og sé því staðbundinn. „Þorskeldi hefur verið fært í tal manna á meðal og þá aðallega sem einhverskonar samstarfs- verkefni okkar, sjávarútvegs- brautar Háskólans á Akureyri og Hafrannsóknastofnunar. En það hafa engar ákvarðanir verið tekn- ar um eitt eða neitt að svo stöddu," sagði Ólafur Halldórs- son. Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að sér finnist það sjálfsagt að fslend- ingar hafi þá tækni og þekkingu á valdi sínu sem til þarf fyrir þor- skeldi. Hins vegar sé hann ekki jafn sannfærður um að hægt sé að græða mikinn pening á eldi sem þessu. „En um það geta að sjálf- sögðu verið skiptar skoðanir eins og um margt annað,“ sagði Jakob Jakobsson. Friðrik Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva segir að þorskeldi komi vel til álita og þá sérstaklega með hækk- andi verði á ferskum fiski. Friðrik sagði það vera deginum Ijósara að eitt af þeim mörgu vandamál- um sem íslenskt fiskeldi á við að stríða er hversu lítil breidd sé í atvinnugreininni. „Tímabundnir erfiðleikar í laxeldi hafa að mínu mati villt þó nokkuð um fyrir mönnum hversu miklir mögu- leikar eru fyrir hendi í fiskeldi. Ég held að það sé aðeins spurning um tíma og smá þolinmæði áður en það rennur upp fyrir íslend- ingum að hér er um stóran og mikinn akur sem er svo til alveg óplægður,“ sagði Friðrik Sigurðs- son. Til marks um það má nefna að á árinu 1987 var heimsfram- leiðslan í fiskeldi um 13 miljón tonn að verðmæti um 19 miljarða dollara eða sem nemur um 1000 miljörðum íslenskra króna. Þar komst laxeldi ekki á blað. Hins vegar eru þar ofarlega á lista vatnakarfar ýmisskonar sem og skelfiskur og rækja, svo eitthvað sé nefnt. -grh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.