Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Aflamiðlun
Mikið um platumsóknir
Þrjátíu aðilarsettir út íkulaann vegna endurtekinna úthlutana án
útflutnings
Við úthlutun útflutningsleyfa á
físki í síðustu viku ákvað
stjórn Aflamiðlunar að taka ekki
til greina umsóknir frá þrjátíu
skipum vegna endurtekinna út-
hlutana án útflutnings. Auk þess
voru fjórar umsóknir ekki teknar
til greina vegna þess að sðluverð
viðkomandi skipa hafði verið
lágt.
Vilhjámur Vilhjálmsson fram-
kvæmdastjóri Aflamiðlunar segir
að þetta sé þó nokkur fjöldi mið-
að við það sem gerist að öllu
jöfnu. Þeir aðilar sem staðnir eru
að því að nýta ekki þær úthlutanir
sem þeir fá eiga það á hættu að
verða settir út í kuldann í allt að
þrjár vikur.
Við úthlutun útflutningsleyfa
fyrir þessa viku var gefið grænt
ljós á 148 tonn af þorski með
gámum á Bretlandsmarkað og
tæp 300 tonn af ýsu. Á markað í
Þýskalandi voru veittar heimildir
til að flytja út 38 tonn af ufsa í
gámum og 154 tonn af karfa. Til
Belgíu og Frakklands var samtals
veitt leyfi fyrir 46 tonn af gáma-
fiski.
Áætlaðar skipalandanir til
Bretlands í vikunni nema alls 270
tonnum af þorski og 110 tonnum
af ýsu. Skipasölur í Þýskalandi
eru áætlaðar að verði um 350
tonn af ufsa og 210 tonn af karfa.
Fiskverð ytra er allþokkalegt
og til marks um það seldi íslensk-
ur bátur 56 tonn í Hull í gær fyrir
tæpar 10 miljónir króna og var
meðalverð á hvert kfló um 185
krónur sem er með því besta sem
fengist hefur til þessa. Að öðru
leyti hefur meðalverð fyrir gáma-
þorsk verið um 146 krónur kílóið
á Bretlandsmarkaði og kíló af ýsu
selst þar að jafnaði á 164 krónur.
Á Þýskalandsmarkaði hefur karf-
akílóið selst á um 100 krónur
hvert kfió og ufsinn á um 80 krón-
ur.
Búist er við að fiskverð ytra
verði áfram í hærri kantinum
vegna minnkandi framboðs.
-grh
Iðnaðarráðuneyti
sítur á skýrslu
Iðnaðarráðuneytið hefur neit-
að að afhenda Hjörleifi Gutt-
ormssyni alþingismanni skýrslur
Norsku loftgæðastofnunarinnar
NILU, um lfklega dreifingu
mengandi efna frá hugsanlegu ál-
veri.
„Mér finnst sérkennilegt að al-
þingismönnum skuli ekki vera
veittar upplýsingar um þessi efni.
Þetta varðar mjög stóran þátt í
álversumræðunni, umhverfis-
málin," segir Hjörleifur Gutt-
ormsson í samtali við Þjóðvilj-
ann.
Þær upplýsingar fengust í ráðu-
neytinu að verið væri að vinna að
greinargerð á íslensku með nýj-
ustu NILU-skýrslunni og er búist
við að hún verði tilbúin í næstu
viku. Að því búnu ætti að vera
hægt að fá skýrsluna í hendur.
-gg
_*¦
• rs I ¦
ri til Betlehem
Þótt enn sé langt til jóla er
undirbúningur að Jóladaga-
tali Sjónvarpsins í fullum gangi.
Blaðamönnum var kynnt efni
dagatalsins og boðið á æfingu í
gær.
Sjónvarpið framleiðir nú öðru
sinni þáttaröð tengda jólunum
fyrir börn. Þættirnir verða sýndir
dag hvern frá og með 1. desemb-
er næstkomandi og verða 24 tals-
ins. Hver þáttur er um fimm mín-
útna langur, og verða þeir
væntanlega sýndir tvisvar á dag,
annafs vegar kl. 18, og hins vegar
skömmu fyrir fréttir.
í tengslum við þættina verða
seld jóladagatöl, þar sem í hverj-
um glugga er mynd tengd efni
þáttarins sem sýndur verður
sama dag. Einnig er verið að
semja við bókaforlög um útgáfu
bókar í tengslum við þættina. All-
ur ágóði af sölu dagatalsins renn-
Patrekshreppur
Óánægja
áPatró
Hreppsnefnd Patrekshrepps
réð í fyrrakvöld Ólaf Arnfjörð
sem sveitarstjóra Patrekshrepps.
Miklar deilur hafa verið r um
ráðningu í þessa stöðu, en Úlfar
B. Thoroddsen gegndi henni í 16
ár og lét af störfum í júní sl. Hann
sótti hins vegar um stöðuna áfram
en fékk ekki.
Meirihluti hreppsnefndar sam-
anstendur af Framsókn og Al-
þýðuflokki, en einn Alþýðu-
flokksmaður sagði sig úr sam-
starfinu og greiddi atkvæði á móti
Ólafi. Almenningur á Patreks-
firði virðist ekki vera sammála
hreppsnefndinni, því fjöldi
manns safnaðist saman þegar
fundur hreppsnefndar stóð yfir
og mótmælti ráðningu Ólafs. Þá
var ákveðið í gær að láta undir-
skriftalista ganga um bæinn til
stuðnings Úlfari.
Þegar deilur stóðu sem hæst
um hvort ætti að ráða Ólaf eða
Úlfar, hótaði Ólafur að fara í mál
og krefjast skaðabóta af Patr-
ekshreppi, yrði hann ekki ráðinn.
Ulfar Thoroddsen segir að hann
muni ekki fara í mál. „Mín
skoðun er sú að það eigi ekki að
fara með mál fyrir dómstóla ef
hægt er að útkljá þau á annan
hátt. Ég tel að það eigi að reyna
allt áður, segir Úlfar.
Úlfar segir að honum hafi verið
lofað stuðningi í starfið. „Hefði
ég vitað að þetta yrðu úrslitin
hefði ég leitað mér að öðru starfi.
Það hafa verið auglýstar bæjar-
og sveitarstjórastöður um allt
land, þannig hefði ég vitað í tíma
að ég yrði ekki ráðinn hefði ég
fetað sótt um annað starf." segir
Jlfar.                 ns.
ur til styrktar framleiðslu á ís-
lensku barnaefni Sjónvarpsins.
Að þessu sinni nefnist þátta-
röðin A baðkari til Betlehem, og
greinir þar frá ferð tveggja sjö ára
barna, Hafliða og Stínu, sem
ferðast á óvenjulegum farar-
skjóta til borgarinnar helgu til að
heimsækja Jesúbarnið og lenda í
furðulegum    ævintýrum.
Höfundar handrits eru Sigurð-
ur Valgeirsson og Sveinbjörn I.
Baldvinsson. Tónlistina í þáttun-
um samdi Sigurður Rúnar Jóns-
son, leikstjóri er Sigmundur Örn
Arngrímsson og upptökustjóri
Kristín Björg Þorsteinsdóttir.
Leikmyndina hannaði Snorri
Freyr Hilmarsson, en förðun
annast Ragna Fossberg, og töku-
maður er Einar Rafnsson. Sigrún
Waage leikur Stínu, en Kjartan
Bjargmundsson fer með hlutverk
Hafliða. Inga Hildur Haralds-
dóttir fer með öll önnur hlutverk.
Förinni er heitið til Betlehem. Kjartan Bjargmundsson og Sigrún Waage (hlutverkum sínum í Jóladagatali
Sjónvarpsins. Mynd: Kristinn.
Flugumferðarsamningur
Alrangt hjá utanríkisráðherra
Steingrímur J. Sigfússon sam-
gönguráðherra segir alrangt
hjá Jóni Baldvini Hannibalssyni
utanríkisráðherra, að uppkast að
nugumferðarsamningi við Sovét-
ríkin sé bein þýðing á „pöntunar-
lista frá Sovétrfkjunum", eins og
utanríkisráðherra orðaði það í
Nýu Helgarblaði í gær. Þá vísar
samgönguráðherra því á bug að
vinnubrögð ráðuneytis hans hafi
verið óeðlileg í þessu máli. Vinnu-
brögðin væru í samræmi við það
sem tíðkast hefði í þessum málum
hingað til.
Samgönguráðherra lagði fram
greinargerð um feril málsins á
blaðamannafundi í gær. Þar kem-
ur fram að Flugmálastjórn, en
ekki landbúnaðarráðuneytinu
eins og utanríkisráðherra heldur
fram, hafi borist ófullkomin drög
að loftferðasamningi á milli ríkj-
anna seint á árinu 1988. Sérfræð-
ingar Flugmálastjórnar unnu úr
gögnunum og lögðu þau fyrir
flugráð. í maí 1989 kynnti sam-
gönguráðherra þessa málsmeð-
ferð í ríkisstjórn og sagði
Steingrímur engar athugasemdir
hafa komið fram þá af hálfu utan-
ríkisráðherra.
í bréfi flugráðs til samgöngu-
Japan
Menninqarástin heillar
Islandskynning verður haldin
14.-20. nóvember nk. í Japan
og aðstandendur hennar eru jap-
anska dagblaðið Sports Nippon
Newspaper og iyrirtækjasam-
steypan Sugar Island groupe. Á
kynningunni mun kenna ýmissa
grasa og m.a. ætlar Forseti ís-
lands, Vigdís Finnbogadóttir, að
ávarpa fulltrúa ungra japanskra
kvenna á fundi þeirra.
Mitsuo Satoh forstjóri Sugar
Island samsteypunnar og Yoshi-
hiko Wakita framkvæmdastjón
þróunardeildar Sports Nippon
dagblaðsins, komu hingað til
lands í vikunni og ræddu við ís-
lenska aðila um undirbúning
kynningarinnar. Meðal þess sem
Satoh hyggst gera að sýningunni
lokinni er að opna íslenskan
veitingastað þar sem aðallega
verður á boðstólum íslenskur
fiskur.   Ragnar   Baldursson
fyrrum fréttamaður RÚV og
blaðamaður hefur verið ráðinn
fulltrúi og tengiliður Japananna á
fslandi.
Satoh ætlar einnig að reisa Is-
landshús í heimabæ sínum Nasu
og verður það eftirlíking af
Höfða. Ragnar segir að sú hug-
mynd hafi komið þannig til, að
eitt sinn er þeir voru að aka fram-
hjá Höfða hafi hann bent Satoh á
húsið og sagt honum að þarna
hefðu Reagan og Gorbatsjov
hist. Satoh hafi þá ákveðið á
staðnum að íslandshúsið skyldi
vera eftirlíking af Höfða.
Japönsku aðilarnir telja að sú
ímynd sem íslendingar hafa verið
að byggja upp um land sitt er-
lendis, sem hreint, óspillt land
með heilnæmu lofti og heilnæm-
um afurðum, svo ekki sé minnst á
menningarástina, gangi í svipaða
átt og sú ímynd sem menningar-
og íþróttadagblað eins og Sports
Nippon vill láta tengja nafni sínu.
Islandskynningin verður hald-
in í Menningarmiðstöð Tokyu-
keðjunnar, sem er stór fyrir-
tækjasamsteypa sem um hundrað
fyrirtæki eiga aðild að. Menning-
armiðstöðin er tíu hæða bygging
við Shibuya-brautarstöðina í
Tokyo, eina af fjölförnustu
brautarstöðvum þar. Daglega
fara um 970 þúsund manns um
brautarstöðina. Risastórar aug-
lýsingar verða á framhlið bygg-
ingarinnar, á brautarstöðvum og
í járnbrautarlestum og áætlað er
að um 260 þúsund manns lesi
auglýsingarnar daglega. Um sýn-
ingarsvæðið sjálft fara um 25 þús-
und manns að meðaltali, en
reiknað er með að gestir á Is-
landskynningunni verði um 35
þúsund manns daglega.
ns
ráðuneytisins í júlí 1989 samþyk-
kti ráðið að Flugmálastjórn ynni
áfram að málinu í samráði við
samgönguráðuneytið. Umrædd
drög að samningi voru svo send
samgönguráðuneytinu í ágúst,
með ósk um að taka upp óform-
legar viðræður við Sovétmenn
um efnisatriði og faglega þætti
væntanlegs samnings. Þá taldi
samgönguráðuneytið rétt að taka
þetta mál formlega upp við utan-
ríkisráðuneytið, „sem að sjálf-
sögðu fer með samninga við er-
lend ríki og um það hefur aldrei
verið deilt," sagði Steingrímur.
Samgönguráðherra tók samn-
ingsdrögin aftur upp á fundi ríkis-
stjórnar í desember, án athuga-
semda frá utanríkisráðherra. Þau
vinnubrögð sem höfð hafa verið á
af hálfu samgönguráðuneytisins
eru í fullu samræmi við það sem
gert hefur verið við gerð sams
konar samninga við önnur ríki,
að sögn Steingríms. Enda hafi
utanríkisráðuneytið til að mynda
sent flugumferðarsamning við
Kanada til vinnslu í samgöngu-
ráðuneytinu. Ef samgöngumál
koma samgönguráðuneytinu
ekki við, sagði Steingrímur ein-
hvern nafnarugling hafa átt sér
stað á ráðuneytum.
ísland er hið eina af Norður-
löndunum án flugumferðarsamn-
ings við Sovétmenn, að sögn
Steingríms. Hann væri ákaflega
óhress með þær tafir sem orðið
hefðu á þessu mikla hagsmuna-
máli, sem Flugleiðir, ferðamálar-
áð og fleiri hagsmunaaðilar hefðu
lagt áherslu á að verði til lykta
leitt.
-hmp
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN  Laugardagur 25. ágúst 1990
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12