Þjóðviljinn - 25.09.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.09.1990, Blaðsíða 9
MINNING Stefán Jónsson Fyrir rúmum tuttugu árum voru Alþýðubandalagsmenn á Norðurlandi eystra í mikinn vanda settir. Sterkur leiðtogi flokksins í kjördæminu, Björn Jónsson, hafði snúið við okkur baki og bauð sig nú fram til þings fyrir annan flokk. Þessi klofning- ur átti sér nokkurn aðdraganda og höfðu liðsmenn Björns náð undirtökum í flestum stofnunum flokksins og lagt undir sig mál- gagn hans, Verkamanninn. Sú saga verður ekkli rakin hér en nú þurfti að fylkja liði að nýju, styr- kja félagsstarfið, gefa út nýtt blað, vinna fylgi í víðlendu kjör- dæmi með margbreytilegum byggðum og bjóða fram til þing- kosninga gegn sterkum andstæð- ingum. Margir töldu, þ.á m. undirrit- aður, að sterkasti leikurinn væri að fá einhvern marghertan forustumann flokksins til að fara í fylkingarbrjósti í þessari baráttu en enginn þeirra varð til þess. í þeim viðræðum kom síðan fram að Stefán Jónsson fréttamaður og rithöfundur hygðist gefa kost á sér til starfa fyrir Alþýðubanda- lagið og fékk hann þegar mikinn stuðning í öllum félagsdeildum í kjördæminu. Hann skipaði síðan efsta sæti framboðslista okkar í fernum alþingiskosningum og var einn þingmanna Norðurlands eystra 1974-1983 og náði Alþýðu- bandalagið þar með aftur fyrri stöðu. Stefán var einlægur herstöðva- andstæðingur og baráttumaður fyrir sjálfstæði lslands á öllum vígstöðvum. Hann var mikill náttúruunnandi og umhverfis- verndarmaður en jafnframt átti allur veiðiskapur sterk tök á huga hans. Hann var alinn upp í sjávar- þorpi og þekkti réttindabaráttu alþýðunar frá þeim kynnum. Þetta þrennt - sjálfstæði ís- lands, náttúra þess og kjör fólks- ins - mótaði undirstöðuna í stjórnmálaviðhorfum Stefáns Jónssonar. Annars er ekki ætlun- in í þessum fáu orðum að rekja lífsviðhorf hans. Það gerði hann best sjálfur í bókum sínum, ræðu og riti. Flestum verður sennilega minnisstæðast hversu Stefáni tókst að gera stjórnmálabar- áttuna skemmtilega, eins og reyndar allt sem hann ræddi um. Hann kom með nýjan tón þar sem gáski og alvara hljómuðu í samræmi - annan tón en menn áttu að venjast hjá stjórnmála- mönnum. Fyrir hönd kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins í Norðurlands- kjördæmi eystra votta ég þakkir fyrir ánægjulega og litríka sam- vinnu og aðstandendum samúð. Ég og fjölskylda mín kveðjum kærkominn gest og góðan vin. Angantýr Einarsson Kynni okkar Stefáns Jónssonar voru stutt. Þau hófust haustið 1988 er Stefán bauð mér handrit sem hann hafði í smíðum til út- gáfu. Bókin kom út ári síðar á vegum Forlagsins og nefndist Lífsgleði á tréfæti með byssu og stöng. Samskipti okkar urðu eðli- lega all nokkur í þessu sambandi og voru einstaklega ánægjuleg og gefandi. Áhugi Stefáns var lif- andi og hann var óþreytandi að bera undir mig ótal hugmyndir um allt sem sneri að útgáfunni og hafði einatt gott til málanna að leggja. Viðhorf hans til útgáfu og bókmenningar var sérstaklega heilbrigt og æðrulaust eins og til annarra hluta. Það er leitt að Stefáni skyldi ekki auðnast að skrifa fleiri bækur því hann átti sér góðar hugmyndir en eftir að hann veiktist hafði hann ekki þrek til að vinna að þeim eins og þurfti. Þær bækur sem eftir hann liggja staðfestu samt sem áður hve snjall rithöfundur Stefán var, að mínu mati miklu snjallari en margir sem skreyta sig með þeirri nafnbót. Ég þakka stutt en ein- stök kynni og sendi öllum aðdá- endum samúðarkveðjur. Þar kvaddi góður drengur. Jóhann Páll Hann Stefán vinur minn og veiðifélagi er dáinn. Fréttin um það kom ekki á óvart, en stað- reyndin er jafn voðaleg fyrir það. Við kvöddumst á þriðjudags- kvöldinu og vissum báðir að það yrði í síðasta sinn. Eg fór utan morguninn eftir og þegar ég kom heim aftur var sambandið rofnað og aðfaranótt mánudags fór hann yfir mörkin miklu. Ótrúlegt skref var það fyrir svo lífsglaðan og jarðneskan mann. Og nú skrifa ég minningargrein um hann, en kann ekki. Ekki fer ég að rekja lífssögu hans, sem ég þekki ekki nema að hluta. Aðrir hljóta að gera það betur. Ekki get ég heldur gert hann ódauðlegan þótt ég vildi með minningargrein. Það hefur hann hvort eð er með vissum hætti gert sjálfur. Hann skrifaði bækur, - sumar töluvert skemmtilegar og aðrar bara góð- ar, - nokkrar alveg ómissandi fyrir veiðimenn á íslandi. Röddin hans, hljómmikil, lifir í stálþráð- unum og segulspólunum hjá Ríkisútvarpinu, saman með röddum fólksins úr fortíðinni og samtíðinni sem hann talaði við í Útvarpið, og gerði líka ódauð- legt. Fróðleikslindir eru þar og rannsóknarefni handa framtíð- inni um lífsviðhorf, hugsun og málfar íslendinga á þeim tíma. Sumt verður oft endurflutt í út- varp. Meira að segja fugla lands- ins tók hann upp á spólur, - þessa sem bara syngja á íslandi af ein- skærri hamingju yfir sumrinu. Raddirnar þeirra tók hann upp út um allt og sendi m.a. til BBC, svo að fólk í útlöndum gæti líka heyrt í þeim. Ég kynntist Stefáni fyrst af til- viljun sumarið 1969, þegar ég fékk að veiða í Reykjadalsá, í leyfi Hermanns Jónassonar og Steingríms sonar hans. Stefán var þá að skrifa bók um veiðiskap, sem kom út það haust og heitir „Roðskinna'*. Ég gat eitthvað sagt honum frá veiðiskap í Amer- íku og lánað honum bókina „Vel- lynta veiðimanninn" eftir Arnold Gingrich, sem varð honum tilefni margvíslegra bollalegginga í „Roðskinnu". Sjálfur var ég með nægilega skrítnar og ein- strengingslegar hugmyndir um stangveiði til að við Stefán fórum fljótt aftur til veiða saman. Síðan entust okkur erindi til margra slíkra, og brátt safnaðist efnivið- ur í vinskap, þrátt fyrir nokkurn aldursmun. Við urðum síðan veiðifélagar í tuttugu og eitt dýrð- legt ár. Það var nú gaman. Við Kolbeinn Grímsson og Þorsteinn Þorsteinsson hjálp- uðum Stefáni að efna niður í bók- ina „Með flugu í höfðinu" og hún Áslaug, konan mín, teiknaði myndir og kápu. Sú bók hefur vfst haft töluverð áhrif á veiði- áhuga hér á landi, ef marka má tilvitnanir manna. Svo hjálpuð- um við Stefán Jóni Hjartarsyni í Húsgagnahöllinni að stofna fyrir hann Stangaveiðifélagið Ármenn og skrifa fyrir það félag, hæfilega háleitar lífsreglur. Það sama gerðum við með áhugasömum skotveiðimönnum þegar Skot- veiðifélag íslands var stofnað. Hver veit nema það hafi skilað sér. En fyrst og fremst vildum við veiða og fara á skytterí saman. Mér þótti sem Stefán lifði mörgum lífum samtímis. Því svo marga menn þekkti hann og svo margir hafa verið í stöðugu sam- bandi við hann um hin ólíkleg- ustu mál. Líklega hefur enginn íslendingur komist nær því en hann að þekkja alla samtíðar- menn sína með nafni, háa sem lága. Ég held að þessu hafi legið nærri á fréttamannsárunum hans hjá Útvarpinu. Sögur hans af þeim íslendingakynnum voru ríkulegt krydd í félagsskapnum við hann. Greinilegt er að hann hefur líka reynst öllum viðmæl- endum eftirminnilegur, jafnvel í stuttum kynnum. Stefán var framar öllu maður samræðulistar. Hann kunni sjálf- ur manna best að segja sögur sem kættu fólk, og í samtölum gefa tilsvör, sem jafnan sneru upp nýju horni hjá viðmælanda og knúðu til frekari tjáningar. Hann hafði þennan sérstaka eiginleika að fá allt fólk til að leysa frá skjóðunni, ýtti undir frásagnar- gleði þeirra sem hann talaði við, Fallin er hlynur erfrœkinn stóð, giídur stofh er greindum rótum lífsrwering sótá um langan veg til fósturjarðar og feðra tungu. Fóorð er kveðja & köldu hausti, er líkt og frjósi andi á vör. Vermir þó huga vorsól björt liðinna stunda erfyrr ég nauia í návist þinni. Nú er fulldrukkið hið dýra vín andagiftar og góðvinar ráða. Far nú heill félagi og vinur, ógleymdur þeim er eftir stendur. Starrí í Garði hlustaði sjálfur vel og mundi allt sem honum var sagt. Hann spurði ekki spurninga sem fólu í sér svarið heldur opnaði nýjar hug- renningar og bollaleggingar við- mælandans. Oft horfði ég á þegar hann í ferðum okkar ræddi við menn, allsendis ókunnuga, sem við hittum. Skyndilega lýstust sálirnar upp í augunum á þeim af því hann hafði hitt einhvern nagla á höfuðið, eitthvern leynitappa sem opnaði hjartað í þeim. Eftir það var nú ekki vandræðalegt að biðja um leyfi til að skjóta gæs í túnfætinum hjá viðmælanda, eða renna fyrir silung í ánni hans. Stefán hafði ótrúlegt minni á samtöl. Oft undraðist ég þegar hann hafði eitthvað orðrétt eftir sjálfum mér eða vinum okkar frá löngu liðnum og gleymdum sam- tölum. Nánari umhugsun stað- festi framburð hans. Þar á ofan hafði hann ímyndunaraflið í svo góðu lagi að enginn vandi var þegar staðreyndirnar ætluðu að gera raunveruleikann óþolandi. Þetta gat komið sér fjarska vel, sérstaklega í veiðiskap þegar lítið veiddist. Það hafa auðvitað verið forréttindi að hafa átt svona vin, þótt deila þyrfti með mörgum öðrum. Það var af svo miklu að taka! Meðan Stefán sat á þingi fyrir Alþýðubandalagið tók ég við starfi framkvæmdastjóra Rann- sóknaráðs. Stuttu seinna var hann kosinn meðal fulltrúa Al- þingis í Rannsóknaráð ríkisins og þaðan í framkvæmdanefnd þess. Kverúlöntum hefur líklega þótt litlar faglegar forsendur fyrir þeirri kosningu. En Stefán kunni töluvert fyrir sér í kenningum Eduard D. Bono um hina „hlið- lægu hugsun" og reyndist hafa ótrúlega skapandi áhrif á fundum framkvæmdanefndarinnar. Með honum í framkvæmdanefndina var kosinn af alþingismönnum Friðrik Sophusson og voru þeir á víxl fulltrúar stjórnarflokka og stjórnarandstöðu, eftir því hvernig pólitískir vindar blésu þau árin. Með þeim voru í fram- kvæmdanefndinni þeir Haraldur Ásgeirsson og dr. Björn Sigur- björnsson fulltrúar rannsókna- stofnana og prófessorarnir Júlíus Sólnes og Sigmundur Guð- bjarnason fulltrúar Háskóla ís- lands. Seinna kom dr. Björn Dagbjartsson inn í stað nafna síns Sigurbjörnssonar þegar hann fluttist til Vínarborgar. Að baki þessum lærðu mönnum lá svo Labradorhundurinn minn, hann Skuggi, sem stóð öðru hverju upp til að athuga hvort mönnum væri ekki alvara. Þetta var skemmti- legt tímabil, og ekki plagaði póli- tískur ágreiningur. Rannsókna- hús voru byggð, langtímaáætlanir gerðar og ályktað um þær af Al- þingi, ályktanir voru lagar fyrir þingið um niðurfellingu að- flutningsgjalda af rannsókna- tækjum o.m.fl., allt í stökustu eindrægni. Mér fannst jafnvel Vegna útfarar Stefáns Jónssonar fv. alþingismanns, verður skrifstofa Alþýðubandalagsins lokuð eftir há- degi í dag, þriðjudaginn 25. september. Alþýðubandalagið Maðurinn minn og faðir okkar Hörður Smári Guðmundsson fyrrverandi símamaður lést 14. september síðastliðinn á Landspítalanum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð. Sesselja Laxdal Jóhannes Harðarson Haukur Harðarson Maðurinn minn og faðir okkar Stefán Jónsson rithöfundur og fyrrv. fréttamaður verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag 25. sept. kl. 13.30. Blóm eru afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið eða aðrar líknarstofnanir. F.h. aðstandenda Kristíana Sigurðardóttir og börn hins látna fjárveitinganefndin taka mark á okkur þá. Eitt sinn eftir að Stefán var far- inn úr ráðinu hjálpaði hann mér með því að gefa háfaglega um- sögn um dálítið háttstemda um- sókn frá ónefndum sameigin- legum kunningja um styrk úr Rannsóknasjóði til rannsókna á lífsháttum marflóarinnar. Þetta var dálítið erfitt mál og vandmeð- farið. En umsögn Stefáns var svo vel ígrunduð og haglega stíluð, að þegar viðkomandi ónefndur breiðfirskur bóndi fékk hana senda ásamt neitun um styrk, hafði sá orð á því að hann vildi miklu heldur hafa fengið svo- leiðis umsögn en styrkinn. Já, það var nú ekki ónýtt að eiga svona vin þegar á reyndi. En hér er ekki tími né rúm til að rifja upp alla þá lífsins veislu, og ekki annað eftir en að þakka fyrir allt og kveðja, - en, láta sig dreyma um að hægt væri að hitt- ast á ný í Hofsstaðaey eða á Hagatá, við Hamarsgeira eða Klett, - eða öðru því himnaríkis- horni, sem menn eins og Stefán Jónsson hljóta að hverfa til að jarðvist lokinni. Vilhjálmur Lúðvíksson Þegar ég ólst upp úti í Vest- mannaeyjum sem smá peyi, var nokkuð gestkvæmt hjá foreldrum mínum. Þangað kom alls kyns fólk, bæði fínt fólk og ófínt eins og gamla fólkið sagði. Frúrnar í Eyjum voru alltaf svo hissa á henni móður minni að ekki skyldi gerður mannamunur á þeim sem til stofu var boðið. Hún sagði að allir sem til þeirra hjónanna, for- eldra minna, kæmu, væru gestir, hvernig svo sem þeir væru. Einn þeirra, sem komu stöku sinnum í heimsókn, var Stefán Jónsson, þá starfandi frétta- maður og dagskrárgerðarmaður við Ríkisútvarpið. Hann hafði það fyrir sið að taka mig á hné sér, sem lítinn stubb, og spyrja mig almæltra tíðinda. Seinna átti Stefán eftir að verða þvílíkur örlagavaldur minn að ég á líklega fáum eins mikið að þakka. Það var árið 1973, þann 23. janúar, að upp hófst mikið eldgos á Heimaey. Ég vaknaði við sím- hringingu frá einum bræðra minna og heyrði systur mína hrópa í angist að þau þarna úti ættu að flýta sér í bæinn. Eins og margir muna fór allt á annan endann hér á landi og allir brugð- ust vel við þeim vanda sem steðj- aði að. Stefán Karlsson handrita- fræðingur var þá fulltrúi í útvarpsráði. Hann og fleiri veltu því fyrir sér hvernig Ríkis- útvarpið gæti komið til móts við Vestmannaeyinga í öllum þess- um látum. Þá var það að Stefán Jónsson kom með þá hugmynd að setja af stað útvarpsþátt sem kalla skyldi Eyjapistil. Skyldi hann vera á dagskrá hvern ein- asta dag, 15 mínútur í senn. Þar ættu að birtast fréttir, tilkyningar og annað efni, tengt Vestmanna- eyingum. Þessi tillaga var borin upp við bæjarstjórn Vestmanna- eyja og var tekið vel. Þá var farið að leita að fólki sem gæti tekið að sér slíka þáttastjórn. Stefán setti það skilyrði að þetta yrðu að vera einhverjir sem allir Vestmanna- eyingar þekktu. Fljótlega bárust böndin að okkur Arnþóri tví- burabróður mínum, en mörgum í bæjarstjórn Vestmannaeyja þótti það ótækt, „þeir láta bara gamlar syndir og gremju föður síns bitna á okkur“, var sagt. En Stefán, sem þekkti föður okkar vel og hans pólitísku skoðanir og bar- áttu, kvað þetta hina verstu for- dóma og krafðist þess að bæjar- stjórinn Magnús Magnússon leitaði til okkar. Það var svo þriðjudaginn 6. fe- brúar um hádegisleytið að síminn hringdi. Ég tók símann og var það Ijúfmennið Magnús bæjar- stjóri sem heilsaði og spurði beint: „Heldurðu að þið bræður viljið koma fram með eitthvert efni í Eyjapistilinn sem Útvarpið Framhald á 11 síðu Þriðjudagur 25. september 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.