Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 23
Heila- þvottur og Heklugos Dauðapopparamir í Reptilicus láta gamminn geisa í desember 1988 hittust þeir Jóhann Eiriksson og Guðmundur Ingi, duttu í það og ákváðu að stofna hljómsveit sem fékk nafnið Reptilicus. Nú, tveimur árum síð- ar, hafa þeir félagar sent frá sér þrennar afurðir og sú yngsta, breiðskífan Chrusher of Bones, var að berast til landsins. Nýtt Helgarblað tók þá félaga tali á dögunum til að forvitnast nánar um þessa sérstöku hljómsveit. — Við erum ekki sprottnir úr neinum sérstökum jarðvegi, held- ur mætti segja að farvegir okkar séu margir, segja þeir félagar. - Eg var áður í gífurlegri diskó- hljómsveit, Svölunum. Við notuðumst mikið við elektrónísk hljóðfæri, hljóðsafnara og hljóð- gerfla. Þessi hljóðfæri fylgja mér ennþá og eru uppistaðan í tónlist Reptilicus, segir Guðmundur. Jóhann segir að grunnurinn á bakvið það sem þeir félagar eru að gera hafi alltaf verið tililrauna- kenndur. - Ég hata að vísu þetta orð tilraunakenndur því að það vísar til fálms. En hvað þýðir nafnið Reptil- icus? - Nafnið er fengið að láni úr danskri hryllingsmynd frá 1962 sem er einstakt meistarstykki, út- skýrir Jóhann. - Myndin fjallar um pappa- skrímsli sem ræðst á Kaupmanna- höfn og er að lokum yfirbugað af danska hemum með heróin- sprengju, bætir Guðmundur við til nánari útskýringar. - Þessi mynd var gerð á þeim tíma þegar menn kunnu að búa til kvikmyndir, áttu enga peninga, og ef vantaði atriði þar sem her kemur við sögu var bara klipptur bútur út úr heimildarmynd frá seinni heimsstyrjöldinni. Dýrið gengur laust í kvöld Inri og Dýrið gengur lausl halda tónleika í Kjallara Keisarans við Hlemm í kvöld, fostudaginn 1. febrúar. Báðar hafa hljómsveitimar verið i hljóðveri nýlega og búast má við plötum á árinu. Inri em nokkuð skyldir Þeysumnum and- lega og tónlistarlega og jafn upp- teknir af fræðum Alister Crowleys. Dýrið gaf út umdeilda smáskífú í fýtTa, „Bláir draumar“, þar sem ráðist var á persónulegan og grófan hátt á nokkra islenska poppara. Tónlist Dýrsins er óhefluð og á ekkert skylt við samnefnda sýn- ingu sem gekk á Breiðvangi fyrr í vetur. Nýtt band ungra „hlemm- ara“ fær að hita upp. Þetta er hljómsveitin Drulla sem leikur geggjað gaddavírsrokk. Tónleik- amir hefjast uppúr ellefu. -gunni Annars er helsti gallinn við þá tíma sem við lifum á í dag þessi yfirþyrmandi aumingjaskapur. Það þarf að hafa gífúrlegan pen- ing á bakvið allt. I dag gerir eng- inn neitt af vanefnum. Sköpunar- gleðin hefur vikið fyrir hagvext- inum. Fyrst þið kunnið ekki við orð- ið tilraunakenndur þá er ykkur líklega í nöp við orðið áhrifa- valdur? - Einmitt. Það er samt teygj- anlegra orð en hitt, segir Jóhann. - Það er hið besta mál ef við sjálfir emm áhrifavaldar, bætir Guðmundur við i flýti. - Auðvitað er allt sem við hugsum og gemm undir áhrifúm frá einhverju. Tónlistarlega emm við helst undir áhrifum frá snill- ingum á borð við Klaus Wunderl- ich, sem erþeim undraverða hæfi- leika gæddur að semja tónlist sem ekki þarf að hlusta á. Kántrí-tónlist höfðar einnig til okkar. Hank Williams og sérstak- lega John Denver, sem ætlar að semja fyrsta kántrílagið sem sam- ið verður út í geimnum, em karlar að okkar skapi, segja þeir félagar. Úr blöðrum í dauöapopp — Fyrsta platan okkar, Tat Twam Asi, kom út um mitt ár 1989. Bjami „móhíkani“ var aðal hugmyndafræðingurinn að þeirri plötu. Ég hitti hann með blöðm í hendinni á Laugaveginum. Hann var nýbúinn að sjá okkur spila. Hann sagði að við væmm búnir að gefa út nýja plötu og lét svo ískra í blöðrunni. Við útfærðum svo þessa hugmynd: gáfum út óspilanlega plötu með þremur áfostum blöðrum og nákvæmum upplýsingum um það hvemig ætti að spila hana. Þessi plata á Islandsmetið í slakri sölu, aðeins eitt eintak seld- ist. Snældan Temperature of Blood kom síðan út í mars í fyrra. Við höfðum að vísu verið með á safnsnældunum Bit og Skúringar. Jóhann segir að líta megi svo á að Temperature of Blood sé safnsnælda frá þeirra hálfu fremur en heilsteypt afurð: Annars vegar em það hefðbundin lög og hins vegar tilraunaverk. - Við emm mjög áhugasamir um tíðnisvið núna, mjög sterka hátíðni og lágtíðni. Við komum til með að leika okkur að þessu í framtíðinni. Vikjum aðeins að nýju plöt- unniykkar. Hvað erþar að finna? - Platan inniheldur aðallega lög þó að það sé einnig mikið um tilraunir á henni, segir Guðmund- ur. -1 heildina tekið er þessi plata það lang poopaðasta sem við höf- um gert til þessa. Við viljum gera það sem við viljum, svo að það kennir ýmissa grasa á plötunni, rokk, diskó, hávaði og hvað eina annað. Við spilum sem sagt dauðapopp. Reptilicus lita reifir fram á veg. Mynd: Jim Smart. HELGARVA Þeir félagar segjast vera sér- staklega áhugasamir um hinar dekkri hliðar mannskepnunnar. — Tómarúmið til dæmis. Ég hef áhuga á ofbeldi og blóði, en Gumnr er friðarsinni. Það er bara einn f jklofinn sem er í þessari hljómsveit, segir Jóhann. Þið jýlgist þá vœntanlega spenntir með Persaflóastriðinu? - Nei, ég er eiginlega búinn að fá leiða á því, segir Jóhann. - Það er skrýtin tilviljun að við spiluðum á tónleikum 15. janúar, daginn sem striðið átti að hefjast, og við notuðumst við múslimskar bænir, segir Guð- mundur. - Tilgangurinn með þessu var sá að við vildum reyna að friða ar- aba og senda þeim skilaboð á lág- tíðni. Þetta fór öðruvísi en ætlast var til og við urðum valdir að Heklugosi í staðinn, segir Jóhann. - Já, við þyrftum að fá Ragnar skjálfla sem þriðja meðlim í hljómsveitina, skýtur Guðmundur inní. - Annars á þessi Persaflóa- deilá áreiðanlega eftir að verða gífurleg uppspretta fijórra hug- mynda. Það hefúr óhjákvæmilega áhrif á mann að verða vitni að allri mannvonskunni og við- bjóðnum sem þama á sér stað, segir Jóhann. Hver er ykkar hlesli markað- ur? - Fyrirtæki okkar 8»» gef- ur plötuna út, en People Who can’t í Englandi sér um að dreifa henni Gunnar L. um heimsbyggðina. Hjálmarsson S,JtapS sérstakur. Hann er sterkur þó að hann sé ekki stór. Þeir sem á ann- að borð fylgjast með þessari teg- und tónlistar eru sólgnir í allt sem út kemur, segja þeir félagar. Þeir segja að það þýði ekkert að gefa svona tónlist eingöngu út fyrir íslenskan markað, enda séu Islendingar ekki vanir að hlusta á þessa tegund tónlistar. Ef nefna ætti einhver dæmi úr íslensku tón- listarlífi sem em í líkingu við tón- list Reptilicus þá er það helst Líf Þorsteins Magnússonar og sumt af því sem hljómsveitin Þeyr gerði hér um árið. Jóhann sker sig á háls Þegar talið berst að íslenskri dægurtónlist þá syrtir yfir andliti þeirra félaga. - Þetta er mest aum- ingjaskapur og hræðsla við að gera góða hluti. Hér virðist það vera reglan að þeir eiga helst möguleika á að slá í gegn sem em nógu þunnir og em reiðubúnir að gera það sem útgefendur vilja að þeir geri, segir Jóhann. - Láttu ekki svona. Þetta lið er kannski bara miklu snjallara en við og getur lifað endalaust á msl- inu sem það sendir frá sér. Við gerðum það sama ef við bara gæt- um, se_gir Guðmundur. - Eg myndi frekar skera mig á háls, segir Jóhann. Viljið þið koma einhverjum skilaboðum á framfæri við ís- lenska æsku? - Við höfum ekki nokkum áhuga á íslensku æskunni, segja þeir félagar einum rómi. -gunni Föstudagur 1. febrúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 23 Vaggtíðindi ■ ■ Aðdáendur Ijósmyndafyr- irsætunnar Bob Dylans geta byrj- að að hlakka til, því von er á fjór- földum safnkassa I mars. Kass- inn inniheldur áður óútgefnar upptökur og ber nafnið „The boot- leg series, vol. 1-4, rare and unr- eleased 1961-1990“. Dylan verð- urá tónleikaferðalagi um England I febrúar... ■ ■ R.E.M. aðdáendur fá góðan skammt bráðlega því sjö- unda breiðskífan, „Out of Time“, er væntanleg í mars. R.E.M. þykja á stöðugum flótta frá gítar- poppinu sem einkennt hefur fyrri afurðir og á „Out of Time" er í auknum mæli notast við strengi, hljómborð og blásturshljóðfæri. R.E.M. eru annars aftur komnir I hljóðver, en nú til að taka upp tón- list fyrir nýja mynd þýska leikstjór- ans Wim Wenders (Paris-Texas, Himinninn yfir Berlín)... ■ ■ Sting hefur gefið út sína þriðju sólóbreiðskífu, The Soul Cages, og fær platan frekar lé- lega dóma. Þykir Sting vera of lognmollulegur, tónlistarlega, og textarnir of mikil naflaskoðun. Sting er annars núna I Ameríku að æfa fyrir heimsreisu sem skell- ur á bráðlega... ■ ■ The Stranglers hafa ráð- ið í skarð gítarleikarans/söngvar- ans Hugh Comwells sem hætti I ágúst s.l. Nýi kyrjarinn heitir Paul Roberts og er nýr I bransanum. Einnig er nú gítarleikarinn John Ellis, sem lék með The Stranglers á síðasta Englandstúr, orðinn fastur meðlimur og mun nýja skipanin fara í hljóðver bráðlega. -gunni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.