Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						ERLENDAK fffil FIETHR
. Umsjón: Dagur Þorleifsson
Enn eitt stríð út af Makedóníu?
Júgóslavía er áfram órólega hornið á Evrópu og hættan eykst
heldur á því að Balkanskagi verði það í heild sinni, eins og hann
var að margra mati fyrrmeir. í Balkanstríðunum 1912-13 börð-
ust Serbar, Búlgarar, Grikkir og Tyrkir um Makedóníu, land þetta
varð þrætuepli í heimsstyrjöldunum báöuni og nú eru áminnstar
fjórar þjóðir farnar að takast á um hana enn á ný. í þeirri tog-
streitu eru nú Albanir þar að auki með og eins og vænta mátti
Makedónar sjálfir. Á deilu þeirri, sem er í vexti út af Makedóníu,
eru margar hliðar.
Basíll og Kolskeggur
íbúar Makedóníu í fornöld,
þegar þeir feðgar Filippos og Al-
exander mikli gerðu þar garðinn
frægan, voru náskyldir Grikkjum,
en á sjöttu öld flæddu Slavar suð-
ur þangað með þeim afleiðingum
að landið varð slavneskt að máli
og hefur mikið til setið við það
síðan. Af öðrum málum er slav-
neska makedónskan skyldust búl-
görsku, enda voru landsmenn oft
fyrr á tíð taldir með Búlgörum og
voru tengdir þeim pólitískt og í
kirkjumálum. Voru Makedónar
stundum kallaðir Vestur-Búlgarar.
Það voru þeir sem Basíll annar
Býsanskeisari gersigraði 1014 í
orrustunni við Balatitsa. Býsans-
menn tóku þá 14.000 stríðsfanga,
og lét keisari stinga bæði augun úr
99 mönnum af hverjum hundrað,
en ekki nema annað augað úr
þeim hundraðasta. Vera má að
Kolskeggur á Hlíðarenda, sem að
sögn Njálu var í Væringjaliði um
það leyti, hafi barist með Basíl í
þeim slag.
Búlgarar hafa af ofangreindum
ástæðum talið sig eiga meiri rétt á
Makedóníu en aðrir, en töpuðu
mestum hluta hennar í hendur
Serbum og Grikkjum í Balkan-
stríðum og gerðu misheppnaðar
tilraunir til að ná henni úr höndum
þeirra í heimsstyrjöldunum báð-
um. Nú hafa Búlgarar viðurkennt
sjálfstæði Makedóníu (bæði það
lýðveldi og Bosnía-Herzegóvína
hafa lýst yfir sjálfstæði) til mikils
ergelsis bæði Serbum og Grikkj-
um, sem telja að nú séu Búlgarar
komnir á stjá eina ferðina enn, í
þeirri von að þeim takist að
krækja i umrætt land við upplausn
Júgóslavíu.
Tyrkinn aftur á stjá
Serbar fyrir sitt leyti stritast
við að halda í það sem eftir er af
Júgóslavíu gömlu og Svartfelling-
ar standa í því með þeim. Þeir
stefna að því að halda bæði Bo-
sníu- Herzegóvínu og Makedóníu
kyrrum í sambandslýðveldinu
(auk þess sem þeir tregðast við
sleppa þeim þriðjungi Króatíu sem
þeir hafa hertekið).
Við upplausn Júgóslavíu hafa
Tyrkir á ný farið að sýna áhuga á
ítökum á Balkanskaga, sem þeir
ríktu yfir i aldaraðir en hafa ekki
mátt sín mikils á síðan í Balkan-
stríðum. A milli þeirra og bræðra
þeirra í íslam, Albana og Bosníu-
múslíma, eru að takast sambönd.
Þá hefur stjóm Tyrklands lýst því
yfir  að  hún  muni  viðurkenna
Makedóníu sem sjálfstætt ríki.
Við þessu hafa Grikkir brugð-
ist mjög illa. Óttast þeir að ef
Makedónia fái alþjóðlega viður-
kenningu sem sjálfstætt ríki muni
þess skammt að bíða að hún geri
kröfu til suðurhluta Makedóníu,
sem kom i hlut Grikkja eftir Balk-
anstríð.
Krafa um
nafnbreytingu lands
I þessu sambandi hefúr gríska
stjórnin borið fram kröfu, sem
sumum kann undarleg að þykja,
þ.e.a.s. á þá leið að Makedónum
sé gert að taka upp nýtt nafn á
landi sínu og ríki, og verði það
skilyrði fyrir því að þeir fái sína
þráðu alþjóðlegu viðurkenningu. í
samræmi við þessa kröfu kallar
Grikkjastjórn júgóslavneska
Makedóna aldrei annað en „Skop-
jemenn" og stjórn þeirra „Skopje-
stjórn", eftir höfuðborginni þar-
lendis.
Fallist Makedónar á að skipta
um nafn á sjálfum sér, telja Grikk-
ir að í því felist yfirlýsing um að
þeir geri engar landakröfur suður
fyrir landamæri. Þar að auki segja
Grikkir að þetta sé þeim við-
kvæmt mál af þjóðernisástæðum;
Makedónía sé grískt heiti og hafi
upprunalega verið nafn grísks rík-
is. Kalla þeir þvi stuld á nafninu
ef slavneskir menn tileinki sér
það.
Draumur um
Stór-Albaníu
Að því er best verður vitað um
Makedóna sjálfa, vilja þeir verða
Múslimar eru fjölmennir f Júgóslavíu
og viða má sjá þar merki þess og
minjar um yfirráð Tyrkja.
fullsjálfstæðir og fá alþjóðlega
viðurkenningu fyrir því eins og
Króatar og Slóvenar hafa nú feng-
ið. En nú eru slavneskir Makedón-
ar að sumra sögn ekki nema um
Norðmenn og Svíar:
Kvartað yfir „noregsbröndurum"
helmingur íbúa lands síns, hinir
eru af ýmsum þjóðernisminnihlut-
um og lítt eða ekki hrifnir af sjálf-
stæðinu. Mest beita sér gegn því
Albanir, sem þar eru fjölmennasti
þjóðernisminnihlutinn.
Um næstsíðustu helgi efndu
þeir til þjóðaratkvæðagreiðslu sem
varð „rússnesk kosning" (eins og
það var einu sinni kallað), ef
marka má fréttir þaðan, því að
samkvæmt þeim greiddu 99,9 af
hundraði þeirra sem kusu atkvæði
með því að Albanir í lýðveldinu
skildu sig frá því og gerðust sjálf-
stæðir. Eru nú miklar likur á því
að með Albönum í Albaníu, serb-
neska héraðinu Kosovo og Make-
dóníu, sem alls eru e.t.v. um sex
miljónir, sé nú vaxandi hreyfing í
þá átt að öll þau svæði sem að
mestu eða miklu leyti eru byggð
Albönum sameinist í eitt stóral-
banskt ríki.
Ráðamenn Evrópubandalags
hafa af öllu þessu stórar áhyggjur.
Þeim var ekkert áhugamál að lima
sundur Júgóslavíu og ákváðu að
gangast fyrir alþjóðlegri viður-
kenningu á Króatíu og Slóveníu
fyrst og fremst af því að þeir sáu
enga meiningu í því lengur að
reyna að halda þeim kyrrum í
sambandslýðveldinu. EB hefur
gert Serbum og Grikkjum það vin-
arbragð að láta viðurkenningu sina
ekki ná til Bosníu og Makedóníu.
Talið var að ef EB-ríkin viður-
kenndu Makedóníu myndu Grikk-
ir hefna sín með þvi að valda eins
miklum vandræðum í EB-sam-
starfinu og þeim væri unnt. Þar að
auki er ástandið í lýðveldunum
tveimur svo eldfimt að þeir í
Briissel munu telja það skynsam-
legast að blanda sér ekki í það,
nógu mikill höfuðverkur er samt
deila Króata og Serba fyrir þá.
Norska sendiráðið í Stokk-
hólini bar nýlega fram um-
kvörtun við sænska sjón-
varpið út af að flestra dómi mis-
heppnaðri og miður smekklegri
gamansemi á kostnað Norðmanna
í sjónvarpinu rétt fyrir jólin.
Þessi sérstaka gamansemi var
meira að segja birt í barnatíma og
var meginatriðið að fram kom mað-
ur, sem lét eins og fáviti, og var orð-
ið Norge (Noregur) saumað í höfuð-
fat hans.
Þetta er í samræmi við gamla
hefð „noregsbrandara" Svía, sem
flestir eru á þá leið að Norðmenn séu
menn ekki úr hófi vitrir, eða a.m.k.
ekki jam vitrir og Sviar. Yfirleitt er
þetta allt i góðu (Norðmenn svara
fyrir sig með „svíabröndurum"), en
íyrir kemur þó að sumum þykir full-
langt gengið. Og það þótti ýmsum
Norðmönnum í þetta sinn.
Talskona norska sendiráðsins i
Stokkhólmi segir í viðtali við norska
blaðið Verdens Gang, að hún viti til
þess að norskum börnum í Stokk-
hólmi hafi sárnað umrædd gaman-
semi í bamatímanum og jafnframt
furðað sig á því hvað þetta ætti eig-
inlega að þýða.
Talsverður vöxtur hefur hlaupið í
þennan sérstaka þátt sænskrar fyndni
síðustu áratugi. Svíar eru liklega
samviskusamasta þjóð sem til er,
þegar á heildina er litið, og leggja sig
í samræmi við það alla fram til að
forðast alla þá hegðun sem ætla má
að talist geti miður góð, sérstaklega
ef sú hegðun er þar að auki ekki í
tísku. Það alversta að dómi Svía frá
því að heimsstyrjöldinni síðari lauk
hefur verið að láta sér verða á „ras-
ismi".
I viðleitni sinni til að forðast öll
blindsker af því tagi hafa Svíar að
mestu hætt að hafa í frammi fyndni á
kostnað annarra þjóða. En af ein-
hverjum ástæðum, sem ekki liggja
alveg i augum uppi, hefur sú varúð-
arregla ekki náð til Norðmanna. Og
er sumra mál að noregsbrandararnir
séu nú eina leyfilega útrásin, sem
Svíar hafi fyrir rasisma sinn. Því sé
ekki furða þótt þensla sé í þessari
fyndni.
W
Staðarnet
Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, fyrir
hönd dómsmálaráðuneytis, Arnarhvoli, Reykjavík, óskar
eftir tilboðum í staðarnet á fimm sýsluskrifstofum.
Verkið felst m.a. i tengingu lagnakerfis með samtals um
190 úttökum, vélbúnaði lagnakerfis, netstjóra ásamt
fylgibúnaði, gátt, 20 eldri notendatölvum og prenturum,
50 nýjum notendatölvum og prenturum, niðurtekt á nú-
verandi tölvukerfum, kennslu, handbókum o.fl. Verk-
kaupi útvegar notendabúnað og strengi fyrir lagnakerfi.
Verkinu skal lokið fyrir 15. júní 1992, að meðtöldum 4
vikna reynslutíma.
Útboðsgögn eru afhent hjá Innkaupastofnun ríkisins,
Borgartúni 7, Reykjavík, eftir kl. 13:00, mánudaginn 20.
janúar 1992, gegn 10.000,- kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins kl.
11:00, priðjudaginn 11. febrúar 1992.
IIMNKAUPASTOFIMUN RÍKISINS
BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK
VERKAKVENNAFÉLAGIÐ
FRAMSÓKN
Leiðbeiningar við
framtalsgerð
Verkakvennafélagið Framsókn gefur félagsmönnum sín-
um kost á leiðbeiningum við gerð skattaframtala.
Þeir sem hafa hug á þessari þjónustu eru beðnir um að
hafa samband við skrifstofu Framsóknar og láta skrá sig
til viðtals eigi síðar en 31. janúar n.k. í síma 688930. Ekki
er unnt að taka við viðtalsbeiðnum eftir þann tíma.
Verkakvennafélagið Framsókn
VERKAKVENNAFÉLAGIÐ
FRAMSÓKN
Fundarboð
Verkakvennafélagið Framsókn heldur félagsfund fimmtu-
daginn 23. jan. 1992 kl. 20.30 í Sóknarsalnum, Skipholti
50A.
Dagskrá: 1. Kjaramál.
2. Heimild til verkfallsboðunar.
3. Önnurmál.
Sýnum nú samstöðu - mætum allar.
Stjórnin
Sýnið
skírteini við
innganginn.
Vinningstöiur
laugardaginn
,  ...     FJÖLDI    I  UPPHÆÐAHVERN
VINNINGAH   viMMNGSHAFA I    VINNINGSHAFA
147
4.499
1.573.248
78.108
6.416
489
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
Kr. 6.836.415
UPPLÝSINGAR.SlMSVARl91 -681511 LUKKULÍNA 991002
Mannfagnaðir!
Árshátíðir
Þorrablót
Brúðkaup
Erfidrykkjur
Fundir
Ráðstefhur
VEISLU-
Hverfisgötu 105
Sími 62 52 70
Síða7
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. janúar 1992
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12