Nýtt dagblað - 12.04.1942, Blaðsíða 4
0
Helgidagslœknir: Ulfar Þórðarson, Sól-
vallagötu 18, sími 4411.
N œturlœknir: Kristján Hannesson
Mímisvegi 6, sími 3836.
Nœturlœknir á mánudag: Theodór
Skúlason, Vesturvallagötu 6, sími 2621.
Utvarpið í dag:
10.00 MorguntónWikar (plötur) : Operan
,,Don Pasquale“ cftir Donizetti, 1.
þáttur.
12.15—13.00 HádegÍ8Útvarp.
14.00 Messa í kapellu háskólans (séra
Sigurður Einarsson dósent).
15.00—16.30 Miðdegistónleikar (plötur) •
Öperan ,,Don PaSquale“, eftir
Donizetti, 2. og 3. þáttur.
18.30 Barnatími (séra Jakob Jónsson).
19.25 Hljómplötur: Lagaflokkur eftir
Kodaly.*
19.50 Auglýsingar.
20.00 Fréttir.
20.20 Einleikur á fiðlu (Lórarinn Guð-
mundsson) : Sveinbjörn Sveinbjörns
son: a) Romanza. b) Vögguvísa.
c) Moment musical. d. Humoreske.
20.35 Upplestur: Ur Alþingisrímunum
(Vilhj. Þ. Gíslason).
20.50 Takið undir! (Þjóðkórinn. — Páll
Isólfsson).
21.40 Danslag kvöldsins og önnur dans-
lög.
21.50 Fréttir.
22.00 Danslög.
23.00 Dagskrárlok.
UtvqrpiÓ á morgun:
12.15—13.00 Hádogisútvarp.
15.30—16.00 Miðdegisútvarp.
18.30 lslenzkukennsla, l. flokkur.
19.00 Þýzkukennsla, 2. flokkur.
19.25 Þingfréttir.
19.50 Auglýsingar.
20.00 Fréttir.
20.30 Um daginn og veginn (Sigurður
Einarsson dósent).
20.50 Hljómplötur: Létt lög.
21.00 Upplestur: Ný kvaeði eftir Guðm.
Friðjónsson (Páll Steingrímsson rit-
stjóri).
21.20 OtvarpshJjómsveiti*: Itölsk alþýðu-
lög. Einsöngur (Pétur Jónsson ó-
perusöngvari) : a) Árni Thorsteins-
son: Vorgyðjan kemur. b) Svein-
bj. Sveinbjörnsson: Sprettur. c)
Schubert: Álfakóngurinn. d) Wagn
er: Vorsöngur úr óperunni ,,Val-
kyrjan“.
21.5§ Fréttir.
Í)agskrárlok.
Guðsþjónusta verður haldin í Háskóla-
kapellunni í dag kl. 2 e. h. Sigurður Ein-
arsson dóscnt flytjar guðsþjónustuna. —
Ncskirkjukórinn syngur. Guðsþjónustunni
verður útvarpað.
SigurÓur Einarsson dósent talar um
daginn og veginn í útvarpið á morg-
Skákþíngíd:
Eggert Gilfer varð
sKáKmeistari Islands
HannJihlaut 7 vinninga
Síðasta umferðin á Skákþingi
íslendinga var tefld í gærkvöld,
og fóru leikar þannig:
í meistaraflokki: Eggert Gilfer
og Óli Valdimarsson jafntefli. Jó-
þann Snorrason og Sturla Péturs
son jafntefli. Pétur Guðmundsson
og Jóhann L. Jóhannesson jafn-
tefli. Margeir Steingrímsson vann
Guðmund Bergsson og Kristján
Sylveríusson vann Sigurð Gissur-
arson.
Orslit í meistaraflokki urðu því
þau, að Eggert Gilfer vann nú
skákmeistaratign Islands í 9 sinn.
Hlaut hann 7 vinninga.
Öli Valdimarssonfékk 6V2, Jó-
hann Snorrason 6, Kristján Sylve
ríusson 6, Sturla Pétursson öVá.
Margeir Steingrímsson 4, Jóhann
L. Jóhannesson 3’/a, Pétur Guð-
mundsson 3, Sigurour Gissurar-
son 2 og Guðmundur Bergsson
1V2.
Verðlaunurn verður úthlutað í
Félagsheimili verzlimarmanna kl.
2 i dag.
Málverbasýníng
Jóns Þorleifsson-
ar í Blátúnum
í dag er síðasta tækifæri til að
sjá málverkasýningu Jóns Þor-
leifssonar í Blátúnum.
Þegar hafa yfir 600 manns sót.t
sýninguna, og seld hafa verið
milli 201 og 30 málverk.
Það er mjög hófleg skemmti-
ganga að ganga vestur að Blá-
túnum, leiðin liggur eftir Kapla-
skjólsveginum, skamman spöl
vestur fyrir verkamannabústaðina
Þeir verða ugglaust margir, sem
heimsækja Jón í Blátúnum í dag.
Brezki herinn tilkynnir
Heræfingar fara fram þriðju-
daginn 14. og miðvikudaginn 15.
þessa mánaðar á svæðinu: Mið-
dalsheiði norður að Grímmanns-
felli. — Við æfingar þessar verða
notaðar ýmsar tegundir af skot-
vopnum. Veginum frá Geithálsi
til Þingvalla verður íokað á með-
an á æfingunum stendur.
Fullkomnasta lýðraeðí
veraldarsögunnar
Framhald af 3. síðu.
mann sinn heim, og kjósa ann-
an í hans stað hvenær, sem þeir
ætla, að hann starfi ekki í sam-
ræmi við skoðanir þeirra.
bannig er hið stjórnmálalega
lýðræði fullkomnara í Sovétríkj-
unum en nokkru öðru ríki.
En auk þess er þar ríkjandi full
komið atvinnulýðræði. — Hver
vinnandi maður heíur rétt til þess
að hafa áhrif á rekstur þess fyrir-
tækis, sem hann vinnur við; hver
vinnandi maður er meðeigandi í
því atvinnufyrirtæki, sem hann
vinnur við, og allir, sem við það
vinna, hafa jafnan rétt og jafnar
skyldur gagnvart fyrirtækinu. —
Þetta er lýðræði, sem hvergi þekk
ist í heiminum, nema í Sovét-
ríkjunum.
Væri nú ekki sanngjarnt, að
ætlast til þess af heiðvirðum ís-
lenzkum blöðum, þó afturhalds-
blöð séu, að þau færu að segja
sannleikann um þetta efni. Það
má sennilega segja þeim það til
málsbóta, að þau hafi flutt þrugl
ið um einræðið í Sovétríkjunum
að einhverju leyti í góðri trú. Rit-
stjórar þeirra hafa sem sagt látið
blekkjast af lygaáróðri um ,,ein-
ræði“ í Sovétríkjunum. Þetta ber
auðvitað ekki vott um mikla sjálf
stæða athugunargáfu, né um sér-
lega einlæga sannleiksleit. En
liðið er liðið. Og þeir herrar, sem
hafa látið blekkjast, og látið hafa
sig til að koma blekkingunum á-
leiðis, geta bætt fyrir það með
því að bera nú sannleikanum
vitni og skýra frá þeirri stað-
reynd, sem allur heimurinn veit
nú, að lýðræði Sovétríkjanna er
fullkomnasta lýðræði sem þekkzt
hefur á þessari jörð, og að það
hefur leitt til meiri framfara en
áður eru dæmi til að orðið hafi á
jafnskömmum tíma.
Eftir að þessi grein var rituð,
hefur komið út blað af Tíman-
um sem sýnir, að ritstjóri hans er
ekki á því, að hætta að ljúga um
Sovétríkin. Sú grein verður síðar
tekin til meðferðar hér í blaðinu.
Málverkasýning Jóns Þorlcifssonar í
Ðlátúni er opin í síðasta sinn í dag. Sýn-
ingin hefur verið mjög vel sótt, og yfir.20
málverk selzt á henni.
BarnavinajélagiÓ Sumargjöf heldur að-
alfund sinn í Kaupþingssalnum í dag kl.
3 e. h.
un kl. 20.30.
Barnast. Díana nr. 54. Filagor ! Fundur
í dag á venjul. sta& »g tíma. Komiö
stundvíslegn. ‘ Geezlumcnn.
Barnast. Svaua, nr. 23. Muniö, félitg-
ar, að koma á fund í dag. Þau, sem geta,
hafi citthvað með sér til skemmtunar.
Gœzlumenn.
Sósialistafélag Reykjatííf^ur.
Fundur
á morgun sunnudag 12. apríl kl. 4 e. h. í Baðstofu iðnaðar-
manna.
FUNDAREFNI:
1) Kristinn Andrésson les úr mjög athyglisverðri bók um
Sovétrfkin.
2) I. maí, Framsm. Jón Rafnsson.
3) Alþingiskosningar. Framsm.: Ársæll Sigurðsson.
130
MANNSKAÐAVEÐRK)
efUr
PHYLLIS BOTTOME
um þótti vænt um fjölskyldu sína og gekk þess ekki dulinn,
að meðal hennar mundi hann ekki mæta samúð. Emil, sem
þó var stormsveitarmaður, og átti sömu hugsjónir og hann,
hafði þverneitað ^ð eiga nokkra hlutdeild í því, að gera Hans
aðför og skjóta hann. Við getum ekki gert þetta, sagði Emil,
fáið þið einhverja aðra til þess. Við megum ekki veita Freyju
slíkt áfall, Honum hafði alls ekki skilizt, að einmitt vegna
þess, hve Ólafi þótti vænt um Freyju, var hann að forða
henni frá þeirri hættu, sem henni var búin, ekki sízt þegar
hann um leið vann að heill föðurlandsins. Ólafur fann sart
til einveru á meðan þeir gengu fram og aftur á grasblettin-
um í glaða tunglsljósi. Kastalinn varpaði frá sér dimmum
skugga. Sinn varðmaðurinn gætti hvors enda blettsins, en
lengra niðri sást þorpið, þar sem allt var orðið hljótt. Honum
var lítil huggun í því cið hafa Fritz við hlið sér, niðurdreginn
og þögulann. Þeir höfðu alltaf verið góðir vinir, en sannir
félagar voru þeir ekki.
Þeir höfðu gengið á sömu skóla, fengizt við sömu viðfangs-
efni og umgengizt sama fólk, en samrýndir voru þeir aldrei.
Fangelsisvistin hafði mjög ólík áhrif á þá. Einkennilegt er
að vera undir sífelldu eftirliti, vita ætíð hvíla á sér augu
manna, sem, ef til vill, eru ekki fjandsamlegir, en reiðubún-
ir til mótspyrnu, ef nokkuð ber út af, þótt ekki væri nema
tilraun til að ganga ofurlítið lengra, en heimilt er. Þeirra
var vandlega gætt, bæði á nóttu og degi, þó að þeim væri
veitt ýms fríðindi — vindlingár, dagblöð, bækur og góður
matur frá veitingahúsi.
Þeir höfðu góð rúm að hvílast í, að afloknum skyldustörf-
um sínum, en engan, nema hvorn annan til að spjalla við.
Ólafur lét sér þetta stranga, reglubundna líf vel líka. Hann
leit á fangelsisvistina, sem hlutverk, sem yrði að leysa vel af
hendi eins og hvert annað starf, sem hann hefði tekizt á
hendur af frjálsum vilja. Aftur á móti hafði hann áhyggjur
út af því, hve Fritz tók sér fangelsunina nærri. Fritz var
daufgerður, en þó glaðlyndur að eðlisfari. Hann gat ekki
sætt sig við að vera undir eftirliti og strangari aga, en hann
átti að venjast. Frelsi þeirra beggja var jafnmikið skert, en
Ólafur tók því sem sjálfsögðum hlut og reyndi að gera sér
sem mest úr því litla frjálsræði, sem þeir engu að njóta, en
Fritz leit á allan réttindamissi sem móðgun við sig og kærði
sig kollóttann um öll fríðindi. Hann hataði vinnuna, smán-
aði verði, og naut hvorki svefns né matar.
Þá var sálarástandi þeirra ekki síður ólíkt farið, Fritz vissi
raunar, að hann hefði breytt rétt í því að drepa Hans. Verk-
ið hafði verið unnið bæði fljótt og vel, svo að hann þurfti
ekki að ásaka sig í þeim efnum, en þó kvaldist hann af iðr-
un nótt sem dag. Ólafur fann ekki til nokkúis samvizkubits
vegna þess verknaðar. Hans hafði verið hættulegur ríkinu.
Hann hafði verið að reyna að flýja undan réttlátri refsingu;
hans beið ekkert annað en dauði. Hví skyldu þeir því bera
hugarangur út af því, að hafa stytt honum aldur ? Ólafi
þótti það einkennileg tilviljun, og ekki með öllu óskemmti-
leg, að fyrsti maður, sem brúnstakkurinn Fritz varð að bana,
skyldi vera Þjóðverji — ekki þýzkur Gyðingur, heldur ósvikin
grein hins norræna stofns, Ijóshærður og bláeygur — og tal-
aði sömu tungu og átti sama fööðurland og þeir, en því verri
var glaspur hans. Þessi maður hafði verið kommúnisti, og
auk þess hafði hann — bóndamaðurinn — gerzt svo djarf-
ur, að leita ásta við stúlku úr annarri stétt en hann var
sjálfur.
Fritz óskapaðizt af engu tilefni. Hvað hafði hann að bera
samanborið við þær sálarkvalir, sem Ólafur lejð? Hann
iðraði þess ekki, að hafa gefið fyrirskipanir, sem leiddu til
þess, að óvalinn glæpamaður þyldi réttlátan dóm. Að því
gæti rekið, að hann gæfi heilli sveit ungra og hraustra Þjóð-
verja skipun um að ráðast fram og deyja fyrir trú sína. —
Hann væri manna fúsastur til þess að láta lífið með þeim-
Þó yrði hann enn fegnari, ef hann gæti dáíð fýrir þá — en
samvizkan lét hapn engan frið hafa fyrir það að gabba